Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Page 8
Utlönd Uppreisnarmenn í Saír mæta harðri andspyrnu lífvarða forsetans: Mobutu lýsir yfir neyð- arástandi í öllu landinu Konur í demantabænum Mbuji-Mayi fagna Laurent Kabila, leiðtoga uppreisnarmanna, þegar hann gengur hjá. Upp- reisnarmenn lögöu bæinn undir sig um helgina. Sfmamynd Reuter Mobutu Sese Seko, forseti Mið- Afríkuríkisins Saírs, lýsti yfir neyð- arástandi um allt landið í gær vegna mikillar sóknar uppreisnar- manna sem nú ráða yfir þriðjungi landsins. Háttsettur bandarískur embættis- maður sagði að tími hins aldna leið- toga væri liðinn og að mikilvægt væri nú hvemig hann kysi að fara frá eftir þriggja áratuga setu á valdastóli. Laurent Kabila, leiðtogi uppreisn- armanna, sagði að menn úr lífverði forsetans veittu mótspymu við Lub- umbashi, næststærstu borg Saírs. Lífverðirnir segja sjálfir að þeir hafi stöðvað framsókn uppreisnar- manna. „Við mætum harðri mótspyrnu í Lubumbashi en við vorum undir hana búnir,“ sagði Kabila við frétta- menn í demantabænum Mbuji-Mayi sem uppreisnarmenn eru nýbúnir að leggja undir sig. „Við sækjum fram í mörgum fylkingum svo þeir hafa ekki hugmynd um hvers þeir geta vænst eftir fyrstu lotuna.“ Mobutu, sem hrifsaði til sín völd- in árið 1965, lýsti yfir neyöarástand- inu í tilskipun sem var lesin upp í sjónvarpi. Þar sagði m.a. að fimm herstjórar hefðu verið skipaðir í héruðum sem ekki eru á valdi upp- reisnarmanna, sem gripu til vopna í október siðastliðnum og hétu því að steypa Mobutu af stóli. Ekki er vitað hvaða áhrif neyðar- ástandið mun hafa á líf rúmlega fimm milljóna ibúa höfuðborgarinn- ar Kinshasa. Fulltrúar Kabilas og Mobutus luku fjögurra daga friðarviöræðum Inga Dóra Guðmundsdóttir, ís- lendingur, sem bauð sig fram til bæjarstjómar fyrir Siumutflokkinn í Nuuk í sveitarstjórnarkosningun- um á Grænlandi í gær, hlaut kosn- ingu og fékk 310 atkvæði. íslending- urinn Árni Guðnason, sem bauð sig fram fyrir Atassutflokkinn, náði ekki kjöri. Siumutflokkurinn, sem er stærsti flokkur landsins og í samstarfi við jafhaðarmenn á danska þjóðþing- inu, heldur meirihluta sinum í Nuuk en breytinga er að vænta í Narssaq þar sem flokkurinn tapaði meirihluta sínum. í Ammassalik missti Atassutflokkurinn, sem er í samstarfi við Venstre á danska þjóðþinginu, fylgi og verður að semja um meirihluta. Fíntalning hefur enn ekki farið fram en ljóst er nú að Atassutflokkurinn hefur tap- að á landsmælikvarða. Auk tveggja ofangreindra flokka bauð flokkur- inn Inuit Atagatigiit fram til allra sveitarstjóma. Hann á ekki fúlltrúa Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að þokkalega góð- ar líkur væru á því að hægt yrði að koma friðarviðræðunum miÚi ísra- ela og Palestínumanna aftur af stað. Á blaöamannafundi sem hann hélt með Jean Chretien, forsætis- ráðherra Kanada, sem var í opin- berri heimsókn í Washington, gaf Clinton ekki neina skýringu á bjart- sýni sinni. En á fundi hans með Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, á mánudag tókst ekki í Suður-Afríku í gær og í sameigin- legri yfirlýsingu sögðu þeir aö mik- ilvægt væri að ræða saman um frið- samlega lausn átakanna og að koma á vopnahléi. á danska þinginu en hefur lýst yfir vilja til samstarfs með Sósialíska þjóðarflokknum. Miðflokkurinn bauð fram til nokkurra sveitar- stjóma. Inga Dóra er dóttir hjónanna Guðmundar Þorsteinssonar og Benedikte Thorsteinsson sem fer með félagsmál og atvinnumál í grænlensku landsstjóminni. Inga Dóra átti í framboðsraunum fyrir sveitarstjórnarkosningamar. Henni hafði verið ráðlagt af Hagstofu ís- lands að flytja heimilisfang sitt til íslands til að njóta fullra sjúkrasam- lagsréttinda vegna nokkurra mán- aða dvalar á Islandi. Þetta varð til þess að kjömefndin neitaði að taka framboð hennar gilt þar sem hún hefði ekki búið