Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS_ HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRi: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins i stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Utanríkisstefna til sölu Kínastjóm hótar Dönum um þessar mundir að ná sér niðri á þeim, ef þeir láti ekki af tilraunum til að fá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna til að fordæma víðtæk mannréttindabrot í Kína. Danir láta sér fátt um finnast og fara eftir því, sem samvizkan býður. Vinnubrögð Kínastjórnar í samskiptum við útlönd byggjast mikið á viðskiptahótunum annars vegar og gylliboðum hins vegar. íslendingar hafa ekki farið var- hluta af síðari aðferðinni. íslenzkar sendinefndir hafa notið gestrisni Kínverja og gæta óbeint hagsmuna þeirra. Ef útlendingar makka ekki rétt að mati Kínastjómar, ofsækir hún fyrirtæki, sem þeir hafa komið upp í Kína í tengslum við drauma um stóran markað. Hún sýnir þannig, hver valdið hefur, og notar réttaróvissu til að láta fjárfesta þjóna pólitískum hagsmunum hennar. Clinton Bandaríkjaforseti er maður að skapi Kína- stjómar. Hann er nokkurn veginn alveg siðlaus og notar fjáröflunarleiðir út í yztu æsar. Meðal annars hefur kosn- ingavél hans tekið við framlögum erlendra aðila, sem eru að gæta hagsmuna erlendra ríkja í Bandaríkjunum. Því er nú haldið fram, að sjóðir Clintons hafi notið stuðnings kínverskra peninga, en það hefur ekki sann- azt. Hins vegar er ljóst, að þeir hafa tekið við peningum frá ýmsum öðrum ríkjum, sem telja sér hag í að hafa áhrif á bandarísk stjómmál og stjórnsýslu. Þannig hafa menn Clintons neyðst til að skila pening- um frá Indónesíu, þar sem ríkir harðskeytt þjófræði, sumpart í skjóli Bandaríkjanna. Suharto einræðisherra, ættingjar hans og einkavinir, reka víðtæka spillingu og blóðmjólka þjóðfélagið sér til persónulegs ábata. Ríkisstjórn Indónesiu hefur gengið fram af mikilli grimmd í hemámi sínu á Austur-Tímor. Eftir islenzka til- nefningu fékk Jose Ramos Horta, útlægur leiðtogi sjálf- stæðishreyfingar eyjarinnar, friðarverðlaun Nóbels í vet- ur. Hann verður góður gestur hér á landi um helgina. Koma Hortas minnir okkur á, hve mannleg verðmæti mega sín lítils í heiminum, þegar í húfi em fjárhagsleg- ir hagsmunir stórþjófaforingja á borð við Suharto og sið- blindra stjómmálamanna á borð við Clinton, sem þáði mola af nægtaborði glæpagengis Suhartos. Bandaríkjamenn hafa verið svo ólánsamir að rækta með sér kosningakerfi, sem kallar á stjamfræðilega og sífellt vaxandi Qármuni. Þetta hefur haft í för með sér, að völd kjósenda hafa minnkað, en aukizt völd þeirra, sem fjármagna kosningar í eiginhagsmunaskyni. Þannig hefur flársterkum stuðningsmönnum ísraels- ríkis í Bandaríkjunum tekizt að gera Bandaríkin að einu helzta haldreipi hins unga gestapó-ríkis fyrir botni Mið- jarðarhafs, í takmarkalausum yfirgangi þess og ofbeldi, hryðjuverkum þess og efnahagslegum ofsóknum. Stuðningsmenn Ísraelsríkis í Bandaríkjum hafa verið sérstaklega gjafmildir í garð Clintons, enda hefur ríkis- stjórn hans aldrei vikið millímetra frá stuðningi við Ísraelsríki, jafnvel þegar hún hefur staðið alein gegn því, að mannréttindabrot þess hljóti alþjóðlega fordæmingu. Þannig ráða peningaöflin ferð í Bandaríkjunum. Tó- baksframleiðendur