Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 "k - iz Dragonheart: tyndbönd 33 Drekinn og riddarinn Dragonheart er ævintýri sem seg- ir frá baráttu góðs og ills fyrir þús- und árum. Sagan hefst á því þegar hinn fjórtán ára gamli prins, Einon, verður vitni að dauða foður síns í bændauppreisn. Einon sjálfur er særður banasári, en móðir hans biðlar til dreka um að bjarga lífi hans. Drekinn samþykkir með því skilyrði að hann verði miskunn- samur konungur og gefur af lífs- krafti sínum svo að prinsinn megi lifa. Þegar Einon reynist harðstjóri hinn mesti dregur lærifaðir hans, hinn hugprúði riddari Bowen, þá ályktun að drekinn hafi eitrað huga hans og einsetur sér að útrýma öll- um drekum í landinu. Tólf árum síðar hefur hann nánast lokið ætl- unarverkinu - aöeins einn er eftir en sá reynist jafningi hans i bar- daga. Þeir ákveða að semja um vopnahlé og eftir að hafa komist í kynni við dóttur uppreisnarleiðtog- ans taka þau höndum saman um að berjast gegn harðstjóranum. Einvalalið leikara Dennis Quaid leikur riddarann og Sean Connery talar fyrir drek- ann, en leikstjóri er Rob Cohen (Dragon: The Bruce Lee Story, Dayl- ight). Nýliðiim Dina Meyer leikur bóndadótturina, en Dragonheart er aðeins önnur mynd hennar - sú fýrri var Johnny Mnemonic. Pete Postlethwaite leikur ferðafélaga Bowens, munkinn Gilbert, og hlut- verk óþokkans Einons er í höndum Davids Thewlis, en þeir Postlet- hwaite og Thewlis eiga það sameig- inlegt að hafa verið að leika í öllu alvarlegri myndum upp á síðkastið. David Thewlis vakti feikna athygli fyrir túlkun sína á hinum kald- hæðna Johnny í Naked, en hefúr einnig sést nýlega í Restoration, Total Eclipse og The Island of Dr. Moreau. Pete Postlethwaite var til- Drekinn spýr eldi í átt aö riddaranum hugumprúöa. nefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í In the Name of the Father, en hann hefúr m.a. leikið í The Usual Suspects, The Last of the Mohicans, Alien 3 og Hamlet. Dennis Quaid lék í fyrstu kvik- mynd sinni 1977, en sú hét Septem- ber 30, 1955. Hann vakti fyrst ein- hverja athygli 1979 þegar hann lék í gamanmyndinni Breaking Away og í kjölfarið fylgdu hlutverk í mynd- um eins og The Long Riders, Caveman, The Right Stuff og Enemy Mine. Hann hlaut síðan mikið lof fyrir leik sinn í The Big Easy 1987 og fylgdi henni eftir með Suspect. Þá komu myndir eins og Great Balls of Fire!, Postcards ffom the Edge og Undercover Blues, en nýjustu myndir hans eru Something to Talk About og Wyatt Earp. Hann er gift- ur leikkonunni Meg Ryan og hefur leikið á móti henni i þremur mynd- um, Innerspace, D.O.A. og Flesh and Bone. Leikari í nær hálfa öld Sean Connery byrjaði leikferil sinn fyrir 46 árum í söngleiknum South Paciflc. Eftir mörg smáhlutverk á sviði og í kvikmyndum skaust hann upp á stjömuhimininn árið 1962 þegar hann lék James Bond í Doct- or No. Alls lék hann í sjö Bond- myndum, en hann hefur vaxið sem leikari með aldrinum og nýtur nú mikillar virðingar. 1987 hlaut hann óskarsverölaun fyrir leik sinn í The Untouchables, en á löngum hlut- verkalista hans má m.a. Fmna The Name of the Rose, Murder on the Orient Express, The Hunt for Red October, Indiana Jones and the Last Crusade, The Russia House, Rising Sun, Medicine Man, First Knight, A Bridge Too Far, Robin and Marian, The Man Who Would Be King, The Anderson Tapes, The Hill, Mamie og nú síðast The Rock. Sean Connery sést ekki í Dragon- heart - hann talar einungis fyrir drekarm, en allt var gert til að láta persónuleika Seans Connerys og leiktúlkun hans koma fram í tölvu- teikningum drekcms. Rödd hans var tekin upp áður en önnur vinna hófst og tölvuteikningarnar voru hannaðar til að passa við rödd hans, sem og líkamstjáningu hans. Rob Cohen kom sér upp viðamiklu safni filmubúta úr fyrri myndum Seans Connerys og flokkaði filmubútana niður í mismunandi tilfinningatúlk- anir. Teiknararnir gátu síðan geng- ið í þetta safn og fundið réttu svip- brigðin til að herma eftir. Tölvulík- an drekans var langflóknasta tölvu- líkan sem Industrial Light & Magic hafði nokkurn tímann gert. Grameðlan í