Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Page 5
MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1997 5 I>V Fréttir Alvarlegir eldsvoðar út frá sjónvarpstækjum: Takið tækin úr sambandi - segir Erlingur Lúðvíksson, varðstjóri í slökkviliðinu „Það eru komnir þrír alvarlegir eldsvoðar frá áramótum sem rekja má til sjónvarpstækja. Það sem ger- ir eld í sjónvarpstækjum hættulegri en i öðrum heimilistækjum er að það verður sprenging í sjónvarps- tækinu og glóandi agnir spýtast út. Þessi gerviefni sem eru í okkar nú- tímaíbúðum brenna mjög hratt og mynda banvænan reyk. Annað at- riði varðandi sjónvarpstækin er að það kviknar oftast í þeim á nóttunni þegar ailir sofa en tækin eru enn i sambandi," segir Erlingur Lúðvíks- son, varðstjóri í Slökkviliðinu í Reykjavík. Sjónvarpstæki ollu tveimur elds- voðum á laugardagsmorgun. Hjón sluppu naumlega úr brennandi húsi í Hábergi í Breiðholti og mik- il mildi var að tvö börn þeirra voru í pössun annars staðar þegar eldsvoðinn varð. í Vestmannaeyj- rnn slapp íbúi giftusamlega út úr brennandi húsi með hjálp tveggja lögreglumanna. „Meirihluti fólks virðist bara ekki taka sjónvarpstækin úr sam- bandi sem það á auðvitað að gera. Það slekkur kannski með fjarstýr- ingunni en það er áfram straumur á tækinu. Það er hægt að vera með tenglabretti þar sem hægt er að slökkva á öllum helstu græjunum með einum rofa. Þetta er ekkert bundið við tegundir og ekkert endi- lega við aldurinn en það er auðvitað meiri líkur á að eitthvað bili í eldri tækjum þó að það sé ekki beint or- sökin,“ segir Erlingur. -RR iBALENO WAGON 4WD „í starfi mínu keyri ég mikið á milli kynningarfunda og þarf bíl sem er með þægilegum sætum, er lipur í bæjarakstri og áreiðanlegur og traustur á vegum. Svo verður hann að hafa fjórhjóladrif. Baleno Wagon fullnægir þessum þörfum mínum, er fallegur og rúmgóður með mikið af alls kyns geymsluhólfum. Hann er líka aflmikill og hljóðlátur, en það lærir maður að meta á lengri leiðum. Svo er hann líka einstaklega eyðslugrannur!" Ólafur Ólafsson deildarstjóri í kynningardeild Delta hf. Akstur á ári u.þ.b. 30-35.000 km. „Frábæri tilboðspakkinn", aukabúnaðurinn, sunnudagsverðið og afmælisafslátturinn - allt er innifalið með Baleno. Við öllum það einfaldlega staðalbúnað og venjulegt verð. BALENO WAGON 4WD fyrir aöeins 1.580.000,- kr. BALENO WAGON 2WD aðeins SUZUKI AFL OG ÖRYGGI Prufukeyrðu Suzuki t dag. Taktu nokkrar beygjur, finndu þcegilegan gír. Mjúkur og léttur - eins og akstur á að vera. Og spurðu síðan sjálfan þig: Get ég virkilega gert betri bílakaup? SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. , , Sími 568 51 00. SUZUKI S0LUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Olafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.