Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Síða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997 Afmæli Þuríður Pálsdóttir Þuríður Pálsdóttir söngkennari, Miðleiti 5, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Þuríður fæddist í Reykjavík. Hún var í söng- og tónlistamámi á Ítalíu 1950-60 hjá Luigi Albergoni og Linu Pagliughi, lauk tónmennta- kennaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 1967 og stundaði nám í píanóleik og óperuleik. Þuríður hefur verið einsöngvari frá 1948, hefur haldið fjölda ein- söngstónleika, sungið mikið kirkju- og oratorio-söng, hefur sungið á fjórða tug aðalhlutverka í óperum og óperettum hér á landi, stjómaði Ámesingakórnum í Reykjavík 1967-74 og öðrum kórum við ýmis tækifæri, var tónlistarkennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur 1967-72, við Tónlistarskólann í Reykjavík í nokkur ár og hefur ver- ið yfirkennari Söngskólans i Reykjavík frá stofnun 1973. Þuríður var formaður Félags ís- lenskra einsöngvara 1971-76, situr í Þjóðleikhúsráði frá 1978 og formað- ur frá 1983, var formaður menning- armálaneftiar Sjálfstæðisflokksins 1987-89, í miðstjóm hans frá 1989 og varaþingmaður i Reykjavík 1991-95. Út hafa komið endur- minningar Þuríöar, Líf mitt og gleði, skráðar af Jónínu Michaelsdóttur, 1986. Hún samdi í sam- vinnu við Jóhönnu Sveinsdóttur ritið Á besta aldri, 1987, og hélt fjölda fyrirlestra um breytingaskeið kvenna. Þá hefur komið út fjöldi hljómplatna með ein- söng Þuríðar. Þuríður var sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar 1982; Cavaliere defl ’Ordine A1 Merito della Repubblica Italiana, 1987; Silf- urmerki Félags íslenskra leikara, og viðurkenningu frá íslensku óp- erunni fyrir þrjátíu ára starf á óp- erusviði, 1983. Fjölskylda Þuríður giftist 31.1.1946 Erni Guð- mundssyni, f. 29.11.1921, d. 3.2.1987, framkvæmdastjóra. Hann var sonur Guðmundar Finnbogasonar lands- bókavarðar og Laufeyjar Vilhjálms- dóttur, kennara og húsmóður. Böm Þuríðar og Arnar eru Kristín, f. 3.7. 1946, skrifstofumað- ur og húsmóður, gift Hermanni Tönsberg skrifstofumanni og eiga þau fimm börn; Guömundur Páfl, f. 4.11.1954, blaðamaður en kona hans er Guðrún Guðlaugsdóttir blaða- maður og á hann einn son og eina fósturdóttur; Laufey, f. 15.8. 1962, menntaskólakennari, gift Bimi Kristinssyni efhafræðingi og eiga þau einn son. Bræður Þuriðar: Jón Norðmann Pálsson, f. 13.2. 1923, d. 1993, yfir- skoðanamaður hjá Flug- leiðum; Einar Pálsson, f. 10.1.1925, d. 1996, skólastjóri og rithöfúndur. Hálfsystir Þuríðar, samfeðra: Anna Sigríður, f. 16.7. 1947, guðfræðing- ur. Stjúpsystur: Hjördís Durr; Erla Durr og Hildegard Durr. Foreldrar Þuriðar vora Páll ís- ólfsson, f. 12.10. 1893, d. 23.11. 1974, tónskáld, skólstjóri og organisti, og Kristin Norðmann, f. 4.1. 1898, d. 29.8. 