Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1997, Qupperneq 28
44 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 1997 Beinlaust kjöt Helsta ráð til að selja kjöt í Am- eríku er að auglýsa þannig: ís- lenskt fjallalamb er sem englar himinsins: ekkert bein í því.“ Guöbergur Bergsson rithöfundur, í DV. Raunsætt leikrit Leikritið var meira að segja svo raunsætt að kveikt var í sígarett- um.“ Heimir Viöarsson í leikdómi um Kosti hins villta lífernis, í Morgun- blaðinu. Kjaftarök „Það hafa komið einhver kjaftarök um að fyrst hverinn sé sofnaður þá eigi bara að láta hann sofa tO lengri tíma.“ Gísli Einarsson, oddviti í Biskups- tungum, um Geysi, i Degi- Tíman- um. Ummæli Kvótabraskið og / sjómennirnir „Eftir kynni mín af svokölluðu kvótabraski og stöðu sjómanna í þeim efnum veit ég að þessi við- skipti ganga út á það leynt og ljóst að brjóta lög og samninga á sjó- mönnum." Arnmundur Backman lögfræðing- |> ur, í DV. Hvalkjöt í öll mál „Norskur vinur minn sagði að (Paul) Watson fengi tvöfalda pín- ingu í Noregi, haldið inni í 120 daga - og hvalkjöt í öll mál.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., í Degi-Tímanum. Geislaplatan hefur gert þaö aö verk- um aö mikil aukning hefur oröiö á útgefnu efni. Þróun hljóm- plötunnar Fyrstu hljómplöturnar sem komu á markaðinn voru svokall- aðar 78 snúninga plötur. Það var breska fyrirtækið EMI sem bjó til fyrstu plöturnar af þeirri gerð árið 1933. Sá sem á heiðurinn af þeim rannsóknum sem gerðar voru áöur en fyrsta stereohljómplatan var gefin út var þýski eðlisfræð- ingurinn Alan Dower Blumlein. Stereobyltingunni var lengi haldið á tilraunastigi, eða þar til árið 1958, en það ár sendu fyrirtækin Audio Fidelity, Pye og Decca fyrstu fjöldaframleiddu stereoplö- turnar á markaðinn. Hljómsporið Áður en stereobyltingin varð hafði orðið þróun í gerð hljóm- platna. 1947 fann Peter Goldmark upp hljómsporið fyrir tilstuðlan CBS. Sótt var um einkaleyfi á nafninu Long Playing (LP). Hér á landi er oft talað um breiðskífu þegar átt er við LP. Plata þessi snýst 3314 snúning á mínútu og var spilatíminn á fyrstu plötunum 25-30 mínútur. Blessuð veröldin Geislaplatan Fyrsta geislaplatan kom á mark- aðinn 1979. Voru það Philips og Sony sem eiga heiöurinn af fyrstu plötunni en fyrirtækin voru með sameiginlegar rannsóknir. Platan er 12 sentímetrar í þvermál og í dag er hámarksspilun á einni plötu um 80 minútur. í framhaldi af rannsóknum Philips og Sonys var það svo Digital Recording Cor- poration sem kom árið 1980 með þann leysibúnað til aflestrar sem notaður er i dag. Þokusúld eða rigning Um 700 km suður af Hornafirði er nærri kyrrstæð 1035 mb hæð og hæðarhryggur frá henni liggur yfir íslandi. Við Svalbarð er 987 mb Veðrið í dag lægð sem hreyflst austur. í dag verður suðvestan- og vestan- átt, gola eða kaldi víðast hvar en norðankaldi við norðausturströnd- ina framan af degi. Um vestan- og norðanvert landið verður þokusúld eða rigning með köflum. Annars staðar verður þurrt en að mestu skýjað. Hiti verður á bilinu 3 til 15 stig, hlýjast um landið suðaustan- vert og á Austfjörðum en kaldast með ströndinni norðaustanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestangola og lengst af þokusúld. Hiti verður 7 til 9 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.05 Sólarupprás á morgun: 5.49 Veðrið kl. 6 í morgun Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.18 Árdegisflóð á morgun: 02.46 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca París Róm New York Orlando Nuuk Vín Washington Winnipeg rigning 10 hálfskýjað 4 rigning 7 alskýjaö 7 skýjað 11 þoka 6 skýjað 7 úrkoma í grennd 2 þokumóða 7 þokumóöa 7 skýjað 2 léttskýjaó 4 létttskýjað -3 heiöskirt 1 skýjað 9 skýjað 6 þokumóða 13 alskýjaö 10 léttskýjað 1 þoka 5 léttskýjaö 1 léttskýjað 3 léttskýjað 1 þokumóða 12 þoka í grennd 7 léttskýjaö 3 léttskýjaö 8 heiðskírt 8 skýjaó 17 skýjað -2 snjóél á síð. kls. 1 heiðskírt 8 heiðskírt -8 Björn Thoroddsen tónlistarmaður: Gaman að vera djassleikari á íslandi Hinn kunni djassgítarleikari, Björn Thoroddsen, hefur hafið stutta tónleikaferð um landið og hófst hún á Selfossi í gær. Ekki er hann með tríóið sitt eða Tamlasveit- ina í farteskinu heldur er það nýr norænn kvartett, Samnorræni kvar- tettinn, sem hann leiðir í þetta sinn. Björn var fyrst spurður um tilurð kvartettsins: „Við erum fjórir sem skipa hann: sænskur trommuleik- ari, Per-Arne Tollblom, danski bassaleikarinn Ole Rasmussen og Egill Ólafsson en við Egill höfum starfað mikið saman undanfarin misseri. Ég var frmnkvöðullinn að stofnun kvartettsins og fékk ég styrk frá Norræna menningarsjóðn- um til að koma honum af stað. Það má orða það svo að ég hafl fengi start með startköplum en verði svo Maður dagsins að halda bílnum gangandi. Það sem við flytjum er aðallega frumsamin tónlist eftir mig og EgU ásamt is- lenskum þjóðlögum og verður ákveðinn þjóðlegur blær á tónleik- um okkar, þótt vissulega sé djassinn í fyrirrúmi." Björn segir að tU að uppfyUa skU- yrðin tU að fá styrk úr menningar- sjóðnum hafi þurft að hafa spUara Björn Thoroddsen. frá þremur Norðurlandaþjóðum. „Við höldum nokkra tónleika hér á landi og verða tónleikamir annað kvöld og á föstudagskvöld teknir upp og plata gefin út. Við munum síðan fylgja plötunni eftir með tón- leikaferð um Norðurlöndin í haust.“ Björn Thoroddsen og EgUl Ólafs- son hafa verið í miklu samstarfi: „Við EgUl höfúm verið að spila meira og minna saman í fjögur ár og er hann eiginlega orðinn meðlim- ur í mínu tríói auk þess sem við leikum saman í Tamlasveitinni." Björn sagði að auk starfsins með Norræna kvartettinum væri hann að reka smiðshöggið á plötu sem hann er búinn að vera lengi með i smíðum: „Þetta er gítarplata þar sem ég hef fengið þekkta djassgítar- leikara tU að leika með mér. Phil- ippe Catarine, Doug Raney og LeU Thomsen koma aUir við sögu og nú er verið að vinna að því að danski gítaristinn Jacob Fisher verði sá fjórði og þá finnst mér ég vera kom- inn með aðaldjassgítarista Evrópu á eina plötu. Vonast ég svo tU að plat- an komi út í haust." Björn er einn af fáum tónlistar- mönnum sem hefur djassinn að aðalatvinnu: „Það kostar mikla vinnu að halda sig eingöngu i djass- inum en djassinn er samt á mikiUi uppleið og hefur verið það undan- farm ár og það er gaman að vera djassleikari á íslandi í dag en það er lúuti af starfinu að búa tU vinnuna, hún kemur ekki aUtaf sjálfkrafa upp í hendurnar á manni.