Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1997, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1997 Afmæli i i 1 Hulda Jónsdóttir Hulda Jónsdóttir dagmamma, Viðigrund 3, Sauðárkróki, er sextug í dag Starfsferill Hulda fæddist á Kleifum í Ólafs- firði en ólst upp í foreldrahúsum á Húsavík. Hún var þar í barnaskóla og lauk þar gagnfræðaprófi. Á unglingsárunum stundaði Hulda ýmis almenn störf. Eftir að hún gifti sig helgaði hún sér heimil- isstörfum. Hún fór síðan gæta barna og hefur nú verið dagmamma í rúm tuttuguár. Þau hjónin hófu búskap á Húsa- vík, fluttu síðan í Borgarnes 1964 og til Sauðárkróks 1972 þar sem þau hafa átt heima síðan. Hulda var í íþróttafé- laginu Völsungi á Húsa- vík, í Ungmennafélaginu Skallagrími í Borgamesi og hefur sungið með Kirkjukór Sauðárkróks frá því fljótlega eftir að þau hjónin fluttu til Sauð- árkróks. Fjölskylda Hulda Jónsdóttir. Hulda giftist 27.12. 1957 Hilmi Jóhannessyni, f. 24.5. 1936, bókaverði við Sjúkrahús Sauðárkróks. Hann er sonur Jó- hannesar Ármannssonar, verka- manns á Húsavík, og k.h., Ásu Stef- ánsdóttur húsmóður. Börn Huldu og Hilmis eru Guðrún Sigríður Hilmisdóttir, f. 22.3.1956, verkfræðingur hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfé- laga, hennar maður er Gunnar Sigurjónsson, starfsmaður Einkaleyfis- stofnunar, þau eru búsett í Reykjavík og eru börn þeirra Elínborg Hulda og Jóhannes Hilmir; Jó- hannes Hilmisson, f. 2.12. 1959, tæknifræðingur hjá í Kaupmannahöfn, hans Ásta Emma Ingólfsdóttir tæknifræðingur og er dóttir þeirra Telma Huld; Eiríkur, f. 5.4. 1963, Ericsson kona er tónlistarmaður og kennari, hans kona er Bergrún Ingimarsdóttir, starfsmaður í apóteki, þau-eru bú- sett á Sauðárkróki og eru börn þeirra Bríet Arna Jóhannesdóttir, Ingimar Heiðar, Hilmir Örn og Malen Rún Eiríksbörn. Hulda á þrjár alsystur og einn hálfbróður. Foreldrar Huldu voru Jón Guð- mundsson, f. 13.1. 1905, nú látinn, skrifstofumaður í Neskaupstað, og Guðrún Pétursdóttir, f. 25.12. 1897, d. 30.11.1985, húsmóðir. Hulda og Hilmir taka á móti gest- um í Tjarnarbæ á Sauðárkróki í dag frá kl. 20.00. Andlát Bertha Helga Kristinsdóttir Berfha Helga Kristinsdóttir hús- móðir, Grensásvegi 47, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 23.3. sl. Hún verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 3.4., kl. 13.30. Jarðsett verður í Hafharfjarðarkirkjugarði. Fjölskylda Bertha Helga fæddist í Hafhar- firði 29.2. 1920 og ólst þar upp. Hún giftist 25.2. 1943 Halldóri Þorsteini Nikulássyni, f. 20.8.1918, bílamálara og veiðiverði við Norðurá. Hann er sonur Nikulásar Árna Halldórssonar og Jónínu Helgadóttur. Börn Berthu Helgu og Halldórs Þorsteins eru María, f. 8.12. 1943, hús- móðir á Raufarhöfn, gift Þórólfi Friðþjófssyni og eiga þau þrjú börn; Nikulás Árni, f. 3.5. 1946, skipstjóri í Kópavogi, kvæntur Hafdísi Gunn- arsdóttur og eiga þau þrjú börn; Óskar, f. 29.7. 1947, bifreiðasmiður í Bertha Helga Kristinsdóttir. Kópavogi, kvæntur Margréti Hólm- steinsdóttur og eiga þau tvær dætur; Halldór Helgi, f. 20.12. 1948, bíla- málari i Reykjavík, kvæntur Sigríði B. Hólm- steinsdóttur og eiga þau einn son; Jóhann Þór, f. 12.6. 