1944, húsmóðir. Ætt Páll var sonur ísólfs, tónskálds og organista í ísólfsskála á Stokks- eyri, Pálssonar, hreppstjóra í Syðra-Seli, Jónssonar. Móðir Isólfs var Margrét Gísladóttir frá Kala- stöðum. Móðir Margrétar var Sess- elja Grimsdóttir af Bergsætt. Móðir Páls tónskálds var Þuríð- ur Bjamadóttir, b. í Símonarhús- um, Jónssonar. Móðir Bjarna var Valgerður Bjömsdóttir en móðir hennar var Guðrún Guðmunds- dóttir, ættföður Kópsvatnsættar- innar, Þorsteinssonar. Kristín var systir Óskars stór- kaupmanns og Katrínar Viðar, móður Jórunnar Viðar tónskálds. Kristín var dóttir Jóns Steindórs Norðmanns, kaupmanns á Akur- eyri, Jónssonar Norðmann, prests og fræðimanns á Barði, Jónssonar, prests á Krakavöllum, Guðmunds- sonar, hróður Vatnsenda-Rósu og Sigríðar, langömmu Sigurðar Nor- dals og Valtýs Stefánssonar. Móðir Jóns Steindórs var Katrín, systir Margrétar, móður Jóns Þorláks- sonar forsætisráðherra og systir Guðrúnar, ömmu Sigurðar Nor- dals. Móðir Kristínar Norðmann var Jórunn, systir Páls, fyrsta borgar- stjóra Reykjavíkur. Jórunn var dóttir Einars Baldvins, alþm. á Hraunum, Guðmundssonar, b. á Hraunum, Einarssonar, bróður Baldvins þjóðfrelsismanns. Söngskólinn í Reykjavík og Þjóð- leikhúsið halda Þuríði tónleika í tilefhi aftnælisins í Þjóleikhúsinu i kvöld kl. 20.00. Allir eru velkomnir. Þuríður Pálsdóttir. Sigurberg Guðjónsson Sigurberg Guðjónsson lögmaður, Hverafold 134, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sigurberg fæddist á Pat- reksfírði og ólst þar upp og á Tálknafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1967, embættisprófi í lög- fræði frá HÍ 1973, öðlaðist hdl.-réttindi 1980, er lög- giltur fasteigna- og skipa- sali frá 1988 og löggiltur leigumiðlari frá 1997. Með námi stundaði Sigurberg sjó- mennsku og síðar verslunarstörf hjá ÁTVR, auk þess sem hann var verkstjóri eitt sumar við byggingu álvers í Straumsvík. Að námi loknu var Sigurberg full- Sigurberg son. trúi bæjarfógetans í Kópa- vogi frá 1973, héraðsdóm- ari þar 1982-84, starfrækti Lögmannsstofu og fast- eignastofu í Reykjavík 1984-91, síðan lögmanns- stofu eingöngu 1991-96 en rekur nú lögmannsstofu og fasteignastofu frá sl. vori. Guðjóns- Fjölskylda Eiginkona Sigurbergs er Bjarney Stefanía Njáls- dóttir, f. 7.9. 1947, aðstoðarskóla- stjóri við Vesturhlíðaskóla (áður Heymleysingjaskólinn). Hún er dóttir Njáls Bergþórs Bjamasonar, fyrrv. kennara á Akureyri, og f. k.h., Ámínu Bjargar Einarsdóttur sem lést 1959. Böm Sigurbergs og Bjameyjar Stefaníu eru Júlía Björg, f. 12.8. 1966, fatahönnuður; Aníta, f. 16.10. 1971, framkvæmdastjóri; Ottar Öm, f. 8.11. 1979, nemi við VÍ. Bræður Sigurbergs eru Kristinn Jóhannes Guðjónsson, f. 1.1. 1946, frysti- og kælivélastarfsmaður í Reykjavik; Guðmundur Sævar Guð- jónsson, f. 22.7. 1948, húsasmiður og vörubílaeigandi; Ólafur Grétar Guö- jónsson, f. 7.9. 1953, kælitæknir og framkvæmdastjóri Þarfaþings hf. Foreldrar Sigurbergs: Guðjón Guðbjartsson, f. 15.5. 1916, d. 12.11. 1993, sjómaður og starfsmaður Áburðarverksmiðju ríkisins, og Gyða Jóhannesdóttir, f. 1.11. 