Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1997, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1997 15 Tölvuenglar í tísku „Nú þarf konan, líkt og karlinn, föt sem henta alltaf alls staöar en eru ekki háö árstíðahverfulum veöurguöum." kvenna jafnt sem karla. Konur geta klætt sig upp sem kvenlegar konur og karlar, eöa bara sem sæ- borgir (,,cyborg“). Og karlar geta þetta líka; í þessari tísku gatana og gegnumstunginna líkamsparta bera karlmenn ekki síður skart- gripi en konur. Með hárið í fléttu og jakkafatalaus gæti maðurinn verið hvaða kona sem er. Ef vorboðinn ljúfi hittir fyrir engil getur hann því alls ekki ver- ið viss um hvers kyns hann er; hann ber hringi í eyrum og vörum og í stað rauðs skúfs pikkar hann á skærbláa ferðatölvu með silfur- lituðum nöglum. Úlfhildur Dagsdóttir Vorboðinn ljúfi kom háa vegaleysu en hann var ekki fugl, heldur snjór sem boð- aði haust fremur en annað. Ekki svo að skilja að þetta hafi komið á óvart; en í þetta sinn fellur vor- leysið hér vel að tískusveifiu nútím- ans. Það er nefnilega viðar en á íslandi sem ekki vorar í ár. Það hefur löngum verið lenska í tísku- heiminum að konur klæði sig upp sem árstíðir og skipti þannig um fataskáp (og ham) tvisvar til fjórum sinnum á ári meðan karlmaðurinn gengur í sömu jakkafótunum ára- tugum saman. Er þetta í takt við þá hugsun að konan sé sýnisgrip- ur, hjúpuð (og afhjúpuö) viðeig- andi blæjum, karlinum til ánægju og þæginda (þægilegt þegar vorið er aðeins sýnilegt í blómakjólum ókulsælla kvenna). Þegar konan klæðir sig í árs- tíðabundinn búning er hún gerð að einskonar króniskum grímu- leikara; hennar veruleiki er ein- ungis sá sem felst í búningnum og árstíðinni og hlutverk hennar er eins og stóri vísir á klukku. Tískuheimurinn segir stopp En núna hefur tískuheimurinn sagt stopp. Nýasta boðorðið er að nú vorar ekki í fataskápum, vorið getur komið og farið að vild en konur nenna ekki að bera það utan á sér lengur. Nýja vortískan er eins konar framhald á vetrar- tískunni þar sem dökkir litir halda áfram að rikja og renna síðan rök- rétta leið inn í næstu haustlínu. Ekki svo að skilja að nú ríki eilífur vetur í hjörtum kvenna, nei, hlutverk þeirra eru ört að breytast í ört breyttu þjóðfélagi og það hentar einfald- lega ekki lengur fyrir vinnandi konu að flækja ferðatölvuna í víðum blómakjól þeg- ar hún hleypur á eftir flugvél sem flytur hana í land þar sem ennþá ríkir vetur (til dæmis ísland). Nú þarf konan, likt og karlinn, föt sem henta alltaf alls stað- ar en eru ekki háð árstíðahverful- um veðurguðum. Nú gæti þetta hljómað þannig að konur séu að verða að jakka- fataklónum eins og karlmenn hafa verið alla þessa öld en svo hljóðar tískuspjallið ekki; „Virtual Rea- lity“ er blá vorlína Helenu Rubin- stein í andlitsfarða og meðan fötin haldast dökk bætast utan á kon- una alls konar skemmtilegir lit- ir í dótaformi; töskur og skart- gripir til dæmis, tölvudisklingar fást nú í heill- andi bleiku og appelsínugulu og mér sýnist ég sjá túrkisbláa ferð- atölvu kíkja fyr- ir hornið. Þannig þurfa konur ekki að klæða sig upp sem klónaða kalla til að eignast eigið (en ekki árstíðabundið) líf, heldur geta breytt veruleika veðurfarsins í eigin „sýndarveruleika" (sem