Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997 17 Mikið um að vera á þemadögum í Rimaskóla: Krydd í tilveruna og allir mjög ánægðir - segir Hannes Fr. Guðmundsson aðstoðarskólastjóri um verkefnum. Þar voru S gangi umhverfisverkefni tengd Grafarvogi og einnig voru tísku- og leik- sýningar í boöi. Á fostudag var síðan haldin sýn- ing í skólan- um þar sem verk krakk- anna voru sýnd og var þá foreldr- um og öðr- um fjöl- skyldumeð- limum boðið að koma og skoða af- raksturinn. „Við um að breyta til og brydda upp á einhverri ný- breytni fyrir nemendur. Það DV-mynd ÞÖK var því ákveðið að halda þessa þemadaga en það hef- ur aldrei verið gert áður hér í skól- anum. Þetta hefur tekist mjög vel og ég held að allir séu afar ánægðir með þetta, bæði nemendur, kennar- ar og stjórnendur skólans. Þetta í tilveruna og börnunum líka meiri fróðleik. Markmiðið er að gera þetta að ár- vissum viðburði," segir Hannes Fr. Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri Rimaskóla, aðspurður um árangur þemadaganna. -RR Hannes Fr. Guömundsson, aöstoöar- skólastjóri Rimaskóla, sést hér vlö eltt ákváð- verkanna. Það var mikið um að vera í Rima- skóla á dögunum þegar DV var þar í heimsókn en þá stóðu yfir þema- dagar í skólanum. Hefðbundið skólastarf var þá brotið upp og nem- endur unnu að ýmsum áhugaverð- Krakkarnir t 4 bekk A, B og C í Rimaskóla sýna hér margvísleg verk sfn sem þau unnu á þemadögum í skólanum. Ákváðum að búa til ruslaskrímsli - segja þeir Eyþór og Sverrir Gauti DV rakst á þrjú böm í smíðaher- bergi skólcuis. Þau voru að klára að búa til það sem þau kölluðu ruslaskrímsli. Skrímslið var árennilegt, grænt að lit og minnti helst á smækkaða mynd af risa- eðlu. Á hausnum hafði skrímslið ljósaperu og inn hálsinn á því lítið dekk sem krakk- arnir sögðu að væri hálsfesti. „Hugmyndin kom þegar við fór- um að heimsækja Sorpu. Við ákváðum bara að gera þetta skrímsli og hafa það svona í laginu. Við erum búnir að vera í þrjá daga að búa það til. Við gerðum skrímslið aðallega úr pappa og spýt- um. Síðan settum við dekk á hálsinn á því og ljósaperu á hausinn. Skrímslið heit- ir Teitur feitur af því það er svo feitt. Það getur verið rosalega hættulegt og borðar rusl,“ sögðu þeir fé- lagar Eyþór Grétarsson og Gaman í skólanum „Það er mjög gaman í skólanum og skemmtilegir krakkar. Það er líka rosa gaman þegar við fáum að gera eitthvað annað, eins og núna að búa til alls konar hluti,“ segja Eyþór og Sverrir Gauti. Þeir félagar voru ekki þeir einu sem voru að búa til ruslaskrimsli. í einni stofunni rákust DV-menn á Karl Jensson, sem er í 4. bekk. Hann var með svartan kassa á höfð- inu sem á var málað skrímslaandlit. Karl sagðist hafa búið skrímslið til sjálfur ásamt tveimur fé- lögum sínrnn. Bekkjarfélag- ar Karls voru búnir að búa til sér- ú t b ú n a r ruslafötur og alls kyns fond- ur sem allt var gert úr rusli. Allt dótið sem þau bjuggu til var mjög vel og skemmtilega unnið í öllum regnbogans lit- um. Það eru greini- Birgitta Guömundsdóttir, Sverrir Gauti Ríkarösson og Eyþór lega snjallir og hug- Sverrir Gauti Ríkarðsson, tveir Grétarsson sjást hér viö ruslaskrímsliö sem þau bjuggu til myndaríkir krakkar í af höfúndum skrímlsisins. sjálf. DV-mynd ÞÖK Rimaskóla. -RR Rimaskóli: Erfitt verkefni í nýju hverfi Rimaskóli í Grafarvogi er einn af nýjustu skólunum á höfúðborgar- svæðinu. Skólinn tók til starfa haustið 1994 og er því á fjórða starfs- ári sínu. í skólanum eru um 650 nemendur og þeim fer sífellt fjölg- andi. Starfsfólk skólans er tæplega 60 manns. „Fjölgun nemenda hefur verið mjög mikil á stuttum tíma. Þetta er nýtt og mjög vaxandi hverfi og það kæmi mér ekki á óvart að nemend- um myndi fjölga um 150 fyrir næsta haust. Við tökum nú líka nemendur úr Borgarhverfi þar sem enginn skóli er fyrir. Ég tel að það sé ekki létt að finna erfiðara verkefhi en við höfúm hér. Það er alltaf erfitt að byrja með nýjan skóla í nýju hverfi þar sem ríkir visst rótleysi. Þessar aðstæður hér reyna mjög mikið á starfsfólk skólans en sem betur fer höfúm viö úrvalsfólk hér,“ segir Hannes Fr. Guðmundsson, aðstoðar- skólastjóri Rimaskóla. Kennsla fer fram í tveimur aö- skildum byggingum. Að sögn Hann- esar er stefnt að því að byggja nýja álmu við skólann og tengja bygging- amar tvær. -RR Þau voru einbeitt á svip þar sem þau voru aö vinna aö verkefni sfnu á þemadögunum. DV-mynd ÞÖK Börnin dugleg og skapandi - segir Jónína M. Sævarsdóttir kennari „Verkefhiö heitir úr óbyggð í byggð og nemendumir em að búa til stórar myndir þar sem fram kem- ur náttúran, sveitin, iðnaðurinn og borgin. Bömin hafa sótt allt efhið sjálf og þetta er nokkurs konar end- urvinnsla á hlutrnn sem þau hafa fundið í nánasta umhverfi. Við feng- um að fara á gámastöðina hjá Sorpu hér í Grafarvogi til að fmna ýmsa hluti,“ segir Jónína Margrét Sæv- arsdóttir, kennari í Rimaskóla, en hún var að leiðbeina bömum á aldr- inum 10-12 ára við að búa til stóra mynd sem sýnir sveitina. Á myndum sáust greinilega ein- kenni hvers umhverfis fyrir sig. Börnin höfðu gert skemmtilega mynd af borginni þar sem Hall- grímskirkja og Perlan vom mjög áberandi. Burstabærinn var ein- kennandi fyrir sveitina og stórar gráar verksmiðjur og reykur sýndu iðnaðarhverfi. „Það er allt mögulegt sem bömin nota á þessum myndum, m.a. tæki og tól sem sýna iðnaðinn og gangstéttir og stígar borgarinnar em gerðir m.a. úr flísum. Verkefnið hefur gengið mjög vel. Bömin era mjög dugleg og skapandi og hafa gert mjög skemmti- lega hluti," segir Jónína. -RR Umboðsmenn: BEKO fékk viöurkenningu í hinu virta breska tímariti WHATVIDEO sem bestu sjónvarpskaupin. • Myndlampi Black Matrix • 100 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • Aukatengi f. hátalara • (slenskt textavarp R Lógmúla Reykjavík; Byggt & Búiö, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf.Borgfirðbtaa, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirðlr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvfk.StraumurJsafirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavfk. Austurland: KHB, Egilsstöðum. Verslunin Vlk, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúösfiröi. Kf. Stöðfirðimga, Stöðvarfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.