Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Blaðsíða 10
io menning FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 JLj"V" Kaldaljós í útvarpinu Á morgun, fostudag, kl. 14.03, byrjar Ingrid Jónsdóttir að lesa síðari hluta skáldsögunnar Kalda- Ijós eftir Vigdísi Grímsdóttur. í lok fyrri hlutans ^ sem lesinn var í fyrravor gerðist það að sögusviðið hvarf ; í einu vetfangi þeg- ar snjóflóð féll á þorpið undir Tindi. Söguhetj- J an, Grímur Her- ^ mundsson, kemst af en' _ á erfitt með að fóta sig í lífinu eft- ir þessa hryllilegu atburði. Full- vaxinn heldur hann til höfuðstað- arins í listnám og sérkennileg per- sóna hans sker sig úr fjöldanum. Með þessari skáldsögu varð Vig- dis einn af vinsælustu og virtustu skáldsagnahöfundum landsins og hefur skipað þann flokk síöan. Áhrif Eddu Guðamjöður og amarleir heit- ir ritgerðasafn sem er nýkomið út hjá Háskólaútgáfunni. Rit- stjóri er Sverrir Tómasson og auk hans eiga greinar í ritinu fimm íslenskir bókmenntafræð- ingar. Ritgerðasafnið er hluti af norð- urevrópskri rannsókn á skáldskaparfræði Snorra Sturlusonar og áhrifum hennar á bókmenntafræði og skáldskap á Norð- urlöndum, i Þýska- landi, Englandi og jaftivel Frakk- landi. Frum- kvæði að þess- ari yfirgrips- miklu rann- sókn hafði Lars Lönn- roth, prófess- or í Gauta- borg, og með hon- um í skipu- lagsneftid sitja fræðimenn frá ýmsum löndum, meðal ann- arra Sverrir Tómasson. Þegar hefur birst nokkuð af efni erlend- is sem tengist þessu verkefni, en íslenska bókin er eina heildar- rannsóknin sem komin er út. Þó að áhrifa eddukvæða og skáldskaparfræði Snorra hafi tekið að gæta erlendis eftir að Snorra-Edda og nokkur eddu- kvæði höfðu verið þýdd á latínu á 17. öld er þar engu saman að jafna við áhrif þessara fomu bók- mennta á íslenskar bókmenntir alveg fram á þennan dag. „Rann- sókn á því hvemig eddufræði vom stunduð hér á landi hlaut því að beinast einkum að því í hveiju viðhorf manna til bók- menntahefðar á liðnum öldum var fólgið og á hvem hátt þeir unnu úr henni og hvernig breyt- ingum var háttað,“ segir Sverrir í forspjalli bókarinnar. „Um leið varð að gæta aö utanaðkomandi víxláhrifum, erlendum og innlendum bók- mennta- stefnum sem og fræðikenn- ingum.“ Sverrir kannar sjáifúr eddulist á síðari hluta miðalda, 14., 15. og 16. öld, Margrét Eggerts- dóttir gerir grein fyrir fornu skáld- skaparmáli í verk- um Stefáns Ólafsson- ar, Hallgríms Péturs- sonar og fleiri skálda á 17. öld, Viðar Hreins- son fjallar um hugar- heim Jóns lærða Guð- mundssonar í verki hans um Eddu, Bergljót S. Kristjáns- dóttir skrifar um kveðskap Stein- unnar Finnsdóttur, Svanhildur Óskarsdóttir kannar verk upp- lýsingarmanna og fyrstu róman- tísku skáldanna og loks rannsak- aði Sveinn Yngvi Egilsson við- horf Fjölnismanna til fomaldar- innar - „hve lengi nestið frá Bessastöðum entist þeim“, eins og segir í forspjalli. Bókin er 348 síður með útdrátt- um úr greinunum á ensku. Umsjón Silja Aðalsleinsdóttir Pasta Basta hef- ur notað vinsældir sínar til að klifra upp verðlistann og er núna orðið eitt af dýru veitinga- húsumnn. Þrírétt- að með kaffi kostar tæpar 3.400 krón- ur. Þótt pasta veröi fyrir valinu, fer verðið i 3.200 krón- ur. Framhjá háa verðinu má kom- ast með því að taka tilboði dagsins á 2.380 krónur, en