er (slæm) þýðing á „virtual reality"). Ytra borö og innri kjarni Nú á tímum, þegar yfirborð hluta og útlit skiptir æ meira máli, er sjálft yfirborðið orðið merkingarbært. Það er ekki leng- ur hægt að aðskilja ytra borð hluta frá innri kjama þeirra og því má lesa í þessar stílbreytingar viðurkenningu á breyttu hlutverki Kjallarinn Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræöingur „Þegar konan klæöir sig í árstíöa- bundinn búning er hún gerð að eins konar krónískum grímuleik■ ara; hennar veruleiki er einungis sá sem felst í búningnum og árs■ tíðinni og hlutverk hennar er eins og stóri vísir á klukku.“ Vitleysunnar uppálapp Orsakir þess að stjórnvöld vilja láta veðsetja kvóta eru ekki þær að afhenda útgerðarmönnum kvó- tann til eignar, enda þótt það ger- ist formlega við veðsetningarrétt- inn. Heldur er kerfið þannig að ef útgerð stendur illa þá er hægt að selja aflaheimildir og láta veðhafa hirða verðlaus skip. Við söluna er svo hægt að fá meirihluta hluta- bréfa í hlutafélagi sem kaupir afla- heimildimar. Þau hlutabréf er hægt að komast yfir með maka- skiptum á hlutabréfum í öðru fyr- irtæki ef nafnverðið er hið sama. Verðið á veiðiheimildum er svo aftur frjálst þannig að útgerðarfé- lagið, sem seldi veiðiheimildir, leigir þær til baka tímabundið fyr- ir ekki mikið fé og stendur þannig órýrt til rekstrar í tvö ár. Þá eru engin undanskot gagnvart veðhöf- um almennt, þessutan sem hægt hefur verið að láta sjómenn taka þátt í endurkaupum kvótans. Þannig er hægt að verja aflaheim- ildir frá því að vera hluti af rekstrarhæfni fyrirtækis og koma þeim í eigu skuldlítils hluta- félags i eigu fjöl- skyldunnar. Þetta þýðir að bankar og sjóðir em hafðir að fifl- um. Heiðursmenn gátu í stóru gjaldþroti hefðu ákveðnir heiðursmenn getað farið svona að, og vissu það vel, en horfðu með tryggð til sinnar byggðar og létu vera. En allir em ekki eins trygg- ir. Það er því fyrir veðhafana, minni hluthafa í fyrirtækjum, banka og sjóði sem veðsetningin er æskileg. Hún er ekki sérlega æskileg útgerðar- mönnum, getan til að versla með afla- heimildir upp á eig- in hagnað, eins og verið hefur, er hags- munalega betra mál. Það er ekki þar með sagt að allir geri það og í reynd er það mikill minni- hluti sem hefur uppi tilburði sem ekkert eiga skylt við fiskveiðar og út- gerð með sina kvóta. Það er því skifjanlegt að út- gerðarmönnum, sem telja ekkert óeðlilegt við að veð- hafar eigi aögang að veiðiheimild- um, finnist þetta veðsetningarmál sæta miklum misskilningi. En vitleysa samt Ef afnema á kvótakerfið færi frjálsa framsalið fyrst, síðan tæki það tíu ár að afnema sjálft kerfíð, um tíund á ári. í staðinn fengju út- gerðir forkaupsrétt á fyrri hlut- deild í fimm ár en eftir það yrðu veiðileyfi seld á frjálsum markaði. Þetta verður að vera svo, sakir fjárhags- skuldbindinga útgerð- arfélaga og veðhafa þeirra. Samtímis þarf svo að koma á sölu á markaði á öllum afla á næstu tíu árum. Einnig samtimis verða veiði- heimildir að vera affasamsetningarveiði- heimildir svo að fiski sé ekki fleygt. Þetta verður að fara í þennan farveg af tvennum orsökum, annars vegar vegna þess að verðmyndun verður að verða eðlileg markaðsverðmyndum á öllum stigum í