Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1997
myndbönd >
George Malley er vingjarnlegur bif-
vélavirki og traustur vinur vina
sinna. Hann býr í smábænum Harm-
on og lífið liður áfram á þægilegum
hraða, ljúflega og átakalaust. En á þrí-
tugasta og sjöunda afmælisdegi hans
verður hann fyrir yfirnáttúrulegri
reynslu og líf hans breytist á svip-
stundu. Honum er gefm snilligáfa,
hann öðlast óslökkvandi fróðleiks-
þorsta og djúpan skilning á fegurðinni
og samræminu í alheiminum. Hegðun
hans virðist einkennileg í augum vina
hans, sem verða áhyggjufullir og fjar-
lægjast hann smnir hverjir, en um
leið öðlast hann ást hinnar fogru
Lace, en hún er handverkskona sem
er nýflutt í bæinn. Með nýfenginni
náðargáfunni fylgir mikil ábyrgð og
George lærir að lifa með henni og
finna frið með sjálfum sér.
Hröð atburðarás
Phenomenon byrjaði sem hugmynd
í kollinum á handritshöfundinum
Gerald DiPego. Hann vildi semja
handrit um mann sem öðlaðist snilli-
gáfu og hann vildi gera söguna raun-
sæja og mannlega. Snilligáfa þyrfti
ekki að taka form kaldrar rökhugsun-
ar, heldur gæti hún einnig verið and-
legt fóður og tekið form sannleiksást-
ar og samkenndar. George Malley er
einföld persóna sem er laus við alla
sjálfselsku. Hann er alltaf reiðubúinn
til að fórna sér fyrir aðra því að hann
sér hlutina í víðara samhengi. Hann
er sú fyrirmynd sem allir myndu vilja
líkjast ef þeir gætu.
Þegar Gerald DiPego hafði lokið við
að skrifa handritið fóru hlutirnir að
gerast mjög hratt. Hann hringdi í vin-
konu sína, framleiðandann Barböru
Boyle, sem las handritið og var stór-
hrifin. Hún lét starfsfélaga sinn Mich-
ael Taylor fá það og hann var sama
sinnis. Þau hófu að senda handritið til
kvikmyndaveranna á föstudegi og á
mánudagsmorgni var Touchstone
Pictures búið að samþykkja að gera
myndina. Nafn Johns Travolta kom
upp í aðalhlutverkið og hann gaf sam-
þykki sitt strax og hann hafði lesið
handritið.
Ein skærasta stjarna Holiywood, John Travolta, leikur í Phenomenon.
Phenomenon byrjaði sem hugmynd í kollinum á handritshöfundinum Ger-
ald DiPego. Hann vildi semja handrit um mann sem öðlaðist snilligáfu og
hann vildi gera söguna raunsæja og mannlega.
Diskóstjarnan slær í
gegn á nýjan leik
Ferill Johns Travolta hefur tekið
risastökk hin síðustu ár eftir mikinn
öldudal. Fyrsta kvikmyndahlutverk
hans var í hryllingsmyndinni The
Devil’s Rain, en fyrst vakti hann at-
hygli í Carrie árið 1976.1977 og ’78 lék
hann i þeim myndum sem áttu eftir
að verða hápunktar ferils hans í tæpa
tvo áratugi, Saturday Night Fever og
Grease. Eftir það gengu flestar mynd-
ir hans illa, en þær helstu voru Urban
Cowboy, Blow Out og Staying Alive,
sem var framhald Saturday Night
Fever en aðeins hálfdrættingur á við
hana í miðasölu. Á þessum tíma
missti hann af hlutverkum í myndum
eins og Arthur, Splash, Midnight Ex-
press, American Gigolo og An Officer
and a Gentleman. 1989 tók ferill hans
aðeins við sér aftur þegar hann lék f
Look Who’s Talking, en þær myndir
sem fylgdu í kjölfarið gáfu ekki tilefni
til að ætla annað en hann væri út-
brunnin stjarna.
Myndin sem breytti því öllu var
Pulp Fiction þar sem hann lék heróín-
sjúklinginn og morðingjann Vincent
Vega. Travolta vakti með leik sínum
aðdáun áhorfenda sem gagnrýnenda
og myndin sló eftirminnilega í gegn.
John Travolta er nú vinsælli en
nokkru sinni fyrr og fær hærri laun
með hverri myndinni sem hann hefur
gert eftir Pulp Fiction. Hann fékk
150.000 dollara fyrir White Man’s -*
Burden, fimm milljónir dollara fyrir
Get Shorty, sjö milljónir fyrir Broken
Arrow og átta fyrir Phenomenon. Eft-
ir Phenomenon lék hann engil i Mich-
ael og fékk 11 milljónir fyrir, og næst
lék hann undir stjórn Roman Pol-
anski í The Double fyrir 20 milljónir
dollara.
