Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Page 4
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 3D"V
18 tónlist
** *
ísland
1-3(4) Stoosh
Skunk Anansie
1-3(2) Dig Your Own Hole
Chemical Brothers
1-3(1 ) Pottþétt7
Ymsir
4. ( 3 ) Polydistortion
Gus Gus
5. ( 7 ) Evita
Ur kvikmynd
6. (19) Falling into You
Celine Dion
7. ( 5 ) Romeo &Juliet
Úr kvikmynd
8. ( 8 ) Spice
Spice Girls
9. (12) Homework
Daft Punk
10. ( 6 ) Pop
U2
11. (9) Blur
Blur
12. (13) Tragic Kingdom
No Doubt
13. (14) Secrets
Toni Braxton
14. (- ) Paranoid & Sunburnt
Skunk Anansie
15. (- ) Uve in Paris
Celine Dion
16. (- ) Ultra
Depeche Mode
17. (11) Space Jam
Úr kvikmynd
18. (10) Boatmans Call
Nick Cave
19. (Al) í,Álftagerði
Alftagerðisbræður
20. (16) Grammy Nominees 1997
Ýmsir
London
——-lög-
| 1. (1 ) Believe I Can Fly
‘ R. Kelly
t 2. ( - ) Old before I Die
Robbie Williams
f 3. (- ) Staring at the Sun
U2
t 4. ( 4 ) Bellissima
DJ Quicksilver
f 5. (- ) Around the World
Daft Punk
t 6. (- ) Don’t Leave Me
Blackstreet
f 7. ( 7 ) You Might Need Somebody
Shola Ama
t 8. (- ) You Showed Me
Lightning Seeds
| 9. ( 5 ) Ready or not
The Course
t 10. (- ) Reverence
Faithless
NewYork
-lög-
1. (1) Can't Nobody Hold Me down
Puff Daddy
2. (-) Hypnotize
The Notorious B.I.G.
3. ( 2 ) You Were Meant for Me
Jewel
4. ( 4 ) For You I Will
Monica
5. ( 3 ) Wannabe
Spice Girls
6. ( 6 ) I Want You
Savage Garden
7. (5) All by Myself
Celine Dion
8. (- ) Return of the Mack
Mark Morrison
9. (- ) Hard to Say l'm Sorry
AZYet
10. (- ) Where Have All the Cowboys...
Paula Cole
Bretland
-plötur og diskar—
1. ( -) Ultra
Depeche Mode
2. ( 2 ) Spice
Spice Girls
3. ( -) Mother Nature Calls
Cast
4. ( 1 ) Dig Your Own Hole
The Chemical Brothers
5. ( 4 ) White on Blonde
Texas
6. ( 3 ) Ten
WetWetWet
7. (10) Blur
Blur
8. ( -) Share My World
Mary J Blige
9. ( 5) Tragic Kingdom
No Doubt
10. ( -) Come Find Yourself
Fun Lovin' Criminals
Bandaríkin
— plötur og diskar—
1. ( 1 ) Life after Death
The Notorious B.I.G.
2. ( 2 ) Spice
Spice Girls
3. ( 3 ) Space Jam
Soundtrack
4. ( 4 ) Falling Into You
Celine Dion
5. ( 5 ) Bringing down the Horse
The Wallflowers
f 6. ( 6 ) Pieces of You
Jewel
f 7. ( 7 ) Selena
Soundtrack
I 8. (- ) Baduizm
Erykah Badu
9. ( 9 ) Unchained Melody/The Early...
Leann Rimes
10. (-) Another Level
Blackstreet
Það þarf heilmikið til að komast á toppinn með
„instrumental" tónlist, eða tónlist án söngs. Hún
þarf að vera taktföst, hröð og grípandi. Tónlist
sem höfðar jafnt til þeirra sem hlusta á rokk og
þeirra sem hlusta á danstónlist. Chemical
Brothers tókst að skapa einmitt þetta þegar þeir
gáfu út sína fyrstu breiðskífu árið 1995. Hún kall-
aðist Exit Planet Dust. Tveimur árum síðar er
lagið Setting Sun farið að hljóma mjög víða,
fyrsta smáskífan af annarri plötu sveitarinnar.