1922, húsmóðir. Ætt Guðjón var sonur Guðbjarts, b. á Látrum, Þorgrímssonar og Guð- mundínu Ólafsdóttur, 'b. á Stökkum, Ólafssonar, Gunnarssonar. Gyða er dóttir Jóhannesar, b. í Tálknafiröi, bróður Eiríks skip- herra og Hákonar alþm. Jóhannes var sonur Kristófers, b. á Brekku- velli, Sturlusonar, smiðs Einarsson- ar, Einarssonar hreppstjóra, bróður Helgu, langömmu Bjöms Jónssonar ritstjóra, föður Sveins Bjömssonar forseta og Ólafs ritstjóra, afa Ólafs B. Thors forstjóra. Móðir Jóhannes- ar í Tálknafirði var Margrét Hákon- ardóttir. Móðir Gyðu var Kristín Ólafsdótt- ir, einhenta Bjömssonar og Kristín- ar Bjarnveigar Jónsdóttur, b. í Keflavík, Bjamasonar. Móðir Krist- ínar Bjamveigar var Kristín Snæ- björnsdóttir, í Dufansdal, Pálssonar. Sigurberg er að heiman á afmæl- isdaginn. Tilkynningar Sjálfhjálparhópur aö- standenda geösjúkra Sjálfshjálparhópur að- standenda geðsjúkra hittist á þriðjud. kl. 19.30, að Hafnar- búðum (Tryggvagötu). Byggt er á 12-sporakerfi AA. ITC-deildin Melkorka heldur upp á afmæli ITC-deildin Melkorka heldur upp á 15 ára aftnæli sitt miðvikudaginn 12. mars 1997 í Menningarmiðstöö- inni Gerðubergi kl. 20 stund- víslega. Allir em hjartanlega velkomnir, sérstaklega fyrr- verandi aðilar. Stef fundar verður, Flest verður glöðum að gammi. Skemmtidagskrá og kaffiveitingar. Stóöhestar keppa í tölti og skeiöi Stóðhestakeppni verður haldin í Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti laugardaginn 22. mars næstkomandi. Keppt verður í tölti í tveim- ur flokkum, flokki stóðhesta fimm vetra og yngri og sex vetra og eldri. Einnig verða skeiðkappreiðar þar sem keppt verður í 100 metra skeiði með fljótandi starti. Sömu reglur gilda um jám- ingar á þessu móti og á kyn- bótasýningum, en slíkar reglur eru töluvert strangari en gilda um almenna gæð- ingakeppni. Daginn áður verður boðið upp á kynbóta- dóma á stöðinni þar sem opið er fyrir öll kynbóta- hross, jafnt hryssur sem stóðhesta. Skráning fer fram hjá starfsmönnum Stóð- hestastöðvarinnar í Gunn- arsholti í síma 487 5320 og Jóni Vilmundarsyni í síma 482 1611. Lionsklúbburinn Eir Siöustu 12 ár hefur Lions- klúbburinn Eir barist gegn vímuefhum. Miðvikudaginn 12. mars kl. 20.30 halda þeir svo sina árlegu kvikmynda- sýningu í Háskólabíói og rennur allur ágóöi af sýning- unni til vímuefnavama. Myndin sem sýnd verður heitir Kolya og var tilnefhd sem besta erlenda myndin 1996. Kolbrún Sveinbjömsdóttir Kolbrún Sveinbjömsdóttir söng- kona, Tjamargötu 10 B, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Kolbrún fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hún var í Barnaskóla ísa- fjarðar, lauk gagnfræðaprófum á ísafirði og stundaði nám við Hús- mæðraskólann Ósk á ísafirði. Kolbrún átti heima á ísafirði til 1971, flutti þá til Keflavíkur þar sem hún bjó í eitt ár, átti heima í Grinda- vík 1972-90 en flutti þá til Reykjavík- ur þar sem hún hefur átt heima síð- an. Kolbrún hefur verið söngkona með dans- hljómsveitum frá 1967. Hún söng fyrst með Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar á Isafirði en syngur nú með Hljómsveit Þorvalds Björnssonar og Hljómsveitinni Heiðurs- menn. Kolbrún starfaði við Landsbankann á ísafirði um skeið auk þess sem hún var leiöbeinandi á keramiknámskeiðum í Grindavík. Hún hefúr stundað verslunar- störf við blómaverslanir i Reykjavík og starfrækti eigin blómaverslun 1995-96. Fjölskylda Kolbrún giftist 17.6. 