Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 Viðskipti Sjóvá-Almennar kaupa Ábyrgð Gengiö hefur verið frá kaupum Sjóvár-AImennra trygginga hf. á eignarhlut Ansvars, vátrygginga- félags bindindismanna í Svíþjóö, í tryggingafélaginu Ábyrgð hf. Fyr- ir kaupin áttu Sjóvá-Almennar 49% hlut í félaginu en með þess- um samningum verður Ábyrgð hf. að fullu í eigu Sjóvár-Almennra. Fyrst um sinn verður starfsemi Ábyrgðar hf. með óbreyttum hætti en síðar á árinu er gert ráð fyrir sameiningu félaganna og flutningi i húsnæði Sjóvár- Al- mennra í Kringlunni. SamningaslST Mark H.MoCormaok Samningalist er ný bók frá Framtíðarsýn. Framtíðarsýn: Samningalist út er komin bókin Samninga- list eftir Mark McCormack, stofn- anda og stjórnarformann Int- emational Management Group. Hann er talinn einn snjallasti kaupsýslumaður samtímans og sá sem hefur haft meiri áhrif á við- skiptahlið iþrótta síðustu 30 árin en nokkur annar. Bókin er 187 síður og skiptist í 7 kafla. Hönnunardagar 1997: Hönnun hús- gagna Dagana 18.-20. apríl nk. heldur Hönnunarstöðin hönnunardaga innréttinga húsgagna. Hönnunar- stöðin er samstarfsverkefhi Sam- taka iðnaðarins og iðnaðarráöu- neytisins en aðild að stjóm eiga einnig Form ísland, Arkitektafé- lag íslands og Félag húsgagna- og innanhússarkitekta. Hönnunardagar fara fram með þeim hætti að sýningarsalir fram- leiðenda eða seljenda verða opnir almenningi þessa tilteknu helgi. Framleiðendur og hönnuðir leggja mikinn metnað í framtakið og hafa fjölmargar vörar verið kynntar í fyrsta sinn á Hönnunar- dögum. Viðskiptanefnd til Argentínu og Chile Þann 23. apríl nk. mun Halldór Ásgrímsson utanrikisráðherra halda kynningarfund vegna fyrir- hugaðrar ferðar ráðherra og viö- skiptanefndar til Argentínu og Chile. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 6, 4. hæð og hefst hann kl. 14. Á fundinum verður rætt um væntanlegt fyrirkomulag og dagskráratriði heimsóknarinn- ar og þar gefst forsvarsmönnum fyrirtækja tækifæri á að koma at- hugasemdum og áhersluatriðum á framfæri. Mikilvægt er aö þau fyrirtæki sem hyggjast taka þátt í heimsókninni sendi fulltrúa sína á þann fund. Avís leigir Hyundai Samningur hefur veriö gerður milli Avís bílaleigu og Bifreiða og landbúnaðarvéla um kaup á 93 Hyundai-bifreiðum. Avís mun taka þessar bifreiöar í notkun á næstu mánuðum en fyrstu bif- reiðamar veröa afhentar á næst- unni. Bílaleigan hefur verið ánægð með reynsluna af því að leigja þessa bíla hér á landi. -sv Stórsamningur um útflutning íslensks hugvits: Bólusetning með nefúða gerir sprautur óþarfar Lyfjaþróun hf, fyrirtæki í eigu Lyfjaverslunar íslands, Tækniþróun- ar hf, Lyfja hf, Lýsis hf, Steinars Waage og Sveinbjamar Gizurarsonar hefur gert framleiðslu- rannsókna- og dreifíngarsamning við bandarískt stórfyrirtæki á nýrri einkaleyfis- bundinni aðferð við ónæmisaðgerðir gegn smitsjúkdómum. Samningurinn er talinn milljarða króna virði en í honum felst að bandaríska fyrirtækið Wyeth-Led- erle Vaccines and Pedriatrics fær rétt til þess að halda áfram að þróa og framleiða í samvinnu við Lyfja- þróun hf. bóluefni i formi nefúða. Dr. Bergsteinn Gizurarson lyfjafræöing- ur hefur unnið að rannsóknum og þróun á ónæmisaðgerðum með því að gefa bóluefni með nefúða í stað þess að sprauta því í vöðva, eins og hingað til hefur tíðkast og hefur hann og Lyfjaþróun fengið einkaleyfl á aðferðinni sem byggð er á rann- sóknum hans. Rannsóknir og tilraunir á aðferð dr. Sveinbjarnar hófust hér á landi árið 1990 og hafa staðið óslitið síðan, m.a. með tilraunum á virkni aðferð- arinnar á dýram og mönnum. Að sögn Þórs Sigþórssonar forstjóra Lyfjaverslunar íslands hafa mjög viðamiklar dýratilraunir verið gerð- ar, en jafnframt verið gerðar hér á landi tilraunir á fólki með bóluefni við barnaveiki og stífkrampa. Við mælingar á mótefni í blóði þeirra sem þátt tóku í tilraununum komu mjög jákvæðar niðurstöður. „í framhaldi af þessu