Breiðskífan er nýkomin í verslanir og heitir Dig
You Own Hole (óbein þýðing gæti verið = Grafðu
þína eigin gröf, en enskumælandi íslendingar eru
þegar það margir að þýðinga sem þessara er vart
þörf lengur).
Tökum dæmi um blöndu af velgengni: Gott
væri að fá tvo stráka úr skóla í Manchester, helst
þá Tom Rowlands og Ed Simons, báðir þyrftu
þeir að flla hip hop, acid jazz, house, techno og
kolruglað amerískt rokk og ról. Útkoman væri
Chemical Brothers.
Byrjuðu sem plötusnúðar
Þeir byrjuðu að vísu sem plötusnúðar í partý-
um Manchester sem Dust Brothers (sbr. Exit
Planet Dust). Fyrsta tólftomman þeirra
var gefln út af Junior Boyz Own eftir að
hafa fyrst komið út hjá lítt þekktu plötu-
fyrirtæki (ekki það að JBO sé í hópi með
EMI og Warner, en það er stórt í heimi
danstónlistarinnar). Lagið hét Song To
The Siren og JBO útgáfan hafði að geyma
eitt klikkaðasta mixið með Sabres Of
Paradise.
Næsta skref bræðranna var endurhljóð-
blandanir. Þeir tóku aö sér endurhljóð-
blandanir fyrir Leftfield, Primal Scream,
Manic Street Preachers o.fl. við góðar
undirtektir. Fyrsta breiðskífan kom síðan
út hjá Virgin (aðeins stærra en JBO) í maí
árið 1995 og fékk feiknagóðar undirtektir.
Chemical Brothers slógu síðan í gegn á
hátíðum Evrópu það sumar og hafa haft í
nógu að snúast síðan. Þeir hafa meira að
segja tekið hljómsveitir eins og Daft Punk
upp á sína arma og eru að hluta til ábyrg-
ir fyrir velgengni frönsku strákanna.
Það er broddur í tónlist bræðranna ...
grafðu þína eigin ... GBG
Félagarnir í Chemical Brothers hafa slegið rækilega í
gegn með nýju plötunni sinni, Dig Your Own Hole.
K ♦
Aðalsmerki hljómsveitarinnar
Kukls var að ferðast um Evrópu í
litlum sendiferðabíl til tónleika-
halds - Amsterdam, Rotterdam,
Berlín, London; barir, knæpur, stór-
ir staðir, litlir staðir, Hróarskelda,
kaldur klakinn. Allir þessir staðir
voru hluti af raunveruleika liðs-
manna Kuklsins, hljómsveitar sem
var stofnuð á íslandi árið 1983. Liðs-
menn Kuklsins voru: Guð Krist (raf-
strengjaleikari), Birgir Mogensen
bassaleikari, Einar Melax sem spil-
aði á DX7 og píanó, Sigtryggur Bald-
ursson trommuleikari, Einar Öm,
trompetleikari og söngvari, og söng-
konan heimsfræga, Björk.
Ráttur einstaklingsins...
...til að vera hann/hún sjálfur
var baráttuefni Kuklsins. Annar
konsert Kuklsins var „Við krefj-
umst framtiðar" árið 1983. Þar spil-
aði sveitin ásamt Crass sem síðar
bauð Einari (stúdent i London) út-
gáfu á efni Kuklsins á eigin merki.
Fyrir þá sem ekki þekkja til pönks-
ins má segja að hljómsveitin Crass
hafl staðið og standi enn fyrir þeim
hugsjónum sem vom taldar upp hér
að framan.