þá er ekkert val milli rétta. Hlaðborð í hádeginu er hins vegar ódýrt, þrjú pöstu, hrísgrjóna- réttur, salat, súpa og brauð á 790 krónur. Matreiðslan var yfirleitt góð og pastað búið til á staðnum. Nóg fékkst af volgum brauðkollum með smjöri og frjáls að- gangur var að klementínum í skál. Þjónusta var góð, sumpart ítölsk. Úrval ítalskra vína árganga- merktra er á seðlinum, aðallega Chianti og tleiri Toskaníuvín. í sumum tilvikum er hægt að velja milli tveggja árganga af sama merki. Þrátt fyrir hátt verðlag eru munnþurrkur ekki úr líni. Gamli kjallarinn framan við opið eldhúsið er notalegasti hiuti staðarins. Nýtízkulegur og kuldalegur er glerskálinn uppi á palli fyrir inn- an. Lakast er að vera í tjaldi, sem er að baki gler- skálans og notaö um helgar. í gamla kjallaranum er hvítmálað timburloft, minjagripakraðak á vegghillum ofan við litla glugga, smámyndir, magaorgel og ítölsk landakort á veggjum. Þetta er bamavænn staður, sem býður upp á liti og pappír. Lakara var hvitlauksrist- að sjávarmeti á brakandi hrásalati, hörpuflskur og humar góð- ur, rækjur litl- ar og bragð- daufar og kræklingur í skelinni þurr og vondur, sumpart skemmdur. Minestrone súpa hússins var afar bragðsterk tómatsúpa með grjóthörð- um brauðten- ingum. Fiskréttir voru misjafh- ir, sósur þeirra sum- part yflrgnæf- andi og meö- lætið að mestu staðlað, kart- öfluílögur undir brædd- mn osti, spínat og maísgraut- ur. Grilluð Klaustiu-bleikja var hæfilega elduð og safarík, með góðri hvítlaukssósu, en ekki fann ég reyktan hvítlauk, sem boðaður var. Gufusoðinn sólkoli var einnig hæfilega eldaður, á kafi í grana-ostasósu og með blönduðu tómatmauki. Fiskifantasía fólst í ofeldaðri bleikju, smálúðu og skötusel í mikilli tómatsósu. í samræmi við heiti staöarins var pasta afar ijölbreytt og undantekningarlaust gott, enda mótað á staðnum. Sedani pastarör voru með miklu af kjúklingakjöti, sveppum og tómötum. Súkkulaðiterta hússins var þétt og góð. Tiramisu ostakaka var ekta feneysk og ekki lagskipt, hin bezta í bænum. Kaffið var að sjálfsögðu ítalskt og indælt. I gamla kjallaranum er hvítmálaö timburloft, minjagripakraöak á vegghillum ofan viö litla glugga, smámyndir, maga- orgel og ítölsk landakort á veggjum. Þetta er barnavænn staöur, sem býöur upp á liti og pappír. DV-mynd Hilmar Þór. Veitmgahús Jónas Kristjánsson Forréttimir reyndust bezt. Góðir voru stórir og beikonvafðir sveppahattar á salati, fylltir hvitlaukssmjöri og meyrum sniglum. Kryddlegn- ar nautakjötsþynnur carpaccio voru góðar, með áberandi bragði af grana-osti, en litlu af boðuðu jarðsveppa-safabragði. Polenta-maísgrautur var góður, með miklu af finum porcini-sveppum smjörsteiktum. Sneiddi hjá þekktum ljóðum Flosi á hljóðbók Flosi Ólafsson leikari og rithöf- undur hefur sjálfúr lesið inn á snældur endurminningabók sína, í Kvosinni, sem Hljóðbókaklúbbur- inn var að gefa út. Bókin kom út árið 1982 og hlaut af- bragðsgóðar viðtökur. Flosi kynnir sjálfan sig og verkið með þessum orðum: „Ég held að ég sé tiltölulega mein- laust grey. Ég á það til að vera dá- lítið illkvittinn, en það er þá í nösunum á mér. Ég hef svolítið gaman af því að ganga framaf fólki og þá auðvitað helst fólki sem hefur gott af því að gengið sé framaf því. Þeir sem þekkja mig vita að ég vil ekki