þarf að fara út í mjög viðamiklar klínískar til- raunir og þar kemur hið bandaríska fyrirtæki til sögunnar," segir Þór. Hann segir að með undirritun samn- ingsins við hið bandaríska fyrirtæki sé Lyfjaþróun í raun kominn á fjár- hagslega sléttan sjó eftir sjö ára rannsóknir og þróunarvinnu. í samningnum sé kveðið á um sam- starf á sviði þróunar og framleiðslu, þannig að hluti rannsóknanna held- ur áfram hér á íslandi með kostnað- arþátttöku Bandaríkjamannanna. Þór Sigþórsson segir að ónæmis- aðgerðir með nefúða sé nýtt form lyfjagjafa sem muni að öflum líkind- um koma að verulegu leyti í stað lyfjagjafa með sprautum. Með nefúða sé verið að bólusetja sem líkast því sem um náttúrulegt smit sé um að ræða og svörun ákveðinna mótefna verði því mun betri og komi fyrr, en ef sprautað er með nálasprautum í vöðva. Aðrir kostir nefúðagjafar era þeir að ekki þarf að passa jafn vel upp á að framleiðsla bóluefnanna fari fram í algerlega sóttkveikjufríu umhverfi, eins og þegar um venjulegt bóluefni er að ræða. Framleiðslan verði því ódýrari. Þá er minni hætta á smiti af völdum óhreinna nála sem notaðar era aftur og aftur, eins og altítt er, ekki síst í þróunarlöndum. „Auðvit- að er alltaf erfitt að spá í framtíðina, en ég á því von á því að þetta lyfja- form eigi eftir að verða mjög ráðandi á bóluefnamarkaðnum," sagði Þór Sigþórsson forstjóri Lyfjaverslunar ríkisins. -SÁ Bílaleiga Hasso: Þúsund- asti bíllinn leigður Bílaleiga Hasso í Hafnarfirði leigði út sinn þúsundasta bíl i gær síðan fyrirtækið tók til starfa í fyrra. í gær fékk bílaleigan einnig afhenta fimm nýja Fordbíla frá Brimborg. Bílaleiga Hasso er með fjölbreytt úrval bfla, en meðal teg- unda era Nissan Micra, Nissan Al- mera, Fiat Tipo, Nissan Terrano, Suzuki Vitara, VW og Rolls Royce. Sigurður S. Bjarnason fram- kvæmdastjóri segir að reksturinn hafi gengið mjög vel frá upphafi, viðtökurnar á íslandi verið ótrúlega góðar og bflamir í stöðugri leigu. „Þó við séum ódýrastir þá vinnum við það upp á velturhraðanum,“ segir Sigurður. Starfsemin hafi byrjað með 10 bílum og allt stefni í að í sumar verði um eða yfir 100 bíl- ar í leigu hjá fyrirtækinu. -SÁ Það voru tvær hollenskar stúlkur sem leigöu þúsundasta bílinn hjá bílaleigu Hasso á íslandi í gær. Þeir heita Petra V/d Linden, t.v., og Arielle Wichaar. Þær Petra og Arielle eru hestakonur og eru á dómaranámskeiði fyrir dómara ís- lenskra hesta sem nú stendur yfir. Siguröur S. Bjarnason framkvæmdastjóri afhenti þeim blómvönd í tiiefni af því að þær leigöu þúsundasta bíiinn. DV-mynd Sveinn Hlutabréfamarkaðurinn 8.-15. apríl: Mikil sala í sjávarútvegsfyrirtækjum Mjög mikil ssda var á hlutabréfa- mörkuðum Verðbréfaþings og Opna tilboðsmarkaðnum í síðustu viku og ef tekin er saman sala síð- ustu viku og til hádegis í gær má sjá að hefldarsala er tæplega 700 milljónir. Mest var salan í sjávarútvegs- fyrirtækjum: bréf í Þormóði ramma seldust fyrir 134,5 milljón- ir, bréf í Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum seldust fyrir tæpar 112 milljónir, bréf skiptu um hend- ur í SR- mjöli fyrir 84 milljónir, í Síldarvinnslunni fyrir 47 milljónir og Granda hf. fyrir 55,8 milljónir. Af sölu hlutabréfa í öðram fyrir- tækjum má nefha að bréf í Eim- skip seldust fýrir 18 milljónir, fyr- ir 12,4 milljónir í Flugleiðum og 23,8 milljónir í Olíuverslun ís- lands. Álverð hefur verið á niðurleið upp á síðkastið og þar kenna menn spákaupmennsku um. Tonnið af áli hefur lækkað um meira 100 dollara á skömmm tíma, úr 1.667 dollurum i hyrjun mars og í 1.521 dollar nú. Nokkurt jafiivægi hefur verið í gengi gjaldmiðlanna, dollar hækkar úr 71,71 upp i 71,81 á milli vikna, ptmdið úr 116,43 í 116,56, markið úr 41,79 í 41,49 og jenið úr 0,5680 í 0,5693. Þingvísitala hluta- bréf heldur enn áfram að hækka. -sv Þingvísit. hlutabr. þormóður Rammi Skeljungur ^tftj i fH li 3,60 fp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.