Kukl var stofnað upp úr Þey,
Purrki Pillnikk, Van Houtens Kókó
og Tappa tíkarrassi og spilaði ofur-
þunga tónlist. Hljómsveitin þáði
útgáfutilboð Crass og snemma árs
1984 kom The Eye (Augað) út jafnt
hérlendis og erlendis. Kuklið fékk
fina dóma í tónlistartímaritum eins
og NME og Sounds. Sama ár fór
hljómsveitin í tónleikaferð til
styrktar námaverkamönnum í
Englandi ásamt Flux of Pink Indi-
ans, Chumbawamba, D&V og fleiri
hljómsveitum og við tók Evróputúr-
inn ógurlegi - í litlum sendibíl var
henst frá París til Óslóar á einni
nóttu. Vegalengdir skiptu hljóm-
sveitina litlu máli þegar tónleikar
vom annars vegar.
Tvær plötur á sama ári
Platan Holidays in Europe kom
út síðar sama ár, hjá sama útgáfu-
fyrirtæki. Gegnumgangandi hug-
sjónin var að festast ekki í neinu
Hver man ekki eftir Kuklurunum?
formi, kukla í hinu og þessu og
þannig var hljómsveitin allan sinn
feril, allt til ársins 1986. Á þessum
þremur árum var Einar staddur er-
lendis við nám og því var Kuklið
ekki starfrækt allan ársins hring en
vinnan var mögnuð og að tónlistar-
sköpuninni var unnið hörðum
höndum. Þegar Sykurmolamir vora
stofnaðir árið 1986 var gagngert
ákveðið að hafa þá í algjörri mót-
stöðu við þyngsli Kuklsins, líka til
að sýna að liðsmenn sveitarinnar
gætu eitthvað fleira.
DV sagði um tónleika-
haldið:
Þann 26. nóv. árið 1983 var skrif-
að í DV: Ég er gersamlega orðlaus.
Þessum tónleikum verður ekki lýst
með orðum. Þeir sem upplifðu þá
munu hins vegar geyma þá alla sína
ævi. 17. sept. sama ár: Ný útgáfa af
rokktónlist, öðmvísi en nokkuð sem
ég heyrt áður.
Hverjum þeim sem hlustar á tón-
list Kuklsins verður það ljóst að tón-
listarsköpun sem þessi verður ekki
endurtekin. Hópur sem þessi kemur
aðeins saman einu sinni á ævinni,
pönktímabilið er búið. Þó Kuklið
hafi verið uppi á þvf tímabili er tón-
listin ristir mun dýpra en t.d. tón-
list Sex Pistols (sem er líklega hvað
frægust pönksveita þrátt fyrir
skammlífi).
Hvers vegna...
... þessi grein um Kuklið núna?
Það er von þú spyrjir. Tilefnið er
endurútgáfa Crass á báðum plötum
Kuklsins, The Eye og Holidays in
Europe. Plöturnar hafa aldrei verið
til á geislaplötu og vínyllinn klárað-
ist fyrir einhverjum árum. Plötum-
ar era sérstaklega fyrir þá sem eru
búnir að gegnspila vínylinn sinn og
einnig fyrir þá sem vilja upplifa
þessa ólýsanlegu stemningu sem er
sagt frá hér á undan.
Það má segja að þessar tvær plöt-
ur hafi að geyma einhverja þá sér-
stæðustu tónlistarsköpun sem kom-
ið hefur frá hópi íslenskra tónlistar-
manna. Tónlistin er þung og alls
ekki auðmelt en Einar segir: Ég er
aðeins búinn að hlusta á Holidays
in Europe og hún stenst alveg tím-
ans tönn. Þetta er frábær plata. Ég
er ekki búinn að hlusta á The Eye
en ég býst við þvi sama frá þeirri
plötu.
Svo skemmir náttúrlega ekki fyr-
ir að hin heimsfræga Björk syngur
á plötunum. Það er til heilmikið af
söfnuram í þessum brjálaða heimi,
ert þú einn af þeim?
-GBG