Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1997, Síða 5
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 1997 i$jínlistls Hætlir eftir 12 ár: t Soundgarden eru hættir eftir 12 ára samstarf. Þegar í fyrra voru komnar af staö sögusagnir um innri vandamál í hljómsveitinni, mestmegnis vegna bassaleikarans Shepherd. Meðlimir sveitarinnar bera þetta af sér og segja aö timi hafi verið kominn til aö reyna eitthvaö nýtt. Eftir tólf ár og fimm plötur hefur hljómsveitin Soundgarden ákveðið að hætta samstarfi og sinna „öðrum áhugamálum" eins og segir í ffétta- tilkynningu frá 10. apríl síðastliðn- um. Þetta kemur eins og reiðarslag fyrir aðdáendur sveitarinnar, sér- staklega þegar þess er minnst að að- eins eru þrjú ár síðan Soundgarden, Pearl Jam og Alice in Chains voru efstar á plötulistum í Bandaríkjun- um í hámæli Grunge-æðisins. Soundgarden sem skipuð er þeim Chris Comell, söngvara og gítar- leikara, Ben Shepherd bassaleikara, Kim Thayill gítarleikara og Matt Cameron trommuleikara var stofh- uð árið 1984 i Seattle í Bandaríkjun- um, höfuðborg „Gmnge“- tónlistar- stefiiunnar. Sveitin er ein af þremur frægustu Grungesveitum sem koma þaðan en hinar tvær em Nirvana og Pearl Jam. Sveitin varð fyrst þeirra þriggja til að gera samning við stórt Aðal laga- og textasmiöir Sound- garden, þeir Chris Cornell söngvari og Kim Thayill gítarleikari. útgáfufyrirtæki og slá í gegn á al- þjóðlegum markaði. Það var þó ekki fyrr en 1994 með plötunni Superunknown að Soundgarden slógu virkilega í gegn og gátu kall- ast stórsveit. Platan fór í fyrsta sæti á mörgum listum, seldist í fimm milljónum eintaka út um allan heim og lögin Black Hole Sun og Spoon- man hlutu Grammy-verðlaun 1995. í fyrra fylgdi Soundgarden síðan eftir með plötunni Down on the Upside sem lenti í öðm sæti á Billboard- listanum og lagið Pretty Noose var tilnefnt til Grammy-verðlauna. Lög- in Blow Up The Outside og Burden In My Hand fóra ofarlega á lista og platan komst í platínusölumark. Soundgarden í framhjáhlaupi má geta þess að Soundgarden er í raun nafn á lista- verki sem stendur í almennings- garði við Washingtonvatn og er myndað af holum pípum sem fram- leiða ólík hljóð þegar vindurinn blæs í gegnum þær. Endalokin Þrátt fyrir fáorða fréttatilkynn- ingu um endalok sveitarinnar vom þegar komnar á kreik sögusagnir í fyrra um slæmt samstarf hljóm- sveitarmeðlima og þá aðallega vegna bassaleikarans Shepherd sem labbaði út af sviðinu á miðjum tón- leikum Soundgarden í Honolulu í desember í fyrra og lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann væri orð- inn fastur meðlimur Seattlesveitar- innar Devilhead. Þeir Chris Comell og Kim Thayill hafa hins vegar sagt að þeir væm komnir að tímamótum í líftíma sveitarinnar. Þeir væm búnir að afreka allt sem þeir ætluðu sér með sveitinni og tími væri kom- inn til að reyna eitthvað nýtt. Tilraunir Meðlimir Soundgarden em reyndar búnir að reyna eitthvað öðruvísi því þeir Cameron og Shepherd stofnuðu ásamt vinum sínum sveitina Hater árið 1993 og gáfu út eina plötu. Shepherd kom siðan einnig við sögu á nýjustu plötu Prodigy. Stutt er síðan síðan þeir Thayill og Cameron léku á nýrri plötu