“ Bjöm sagði að langmestur tími hans færi í spUamennskuna: „Ef ég á mér frístundir þá les ég og hef aðaUega gaman af að lesa gamlar bækur og sagnfræði og er ég viss um að ef ég hefði ekki valið tónlist- ina að ævistarfi þá hefði ég valið sagnfræðina." -HK Myndgátan Biður um fjáraukalög Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Margrét Vilhjálmsdóttir leikur ungu konuna sem reynir að vekja áhuga eiginmannsins. Köttur á heitu blikkþaki Sýning á leikriti Tennessee WUli- ams, Köttur á heitu blikkþaki, er á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Ems og flest önnur leikrit WUliams gerist Köttur á heitu blikkþaki í suðurríkjum Bandaríkjanna og er það lýsing á ólgandi ijölskylduupp- gjöri í þrúgandi molluhita meðan vUtumar snúast letUega í takt við tregafullan blús. Sonur plantekru- eiganda er á góðri leið með að drekka frá sér hjónabandið og fóður- arfmn en eiginkona hans er reiðu- búin að berjast fyrU auðnum og ást þeirra með kjafti og klóm. Leikhús Helstu leikarar eru Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdótt- ir, Erlingur Gíslason, Helga Bach- mann, HaUdóra Bjömsdóttir og Valdimar Örn Flygenring. Leik- sjóri er HaUmar Sigurðsson. Um tónlistina sér gítarleikarinn Guð- mundur Pétursson. Þetta er fjórða verk Tennesse Williams sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, áður hafa ver- ið sýnd Sumri haUar (1953), Spor- vagninn Girnd (1975) og LeigukjaU- arinn (1979). Bridge SpUararnir á Landsbankamótinu i sveitakeppni voru flestir sammála mn að skipting spUanna var óvanalega mikil í fyrri hálUeik sjöundu umferðar mótsins. Þrátt fyrir að þar hafi verið óvenjumörg fjörug spil að frnna, þá stendur spU 5 uppúr. Sömu spU voru spiluð í öUum leikjunum og þvi spUað á 10 borðum. Dálkahöfundi er tU efs að nokkurn tíma á íslandsmóti hafi verið spilað með meiri impasveiflu, því 93 impar skiptu um eigendur í leikjunum funm í því spUi. SpUið oUi 21 impa sveiflu á þremur borðanna, 20 impa sveiflu á einu og „aðeins“ 10 impa sveiflu á einu. Sagnir gengu þannig í opnum sal í leik VÍB og Eurocards. Norður gjafari og NS á hættu: * — DG94 ♦ 10873 * ÁK1043 Norður Austur Suður Vestur Valgarð Matthías Ragnar Aðalst. pass 1 ♦ 1 4 2 «4 44 5» 54 6» 64 p/h pass pass dobl Sagnir voru í fjörugra lagi eins og á hinum borðunum í leiknum. Það er erfitt fyrir Aðalstein að sjá fyrir sér að 6 spaðar geti staðið með ÖU þessi spU og opnun félaga í austur. Hins vegar er niðurröðun spilanna þannig að ómögu- legt er að hnekka 6 spöðum. Aðalsteinn spilaði út tígulásnum og það var eini slagur varnarinnar. Á hinu borðinu í leiknum var samningurinn 6 hjörtu dobluð. Ef AV sækja samninginn aUa leið í 7 hjörtu, doblar suður væntan- lega tU að fá út lauf (Lightner-dobl) en hætt er við að norður spUi frekar út tígli og þá fara 7 hjörtu aUa leið. Þrátt fyrir að sveit VÍB hafi tapað 21 impa í þessu spUi, vann sveitin leikinn 20-10. ísak Öm Sigurðsson 4 G876‘ ♦ KG62 * G65 * 9 * ÁK10852 * Á 4 D9872 N V A S * AKD1 763 ♦ D954

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.