1957, bílamálari, bú- settur í Kópavogi, kvænt- ur Undínu Sigmundsdótt- ur og eiga þau þrjú börn. Langömmubörn Berthu Helgu eru nú níu talsins. Systkini Berthu Helgu: Magnús, nú látinn, málarameistari í Hafnar- firði, var kvæntur Mörtu Sigurðar- dóttur; Sigurður, málarameistari í Hafnarfirði og fyrrv. forseti Lands- sambands iðnaðarmanna, kvæntur Önnu Sigurðardóttur; Sigurbjörn, málarameistari í Hafnarfirði, kvæntur Margrethe Kristinsson; Kristjana, húsmóðir og verkakona á Raufarhöfn, gift Stefáni Magnús- syni; Albert, rafvirkjameistari í Hafnarfirði, kvæntur Elsu Kristins- dóttur; Þórdís, skrifstofumaður í Hafnarfirði, gift Benedikt Sveins- syni. Stefán Halldórsson Stefán Halldórsson, fyrrv. vita- vörður, Skólastíg 14 A, Stykkis- hólmi, lést á St. Fransiskusspítalan- um í Stykkishólmi þriðjudaginn 25.3. sl. Hann verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju í dag, fimmtudaginn 3.4., kl. 14. Starfsferill Stefán fæddist í Sandvík í Sand- víkurhreppi í Suður-Múlasýslu 9.6. 1903. Hann ólst upp í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Stefán var ungur settur til sjó- róðra ásamt bræðrum sínum. Leið hans lá til Vestmannaeyja þar sem hann ílentist og reri þar alls ellefu vertíðir. Hann flutti til Reykjavíkur og bjó þar í sjö ár ásamt seinni konu sinni en í höfuðstaðnum lagði hann stund á sjómennsku til 1940. Þá tóku þau hjónin sig upp og fluttu í Höskuldsey á Breiðafirði. í Höskuldsey var Stefán vitavörð- ur í fimmtán ár, enda oft kenndur við eyna. Fluttist hann síðan til Stykkishólms þar sem hann stundaði sjómennsku í mörg ár. Hann starfaði svo að flök- un og fiatningu sem hon- um fórst vel úr hendi. Síðustu árin dvaldi hann við gott atlæti á Dvalarheimili aldraðra að Skólastíg 14 A í Stykkis- hólmi. Fjölskylda Stefán var tvígiftur. Hann kvænt- ist 11.9. 1926 Ástríði Þorgeirsdóttur frá Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Hún lést 28.6. 1929. Eignuðust þau Ástríður einn son, Halldór Brynjólf, f. 3.3. 1927, fóður Páls, form. BHMR. Ólst Halldór upp hjá ömmu sinni, móður Stefáns. Hún hélt heimili með Ólafi syni sín- um, bróður Stefáns. Stefán kvæntist öðru sinni 31.12. Stefán Halldórsson 1932 Gyðríði Jónsdóttur úr Stykkishólmi. Átti hún fyrir eina dóttur, Jónu Kristinsdóttur, f. 8.3. 1924. Tóku þau til fósturs Magnús Jónsson, nú skipasmið, bróðurson Gyðríðar. Gyðriður lést 1.10. 1976. Systkini Stefáns voru: Jóhann, eldri og yngri; Guðlaug; Ólafur; Snorri og Sigríður. Stefán var sonur Hall- dórs Halldórssonar, beykis og skálds I Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, og Elísabetar Brynjólfsdóttur hús- freyju. Ætt Halldór var Halldórsson, Hall- dórssonar, Halldórssonar, b. í Krossgerði á Berufjarðarströnd, bróður Gísla, langafa Málfríðar, móður Jóhannesar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Neytendasamta- kanna. Gísli var einnig langafi Garðars, föður Guðmundar, fyrrv. alþingismanns. Halldór var sonur Halldórs, b. í Krossgerði, Gíslason- ar, bróður Árna, langafa Guðmund- ar, afa Emils Björnssonar prests. Annar bróðir Gísla var Brynjólfur, langafi Gísla, langafa Ólafs Davíðs- sonar, ráðuneytisstjóra í forsætis- ráðuneytinu. Systir Halldórs var Margrét, langamma Eysteins Jóns- sonar ráðherra. Elísabet var Brynjólfsdóttir, b. á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd, bróður Helgu, móður Benedikts Þór- arinssonar kaupmanns, afa Johns Benedikz læknis. Brynjólfur var sonur Jóns, b. í Hvammi, Jónssonar og k.h., Guðnýjar Þorsteinsdóttur, b. á Þorvaldsstöðum, Erlendssonar, b. á Ásunnarstöðum, Bjarnasonar, ættföður Ásunnarstaðaættarinnar, langafa Guðrúnar, langömmu Hall- gríms, föður Geirs forsætisráð- herra. Fréttir Egilsstaðir: Fiðrildin dansa á Mallorca - 22 manns fara á