Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RiTSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIDJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskiiur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Kúgunin heldur áfram Góðu heilli vakti nefnd á vegum norska Stórþingsins athygli umheimsins á hemámi Indónesa á eyjunni Aust- ur-Tímor með því að veita tveimur helstu leiðtogum íbú- anna friðarverðlaun Nóbels fyrr í vetur. Það vom þeir Dom Ximenes Belo, biskup, og Ramos-Horta, sem var ut- anríkisráðherra landstjómarinnar á eyjunni þegar indónesíski herinn gerði innrásina árið 1975. Ramos-Horta, sem hefur verið óþreytandi að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði landa sinna síðustu áratugina, er kærkominn gestur hér á landi þessa dagana. Hann var atkvæðamikill í frelsishreyfingu Austur-Tímorbúa síðustu árin sem eyjan var hluti af nýlenduveldi Portúg- ala. Þegar ný stjómvöld í Lissabon ákváðu skyndilega að yfirgefa eyjuna og gefa henni þar með sjálfstæði hlaut hann sæti í ríkisstjóm Austur-Tímors og var sem utan- ríkisráðherra landsins á ferðalagi erlendis þegar Indó- nesar nýttu sér brotthvarf Portúgala til að senda fjöl- mennt herlið inn yfir landamærin. Hemámið á Austur-Tímor var blóðugt og framganga innrásarhersins hefur verið miskunnarlaus allar götur síðan. Talið er að á milli tvö og þrjú hundmð þúsund manns hafi týnt lífi - ýmist í bardögum við Indónesa, af völdum pyntinga og misþyrminga af hálfu hernámsliðs- ins eða vegna hungursneyðar - þau 22 ár sem liðin eru frá innrásinni. Að íjölda til jafnast mannfallið því á við að öllum íslendingum hefði verið útrýmt. Hryðjuverk indónesískra stjómvalda á Austur-Tímor hafa lengst af vakið litla athygli vestrænna ríkisstjórna. Þeim hefur verið miklu meira í mun að tryggja gróða- vænleg samskipti við einræðisstjórn Suhartos í Jakarta en gæta mannréttinda átta hundmð og fimmtíu þúsund eyjaskeggja. Gróðinn hefur einkum falist í vopnasölu, en Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa á undanfórn- um áratugum selt Suharto gífurlegt magn vopna sem sum hver hafa beinlínis verið notuð til að murka lífið úr Austur-Tímorbúum. Skömmu áður en Ramos-Horta kom til íslands sýndi hann mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf ný sönnunargögn um pyntingar og morð Indónesa í Austur- Tímor. Þar á meðal var myndband sem sagt er sýna her- menn pynta og drepa unga Austur-Tímorbúa. Litið er á þessi nýju gögn sem enn eina sönnun þess að ofbeldið og kúgunin heldur áfram, enda hafa Indónesar tuttugu þús- und manna hemámslið í landinu til að halda íbúunum í skefjum. En þrátt fyrir næg sönnunargögn hafa stórveld- in séð til þess að alþjóðleg samtök á borð við Sameinuðu þjóðimar skipti sér sem minnst af málinu. Frá náttúrunnar hendi býr Austur-Tímor yfir ævin- týralegri fegurð, sem svipar um margt til nágrannaeyj- unnar Balí, en hún er einn vinsælasti ferðamannastað- urinn í allri Austur-Asíu. En það koma nánast engir ferðamenn til Austur-Tímor, enda ekki við því að búast í landi þar sem óttinn við ofbeldi herraþjóðar ræður ríkj- um. Atvinnuleysi er mikið meðal íbúanna og iðnaðar- uppbygging nánast engin. Ramos-Horta hefur hvað eftir annað sett fram þá kröfu til umheimsins að íbúunum á Austur-Tímor verði tryggð þau grundvallar mannréttindi að fá að greiða at- kvæði um framtíð sína í þjóðaratkvæðagreiðslu undir al- þjóðlegu eftirliti. En jafnvel svo sjálfsögð krafa virðist flækjast fyrir stjómmálamönnum vestrænna stórvelda sem vilja fyrir alla muni komast hjá því að styggja ein- ræðisherrann vellauðuga í Jakarta. Elías Snæland Jónsson Áberandi er hve margir þingmenn bera kápuna á báöum öxlum í kvótamálinu, segir m.a. í greininni. Samningsveð og kvótinn fengi ekki staðist að í einni og sömu laga- grein stæði að bann- að væri að veðsetja aflahlutdeild og í næstu málsgrein sömu lagagreinar, að það mætti veðsetja fjárverðmæti sem fiskveiðiréttindi væru og þá mætti ekki skilja aflahlut- deildina frá. Var þetta orðalag kallað „hundalógik." Til- gangurinn með þessu lymskulega orðalagi var að dylja fyrir fólki að kvótinn skyldi samt veðsett- ur. „Sem betur fer hefur svo merki- lega tekist til að nokkrir þing- manna hafa áttað sig á tilgangi frumvarpsins og á það sinn þátt í því að frumvarpið hefur ekki hlotið það fylgi sem vænst hafði verið.u Kjallarinn Dr. Gunnlaugur Þórðarson hæstaréttarlögmaður Frumvarp um samningsveð er eitt af furðulegri frumvörp- um sem lögð hafa ver- ið fyrir alþingi á síð- ustu árum. Það hefur í þrígang verið lagt fram sem stjómarfr- umvarp. Ein ástæðan fyrir flutningi