Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 9
I>V FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 #n helgina Hanna Dnra í Lista- safni Knpavngs Á sunnu- dagskvöldið kl. 20.30 held- ur Hanna Dóra Sturlu- dóttir sópran tónleika í Listasafni Kópavogs. Undirleikari er Jónas Ingi- mundarson. Hanna Dóra Viðfangsefni Sturludóttir tónleikanna eru lög eftir Grieg, Sibelius, Verdi, Fjölni Stefánsson og þrjú lög eftir Þorkel Sigurbjömsson. Auk söng- laganna verða fluttar aríur eftir R. Stoltz, Fr. Lehár og Puccini. Hanna Dóra Sturludóttir stund- aði nám í Söngskólanum í Reykja- vík, hjá Kristni Sigmundssyni og Snæbjörgu Snæbjarnardóttur. Síð- astliðin ár hefur hún verið i fram- haldsnámi við Listaháskólann í Berlín. Hanna Dóra hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum í Þýskalandi, Póllandi og Austur- ríki. Hún hefur sungið í útvarpi og sjónvarpi og inn á geislaplötur. Tvö síðustu sumur söng hún stór hlutverk á óperuhátíðum í Þýska- landi. Hún hefur sótt ýmis nám- skeið og haustið 1995 varð Hanna Dóra hlutskörpust í Ijóðasöng- keppni sem haldin var í Berlín. Hanna Dóra var ráðin við óp- eruhúsið í Bonn síðastliðið haust og hér heima hefur hún tekið þátt í uppfærslum á óperum í Islensku óperunni, Óperusmiðjunni og Þjóðleikhúsinu. Grænlensk ferða- Flugleiðir innanlands, Græn- landsflug og Feröamálaráð Græn- lands, ásamt samstarfsnefnd Is- lands og Grænlands í ferðamálum verða með kynningu á ferðamögu- leikum á Grænlandi nú um helg- ina í Perlunni. Alls munu um 26 fyrirtæki, grænlensk og íslensk, kynna þjónustu sína í ferðamál- um. I tilefhi af kynningunni kem- ur hingað fjöldi erlends ferðaskrif- stofufólks sem hefur sérhæft sig í sölu á ferðum til íslands og Græn- lands. Grænlensk framleiðsla af ýmsu tagi verður í sviðsljósinu, sýndur verður selskinnsfatnaður og græn- lenskur matvælaiðnaður kynntur. Grænlenskir skemmtikraftar munu troða upp, óvenjuleg tísku- sýning verður haldin og sýningar á handunnum grænlenskum vör- um. Einnig verða fluttir fyrirlestr- ar og landkynningarmyndir sýnd- ar af myndböndum. Kristján Frið- riksson heldur fyrirlestur í fund- arsal Perlunnar á sunnudaginn en hann hefur dvalið á Grænlandi meira og minna síðastliðið ár. Lars Emil Johansen, forsætis- ráðherra Grænlands, og Halldór Um helgina verða ferðamöguleikar á Grænlandi kynntir í Perlunni en alls munu 26 fyrirtæki kynna þjónustu sína í ferðamálum. Blöndal samgönguráðherra opna verður opin á morgun og sunnu- ferðakynninguna en kynningin dag frá kl. 10-18. kynning í Perlunni LEIKHÚS Þjóðleikhúsið Litli Kláus og Stóri Kláus r ’ sunnudag kl. 14.00 í Fiðlarinn á þakinu S laugardag kl. 20.00 Köttur á heitu blikkþaki ; sunnudag kl. 20.00 Listaverkið laugardag kl. 20.30 ! Villiöndin fóstudag kl. 20.00 Borgarleikhúsið < Konur skelfa fostudag kl. 20.00 laugardag kl.20.00 ; Dómínó föstudag kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 í Bar Par laugardag kl. 20.30 Loftkastalinn Áffam Latibær sunnudag kl. 14 f Á sama tíma að ári sunnudag kl. 20.00 Leikfélag Akureyrar I Vefarinn mikli frá Kasmir laugardag kl. 20.30 Kvennakór Hafnarfjarð- ar í Víðistaðakirkju í Kvennakór Hafnarfjarðar eru um þessar mundir 73 konur en kórinn er aö Ijúka sínu 3ja starfsári. Hinir árlegu vortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Víðistaðákirkju á sunnu- daginn kl. 17. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Sigrún Hjálmtýsdóttir. Á efnisskránni verður mjög fjöl- breytt lagaval við allra hæfi, inn- lend og erlend lög frá ýmsum tím- um. Diddú mun syngja nokkur lög með kórnum auk þess að syngja ein- söng. Stjómandi kórsins er Halldór Óskarsson og undirleikari er Hörð- ur Bragason. Kæru Krakkaklúbbsmeðlimir Slæðudagar í Sneglu Nú standa yfir árlegir slæðudagar í Sneglu list- húsi á homi Grettisgötu og Klapparstígs í Reykja- vik. Þar er til sýnis og sölu það nýjasta í hönn- un á silkislæðum og sjöl- um eftir sjö textílkonur listhússins. Listakonum- ar era Björk Magnúsdótt- ir, Ema Guðmarsdóttir, Helga Pálína Brynjólfs- dóttir, Hrafnhildur Sig- urðardóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Jóna Sigríð- ur Jónsdóttir og Þuríður Dan Jónsdóttir. Slæðu- dagar standa yfír til 23. maí og er Snegla opin virka daga frá kl. 12-18 og kl. 10-14 á laugardög- um. Hinir árlegu slæðudagar standa nú yfir í Sneglu listhúsi. Skemmtihúsið Ormstunga sunnudag kl. 20.30 aukaafslátt af smáauglýsingum DV a\\t milli hirpj^ Smáauglýsingar m 550 5000 Irmelin Sandman Lilius í Noiræna húsinu Krakkar! vegna mikillar aðsóknar ætlum við að framlengja sýninguna á myndina Gullbrá og birnirnir 3, sem sýnd er í Stjörnubíó. Myndin er sýnd alla laugardaga og sunnudaga kl. 3, út maí. Pið getið nálgast miðana í Stjörnubíó, alla virka daga eftir kl. 16.30 og fyrir kl. 14.30 um helgar. Frítt í bíó fyrir alla Krakkaklúbbsmeðlimi. Góða skemmtun. Á morgun kl. 12 veröur dagskrá ætluð bömum og unglingum í Nor- ræna húsinu en þar mun fmnski barnabókahöfundurinn Irmelin Sandman Liiius lesa á sænsku úr bókum sínum. Á sunnudaginn kl. 16 heldur hún fyrirlestur þar sem hún mun tala um nýjustu bók sína Hand i hand, sem hún skrifaði ásamt syst- ur sinni, Heddi Böckman. Á undan fyrirlestrinum syngur telpnakór frá Ábo í Finnlandi. Irmelin hefur skrifað bækur af ýmsu tagi, ljóðabækur, smásögur, skáldsögur og bamabækur. Bókin Hand i hand, sem kom út árið 1996, fjallar um æsku þeirra systra og rifja þær upp minningar frá stríðsámnum í Finnlandi. Þær voru og eru enn mjög samrýndar og gengu saman hönd í hönd gegnum ýmsa erfiðleika á þeim árum. Irmelin er fædd árið 1936. Hún hefur hlotið margar viðurkenningar og verðlaun fyrir bækur sínar en þær hafa verið þýddar á 15 tungu- mál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.