kaupa sér pólitíska vemd til að eitra fyrir fólk. Byssuframleiðendur kaupa sér stuðning við auðveld byssukaup, þótt þau leiði til margfalt meiri manndrápa en þekkjast í öðrum vestrænum ríkjum. Verst er, að bandarísk utanríkisstefiia skuli mótast af hagsmunum kosningasjóðs Clintons, svo sem lesa má út úr stuðningi hans við ísrael, Indónesíu og Kína. Jónas Kristjánsson „Fleyta getur varist áföllum og siglt í gegnum brimgarö áratugum saman en sokkið í fyrsta túr undir nýjum skip- stjóra.“ Öryggismál sjómanna opinberum pappírum er ekki treystandi að þessu leyti. Vitað er um skip með 50 athugasemdir við ör- yggismál og búnað sem hafa þrátt fyrir það fengið haffærisskírteini án athugasemda. Hver er ástæðan fyrir því að útgerðir skipa eru ekki látnar sitja við sama borð og uppfylla sambærilegar kröfur um öryggi og búnað? Þeirri spurningu verða stjómvöld að svara en það er staðreynd að út- gerðum hefur verið mismunað að þessu leyti eftir aldri skipa. „í augum fíestra sjófarenda á haf- færisskírteini aö vera ávísun á ab viökomandi skip standist haf- færiskröfur sem settar eru af stjórnvöldum samkvæmt bestu þekkingu hverju sinni.u Kjallarinn Kristján Pálsson alþingismaöur Sjálf- stæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi Löngu tímabær umræða um örygg- ismál sjómanna fór fram á Alþingi fyr- ir páskana. Eins og glögglega kom fram í þeirri umræðu hefur ríkt mikið sinnuleysi um þennan málaflokk þegar um er að ræða fyrirbyggj- andi ráðstafanir. Hvað varðar björg- un úr sjávarháska með aðstoð Land- helgisgæslunnar eða björgunarsveita þá er sú starfsemi aftur á móti mjög til fyrirmyndar og kennsla við björg- unarstörf og á slys- stað einnig. Mikil brotalöm hefur hins vegar verið á því að skip séu ávallt í sjó- hæfu ástandi þeg- ar þau fá haffæris- skírteini, að reglur um sjóhæfi skipa nái yflr öll skip og að leitast sé við að upplýsa um ástæður sjóslysa. Þetta sést m.a. í skýrslum Sjó- slysanefndar og Siglingastofnunar íslands en í síðamefndu skýrsl- unni, sem er frá í febrúar sL, kem- ur fram að 40% skipa, sem skoðuð voru, eru með ófullnægjandi ör- yggi eða engin gögn svo að hægt sé að kanna öryggi þeirra. Þessi skip hafa öll haffærisskírteini! Eru áhafnir þessara skipa og fjölskyld- ur þeirra látnar vita? Haffærisskírteini í augum flestra sjófarenda á haf- færisskírteini að vera ávísun á að viðkomandi skip standist haffæ- riskröfur sem settar eru af stjóm- völdum samkvæmt bestu þekk- ingu hverju sinni. Það er því mjög alvarlegt þegar það kemur í ljós að Því hefur verið haldið fram að ára- tuga áfallalaus notkun skips sé ákveðin mæling á stöðugleika þess. Þetta má vel vera rétt en þá ætti varla að vera vandamál að koma því í gegnum skoðun. Sjómenn þekkja það líka að skipstjórar em misjafnlega passasamir og næmir á kosti og galla síns skips. Fleyta getur varist áföllum og siglt í gegnum brimgarða áratugum sam- an en sokkið í fyrsta túr undir nýj- um skipstjóra. Þaö má ekki setja eftirlitsmenn Siglingastofnunar í þá aðstöðu að þurfa að meta skip- stjórana eða jafnvel fjárhag út- gerða við útgáfu haffærisskírtein- is. Það verða einfaldlega að gilda sömu reglur um öryggismál skipa því annað torveldar ábyrga stjóm- un í þessum málum og setur líf sjómanna í óþarfa hættu. Ný ^tofnun - Siglingastofn- un íslands Sú nýbreytni var tekin upp í síðust viku hjá Siglingastofhun Is- lands að haffærisskírteini er ekki lengur gefið út athugasemdalaust ef stöðugleika skips er ábótavant. Þetta er mjög í rétta átt en fleira þarf að koma til, eins og að breyta haffærisskírteinunum þannig að setja megi inn á þau hvaða athuga- semdir eru gerðar við skipið. Síð- an er það eðlileg krafa að starfs- mönnum Siglingastofnunar sé heimilt að setja haffærisskírteinin í ramma upp á vegg í borðsal hvers skips. Þannig getur áhöfhin og fjöl- skyldur hennar fylgst með ástand- inu og látið Siglingastofnun eða sjómannafélag sitt vita ef ekki er staðið við úrbætur af hálfu útgerð- arinnar. Mismunandi litur ætti að vera á haffærisskírteinum eftir al- varleika athugasemdanna. Ráöherra á réttri leiö Samgönguráðherra tilkynnti í síðustu viku um ýmsar aðgerðir til að bæta öryggismál fískiskipa og stefnir þar margt í rétta átt. Það vantar þó tímasetningar í flestar hugmyndir hans eins og hvenær skip eigi að vera komið í það ástand að uppfýlla allar öryggis- kröfur. I hugmyndum hans er einnig að fanna áform um átak í kynningar- og fræðslumálum um stöðugleika skipa sem er að mínu mati mjög mikilvægt. Þessi fræðsla þarf að vera tryggð hjá öllum þeim sem starfa um borð í fískiskipum, ekki aðeins þeim sem útskrifast úr Sjó- mannaskólanum heldur einnig öll- um þeim sem taka svonefnt „pungapróf1. Réttast væri að ein- hver skyldunámskeið yrðu um ör- yggismál um borð í skipum á veg- um Sjómannaskólans fyrir áhafnir skipa. Krisfján Pálsson Skoðanir annarra Lesum fyrir börnin „Bóklestur fyrir böm hefur örvandi áhrif á vits- muna- og tilflnningalegan þroska þeirra ... Rann- sóknir leiða og í ljós sterka fylgni á milli þess hversu mikið og á hvern hátt talað er við börn og námsár- angurs þeirra í skólum ... Sterkar líkur standa og til þess að lestraráhugi fólks á lífsleiðinni mótist að drjúgum hluta á æskuárum ... Allt ber því að sama brunni í þessum efhum. Lesum fyrir bömin okkar og tölum við þau um efni textans - og um leyndar- dóma og ævintýri bókmenntanna." Úr forystugrein Mbl. 8. apríl. Undarlegar yfirlýsingar „Undarlegar yflrlýsingar forráðamanna Brunabót- afélagsins vekja spumingar um hvaða hagsmuni þeir em að vemda. Nú em eignir Bmnabótafélags- ins um 4 milljaröar. Sveitarfélögin eiga um 15% og sameignarsjóður sem myndast hefur við fráfall hinna tryggðu mun eiga um 10%. Þá em eftir um 3 milljarðar sem skiptast milli annarra tryggðra. Ef hver þeirra ætti 6 krónur eins og skilja mátti á um- mælum forráðamanna Brunabótar hefur félagið tryggt 500 milljón manns ... Hvers vegna styður Al- þingi þessa hægfara eignaupptöku?" Úr 13. tbl. Vísbendingar. Biölistarnir í heilbrigðiskerfinu „Hvað er ömurlegra en þurfa að bíða misserum og jafnvel árrnn saman, eftir aðgerð til þess að geta haldið áfram að lifa innihaldsríku lífi? ... Biöin væri ef til vill bærilegri, ef fyrir lægi, að kostnaðurinn við að útrýma biðlistunum væri samfélaginu nánast óyf- irstíganlegur, hlypi með öðrum orðum á milljörðum. En það er langt í frá að svo sé. Nýlega var upplýst, að það kostar ekki nema örfá hundruð milljóna að gera átak til að hreinsa upp biðlistana." Úr forystugrein Alþbl. 8. april.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.