sjáv- arútvegi. Hins vegar vegna jöfnunar milli atvinnuvega með lægra gengi á móti kaupum á veiðiheimildum fyrir útgerð. í þriðja lagi þarf slík áætlun að vera til upp á samstarf i sameiginlegu myntkerfi Evrópu því sjávarútveg- urinn greiðir nú miklar upphæðir í veiðiheimildir í gegnum gengis- skráninguna sem myndi hætta þegar kæmi að myntsamstarfi. Þorsteinn Hákonarson „Ef afnema á kvótakerfíð færi frjálsa framsatið fyrst, síðan tæki það tíu ár að afnema sjálft kerfíð, um tíund á ári. í staðinn fengju útgerðir forkaupsrétt á fyrri hlutdeild í fímm ár en eftir það yrðu veiðileyfí seld á frjáls■ um markaði. “ Kjallarinn Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri Með og á móti Var handboltinn í 1. deild karla í vetur nógu góður? Mjög jákvæður „Já, mér finnst hann hafa að mörgu leyti verið mjög jákvæð- ur. Þetta var mikið reynslu- tímabil í kjölfar þess að margar hetjur eru farnar af landi brott og það var spennandi að sjá hvernig 1. deildinni myndi reiða af við þessar að- stæður. Ég hélt satt að segja til að byrja með að þetta yrði algjör hörm- ung en það fór á aðra leið. Það sannaðist enn og aftur að það kemur maður í manns stað. Deildin byrjaði á því að liðin voru að skora mikið af mörkum. Það breyttist fljótlega með stór- bættum vamarleik liðanna, og það leiddi af sér þá jákvæðu þró- un að hver markvörðurinn á fet- ur öðrum fór að verja af miklum móð. Afleiðingin varð sú að við höfum sjaldan eða aldrei átt jafn marga markmenn sem hafa stað- ið sig vel. Markvarslan hefur löngum verið Akkflesarhællinn í íslensk- um handbolta en eftir þetta tíma- bil óttast ég ekki þann þátt þegar slagurinn byrjar í heimsmeist- arakeppninni í Japan. Það komu líka fram í vetur margir ungir og efnilegir leikmenn og þetta tíma- bil sýndi að þaö er hægt að horfa með bjartsýni til framtíðarinn- ar.“ Þorbjörn Jensson landsliösþjálfari í handknattleik. Flatneskja „Nei, ég er ekki nógu ánægður með þann hand- bolta sem liðin sýndu í vetur. Mér finnst vera ákveðin stöðnun í gangi hjá lið- unum og það eru miklu færri einstak- lingar í þeim sem skara fram úr en áður. Ég sakna mjög þeirra Dags Sigurðs- sonar og Ólafs Stefánssonar, sem voru yfirburðamenn í deildinni í fyrra og það fyiltu engir þeirra skörð. Breiddin er ekki nógu góð og það er slæmt að vera búnir að missa svona marga af bestu leik- mönnunum úr landi. Liðin voru yfirleitt að spila góðan varnarleik en í sókninni dreifðust mörkin mikið á milli manna. Það var bara Duranona hjá KA sem stóö upp úr. Það eru fleiri góðir hornamenn og línu- menn á ferðinni en oft áður en það vantar skytturnar, sem eitt sinn voru aðalsmerki íslenska handboltans. Þær eru hreinlega ekki til staðar í 1. deildinni í dag. Þetta er búin að vera voðaleg flatneskja í allan vetur þegar á heildina er litið. Það er ertitt að gera sér grein fyrir ástæðunum fyrir þessu en það er kannski búið að múlbinda leikmenn og liðin einum of í leikkerfi og þar með koma í veg fyrir að einstaklingarnir nái að blómstra sem skyldi." -VS Geir Hallsteinsson handknattleiks- þjálfari. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaöiö nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eöa á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.