Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 35 Fréttir Tófufaraldur á Vestfjöröum — refir skotnir í hlaðvarpanum Skjaldfönn í ísafjarðardjúpi. Varla svefnfriður vegna rebba. DV-myndir Hörður Mikil fjölgun hefur orðið i tófu- stofiiinum á umliðnum árum. Síð- asta ár hafa tófur verið nær óáreitt- ar i landi ísafiarðarbæjar og virðist mikil fjölgun hafa orðið á Horn- ströndum. í kjölfar þess að tófunni fjölgar virðist hún fara í aukna landvinn- inga og herjar frá Homströndum og suðm: um Djúp. Indriði bóndi Aðal- steinsson á Skjaldfönn við ísafjarð- ardjúp segir nú svo komið að ekki sé lengur svefiifiriður fyrir tófúgaggi. í samtali nýlega sagðist Indriði einn morguninn hafa séð þijár tófur rétt utan skotfæris. í byrjun síðustu viku var hann búinn að skjóta sjö tófur nánast við bæjar- dymar hjá sér. Þá náði Þórður Hall- dórsson á Laugarlandi fjórum tófum er hann lá við æti á Hallsstöðum. Indriði segist telja þetta vera gæludýr ísafjarðarbæjar því ekki hafi verið leitað á greni á Snæfjalla- ströndinni undanfarin tvö vor. Seg- ir Indriði tófútraðkið við bæinn eft- ir hveija einustu nótt likt og um fjárhjarðir sé að ræða. Segir hann þetta mjög ólíkt því sem áður var er hann var að byrja að ganga til ijúpna. Þá hafi hann geta gengið jafnvel allan daginn án þess að sjá nokkum tima tófúslóð. Jónas Helgason, bóndi í Æðey, sagðist hafa verulegar áhyggjur af fiamvindu mála. Refa- og minka- veiði hefði alltaf verið sinnt í Snæfjallahreppi meðan hann var og hét og alltaf ráðnir menn til að sjá um þessa hluti. Við sameininguna við ísafiörð hefðu þær veiðar verið hluti af sáttmálanum en það hefði verið það fyrsta sem brotið hefði verið. ísafjarðarbær hefði ekki séð um að veitt væri á svæðinu fiá því sameiningin átti sér stað. Sagði Jónas að þetta væri skömm fyrir ísafjarðarbæ að geta ekki sinnt þessum málum. -HKr. Indrífii Afialsteinsson á Skjaldfönn. Tvíbreið brú yfir Affall DV.Vilc í Mýrdal: Starfsmenn Vegagerðarinnar luku nýlega byggingu tvíbreiðr- ar brúar yfir Affall sem er á mörkum Austur- og Vestur-Lan- deyjahrepps. Með tilkomu henn- ar, auk tvíbreiðs ræsis sem var sett í stað einbreiðrar brúar á þjóðveginum hjá Sólheimum í Mýrdal, fækkar einbreiðum brúm á hringveginum. Að sögn Guðmundar G. Hall- grímssonar, deildarverkfræð- ings hjá hönnunardeild Vega- gerðarinnar á Selfossi, eru eftir þessar framkvæmdir 29 ein- breiðar brýr á hringveginum frá Þjórsá að Gígjukvísl. Hann segir að áætiað sé að breikka brýr á Holtsá og írá undir Eyjafiöllum á þessu ári og með vorinu sé væntanleg ný vegaáætlun. Þar verði líklega inni einhverjar brýr sem á að breikka á næsti árum. -NE Vorar í Vik Vorífi er komifi í Mýrdaiinn. Páskaliljurnar famar afi gaegjast upp úr moldinni eftir vetrardvalann og nokkrír farfuglar eru komnir. Ferfiamenn sjást í meiri mæli. Skaflarnir i fjailshlifi- unum hopa og tjaldurinn er kominn í fjöruna i Vík. DV-mynd Njörfiur Vik Metið bætt í Hval- fjarðargöngum DV, Akranesi: Bormenn Fossvirkis í Hvalfirði slá ekki slöku við og bættu eigið íslandsmet í gangagerð í síðustu viku. Þá bættust við 125 metrar, 70 að sunnan og 55 að norðan. Búið var að bora og sprengja að morgni 14. apríl 3.456 metra eða liðlega 63% af göng- unum. Eftir voru þá 2.028 metrar. Það þótti áður bærilegur gangur í jarðgöngum hér á landi að grafa og sprengja 80 til 90 metra á viku. Það met hafa bormenn í Hvalfirði slegið oft síðustu mánuði. I 47. viku 1996 luku þeir til dæmis við 112 metra. í 9. viku 1997 náðu þeir 122 metrum og nú í 15. viku 125 metrum. Þegar svo vel gengur sem raun ber vitni er bergið fast í sér og gott og lítið sem ekkert þarf að þétta. -DVÓ ÆUMEIMIAX E N G R I L í K 5005 uppþvottavél Þvær á 22 mínútum. Hljóöiát Rafbraut Bolholti 4 - sími 568 1440 ISPÓ Góöur og ódýr kostur Ispó er samskeytalaust akrýlmúrkerfi. Yfir 650 hús klædd á síöastliðn- um 16 árum. 5 ára ábyrgð. Gerum tilboð í efni og vinnu, þér að kostnaðarlausu. Múrklæöning hf. Smiðsbúð 3, 210 Garöabær Sími 565 8826 Fubag tveggja blaða sög Harðduglegur vinnuþjarkur á góðu verði Þegar gæðin skipta máli Skeifan 7 7 D • Simi 568 6466

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.