Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Síða 8
FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997
22 helgina
*------------
Úrslití
MORFÍS
í kvöld verður keppt til úrslita í
MORFÍS sem er mælsku- og ræðu-
keppni framhaldsskólanna. Keppn-
in hefst kl. 20 í Háskólabíói. Til úr-
slita keppa gamlir fjendur, Mennta-
skólinn í Reykjavík og Verslunar-
skólinn. Umræðuefniö er kynj-
akvóti og mælir MR með en Versló
á móti. í hléi verður boðið upp á
skemmtiatriði frá skólunmn tveim-
ur. Búast má við harðri keppni
enda ræðusnillingarnir búnir að
leggja við nótt sem nýtan dag imd-
anfarið við undirbúning.
Eitt af verkum Drafnar.
Dröfn
sýnir í
Listakoti
Á morgun opnar listakonan
Dröfn Guðmundsdóttir sýningu í
Listakoti. Sýningin fjallar um
minni úr bemskunni og heitir Af
mæli. Dröfn útskrifaðist úr
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands árið 1993. Hún hefúr haldið
nokkrar einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum síðan. Hún
er þátttakandi í Gallerí Listakoti
ásamt 12 öðmm listakonum. Sýn-
ingin stendur til 2. apríl.
Völundarhús eftir Sigurö Pálsson verður frumsýnt í kvöld.
Borgarleikhúsið frumsýnir Völundarhús:
Ofsafengið andrúmsloft, svefnleysi og spenna
í kvöld frumsýnir Borgarleikhúsið nýtt verk eftir rit-
höfundinn Sigurð Pálsson. Þetta er átakaverk sem ger-
ist i Reykjavík á okkar tímum. Vettvangur atburða er
verksmiðjuhús. Tekist er á um húsið og hvemig eigi að
nota það. Gamalreyndur veitingamaður hefur keypt
húsið til þess að láta ákveðinn draum loksins rætast.
Gengið í kjallaranum, sem rekur spilavíti, er algjörlega
á móti þeim áformum en einnig blandast hópur ungra
leikara í deilumar. Leikurinn gerist á þremur dögum
um páskahelgi, byrjar á fóstudaginn langa og lýkur á
páskadag. í fréttatilkynningu segir að í verkinu ríki
ofsafengið andrúmsloft, svefnleysi, spenna og þreyta.
Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir en leikendur eru
þau Ari Matthíasson, Bjöm Ingi Hilmarsson, Guðlaug
Elísabet Ólafsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Halldóra
Geirharðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Kristján
Franklín Magnús, Pétur Einarsson, Sigurður Karlsson,
Valgerður Dan, Þórhallur Gunnarsson og Þorsteinn
Gunnarsson.
D\
UftMs
Þjóðleikhúsið
Litli Kláus
og Stóri Kláus
laugardag kl. 14.00
sunnudaga kl. 14.00
Kennarar óskast
laugardag kl. 20
Villiöndm
fostudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Þrek og tár
sunnudag kl. 20.00
Leitt hún skyldi
vera skækja
laugardag kl. 20.30
Köttur á heitu
blikkþaki
sunnudag kl. 20.30
Borgarleikhúsið
Völundarhús
föstudag kl. 20.00
sunnudag kl. 20.00
Fagra veröld
laugardag kl. 20.00
Trúðaskólinn
íí sunnudag kl. 14.00
Dóinínó
laugardag kl. 19.15
Barpar
fóstudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
Svanurinn
sunnudag kl. 16.00
r
Islenska óperan
Káta ekkjan
fostudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Hermóður
og Háðvör
r *
I
Birtingur
laugardag kl. 20.00
Loftkastalinn
Áfram Latibær
sunnudag kl. 14.00
sunnudag kl. 16.00
Á sáma tima að ári
laugardag kl. 20.00
Kaffileikhúsið
íslenskt kvöld
laugardag kl. 21.00
Möguleikhúsið
Snillingar í Snotraskógi
laugardag kl. 14.00
sunnudag k. 14.00
Leikfálags
Hveragerðis
Salka Valka
föstudag kl. 20.30
sunnudag kl. 20.30
Menntaskólinn
að Laugarvatni
Kabarett f
Félagsheimili Kópavogs
fóstudag kl. 20.00
föstudag kl. 22.45
4-
t