samfellt í 3 ár á Grænlandi. En í ljós kom að henni vora gefnar rangar upplýsingar á Hagstofu íslands og samþykkti kjör- stjóm síðar að taka tillit til þessa og taka framboð hennar gilt. DV, Grænlandl, S.N.O. að þoka málum áfram. Átökin á herteknu svæðunum héldu áfram í gær og hafa þau ekki verið meiri um langa hríð. ísraelsk- ir hermenn og landnemar skutu þrjá Palestínumenn til bana og særðu tugi til viðbótar. Netanyahu ítrekaði þá skoðun sína að enn væri hægt að bjarga friðinum en Palestínumenn hvöttu til aðgerða gegn landnemum gyð- inga. Reuter MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 Stuttar fréttir dv írakar til Mekka írösk flugvél flaug með 104 píla- gríma til Mekka í morgun í trássi við bann Sameinuðu þjóðanna við alþjóðlegu flugi íraka. Búast við árás Skæruliðamir, sem halda 72 gíslum í Lima, segja að búast megi við árás hersins á hverri stundu á dvalarstað þeirra þó smávegis ár- angur hafi náðst í viðræðum. Býður afsögn Romano Prodi, forsætisráð- herra Ítalíu, mun bjóðast til að segja af sér í dag til að kom- ast að sam- komulagi við stjórnarand- stöðuna um sendingu ítalsks herliðs til Albaníu. Dagblöð á Ítalíu greindu frá þessu i morgun. Meiri aðstoð Bandaríkin segjast reiðubúin að senda meiri matvæli til Norð- ur-Kóreu þar sem hungursneyð ríkir. Ályktun gegn Kína Bandarísk yfirvöld ætla að fylgja eftir ályktun um ávítur gegn Kína þrátt fyrir að yfirvöld þar ætli að undirrita alþjóðlegan sáttmála. Neita aðild Regnhlífarsamtök andófsmanna frá Burma í Japan neita aðild að bréfsprengjuárás sem varð dóttur hershöfðingja í Rangoon að bana. Leynd aflétt Alain Juppé, forsætisráðherra Frakklands, lét í gær undan þrýstingi um aö aflétta opin- berri leynd af víðtækum hler- unum í tíð Francois Mitt- errands, fyrr- um Frakklandsforseta. Sexburar Sexburunum, sem fæddust í út- hverfi New York í síðustu viku, hefur verið boðið ókeypis fjögurra ára nám við Ríkisháskólann í New York. Geimskutlan lent Geimskutlan Columbia lenti heilu og höldnu í gær eftir að ferð hennar var stytt vegna bilunar. Forráðamenn geimferða vestan- hafs íhuga að senda hana fljótlega á loft aftur til að ljúka fyrirhuguð- um verkefnum. Þingmenn bjartsýnir Auknar líkur era nú á því að öldungadeild Bandaríkjaþings greiði fljótlega atkvæði um samn- ing sem bannar framleiðslu og notkun efhavopna. Ekkjan reið Leah Rabin, ekkja Yitzhaks Rabins, myrts forsætisráðherra ísraels, veittist harkalega að eftir- manni hans, Benjamin Netanya- hu, og sagði hann kynda undir andrúmslofti átaka. Svo mælti Jeitsín Borís Jeltsín Rússlandsforseti skipaði nýrri stjórn landsins að láta nú hendur standa fram úr ermum og sanna sig með því að koma skikk á launagreiðslur starfsmanna ríkisins og bæta innheimtu skatta. Glæpon til Parísar Alræmdi glæpamaöurinn Charles Sobhraj kom til Frakk- lands í gær, frjáls maður eftir 20 ára vist í indverskum fangelsum. Reuter Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á u.þ.b. 300rrf skrifstofuhúsnæði á Neskaupstað. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, afhendingartíma og sölu- verö, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 25. apríl 1997. Minkabogarnir komnir ! Sportvörugerðin Mávahlíð 41 562 8383 Vigtarmenn Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin sem hér segir EF NÆG ÞÁTTTAKA FÆST!! Á Akureyri dagana 5., 6. og 7. maí 1997. Skráningu þáttakenda lýkur 25. apríl. í Reykjavík daganna 14., 15. og 16. maí 1997. Skráningu þátttakenda lýkur 5. maí. Námskeiðinu lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og allar upplýsingar á Löggildingarstofu í síma 568-1122. Reuter Sveitarstjórnarkosningarnar á Grænlandi: íslensk stúlka náði kjöri í Nuuk Clinton bjartsýnn um Miö-Austurlönd: Þrír Palestínumenn féllu í átökum í gær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.