frum- varpsins er að lögin frá 1887 um veðrétt- indi eru talin að nokkru leyti úrelt og þvf þurfi að færa sum ákvæði þeirra til nú- tímahorfs. Slæm heima- vinna Megintilgangur frumvarpsins er samt greinilega sá að lögfesta veð á kvóta með fiskiskipi sem um eign væri að ræða og með því móti tryggja jafn- framt betur tök út- gerðarinnar á kvót- anum og bankaveld- isins á útgerðinni. Það er ótrúlegt að lesa umræðurnar um frumvarpið í 10. hefti Alþingistíðinda 1996-’97 og veita því athygli hve þingmenn, jafnt stjórnarliðar sem andstæð- ingar hennar, fundu fmmvarpinu margt til foráttu. Gamalreyndur þingmaður taldi að þeir sem hefðu samið frumvarpið hefðu skilað slæmri heimavinnu. Annar þing- maður taldi að lögleiðsla veðsetn- ingar á kvótanum væri slys sem stjómarflokkarnir ætluðu að leiða yfir þjóðina. Sameign þjóðarinnar Margir þingmanna töldu frum- varpið á ýmsa lund gallað. Þannig Þá bentu fleiri þingmenn á að með lögfestingu þessara ákvæða væri grafið undan því þýðingar- mikla ákvæði laganna um stjórn fiskveiða að fiskimiðin væra sam- eign þjóðarinnar. Slikt væri bæöi óæskilegt og varhugavert. Alþing- ismaður i stjómarliðinu hélt því fram að fyrrgreind ákvæði negldu niður eignarrétt útgerðanna að kvótanum. Sami þingmaður hafði eftir lögfræðingum, sem látið höfðu í té álit á málinu, að um- rædd ákvæði myndu draga úr vægi orða um sameign þjóðarinn- ar að fiskimiðunum. Formaður Alþýðuflokksins gerði sér hvað best grein fyrir innihaldi framvarpsins og varaði við þvi. Til áhersluauka rifjaði hann upp álit Guðna Ágústssonar á frumvarpinu við fyrri umræður með eftirfarandi orðum: „Við verðum einnig að spyma við fót- um og koma í veg fyrir að eignir landsmanna og auðlindir til sjávar falli fáum í skaut. Alræöi markað- arins og þeirra riku má aldrei hirða afraksturinn úr höndum fjöldans. Þá er friðurinn úti.“ Ekki allir jafnsljóir Sem betur fer hefur svo merki- lega tekist til að nokkrir þing- manna hafa áttað sig á tilgangi frumvarpsins og á það sinn þátt í að framvarpið hefur ekki hlotið það fylgi sem vænst hafði verið. Andstaðan gegn framvarpinu, á þremur þingum í röð, sýnir að ekki eru allir þingmenn jafn sljó- ir. Áberandi er hve ráðherranum, sem fylgdi frumvarpinu úr hlaði, tókst illa, í þau 24 skipti sem hann steig í pontuna, að gera þingheimi grein fyrir kostum þess. Eins og hitt hve margir þingmenn bera kápuna á báðum öxlum í kvótamálinu. Ekki má gleyma þingkonu einni, sem mér hefur því miður orðið á að kalla „stertilega“, en harma ber; hún tók 7 sinnum til máls í umræðunni, aðallega til þess að endurtaka að ekki mætti veðsetja kvótann þótt veðsetja mætti hann. Hún virtist alls utan gátta í málinu, þrátt fyrir stór orð um kvótann i kosningabaráttunni hér um árið. v Umræðumar um samningsveðs- frumvarpið tala sínu dapurlega máli um þann þátt í störfum al- þingis og vísast til 10. bindis Alþt. 1997 þvi til staðfestingar. Gunnlaugur Þórðarson Skoðanir annarra Flugvöllur á Alftanesi „í þeirri umræðu sem á sér stað um Reykjavíkur- flugvöll langar mig til að benda á staðsetningu fyrir nýjan flugvöll ... Er ég þá að tala um flugvöll sem staðsettur yrði á grynningunum við Álftanes ... Að fara út í mikið viðhald á Reykjavíkurflugvelli sem á að miða að því að gera hann „öruggari" tel ég mikla skammsýni. Slíkar aðgerðir miða eingöngu að því að mönnum hlýni aðeins stundarkom en er ekki lausn til langframa." Þorbergur Ólafsson í Mbl. 11. apríl. Siöferöileg skuld „Saga Hanes-hjónanna er saga ótrúlega dapurra örlaga, þar sem hið raunverulega fórnarlamb sem flækist í vef örlaganornanna er lítið og saklaust bam ... Framkoman gagnvart Hanes-hjónunum gerir það hins vegar að verkum, að íslensk stjómvöld standa að minnsta kosti í mikilli siðferðilegri skuld gagn- vart þeim. Okkur, hinu íslenska samfélagi, ber því djúp skylda til að bregða skildi til vamar þeim, og aðstoða þau eftir mætti við að koma lífi sínu í eins bærilegt horf, og kostur er.“ Úr forystugrein Alþbl. 11. apríl. Dagskrárbrenglun Sjónvarps „Sjónvarpsáhorfendur virðast þreyttir á að gengið sé yfir þá og dagskránni breytt vegna íþróttaútsend- inga ... Gamla fólkið hringir vegna þess að þetta er kannski eitt að því fáa sem það bíður eftir og hlakk- ar til í vikunni. Fastur dagskrárliður sem það hefur gaman af. Mér finnst eðlilegt að dágskráin haldi sér til að friða alla. Hún er hvort eð er ekki það löng ... Ég skil fólkið mjög vel, hvort sem ég má segja það eða ekki. Það var sjálfsagt að sýna kvennaboltann en dagskráin verður bara að halda sér.“ Ragnheiður Clausen í Degi-Tímanum 11. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.