Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 9
T^‘V FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 * . helgina n & Kaffileikhúsið frumsýnir: Vínnukonumar eftir Jean Genet Guðrún Hjartardóttir Eyjafjarðarsveit: Djass og dixieland í Vín Leikritiö Vinnukonurnar fjallar um mannleg samskipti á öllum tímum. í verkinu takast á þrjár konur en átök þeirra vísa til valdabaráttu eins og hún birt- ist í margvíslegum myndum. KafTileikhúsið frumsýndi í gær hið þekkta leikrit Vinnukonumar eftir Jean Genet í Hlaðvarpanum. Leikstjóri er Melkorka Tekla Ólafs- dóttir og leikendur eru Rósa Guðný Þórsdóttir, Steinunn Ólafsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Þýðandi er ffú Vigdís Finnbogadóttir ásamt leikstjóra. Leikritið Vinnukonurnar var frumsýnt í París árið 1947 og hefur ásamt öðrum verkum Genet haft mikil áhrif á hugmyndir manna um leikhús á síðari hluta 20. aldar. Leikritið hefur einu sinni áður ver- ið sett upp á íslandi, hjá Grímu árið 1963. í verkum sínum snýr Genet við- teknum hugmyndum á hvolf. Hann sér fegurðina í ljótleikanum og sannleikann í því falska. Hann er heillaður af hinu leikræna, búning- um, farða og því að bregða sér í hlutverk. í leikritum hans birtist nokkurs konar leikhús í leikhúsinu. Genet byggir leikritið á sannsögu- legum atburðum sem gerðust í Frakklandi árið 1933 en þá myrtu Papin systurnar húsmóður sína og dóttur hennar. í leikritinu kynn- umst við systrunum Clair og Solange sem þær hafa þjónað um langa hríð. Tilfinningar þeirra skyldna, á milli elskenda, á miili hús- bænda og hjúa og í ólík- um myndum úti í samfé laginu. Önnur sýning á leikrit- inu verður I kvöld. gagnvart henni eru blendnar, þær dá hana og fyrirlíta í senn, elska og hata. Þær hrífast af fegurð hennar, valdi og blíðu en þær þjást einnig vegna þess að hún bæði kúgar þær og lítilsvirðir. Þetta er sterkt og magnþrungið verk sem fjallar um mannleg sam- skipti á öllvun tímiun. í verkinu takast á þrjár konur en átök þeirra vísa til valdabar- áttu eins og hún birtist m.a. innan fjöl- opnaði í Sýnirými Um síðustu helgi opnaði Guð- rún Hjartardóttir myndlistarmað- ur sýningu í sýningarrýminu á Vesturgötu 10A. Sýningiuia nefn- ir hún Það er engill á þakinu og áhorfendur og er innsetning í rými sem þýðir að inni í sýning- arrýminu er áhorfandinn inni í verkinu. Guðrún útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1991 og lauk framhaldsnámi í Hollandi 1994. Þetta er fyrsta einkasýning hennar hér á landi en hún hefur áður verið með þrjár einkasýningar í Hollandi og tekið þátt í fjölda samsýninga í Hollandi, Englandi og íslandi. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga og þriðjudaga frá kl. 15-18. DV, Akureyri:____________ Menningarmálanefnd Eyjafjarðar stendur fyrir tón- leikum í Blómaskálanum Vin við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit á sunnudagskvöld. Þar koma fram djasstríó Birgis Karlssonar og dixielandhljóm- sveitin Jóna sterka. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangur ókeypis. -gk LEIKHÚS Þjóðleikhúsið Litli Kláus og Stóri Kláus sunnudag kl. 14.00 Villiöndin laugardag kl. 20.00 Leitt hún skyldi vera skækja laugardag kl. 20.30 Fiðlarinn á þakinu föstudag kl. 20.00 Borgarleikhúsið Völundarhús föstudag kl.20.00 sunnudag kl. 20.00 Dómínó laugardag kl. 20.00 Barpar laugardag kl. 20.30 Loftkastalinn Áfram Latibær sunnudag kl. 14 Á sama tíma að ári sunnudag kl. 20 íslenska óperan Káta ekkjan laugardag kl. 20 Hugleikur Embættismannahvörfin fostudaginn kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 Kaffileikhúsið Vinnukonurnar föstudag I B0ÐI KRAKKAKLUBBS DV OG STJ0RNUBI0S í tilefni af 5 ára afmæli Krakkaklúbbs DV bjóða klúbburinn og Stjörnubíó öllum Krakkaklúbbsfélögum í bíó á myndina Gullbrá og birnirnir þrír. Þeir sem geta ekki nýtt sér biómiðana fá í staðinn gómsætan Kjöríshlunk. Ávísanir á Kjöríshlunkana verða afhentar hjá umboðsmönnum DV um tand allt. Afhendingartími á hverjum stað var auglýstur i DV fimmtudaginn 10. apríl. Krakkaklúbbssýningar verða alla laugardaga og sunnudaga í apríl kl 15. Miðarverða afhentir á laugardögum hjá DV. Þverhotti 11. frá kl 11 -15. Hver félagi fær tvo bíómiða. Munið að koma með Krakkaklúbbsskírteinin. ■L4J [ ;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.