Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 Utlönd 9 o»t mwi nirriin. ífDi smoaugtysingar ov 550 5000 Tony Blair kynnir kosningastefnuskrá sína í dag: Lofar að standa við loforðin sín Tony Blair, leiðtogi breska Verka- mannaflokksins, kynnir kosninga- stefnuskrá sína i dag og ætlar að bjóða kjósendum nýjan „samning“ til að sannfæra þá um að hann muni standa við loforð sín ef hann verður forsætisráðherra. Niðurstöður nýrrar skoðana- könnunar munu efalaust verða til að Blair vaxi ásmegin þar sem flokkur hans hefur enn á ný aukið forskot sitt á íhaldsflokk Johns Majors forsætisráðherra. Sam- kvæmt könnuninni, sem birtist í blaðinu Times í morgun, fengi Verkamannaflokkurinn 55 prósent atkvæða ef kosið væri nú en íhalds- flokkurinn aðeins 28 prósent. Kosn- ingamar verða 1. mai næstkom- andi. Niðurstöður könnunarinnar benda til að íhaldsflokkurinn gjaldi fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur ýmsum þingmönnum hans fyrir fjöllyndi og fyrir að hafa borið upp fyrirspumir í þinginu 1 skiptum fyr- ir fé. Einn þessara þingmanna, Pi- ers Merchant, var þó valinn fram- bjóðandi flokksins í kjördæmi sínu á ný í gær, þrátt fyrir háværar kröf- ur um að hann segði af sér. Merchant er sakaður um að hafa haft kynmök við sautján ára gamla framreiðslustúlku á næturklúbbi. Hann þvertekur fyrir það og segist hafa verið leiddur í gildm af blaða- mönnum. En aftur að Blair. Hann sendi frá sér handskrifaðan „samning“ í gær þar sem hann tilgreinir tiu helstu loforðin sem hann vill að verði þungamiðja kosningastefnuskrár sinnar. Ráðgjafar hans segja hann sannfærðan um að Bretar séu orðn- ir þreyttir á stjórnmálamönntun sem geri ekki annað en svíkja kosn- ingaloforð sín þegar þeir komast til valda. Blair mun því halda sig við loforð sem hann veit að hann getur staðið við. í samningntun segir Blair m.a. að Verkamannaflokkurinn muni ekki hækka tekjuskattinn og að verð- bólgunni verði haldið í skefjum, menntamálin verði sett í öndvegi og framlög til þeirra aukin. Reuter Ferd á Skeiðarársand laugardaginn 5. april LeiSsögumaSur á sandinum verSur SigurSur Bjarnason ferSabóndi á Hofsnesi í Oræfum. VerS kr. 2.200, yngri en 12 ára kr. 1.000. Upplýsingar í síma 588 8660 Vib höfum þjónab innlendum og erlendum ferðamönnum í meira en 30 ár, í byggb og óbyggb. Leigjum út hópferbabíla fyrir allt ab 60 farþega. SNÆLAND GRÍMSSON Langholtsvegur 115 • Sími 588 8660 Slösuðust í jarðskjélfta í Japan Að minnsta kosti fjórir slösuð- ust þegar jarðskjálfti, sem mæld- ist 5,5 á Richter, reið yfir eyjuna Kyushu í Japan snemma í morg- un. Að sögn talsmanns lögregl- unnar olli jarðskjálftinn því að aurskriður féllu á fjórtán stöðum. Reuter Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn John Waters, höfundur hinnar sígildu myndar um Bleiku flamingófuglana, er hér með tveimur klæðskiptingum í gervi hinnar guðdómlegu Divine, sem lék aðalhlutverkið í myndinni. Tilefn- ið er 25 ára afmæii myndarinnar og sýning í Los Angeles. Sfmamynd Reuter Færeyjar: Efnahagslegt hrun blasir við Efnahagslegt hrun blasir við á ný í Færeyjum. Rányrkja ógnar fisk- stofhunum. Og neyslan eykst svo gífurlega að landsbankastjóri Fær- eyja varar fólk við. Ekki eru nema fjögur ár síðan efnahagur Færeyja hrundi eftir margra ára rányrkju. Þá varð land- stjómin að fara til Danmerkur og betla til þess að fá aðstoð við að borga af erlendum skuldum. Ný uppsveifla i fiskveiðum hefúr leitt til neyslufyllirís. Meðal annars hefur sala á bílum næstum tífaldast á undanfömum fjórum árum. Tekj- unum af veiðunum er ekki varið til fjárfestinga sem gætu stuðlað aö efliahagslegri fótfestu. Landsbankinn leggur til að virð- isaukaskatturinn, sem hú er 25 pró- sent, verði hækkaður um 1 til 2 pró- sentustig til þess að hægt sé að stýra neyslunni. Sigurd Poulsen, bankastjóri Landsbankans, bendir á að hækkun virðisaukaskatts leiði til þess að almenningur slái neyslunni á frest til þess að uppsveiflan fram- lengist. Þegar fyrirtækin hafi sýnt arðsemi í nokkurn tíma þori fólk að fjárfesta. Hafrannsóknastofnunin í Færeyj- um varar samtímis við því að sjó- menn hafi svo að segja fengið frjáls- ar hendur til þess að tæma hafið á ný af fiski. Horfið hafi verið frá kvótakerfinu og i staðinn fái hvert skip ákveðinn fjölda veiðidaga. Kerfið virki eins og engin takmörk- un sé. Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV Helgartilboð: Sendum í póstkröfu Doblin jakkapeysa stk. 3.990 2stk.4.990 ’ Laugavegi 81 Sími 552 1844 Kringlan Sími 581 1944 Politiken

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.