þjóðdansamót í Palma DV, Egilsstöðum: 22 manna hópur frá Egilsstöðum er nú á alþjóðlegu þjóðdansamóti á Mallorca sem hófst um páskana. „Þetta er stórt mót þar sem þjóð- dansahópar frá 30-40 þjóðum koma saman og sýna. Mótið stendur í fimm daga, en fyrsta daginn voru skrúðgöngur í borginni undir fán- um, mjög glæsilegar því þjóðbún- ingar margra þjóða eru mjög lit- skrúðugir," sagði Þráinn Skarphéð- insson, prentari á Egilsstöðum og srjórnandi þjóðdansahóps á Egils- stöðum, sem kallar sig „Fiðrildin", í samtali við DV. Mótið er haldið í Palma en hóparnir hafa verið sendir út og suður um eyjuna til að sýna á hin- um ýmsu ferðamannastöðum. Á morgun, föstudag, er síðasti dagur mótsins og um kvöldið verða loka- hátíðahöld þar sem þátttakendur fá viðurkenningarskjöl. Hátíðarsýn- ingar hafa verið á hverju kvöldi og sjónvarpað hefur verið frá því dag- lega, að sögn Þráins. Fiðrildin sýna á þessu alþjóðlega móti íslenska þjóðdansa eins og Vefaradansinn og Danshópurinn Fiörildin á æfingu fyrir Mallorkaferðina sem senn lýkur. DV-mynd Slgrún Hringbrot, en einnig gömlu dansana og einn nýjan dans sem Þráinn samdi við lagið Nótt í Atlavík. Þráinn stofnaði Fiðrildin 1975 og hafa þau starfað óslitið síðan og far- ið í margar sýningarferðir út fyrir landsteinana. Fiðrildin sýna þjóð- dansa hjá Útileikhúsinu á sumrin en taka auk þess þátt í svonefndu Héraðsblóti, sýningum fyrir erlenda ferðamenn, sem haldnar eru einu sinni í viku í Hótel Valaskjálf þar sem einnig er íslenskur þorramatur á borðum. -SB Til hamingju með afmælið 3. apríl 90 ára í \ Anton R. Sigurjónsson, Goðabraut 20, Dalvík. í 85ara Baldur Guðmundsson, Dunhaga 15, Reykjavík. Stefán Bjarnason, Flögu, Skriðdalshreppi. Borghildur Jónsdóttir, Fornhaga 25, Reykjavík. 1 i í 80 ára Unnur Guðjónsdóttir, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Jóhanna K. Pálsdóttir, Hólabraut 3, Hafnarfirði. 75 ára Árni Ágústsson, Reykjavíkurvegi 32, Hafnarfirði. Guðný Finnsdóttir, Hólabraut 7, Höfðahreppi. 4 Svava G. Felixdóttir, Í 4 Bólstaðarhlíð 50, Reykjavík. Guðbjörg Sigurðardóttir, Iðavöllum 6, Húsavík. Halldóra Björnsdóttir, Breiðuvík 22, Reykjavík. 70ára Kristjana Jónsdóttir, Bræðratungu 8, Kópavogi. i Guðmundur J. Sigurðsson, | dvalarheimilinu Fellsenda, Dala- 4 4 byggð. Finnbogi Friðfinnsson, Höfðavegi 4, Vestmannaeyjum. Hildur Einarsdóttir, Völusteinsstræti 34, Bolungarvík. 60 ára Svava Höjgaard, Teigagerði 11, Reykjavík. i María Kristjánsdóttír, m Tjörn, Skagahreppi. J Reynir Gíslason, 4 Bæ, Hofshreppi. j Ásta Fjeldsted, Ljósheimum 10, Reykjavík. Skúli Guömundsson, Laugarnesvegi 88, Reykjavík. 1 50 ára Gunnar Björnsson, Hofi U, Fellahreppi. i 4 Valgerður Nielsdúttir, ÞverárseU 12, Reykjavík. 4 Bryndfs Guðmundsdóttir, 4 Hlíðartúni 33, Höfn í Hornafirði. Björg Magnúsdóttir, Engjaseli 76, Reykjavík. Margrét Sveinsdóttir, Sundlaugavegi 31, Reykjavík. Þorsteinn Ólafsson, Háengi 6, Selfossi. Björn Björnsson, « Ártröð 6, Egilsstöðum. Þuriður Ingólfsdóttir, Bláskógum 7, Egilsstöðum. 4 40 ára 4 Anna Þorbjörg Ingólfsdótttr, Reykási 23, Reykjavík. Guðmundur SöM Ásgeirsson, Lækjarkinn 10, Hamarfirði. Garðar Sigursteinsson, Frostafold 25, Reykjavík. Kristi nn Kolbeinsson, Baughúsum 50, Reykjavík. Kristján Heiðar, Jörundarholti 2, Akranesi. Anna Sigríður Arnþórsdóttir, Hjallalundi 18, Akureyri. Heiðar Jóhannsson, Erluhrauni 13, Hafnarfirði. « 4 4 tlrval f límarit fyrir alla \ 4 -f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.