Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1997, Side 32
 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 Keflavíkurflugvöllur: Ríkisendur- skoðun góm- aði bókara „Ríkisendurskoðun kom hér og sá strax að eitthvað var að. Starfs- maðurinn viðurkenndi þegar að ekki væri allt sem skyldi og var lát- inn víkja,“ segir Þorgeir Þorsteins- son, sýslumaður á Keflavikurflug- velli, sem hefur vikið bókara sínum tímabundið úr starfi vegna meints fjármálamisferlis. Málið kom upp á yfirborðið þegar Ríkisendurskoðun var í reglu- bundnu eftirliti á staðnum í síðustu viku. Þorgeir vildi ekki tjá sig um það hversu háar fjárhæðir væri um að ræða. „Ríkisendurskoðun er með málið til skoðunar og við bíðum niður- stöðu þeirrar rannsóknar," segir Þorgeir. -rt Manndrápiö á nýársdagsmorgun: Byssustingur talinn vera banavopnið 19 ára piltur hefur verið ákærð- ur fyrir að hafa banað 32 ára sam- býlismanni móður sinnar með því að stinga hann með byssusting i hálsinn á heimili þeirra í Sand- gerði snemma á nýársdagsmorg- un. Ríkissaksóknari ákærir fyrir brot gegn 211. grein hegningarlag- anna sem þýðir manndráp. Piltur- inn hefur ekki getað gefið skýring- ar á atburðinum á nýársdags- morgun en lögregla taldi fljótlega ljóst að um augnabliksæði hefði verið að ræða. Hann hefur frá upphafi viðurkennt brot sitt greið- lega og leitast við að greiða fyrir rannsókn málsins. Við rannsókn kom í ljós að pilt- urinn var ekki talinn mjög ölvað- ur en aðdragandi stungunnar voru deilur á heimilinu sem end- uðu með því að pilturinn fór og sótti byssustinginn og lagði til mannsins með honum í háls hans. Pilturinn hafði verið að heiman fyrri hluta nýársnætur en kom heim klukkan rúmlega þrjú um nóttina. Atburðurinn átti sér stað klukkan hálfsjö um morguninn. Pilturinn leitaði sjálfur eftir að- stoð og kom læknir í húsið stuttu síðar. Lífgunartilraunir fóru fram en læknir úrskurðaði manninn síðan látinn klukkan rúmlega sjö um morguninn. Gæsluvarðhald yfir piltinum hefur verið framlengt þar til dóm- ur gengur en þó eigi siðar en til 30. maí. Héraðsdómur Reykjaness mun bráðlega rétta í málinu. -Ótt Andrea Gylfadóttir „ líklegust sem Evita Andrea Gylfadóttir er, samkvæmt heimildum DV, líklegust til þess að verða ráðin í hlutverk Evitu i sam- nefhdum söngleik sem settur verður upp í íslensku óperunni á næstunni og frumsýndur í byrjun júní. Siðan Andea Gylfadóttir söngkona. um helgi hafa farið fram áheym- arprufur bæði fyrir kór og í stærri hlutverk og þótt Andrea þyki líkleg- ust til þess að hljóta þetta eftirsókn- arverða hlutverk hafa fleiri nöfh heyrst. Þeirra á meðal er nafn Ragn- hildar Gisladóttur sem kemur heim frá London í sumar, líkt og fyrri ^sumur. Aðrar sem líklegar þykja sem Evita, eða í önnur stór kven- hlutverk, eru Rut Reginalds, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir og Emili- ana Torrini. í verkinu eru þrjú hlutverk stærst en önnur tvö nokkuð stór. í tvö stærstu karlhlutverkin hafa engu minni söngvarar en Björgvin Halldórsson og Egill Ólafsson verið nefndir sem hugsanlegir kandídatar. Mikil leynd hefur hvílt yfir ráðningum í hlutverk söngleiksins og vildu að- standendur sýningarinn- ar ekki staðfesta neitt við DV í gærkvöld, sögðu að- eins að ekki væri búið að ganga formlega frá ráðn- ingum í nein hlutverk. Stefnt er að þvi að framsýna Evitu í byrjun júni og lofa menn glæsi- legri sýningu með okkar fremstu listamönnum. Níu manna hljómsveit mun leika, væntanlega undir stjórn Þorvaldar Bjarna í Tod- mobile, og gert er ráð fyrir að kór sýningarinnar verði mannaður 10 til 20 söngvurum, allt eftir því hversu erfitt reynist að velja úr þeim gríðarlega fjölda mjög fram- bærilegs fólks sem kom i áheymar- próf. Alls munu um 170 manns hafa sungið fyrir síðan um liðna helgi. -sv Fyrstu gámarnir voru fluttir úr Vikartindi í gær og komu þeir til Reykjavíkur í gærkvöld. Á innfelldu myndinni má sjá einn fiutningabílinn koma meö gám á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn en þar verða þeir geymdir. Gámarnir verða opnaðir í viðurvist fulltrúa tollstjóra. DV-mynd Hilmar Þór Lögmaður Sophiu vill stefna í Stras- bourg Hasip Kaplan, lögmaður Sophiu Hansen, sagði í samtali við DV í morgun að hann mundi í dag hitta hana til að leggja drög að undirbún- ingi máishöfðunar fyrir mannrétt- indadómstólnum í Strasbourg. Hasip sagði að áfrýjunarréttur í Ankara hefði staðfest fyrri niðurstöðu sína þar sem Halim A1 var dæmd forsjá. Þetta þýðir væntanlega að mála- rekstri Sophiu Hansen um forsjá er lokið í Tyrklandi - lengra er ekki hægt að komast. Á hinn bóginn munu sakamál halda áfram á hendur Halim, m.a. á morgun vegna brota á um- gengnisrétti. Hasip sagði í morgun að Sophia eigi rétt á umgengni við dæturnar í júlí og ágúst. Brjóti hann ákvæði dóms þar að lútandi muni Hasip kæra hann í enn einu sakamáli. -Ótt Stúlkurnar fund- ust í nótt Stúlkurnar þrjár sem struku af meðferðarheimilinu Bakkaflöt í Skagafirði, ein dvaldist reyndar að Laugahvammi á sama stað, fundust í íbúð í Breiðholti rétt eftir miðnætti í gærkvöld. Þær höfðu stolið bíl heimil- isfólksins nyrðra og velt honum rétt utan við Borgarnes. Ein var nokkuð lemstruð þegar hún fannst í gær og allar voru þær fluttar á slysadeOd til skoðunar. Að því búnu voru þær flutt- ar á Stuðla. -sv L O K I Veðrið á morgun: Víða létt- skýjað Á morgun er gert ráð fyrir vægri norðvestangolu eða kalda. É1 verða við norðausturströndina en annars þurrt og víða léttskýj- að. Veðrið í dag er á bls. 52 Sjálfskipt NiS5Ar\i Almera

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.