Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1997 13 Fréttir Fjöldatakmörkun í lyfjafræði í HÍ: Aðeins 12 lyfjafræði nemar fara áfram Ákveðiö hefur verið að taka upp fjöldatakmörkun í lyfjafræði I Há- skóla íslands. Aðeins 12 nemendur munu komast áfram í lyfjafræði á næstu skólaönn þegar framkvæmd- in tekur gildi. Ákvörðun þessi var tekin á fundi háskólaráðs á dögun- um. „Þessi fjöldatakmörkun var notuð í lyfjafræði fyrir nokkrum árum en hefur ekki verið notuð þar undan- farin ár. Ein aðalástæðan fyrir þessu er tilskipun sem kemur frá lyfjafræðingum í Evrópu og kröfur frá Evrópusambandinu um aukna starfsþjálfun lyfafræðinema. Það þarf að koma nemum fyrir i starfs- þjálfun í apótekum og þeir munu nú þurfa að minnsta kosti 6 mánaða starfsþjálfun á námstímanum en áður var það 3 mánuðir minnst. Að- eins 30 nemendur komast að hjá ap- ótekum hér á landi í þrjá mánuði á sumrin," segir Þórður Kristinsson, kennslusrjóri i Háskólanum. -RR Sala hlutabréfa í Hraðfrystistöð Þórshafnar: íbúarnír keyptu fyrir tæpar 13 milljónir - sveitarstjórn og stjórn HÞ vinna að frekari sölu hlutabréfa > I DV; Akureyri: Sala hlutabréfa i Hraðfrystistöð Þórshafnar hófst á dögunum, en um er að ræða 11,3% sem sveitarsjóður hyggst selja af eignarhlut sinum í fyrirtækinu. íbúum í Þórshafnar- hreppi var gefinn forkaupsréttur að hlutabréfunum og nýttu um 35 manns sér það og skráðu sig fyrir hlutabréfum fyrir um 3 milljónir króna að nafnvirði á genginu 4,09. Reinhard Reynisson, sveitarstjóri Eskifjörður: Nýr leíkskóli DV, Eskifirði: í fjárhagsáætlun Eskifjarðar- kaupstaðar er gert ráð fyrir að byggja nú i sumar 500 fermetra leikskóla fyrir innan íþrótta- völlinn í bænum. Byggingar- kostnaður er áætlaður um 60 milljónir króna. Undirbúningur er þegar haf- inn að verkefninu og stefnt er að því að taka hinn nýja leik- skóla í notkun í desember nk. Sem kunnugt er seldi bæjarsjóð- ur 40% af hlutabréfum sínum í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. í lok síðasta árs og fékk fyrir snúðinn 80 milljónir króna. Leikskólabyggingin verður fjár- mögnuð með hagnaði af sölu hlutabréfa. Núverandi leikskólastjóri er ung og falleg stúlka frá Hollandi, Bea Meijer að nafni. Eiginmaður hennar er Atli Börkur Egilsson harðfiskfram- leiðandi. -RT á Þórshöfn, segir að nú verði unnið að sölu þeirra hlutabréfa sem eftir eru í sölu, eða um 10% hlut í fyrir- tækinu. „Það hefur aldrei verið tek- in nein ákvörðun um það að ein- hver einn ákveðinn aðili eignist þau bréf, heldur verður stefnt að því meginmarkmiði að breytingin á eignarhaldinu í fyrirtækinu verði til þess að styrkja félagið varðandi hráefnisöflun. Það hefur t.d. verið skoðað hvort einhverjir nýir aðilar komi inn í félagið eða jafnvel hvort samruni við annað félag verður nið- urstaðan. Átökin sem urðu um þetta mál hér snerust um það hvort útiloka ætti Hæng ehf. frá því að eignast aukinn hlut í fyrirtækinu, eða að Hængur sæti við sama borð og aðr- ir. Það er hins vegar alls ekki í myndinni að Hængur einn komi til greina varðandi kaup á þessum bréfum," segir Reinhard. Hann segist ekki reikna með að hlutabréfin verði boðin út, sala bréf- anna sé samvinnuverkefni sveitar- stjórnar og srjórnar Hraðfrysti- stöðvarinnar. „Þetta mun gerast við samningaborðið og verður ekki upp- lýst frekar fyrr en málinu er lokið," segir Reinhard. Þórshafnarhreppur er stærsti eignaraðili að Hraðfrystistöðinni í dag með um 30% hlut, Hængur á 25%, en á þriðja hundrað aðilar aðr- ir eiga mun minni hlut. -gk SR-mjöl í Helguvík: Fýrsti mjölfarm- urinn farinn DV, Suðurnesjum: „Verksmiðjan er komin á fullt skrið. Þetta hefur gengið samkvæmt áætlun og afköstin eru þau sem við reiknuðum með í upphafi," sagði Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR- mjöls hf., í samtali við DV um hina nýju fiskimjölsverksmiðju fyrirtækis- ins í Helguvík. Nýlega var skipað út fyrsta mjól- farminum, 780 tonnum, sem unninn var í Helguvík. Bræðslan vinnur þrjár tegundir af mjöli og eru nú um 1600 tonn til í geymslum í Helguvík. Reiknaö er með að næsta farmi verði skipað út eftir páska. Bræðslan af- kastar á milli 800 til 1000 tonnum á sólarhring. Á meðan bræðslan er keyrð á fullum krafti er einnig verið að fínstilla saman tæki og tól hennar. Að sögn Þórðar er eins og loðnu- vertíðin sé að lognast út af, en erfitt sé að spá langt fram í tímann þegar loðnan er annars vegar. Önnur ganga ; gæti þess vegna komið fram einhvers staðar á næstu dögum. -ÆMK Reykvíkingar! Munið borgarstjórnarfundinn ídagkl. 17:00, sem útvarpað er á Aðalstöðinni FM 90.9. IH SkPifstofa g| |j| borgarstjðra tuor/c _ >l_/tw> OÐAL Austurstræti 12a - 101 Reykjavík Sími (tel) 354-562 3570 - Fax 354-562 3571 ^*^ Opnunartími Opening hours sun til fim Sun to Thu 21.00-01.00 fös til lau Fri to Sat 21.00-03.00 Stanslausar cj sýningar O None stop shows Fríttinntilkl. 23.00 alladaga. Geysilegt fjölmenni var í Hlíöarfjalli viö Akureyri um helgina og er t.d. taliö aö aldrei hafi komiö fleiri þangaö á einum degi en á föstudaginn ianga, þeg- ar myndin var tekin, en þá var þar bliöskaparveöur. Einnig var fjölmenni á skíöum á páskadag en á laugardag var lokaö vegna ve&urs og óhagstætt veour var til skíoaiokunar í gær. DV-mynd gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.