Jurassic Park hafði milli sjö og átta þúsund stjórn- punkta en drekinn í Dragonheart um 280.000. d-PJ UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Geirmundur Valtýsson „Ég horfi mjög sjaldan á myndbönd og það eru líklega nokkur ár síðan ég setti spólu í tækið. Þær myndir sem ég man eftir í augnablikinu eru Nýtt Lif, Dalalíf og Löggulíf eftir Þráin Ber- telsson. Ég hafði mjög gaman af þeim myndum. Sama má segja um mynd- ina Magnús eftir sama höfund en hana sá ég í bíó á sínum tíma. Það er gaman að horfa á skemmti- legar myndir en mál- mn er þannig háttað hjá mér að ég engan tíma til að horfa á myndbönd. Ég vinn og æfi alla daga og svo er ég að syngja um allar helgar. Það var nú samt nokkuð magnað að í síðustu viku fór ég á tvær leiksýning- ar en það hefur ekki gerst í manna minnum. Það var sæluvika hér fyrir norðan og þá sá ég leikritið Græna lyft- an í uppfærslu Leikfé- lagsins. Svo lá leiðin v '.' suður og f V' V þar sá ég leikrit- ið Konur skelfa í Borgarleik- húsinu. Bæði leik- r.itin voru mjög skemmtileg og ég vildi gjam- an gera meira af þessu en því miður þá hef ég ekki tíma til þess.“ mm 811 wm 1 ■■ fc U flHL 9 ® ■1 ■yn Boys Surviving Picasso Moll Flanders f&fWC Winona Ryder hefur átt auknum vinsældum að fagna og hefur sýnt að mikið er spunnið í hana ’Mm sem leikkonu. í Boys leikur hún stúlku, Patty, sem hef- ur alltaf haft einstakt lag á að koma sér í hin mestu vandræði. Kvöld eitt er hún úti á lífinu ásamt vini sín- um og endar sú yfnreið um bæinn með því að þau stela bíl og þeysa út fyrir bæinn. Eftir það veit enginn hvað skeð hefur, síst Patty, en eitt er víst: Vinur hennar er horfmn. Patty verður hrædd og leggur á flótta á hestbaki en dettur af baki og missir meðvitund og veit ekki af sér fyrr en hún vaknar í herbergi hjá 17 ára pilti sem hafði komið að henni meövitundarlausri. Auk Winonu Ryder leika í mynd- inni Lucas Haas, John C. ReiUy, Skeet Urich og James Legross. Leik- stjóri og handritshöfundur er Stacy Cochran. Háskólabíó gefur Boys út og er hún leyfð öllum aldurshópum. Út- gáfudagur er 13. maí. Pablo Picasso er af flestum talinn mestur allra listmálara á þessari öld. Hann lifði fram yfir nírætt #anthonv hohiinj og fjölbreyttu lífl. í Surviving Pic- asso, sem gerð af þeim ágæta leik- stjóra James Ivory, er fylgst með tíu ára ástar- sambandi hans við listakonuna Francoise Gill i sem var 23 ára|_ þegar hún hitti Picasso fyrst árið 1943, þá 55 ára. Ástarsamband þetta veitti Francoise mikiö en um leið lenti hún í miklum átökum, andlegum sem og líkamlegum. í tíu ár þurfti hún að taka á öllu sem hún átti til að halda vitinu í ástarsambandi við þann mann sem hún síðar taldi kröfuharðasta, ósanngjarnasta og svikulasta mann sem hún hafði nokkru sinni kynnst. Það er ung leikkona, Natascha McElhone, sem leikur Francoise og var þetta frumraun hennar. Éinnig má sjá hana í Devils Own sem sýnd er þessa dagana í kvikmyndahús- um. í hlutverki Picassos er breski stórleikarinn Anthony Hopkins. Warner myndir gefa út Surviving Picasso og er hún öllum leyfð. Út- gáfudagur er 15. maí. Hinn frægi ævintýrasagnahöf- undur Daniel Defoe samdi hina vin- sælu skáldsögu um Moll Fland- ers. Kvikmynd sú sem nú er komin á myndband er önnur myndin sem gerð er eftir þessari vinsælu skáldsögu. í fyrri myndinni lék þokkagyðjan Kim Novak Moll Flanders en nú er það Robin Wright sem leikur hana. Kannski er hún þekktari sem eiginkona Seans Penns. Moll Flanders fæddist inn í fá- tæka fjölskyldu í London snemma á 18. öld og ólst upp við vesöld. Moll dreymir um betra líf og lætur ekki fáfræði og stéttaskiptingu þjóðfé- lagsins buga drauma sína. Hún kynnist ungum listamanni og verð- ur ástfangin en örlögin eru henni ekki hliðholl og um tima virðist ver- öldin snúa baki við henni. Hún gefst ekki upp og uppsker að lokum laun erfiðis síns. Auk Robin Wright leika i Moll Flanders Morgan Freeman, Stockard Camiing, John Lynch og Brenda Fricker. Sam-myndbönd gefa út Moll Flanders og er hún bönnuð börn- um innan 12 ára. Útgáfudagur er 12. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.