1966 Lúðvík Páli Jó- elssyni, f. 1.4. 1945, forstjóra Ljósritunar- stofunnar ískort. Hann er sonur Jóels Þórð- arsonar, fyrrv. kaupmanns á ísafirði, og k.h, Kristínar Bryndísar Björnsdóttur, hús- móður og sjúkraliða. Böm Kolbrúnar og Lúðvíks Páls eru Sveinbjörg Valdís, f. 21.4. 1967, förðunarffæð- ingur í Mosfellsbæ, en mað- ur hennar er Davíð Jónsson fiskeldisfræðingur og eru böm þeirra Saga Brá, f. 17.1. 1989, og Snorri, f. 7.3. 1994; Jóel Brynjar, f. 19.2. 1972, þjónn í Reykjavík; Guðrún Tinna, f. 7.6. 1973, ljósmynd- ari í Bergen í Noregi, en maður hennar er Reinert Mithassel leikstjóri; Erla Kolbrún, f. 4.8. 1983; Lúðvík Páfl, f. 4.8. 1983. Uppeldisbróðir Kolbrúnar var Valdimar Sveinbjömsson, nú látinn, sjómaður í Keflavík. Hálfsystkini Kolbrúnar, sammæðra, em Lára Yngvadóttir, starfsmaður við útvarps- stöðina Brosiö í Keflavík; Brynjólfur Yngvason, sölumaður í Reykjavík. Móðir Kolbrúnar er Erla Gestsdóttir, frá Látrum í Aðalvík, húsmóðir I Keflavík. Kjörforeldrar Kolbrúnar vom Svein- bjöm Benediktsson, f. 24.12. 1907, d. 23.12. 1959, sjómaður á ísafirði, og k.h., Guðrún Guðmundsdóttir, f. 15.8. 1912, d. 17.3. 1983, húsmóðir. Sveinbjörg Valdís, dóttir Kolbrúnar, verður þrítug þann 21.4. nk.. í tfleftii af- mælanna taka þær mæðgur á móti gestum í Lögreglusalnum í Reykjavík þann 26.4. frá kl. 19.00. Kolbrún Svein- björnsdóttir. Til hamingju með afmælið 11. mars 85 ára Sigurásta Ásmundsdóttir, Hamrahlíð 33 A, Reykjavík. Fanney Guðbrandsdóttir, Hraftiistu í Reykjavik. Ásta Brynjólfsdóttir, Álfheimum 52, Reykjavík. 80 ára Elín Siguröardóttir, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Hrefiia Kristín Sigfúsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík. 70 ára Kristín Jóhannesdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. Pálína Hannesdóttir, Ægisgötu 7, Akureyri. 60 ára Guðrún Guðmundsdóttir, Hringbraut 92, Keflavík. Sverrir Aðalbjömsson, Grettisgötu 31, Reykjavík. Jónas Jónsson, Melbæ 18, Reykjavík. 50 ára Svala Sveinsdóttir, Hæðargötu 13, Njarðvík. Ingibjörg Eggertsdóttir, Þverholti 5, Mosfellsbæ. Elín Sigurðardóttir, fram- kvæmda- stjóri, Fögm- brekku 19, Kópavogi. Maður henn- ar er Bjami Jónsson flokksstjóri. Hún verður að heiman. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Stórateigi 29, Mosfellsbæ. 40 ára Torfi Guðmundsson, Vitastíg 19, Bolungarvík. Ólafía Kristin Sigurðardótt- ir, Laugatúni 11, Sauðárkróki. Helgi Þorbergsson, Nesbala 21, Seltjamamesi. Ragnar Konráðsson, Hraunási 10, Hellissandi. Vilberg Einarsson, Efri-Skálateigi I, Neskaupstað. Magnús Birgisson, Þverbrekku 2, Kópavogi. Hannes Birgisson, Þverbrekku 2, Kópavogi. Róbert Guðfinnsson, Suðurgötu 61, Siglufirði. Siguijón Guðmundsson, Keflavíkurgötu 3, Hellissandi. Kristín Hulda Óskarsdóttir, Gautlandi 11, Reykjavík. Jóhannes Guðnason, Gaukshólum 2, Reykjavík. Pétur Hafsteinn ísleifsson, Hamrahlíð 16, Vopnafirði. Vilberg Skúlason, Norðurvöllum 32, Keflavík. Hjörtur Snorrason, Otrateigi 12, Reykjavík. Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 550 5752

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.