Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 DV
★
22 *
★
lin helgina
rk k
Hestasýning í Reiðhöllinni,
Vðidal
Um helgina stendur Hestamannafélag-
ið Fákur fyrir árlegri sýningu í Reið-
höllinni í Víðidal. Sýningar heflast kl.
20.30 í kvöld og annað kvöld og kl. 16 á
sunnudag. Félagiö heldur upp á 75 ára af-
mælið um þessar mundir og í tilefni þess
verður boðið upp á veitingar og skemmtiat-
riði í anddyri Reiðhallarinnar í kvöld kl.
19.30.
Sýningamar standa yfir í u.þ.b. tvær og
hálfa klst. og mörg spennandi og skemmtileg
atriði eru í boði. Á föstudagskvöldið heyja
knapamir Hafliði Halldórsson og Ásgeir Her-
bertsson einvígi á gæðingum sínum, sem án
efa verður mjög spennandi. Stóðhesturinn
Óður frá Brún, sem er einn af mestu gæðing-
um landsins, kemur fram á sýningunni og
tveir „klónaðir“ knapar munu líkja eftir
þekktum reiðmönnum. Þeir munu ríða hrossum
sem era „mjög lík“ keppnishrossum þessara
þekktu knapa. Reiðskólinn í Vín verður með sérstakt og
skemmtilegt atriði og síðast en ekki síst mun engill svifa
yfir saliim á hvítum hesti. Þorkell Bjamason, fyrrverandi
hrossaræktarráöunautur, verður kynnir á sýningu fýrir
kynbótahross.
Engillinn Gunnhildur Sveinbjörnsdóttir mun svífa yfir sal
Reiöhallarinnar á hvítum hesti á hestasýningum Fáks um
helglna.
Á morgun verður opn-
uð í Listhúsi 39 við
Strandgötu í Hafharfirði
sýning Einars Unnsteins-
sonar sem hlotið hefur
heitið Út úr skápnum. Þar
verða til sýnis veggskápar
af ýmsum gerðum. Skáp-
amir era unnir úr marg-
víslegum viðartegundum
og er efiiið ýmist nýtt eða
notað.
Þetta er fyrsta sýning
Einars en hann hefur
unnið við smíðar og ýmiss
konar handverk, innrétt-
inga- og húsgagnasmiðar,
leðursaum og búninga-
gerð auk leikmuna- og
leikmyndasmíðar síðan
árið 1977.
Einar stundaði nám við
handavinnudeild KHÍ á
árunum 1976-1979, viö
húsgagnasmíðadeild Iðn-
skólans í Reykjavík árin
* 1982-83 og við trésmíðadeild CCAC,
Califomia College of Arts and
Einar Unnstelnsson sýnir veggskápa af ýmsum
gerðum i Listhúsl 39 í Hafnarfir&i.
Sýningin veröur opnuð kl. 16 og
stendur til sunnudagsins 27. april.
Crafts árin 1991-2.
Barnabókahátíð í Ráðhúsinu
Á morgun mun Félag íslenskra
bókaútgefanda í samvinnu við SÍ-
UNG standa fyrir bamabókahátið í
Ráðhúsi Reykjavíkur og hefst hún
kl. 14. Kynnir verður Gunnar
Helgason leikari.
Bamabókahátíöin er öllum opin
en dagskránni er sérstaklega ætlaö
að höfða til bama á forskólaaldri og
neöri bekkjum grunnskóla. Dag-
skráin verður fjölþætt, rithöfund-
amir Herdís Egilsdóttir, Ámi
Ámason og Guörún Helgadóttir
munu koma í heimsókn og lesa upp
úr verkum sínum. Magnús Schev-
ing mætir sem íþróttaálfurinn úr
Áfram Latibær og Möguleikhúsið
kemur í heimsókn og sýnir atriðið
Búkolla í nýjum búningi úr verk-
inu Einstök uppgötvun. Leikendm-
eru þeir Pétur Eggerz og Bjami
Ingvarsson. Allir era hjartanlega
velkomnir meðan húsrúm leyfir og
er aðgangur ókeypis.
Leikfélag Selfoss sýnir um þessar mundir leikritiö Smáborgarabrú&kaup eft-
Ir Bertolt Brecht f leikstjórn Vi&ars Eggertssonar. Sýnt ver&ur um þessa
helgi og þá næstu f Kaffileikhúslnu, Sigtúnum 1, Selfossi, og hefjast sýning-
arnar kl. 20.30.
Gluggasýning
í Sneglu
Erna Gu&marsdóttir sýnir í Sneglu.
Þessa dagana stendur
yflr kynning á myndum
eftir Emu Guömarsdóttur í
Sneglu listhúsi á homi
Grettisgötu og Klappar-
stígs. Myndimar eru mál-
aðar á silki og myndefiiið
sótt í íslenska náttúm.
Ema lauk námi frá
kennaradeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands árið
1985. Hún hefur haldið
einkasýningar og tekið
þátt í nokkrum samsýning-
um.
MISSUR
Arbæjarkirkja: Laugardagur:
Barnastarfið fer í ferðalag til Þing-
valla. Farið frá kirkjunni kl. 12.
Bamaguðsþjónusta í Þingvalla-
kirkju. Heimkoma kl. 16-17.
Sunnudagur: Fermingarguðsþjón-
usta kl. 11. Prestamir.
Áakirkja: Bamaguðsþjónusta kl.
11. Ferming og altarisganga kl. 14.
Ami Bergur Sigurbjömsson.
Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Fermingarmessa kl.
13.30. Samkoma Ungs fólks með
hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi Matthí-
asson.
Digraneskirkja: Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Bamaguðsþjónusta á
sama tíma.
Dómkirkjan: Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Bamasamkoma kl. 13 í
kirkjunni. Ferming kl. 14. Altaris-
ganga. Prestamir.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta
kl. 10.15. Sr. Gylfi Jónsson.
Eyrarbakkakirkja: Bamaguðs-
þjónusta kl. 11. Sóknarprestur.
Fella- og Hólakirkja: Bamaguðs-
þjónusta kl. 11. Ferming og altaris-
ganga kl. 14. Prestur sr. Hreinn
Hjartarson.
Grafarvogskirkja: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Fermingarmessa kl.
13.30. Prestamir.
Grensáskirkja: Fjölskyldumessa
kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Grön-
dal.
Hallgrímskirkja: Messa og barna-
samkoma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar
Lárasson.
Hafnurfjarðarkirkja: Fermingar-
messa kl. 10.30. Prestar sr. Gunn-
þór Ingason og sr. Þórhildur Ólafs.
Háteigskirkja: Bamaguðsþjónusta
kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Helga Sofila
Konráðsdóttir.
Iljallakirkju: Fermingarmessa kl.
11. Bamaguðsþjónusta kl. 13.
Prestamir.
Kálfatjamarkirkja: Fermingar-
guðsþjónusta kl. 13.30. Bragi Frið-
riksson.
Keflavíkurkirkja: Æskulýðssam-
vera kl. 11. Unglingar sýna helgi-
leik. Hljómsveit leikur undir stjóm
Einars Amar Einarssonar org-
anista. Púttmót í Röstinni eftir
samveruna og þar verða léttar veit-
ingar.
Kópavogskirkja: Bamastarf í
safiiaðarheimilinu Borgum kl. 11.
Fermingarmessa kl. 11. Ægir Fr.
Sigurgeirsson.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr.
Jón Bjarman.
Langholtskirkja: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11.
Fermdur verður Andri Þór Guð-
mundsson, Gnoðarvogi 78. Prestar
sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr.
Tómas Guðmundsson. Barnastarf
kl. 13.
Laugameskirkja: Fermingar-
messa kl. 11. Bamastarf á sama
tíma. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfs-
bjargarhúsinu, Hátúni 12. Kvöld-
messa kl. 20.30. Lifandi tónlist frá
kl. 20. Ólafur Jóhannsson.
Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl.
14. Prestur sr. María Ágústsdóttir.
Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Minnst
40 ára vígsluaímælis kirkjunnar.
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
undir stjóm Ingvars Jónassonar
leikur frá kl. 13.30-14.
Innri-Njarðvíkurkirkja: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 13.
Ytri-Njarðvíkurkirkja: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Sunnu-
dagaskólinn kveður. Grillaðar pyls-
ur að lokinni athöfn.
Óháði söfnuðurinn: Fermingar-
guðsþjónusta kl. 14. Bamastarf á
sama tfma.
Seljakirkja: Bamaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknar-
prestur.
Selfosskirkja: Fermingarmessur
kl. 10.30 og kl. 14. Sóknarprestur.
Seltjamameskirkja: Fermingar-
messur kl. 10.30 og kl. 13.30. Prest-
ar sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir
og sr. Hildur Sigurðardóttir. Barna-
starf kl. 11. Böm gangi inn niðri.
Framhalds-aðalsafhaðarfundur
verður eftir messu sunnudaginn 23.
apríl.
Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 14.
Sóknarprestur.
Vídalínskirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Sunnudagaskóli f safnaðarheim-
ilinu kl. 11 og í Hofsstaðaskóla kl.
13. Bragi Friðriksson.
■■■■■■■■■■■