-PJ
UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT
Valtýr Björn Valtýsson
„Sú mynd sem mér er
minnisstæðust er kvikmyndin
Lili Marlene eftir Fassbinder. Ég
sá hana árið 1981 og lifði mig
mjög inn hana, svo mjög að
nokkum tima á eftir var ég Lili
Marlene. Hún er að hjálpa gyð-
ingum í myndinni en hlut-
verkið var erfitt því mig vant-
aði alla mótleikarana. Ég hef því
miður aldrei séð hana á mynd-
bandaleigum þvi þetta er
mynd sem ég myndi
lega horfa reglulega á
Það á hins vegar við
um aðra mynd sem
við Hildur frænka
mín tökum alltaf af
og til en það er
Casablanca
með Hump-
hrey Bogart
og Ingrid
Bergman í
aðalhlutverk-
um. Við fáum
alltaf hroll yfir
endinum því
myndin endar
ekki eins og
flestar amerískar mynd-
ir. Mér finnst gaman
að horfa á fallegar
og svolítið sérstak-
ar myndir. Þar má
nefna myndir eins
og Kryddlegin
hjörtu og Piano. Ég
lifi mig mikið inn í
atburðarásina í slik-
um myndum. Hins
vegar hef ég ekki gam-
an af ævintýramynd-
um eins og Indiana
Jones og slíkum
myndum og ég
held ég hafi aldrei
fórnað mér eins
mikið og þegar ég
fór með Georgi
mínum á Clifihan-
ger. Ég get verið al-
veg ferlega for-
dómafull og leiðin-
leg gagnvart sum-
um myndum en
hann hins vegar
horfir yfirleitt með mér
á þær myndir sem ég vel.“
The Substitute
Hér kemur erm ein spennumyndin
þar sem ótti, ofbeldi, eiturlyf og morð
eru stór hluti af
daglegu lífi
fólks. Myndin
gerist í fram-
haldsskóla í
Suður-Flórída.
Jane Hetzko (Di-
ane Venora) er
kennari í skól-
anum og hún
hefur sagt ein-
um nemandan-
um stríð á hend-
ur. Sá er for-
sprakki í glæpaklíku og gengið hans
ræðst á hana og stórslasar. Tom Ber-
enger leikur unnusta hennar (Shale),
málaliða sem ákveður að ráða sig til
skólans í hennar stað og eins og gefur
að skilja vill hann hefna fyrir kærust-
una.
Þegar Shale fer að láta að sér kveða
kemur í Ijós að glæpaklíkan er hluti
af gríðarlega öflugum eiturlyfiahring
og slíkir láta yfirleitt ekki marga
standa í vegi fyrir sér. Shale hóar í
nokkra félaga úr málaliðasveitinni
sér til aðstoðar og úr verður mikill
hasar.
Shale er í lífshættu í skólanum og
hann og menn hans verða að búa sig
undir baráttu þar sem ekkert verður
gefið eftir fyrr en aðrir hvorir falla í
valinn.
Háskólabíó gefur myndina út. Hún er
bönnuð áhorfendum yngri en 16 ára
og útgáfudagur er 15. april.
Black Sheep
íslendingar eru ekki einir um að
eiga gríntvíeyki því þeir félagar Chris
Farley og David
Spade hafa veriðj
nefndir
gríntvíeyki tíundaj
áratugarins eftir f
að síðasta mynd
þeirra Tommy Boy (
sló í gegn. Næsta
mynd þeirra,
Black Sheep eða
Svarti sauðurinn,
á án efa eftir að
gera það gott.
Farley leikur
mann, Mike Donnelly, sem ekki er
eins og flest fólk. Óheppnin eltir hann
á röndum og svo virðist sem ekkert af
því sem hann tekur sér fyrir hendur
geti gengið upp. Þrátt fyrir eindæma
óheppni er hann gæðablóð sem kemur
öllum til hjálpar, hverjir svo sem eiga
í vandræðum og hvar sem er.
Mike er staðráðinn í að koma bróð-
ur sínum, Tim Matheson, til hjálpar
en sá er í framboði til ríkisstjóra í
Washingtonríki. Þrátt fyrir góðan
ásetning verður hann bara til bölv-
unar og þá bregður ríkisstjóraefnið til
þess ráðs að fá einn aðstoðarmanna
sinna, letingjann Steve Dodds, David
Spade, til þess að koma bróðurnum úr
umferð um tíma. Sum verkefni eru
manni sjálfúm tfi góðs en þetta á eftir
að verða að stærstu mistökum sem
Dodds hefur gert.
Útgefandi myndarinnar er ClC-mynd-
bönd. Hún er leyfð öllum aldurshóp-
um og útgáfudagur er 15. apríl.
Antonias Line
Hér er á ferð mynd sem notið hefur
vinsælda hvar sem hún hefur verið
sýnd. Hún hlaut
óskarsverðlaun
sem besta erlenda
myndin á síðasta
ári og hefur að
auki verið valin
besta mynd ársins
á 7 öðrum kvik-
myndahátíðum.
Antonia’s Line I
er mynd sem allirj
þurfa að sjá, stór-
skemmtileg saga |________________
um fæðingu,
dauða, ást og hatur, þar sem bjartsýn-
in, gleðin og húmorinn eru aldrei
langt undan.
Sagan segir frá ævi Antoniu og hún
hefst þar sem hún liggur á sjúkrabeði
um nírætt og lætur hugarrn reika
fimmtíu ár aftur í tímann. Gamli tím-
inn eru heimaslóðir hennar eftir lok
seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún sér
fyrir sér andlit og raddir manna og
kvenna sem höfðu áhrif á líf hennar á
einn eða annan hátt og áhorfandinn
fylgist með því er hún rifiar upp þau
atvik sem gáfu lífi hennar tilgang.
Tvímælalaust mynd sem óhætt er að
mæla með til þess að hvíla sig á
amerisku spennumyndunum.
Skífan er útgefandi þessarar
myndar. Hún er aðeins aetluð
áhorfendum eldri en 16 ára og
verður gefin út 16. mars.