gera flugu mein, nema það sé mjög aðkallandi, en þeir sem þekkja mig ekki halda yfirleitt að ég sé fúlmenni. Stundum hef ég, svona með sjálf- um mér, verið að óska þess að ég væri svolítið gáfaðri en ég er, því satt að segja er ég nú hálfgerður bjáni. En þá hugsa ég bara í leið- inni: Ég er þó sæmilegur til heilsunn- Gloría í Langholti Söngsveitin Fílharmonía ásamt hljómsveit og einsöngvurum held- ur tónleika í Langholtskirkju bæði á laugardag og sunnudag kl. 17. Á efhisskrá eru Gloria RV 589 eftir Antonio Vivaldi og Nelson-messa eftir Joseph Haydn. Einsöngvarar á tónleikunum eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Hulda Guðrún Geirsdóttir, Elsa Waage, Snorri Wíum og Loftur Erlingsson. Konsertmeistari er Rut Ingólfsdótt- ir. Stjórnandi kórsins í vetur er Bemharður Wilkinson, flautuleik- ari hjá Sínfóniuhljómsveit íslands, og undirleikari er Guðríður S. Sig- urðardóttir. Allt um nudd Skjaldborg hefur nú endurútgef- iö bókina Allt um nudd sem marg- ir telja bestu handbók um efniö sem komið hefur út á íslensku. í henni eru leiðbeiningar um aust- rænar og vestrænar nuddaðferðir, heild- amudd, shiatsu og svæðanudd, og hún hefur verið notuð bæði af fagmönn- um og leikmönn- um. Þessi útgáfa er í kilju og í henni eru margar litljós- myndir og teikningar. Höfund- ar em Lucinda Lidell, Sara Thom- as, Carola Beresford og Anthony Porter. Jóhanna G. Erlingsson þýddi. Berglind Gunnarsdóttir skáld og bókavörður velur ljóð dagsins í aprílmánuði á rás 1 og var spurð hvað hún hefði helst haft til við- miðunar. „Ég þurfti að finna ljóðin í miklum flýti en var auð- vitað vel sett af því ég vinn í Þjóðarbók- hlöðunni. Ég gekk bara á röðina í skáldskapar- hillunum, tók fram höf- unda sem ég hafði áhuga á, renndi yfir ljóðin og valdi þau sem höfð- uðu til mín á staðnum og stund- inni. Eitt af því sem ég hafði að leiðarljósi var að velja ljóð eftir konur, og líka langaði mig til að hafa ljóð- in frá ýmsmn tímum. Elsta ljóðið sem ég tók með er úr Víglundarsögu, „Stóðum tvö í túni“ sem ég hef lengi haft dálæti á. Svo tók ég við- lög frá fyrri öldum, en byrjaði svo á Bjama Thorarensen á 19. öldinni. Þegar ég valdi ljóð eftir þekkta höfunda þá sneiddi ég hjá mjög frægum ljóðum eftir þá, valdi frek- ar minna kunn ljóð. Til dæmis valdi ég afskaplega „ódagslegt" ljóð eftir Dag Sigurðarson, „Túngl- sýki“, þulukennt, seiðandi ljóð sem bítur í sporðinn á, sér um tunglið sem stækkar og minnkar á víxl. Reyndar heyrði ég hann einu sinni flytja þetta ljóð á samkomu niðri í Fylkingu. Hann var mikill hrekkjalómur og tók upp á því að þylja það aftur og aftur, Lengi vel létu menn sér þetta lynda svo þeir að ókyrrast þangað til einn kvað upp úr og skipaði hon- um að hætta þessu! Þá var hann bara að reyna á þolrifin í áheyrendum. Ef ég dreg þetta sam- an þá voru leiðarljósin mín þau að muna eftir konunum, velja saman gamalt og nýtt - þó að meiri hlutinn sé frá þessari öld - og loks aö velja síður hundkunnug ljóð.“ Ljóð dagsins er flutt tvisvar, kl. 8.45 á morgnana og 18.45 á kvöldin á rás 1. Pasta Basta: Dýrt og gott pasta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 75. tölublað (03.04.1997)
https://timarit.is/issue/197340

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

75. tölublað (03.04.1997)

Aðgerðir: