Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 10
24 %iyndbönd ** * FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997 I IV Stórstjarna eins og Tom Cruise eða enn einn leikarinn í aukahlutverkin? Það eru ekki nema um það bil tvö ár síðan nafn hans fór að heyr- ast í Hollywood og þá var hann al- gerlega óþekktur. Fæstir, ef nokkrir, könnuðust við nafnið Matthew McConaughey. Þessi há- vaxni, hrokkinhærði og sérlega kurteisi Texasbúi hafði nýlokið við að leika í A Time to Kill, mynd gerð eftir sögu John Grisham. Skyndilega var pilturinn al- þekktur; náunginn sem hafði ver- ið uppgötvaður á bar á hóteli í Austin í Texas var að verða að stjörnu, raunar stórstjörnu. Þegar McConaughey kom til Los Angel- es eftir að tökum lauk í Miss- issippi var hann næstum kaffærð- ur í hringingum frá umboðsmönn- um, leikstjórum, handritshöfund- um og fleirum sem séð höfðu kynningareintök af mynd- inni. Hann varð að flýja. er McConaughey sjálfur enn einn persónuleikinn, gerólíkur þeim sem hann hefur verið að leika. Hann hefur sýnt að hann er ekki aðeins aðlaðandi og skarpgreind- ur heldur hefur hann meiri út- geislun en flestir aðrir, auk magnaðs kyn- þokka sem ekki kemur til með að há hon- um á frama- brautinni. Allt þetta þykir dæmigert Foster í myndinni Contact. Um er að ræða spennumynd sem gerð er eftir bók Carls Sagan um geimfara sem lendir í svaðilforum utan við lofthjúp jarðar. Sá sem leikstýrði Forrest Gump, Robert Zemeckis, stjómar gerð þessarar myndar. McConaughey kemur við sögu í mynd, sem unnustan, Sandra Bullock, leikstýrir, Making Sand- wiches, og þá segir sagan að hann sé líklegur til þess að leika i nýj- ustu mynd Stevens Spielbergs sem kallast Amistad og fjallar um upp- reisn á þrælaskipi 1839. Þar leikur hann í raun ekki ósvipaðan lög- fræðing og i A Time to Kill. Líkt við Paul Newman Konur sem komnar eru yfir þrí- tugt eru sérlega hrifnar af leikar- anum unga og sá maður sem hann þykir hvað líkastur er ekki ómerkari maður en Paul Newm- an. McConaughey er trú- hneigður og segir sam- band sitt við guð hafa hjálpað sér mikið í annriki frægðarinn- ar. Hann var al- inn upp í guðsótta og góðum sið- um og segir að svo mikið hafí gerst af óvænt- um atu- burðum í lífi sínu að hann efist ekki um að guð hafi haft þar hönd í bagga. Matthew McConaughey: Starf: Leikari Fæðingardagur: 4. nóv. 1969 Fæðingarstaður: Uvalde, Texas Merki: Sól í sporðdreka og tungl í meyju Menntun: Texasháskólinn í Austin Ástarsamband: Sandra Bullock Ummæli: Leyndarmál hans er það að hann er villtur Texasstrákur sem lítur út eins og strákurinn í næsta húsi. Hættan sem leynist á bak við hina fögru ásjónu er það sem gerir hann svona heillandi. Mjög fjölhæfur McConaughey hefur túlkað mjög ólíka karaktera í þeim myndum sem hann hefur leikið í og menn telja að fjölhæfni hans muni verða til þess að fleyta hon- um á sporbaug frægðarinnar. Flestir þekkja A Time to Kill þar sem hann leikur hinn góðlega lög- fræðing en allt annan karakter var að sjá í fyrstu mynd hans, Dazed and Confused, þar sem hann leikur slarkara. Sá var líka gerólíkur þeim sem hann lék í annarri mynd sinni, Retum of the Texas Chainsaw Massacre, og þeirri þriðju, Boys on the Side, Matthew McConaughey og Sandra Bullock viöurkenndu fyrst aöeins aö á milli þeirra væri vinskapur. Þau búa sam- an í dag og eru, miöaö viö síöustu fréttir, bæöi nokkuö ánægö meö þá ráöstöfun. Hér má sj'á þau saman í myndinni A Time to Kill en sú mynd er í þriöja sæti á myndbandalista vikunnar. Varð að flýja „Ég fór til Perú í 16 daga og gekk í gegnum frumskóginn, besta hugmynd í heimi, og eftir smá tíma fór ég að bera virðingu fyrir og kunna vel að meta það sem ég hafði nýlokið við að gera. Þegar ég kom til baka var ég klár í slag- inn,“ segir leikarinn. Eftir að búið var að gera A Time to Kill veltu menn því fyrir sé hvort hér væri í raun og veru efni í kvikmyndastjömu á ferð. Sumir sögðu um þennan 27 ára gamla leikara að þarna væri kom- inn nýr Tom Cruise, aðrir sögðu að hann væri vissulega efnilegur en töldu þó að hann endaði tæp- lega sem stórstjarna, myndi lík- lega alltaf enda í aukahlutverkun- um eins og fjöldi annarra efni- legra leikara. Svo virðist sem Matthew McConaughey hafi sannað sig ef skoðuð em fyrstu hlutverkin sem hann fékk í Hollywood, góðhjart- aði lögregluþjónninn í gaman- myndinni Boys on the Side, hlut- verk sem hann fékk eftir fyrstu prufuna sem hann fór í, og síðan flott hlutverk sem hann nældi sér í sem Jake Brigance í A Time to Kill, þar sem hann leikur hvítan lögfræðing sem ver svartan mann við litlar vinsældir hvítra sam- borgara hans. þar sem hann leikur hina full- komnu löggu. í fjórðu myndinni, Lone Star, leikur hann hetju, þá kemur góðlegi lögfræðingurinn í A Time to Kill og loks mun hann sýna enn eitt tilbrigðið í næstu mynd sinni, gamanmynd Bills Murrey, Larger Than Life. Þar leikur hann síðhærðan vörubíl- stjóra sem hefur meira en lítið gaman af því að kitla bensínpinn- ann. Allt til að bera Þrátt fyrir alla þessa karaktera fyrir þá hæfileika sem stórstjörn- ur í kvikmyndaheiminum þurfa að vera gæddar. Þánar meira Launaávísun McConaughey er mim feitari eftir A Time to Kill en fyrir hana fékk hann 250 þúsund dollara. Nú er talið að kappinn fái að minnsta kosti um 2 milljónir dollara fyrir myndina. Hann hefur hafnað hlutverkum í nokkrum ágætum spennumyndum og hug- ljúfum gamanmyndum og mun á næstunni sjást í mynd með Jody McConaughey hefur túlkað mjög ólíka karaktera í þeim myndum sem hann hefur leikið í og menn telja að fjölhæfni hans muni verða til þess að fleyta honum á sporbaug frægðarinnar. Hæfi- leikar hans þykja dæmigerðir fyrir allt það sem stór- stjörnukandídatar þurfa að hafa til brunns að bera. Ragna Lóa Stefánsdóttir: Walt Disney-myndin Aladin. Mjög góð mynd og náði fram baminu í mér. Klara Bjartmarz: Ég sá spennumyndina Twister. Hún var í lagi. Birkir Sveinsson: Gamla James Bond myndin Dr. No. Hún var dúndurgóð enda stend- ur Bond alltaf fyrir sínu. Margrét Elíasdóttir: Nutty Professor með Eddie Murphy. Hún var nokkuð góð gaman- mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.