Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 3
DV FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 HLJÓMPLjlTU YHI Aerosmith — Nine Lives: Fítonsaf) *** Aerosmith lætxir ekki deigan I síga á hinu seinna skeiði lífs sins sem hófst með plötunni Permanent Vacation fyrir tíu árum. Þá kom Pump, loks meistarastykkið Get a Grip og því er nú fylgt eftir með Nine Lives. Það tekst ljómandi vel. Nine Lives tekur Get a Grip að vísu ekki fram en liðsmenn Aer- osmith halda vel í horfrnu. Upp- haf plötunnar er sérdeilis hár- rísandi og keyrslan í titillaginu, | Falling in Love, The Farm og fleirum er til fyrirmyndar. Full Circle er skemmtilegt gítarrokklag, Pink fremur ólíkt öðru sem Aerosmith lætur frá sér fara og svo eru vitaskuld nokkur lög í rólega kantinum á Nine Lives. Þeirra á meðal er Hole in My Soul eftir Steve Perry, Steven Tyler og Desmond Child. Aerosmith hefur marga kraftmikla, áheyrilega ballöðuna hljóðritað á löngum ferli og er Hole in My Soul tvímælalaust ein hin áheyrilegasta. Aerosmith er nánast eina þungarokkhljómsveitin sem hefur haldið sínum hlut hin síðari ár eftir að grungerokk og danspopp af ýmsum toga fóru að láta til sín taka. Stór þáttur í vinsældum hljómsveitarinnar er vafalaust sá að Aerosmith nálgast viðfangsefnið með hæfilegri kímni auk þess sem hvergi er slegið af kröfunum um grípandi laglínur og áheyrilegar útsetningar. Öll þessi atriði gera Nine Lives að óskagrip rokkunnandans. Ásgeir Tómasson Blind Melon-Nico: Viðeigandi grafskríft Blind Melon *** Nico er mjög sérstök plata sökum þess að hljómsveitin Blind Melon hætti að starfa fyr- ir u.þ.b. tveimur árum þegar söngvari hennar, Shannon Hoon, lést eftir að hafa tekið inn of stóran skammt eiturlyfja. Nico er minningarplata og inni- heldur áður óútgefið efhi hljóm- sveitarinnar sem aðeins gaf út tvær plötur á ferli sínum. Feriil- inn þótti nokkuð sérstakur. Hoon er sem áður gegnumgang- andi þráður plötunnar með ein- stakri rödd sinni og laglínum sem ekki eiga marga sína líka. Platan er mun ljúfari heild en fyrri plöt- ur sveitarinnar og inniheldur mestmegnis kassagítarútgáfur, jafnt af lögum sem aðdáendur þekkja, lögum eftir aðra eins og t.d. The Pusher eftir Steppenwolf (sem heppnast einstaklega vel) og svo lög sem ekki hafa heyrst áður. Tölvueigendur fá sérstakan glaðning á þessum disk þar sem hann hefur að geyma myndbönd af plötrnn sveitarinnar, viðtöl við sveitarmeðlimi og ítarlegar upplýsingar um öll lög plötunnar og verður að teljast skemmtileg nýbreytni í útgáfú hjá Capitol sem lætur viðbót sem þessa einnig fylgja diskum með tónlistinni úr Rómeó og Júl- íu (leitið að merkinu Enhanced CD). Útgáfa lagsins No Rain er öll úr lagi gengin, laglínan nánast horfin og undirspilið ekki aðlaðandi og því eina lagið sem undirritaður getur alls ekki sætt sig við. Hin lögin eru misgóð, en textar eru alla jafna góð- ir hjá sveitinni. í heild mætti segja að platan væri jafnt fyrir þá sem ekki hafa heyrt í sveitinni áður og þá sem hana þekkja nú þegar. Hér er á ferðinni mýkri útgáfan af Melon. Guðjón Bergmann Justin Haynesjena Palmer — Not Drowning.-.Waving: Ljóðrænn djass *** Á Rúrek-djasshátíðinni í fyrra voru það fáir sem vöktu meiri at- hygli en kanadíska dúóið Tena Palmer og Justin Haynes sem voru með einstaklega ljúfa og gefandi dagskrá. Það var ljóst að þarna var framtíðarfólk á ferðinni. Þau komu síðan aftur til landsins fyrir stuttu og bættu enn nokkrum aðdáendum við á góðum tónleikum. Þau Tena Palmer og Justin Haynes hafa gefið út eina plötu, Not Drowning... Waving, sem inniheldur frumsamda tónsmíð sem er að langmestu leyti eftir Haynes og eru sum lögin gerð við ljóð ljóð- skálda á borð við Dorothy Parker og R.M. Rilke. Titill plötunnar Not drowning... Waving er tekinn úr ljóði og er það vel við hæfi því það er ekki sjaldan við hlustun plötunnar að tónlistin verður að myndrænni upplifun, bæði er að Tena Palmer hefur mjög þýða rödd og fer hún ákaflega vel með texta og leikur Justin Haynes, hvort sem hann handleikur