Pigeonhead með þeim Steve Fisk sem „pródúserar" Scr- eaming Trees og söngvara Satchel, Shawn Smith. Tónlist og textar Það sem fyrst kemur upp í hug- ann þegar tónlist Soundgarden ber á góma er „þeirra sánd“ sem kannski er hægt að skilgreina sem samblöndu af melódísku metal- og punkrokki, frekar klassíska upp- setningu hljóðfæra sem brotin er niður með D- stillingu gítara ( stillt- ir niður í D), flókna takta sem eru frábærlega útfærðir að söngmelódí- unni og þunglyndislegri tjáningu þeirra Cornell í söng og textum og Thayill sem náð hefur þessu per- sónulega og ólíka sándi á gítarinn sem allar hljómsveitir sækjast eftir. Tónlistin er þung og textamir oft á tiðum óskiljanlegir. Reyndar hef- ur Chris Comell söngvari, sem samið hefur flesta texta sveitarinn- ar, sagt með glott á vör að sér líði allra best i þunglyndi. Þessi dmnga- tilfinning, samblandin kraftmiklum og frumlegum lagasmíðum, verður eftir hverja hlustun betri og betri og má segja að með plötunum Super- Unknown og Down on the Upside hafi Soundgarden sungið ólíkt feg- urri svanasöng en aðrar sveitir. Hugtakið dautt! Soúndgarden hættir á þeim tíma þegar sveitin hefur hvað mest blás- ið nýju lífí í metalrokk og jafnvel haldið hugtakinu sjáifu lifandi. Eft- ir standa Metallica og örfáar aðrar sveitir sem ekki era líklegar til mik- illa ævintýra eða frumleika í laga- smiðum. Bjartasta vonin fyrir Soundgarden-aðdáendur er áfram- haldandi ferill þeirra Cornell og Thayill á tónlistarsviðinu og verður áhugavert að heyra í þeim í framtíð- inni, eða eins og þeir segja sjálfir: „Við höfum gengið til fjallsins og til baka, það er kominn timi fyrir nýja hluti“. -ps Sennilena meira frá Söngvari Foo Fighters og fyrrver- andi trommuleikari Nirvana, Dave Grohl hefur lýst þvi yfir að gefnar verði út fleiri upptökur með Nir- vana. Nýlega kom tónleikaplatan From The Muddy Banks Of the Wishkah. Grohl útilokaði þó að hann og fyrrverandi bassaleikari Nirvana, Krist Novoselic, myndu spila inn á gamlar hljóðupptökur með Kurt Cobain og gefa út, eins og eftirlifandi meðlimir bítlanna gerðu í laginu Free As a Bird. Vefurinn gengur frá plötubúðum Fyrsta fyrirtækið sem selur lög í gegnum Intemetið heitir Nordic Entertainment Worldwide. Það býður þjónustu sína á slóðinni http://www.nordicdms.com en að sögn kostar hvert lag um 30 til 50 krónur. Margir segja að sala af þessu tagi muni á endanum ganga frá hefðbundnum plötubúðum. Móðir Tupacs lögsækir Death Row Útgáfúfyrirtæki rapparans sál- uga, Tupac Shakur, er í afar vond- um málum eftir að móðir hans fór í mál við fyrirtækið. Sú gamla heimtar rúmlega milljarð íslenskra króna og segir að það sé sú upp- hæð sem Death Row Records hafi skuldað syni sínum. Madonna aftur í söng- inn Söngkonan fræga, Madonna, hef- ur ákveðið að hella sér aftur í popp- ið eftir að hafa leikið fasistakvendið Evitu Peron við mikinn fognuð að- dáenda sinna. Hún er nú í London að gera ný lög með upptökustjóran- um Nellee Hooper (sem einnig er í Soul R Soul). Þegar Madonna er búin að gera ný lög með Hooper heldur hún til Los Angeles til þess að vinna með ballöðufabrikunni Babyface.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.