gítarinn eða leikur á pí- anóið, er bæði tekniskur og fallegur. Mikið jafnræði er með lögunum á plötunni og erfitt að taka eitt fram yfir annað enda er tónlistin þannig að mest fæst út úr því að hlusta á plötuna í heild. Lögin eru sum hver flókin og ekki fyrir hvem sem er að koma þeim frá sér á ásættanlegan máta, en Tena Palmer hefur raddsvið sem hentar vel ólgunni sem er oft undir yf- irborðinu og hljóðfæraleikur Haynes er oft á tíðum frábær. Þá standa þau sig ekki síður vel, sellóleikarinn Leah Wyher, Bill Mahr á trompet og flugelhom og Nick Fraser á trommur. Eins og með flestar góðar plötur þarf aö gefa sér tíma fyrir tónlist þeirra Palmer og Haynes, en hún verður líka meira gefandi með hverri hlustun. Tena Pabner og Justin Haynes hafa greinilega mikla hæfileika og er ekki að efa að meira mun heyrast frá þeim í framtíðinni hvort sem þau verða saman eða hvort í sinu lagi. Hilmar Karlsson tónlist >7 --------------*~ Tónlistina má finna í fylgsnum hugans Á hinni nýju plötu Us3, Broadway & 52nd, er ab finna heilmikinn hrærigraut þekktra blásara og rísandi rappara. Önnur plata Us3 er komin í versl- anir. Hún ber nafnið Broadway & 52nd og eins og á fyrirrennara henn- ar, plötunni Hand on The Torch, blandar Us3 saman rappi, hip- hoppi og djassi á sinn einstaka hátt. Þeir sem ekki þekkja nafnið Us3, ættu að leita uppi lagið Cantaloop (Flip Fantasia) í lagasafiii síns eigin heila (kom út fyrir fjórum ámm). Lagið er eitthvert það mest notaða i fréttaskot, sjónvarpsþætti, útvarps- þætti o.fl„ kannski fyrir utan The Race með Yello sem íþróttafrétta- menn og framleiðendur þeirra þátta virðast seint ætla að fá leiða á. Á fyrri plötu sinni leitaðist Us3 eftir því að taka djassslagara Blue Note-útgáfufyrirtækisins og setja þá í nýjan búning. Sveitin gerði það með góðum árangri og lætur nú í sér heyra á ný á svipuðum nótum. Framleiðandi/upptökustjóri plöt- unnar er Geoff Wilkinson og hefur fundið jafht eldri og nýrri slagara í smiðju Blue Note og búið til heil- mikinn hrærigraut ásamt þekktum blásurum og rísandi röppurum. Það hefur tekið Wilkinson heillangan tíma að finna alla þá grunna sem nú prýða plötuna Broadway and 52nd. Wilkinson kafaði djúpt til þess að ýta hlustandanum dýpra í djassinn. Hann tekur sem dæmi lagið Snakes sem prýðir plötuna. Lagið er í 5/4 takti, við það lætur hann rappa (og er það víst í fyrsta skipti sem er rappað í 5/4) og bætir síðan aust- rænum saxafónriffum við. Þekktasta lag nýju plötunnar til þessa hlýtur að teljast lagið Think- ing about Your Body (sem ónefndur aerobikkari afskræmdi í gos- drykkjaauglýsingu hér á landi fyrir nokkrum árum) og er það í nokkuð óvenjulegri útsetningu. í heild eru á henni 14 lög ásamt kynningu sem gamla konan sem kynnti Cantaloop á sínum tíma talar inn á. Platan er hljóðblönduð af Jim Dawkins og Wilkinson sem segir plötuna hins vegar þyngri en fyrirrennarann, plötuna Hand on the Torch og að hún sé gerð þannig vísvitandi til þess að soga þá sem höfðu af henni gaman dýpra inn í þennan óvenju- lega samsuðuheim sem kemur úr huga manns sem ólst upp í blautu umhverfi Yorkshire í Englandi. -GBG ■/■'í J|ij m m ■ . ' ' n • 9 ., fI, r ; * - \ \ ■ ' ’te. \ V Ek\ n Brjálaða hross- ið gefur út jfJ2JJÍJ' YJjlJJjJjJU/ Neil Young og hljómsveit hans Crazy Horse mun gefa út tvöfalda hljómleikaplötu sem kallast Year of the Horse. Hún var tekin upp á tónleikaferð- inni Broken Arrow en á plöt- unni verður einnig að finna upptökur ffá því snemma á áttunda áratugnum. Leikstjórinn Jarmusch (sem leikstýrði myndinni Dead Man með Johnny Depp) er enn fremur að gera heimildar- mynd um sveitina. Ekki er búist við því að ný plata komi út meö Neil Young fyrr en um mitt næsta ár. A þvi ári mun fyrsti hluti af „Neil Young Anthology" koma út en þar verður aö finna tón- list frá upphafi ferils Neil Yoimg í Kanada. Enn ffemur mun platan ná yfir tímabilið þegar Young var í sveitinni Crosby, Stills, Nash & Young og byijunina á sólóferli hans. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.