Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 17. MAI 1997 #é»/r Bláa lóns-menn efast um lögsögu: Ótvíræður réttur - segir formaður heilbrigðisnefndar Suðurnesja „Það er enginn vafi í raínum huga að við höfum lögsögu í þessu máli. Heilbrigðisnefndin hefur haft eftirlit með Blóa lóninu frá upphafi. Við stöndum fast við kröfur okkar um úrbætur fyrir 1. júní og ég er bjartsýnn á að þetta mál leysist far- sællega," segir Jón A. Jóhannsson, formaður heilbrigðisnefndar Suður- nesja, við DV. Bláa lónið hf. hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar miklu umræðu sem verið hefur um mál- efni lónsins. Þar kemur meðal ann- ars fram að lögfræðingar félagsins efist um að heilbrigðisnefndin hafi nokkra lögsögu í málinu. í yfirlýs- ingunni segir að umfjöllun um ör- yggi baðgesta hafi verið til þess fall- in að kasta rýrð á starfsfólk, stjóm- endur og eigendur baðstaðarins. „Umræðan hefúr gengið svo langt á köflum að um hreinan atvinnuróg hefur verið að ræða,“ segir enn- fremur í yfirlýsingunni. Lónið minnkað Jón A. Jóhannsson segir að heil- brigðisnefndin hafi ekki fengið nein formleg svör frá forsvarsmönnum Bláa lónsins en þeirra sé að vænta. Hann segir að mikill vilji sé til þess hjá öllum aðilum að ná sátt um þessi mál. Hitaveitan sé að fara í framkvæmdir á svæðinu og af þeim sökum verði lónið minnkað til muna. I yfirlýsingu Bláa lónsins segir að heilbrigðisnefnd verði krafin svai'a, m.a. um það hvers vegna nefndin eða starfsmenn heilbrigðiseftirlits hafi engar formlegar athugasemdir gert um öryggismál baðgesta í Bláa lóninu undanfarin misseri hafl ör- yggismál verið talin í svo miklum ólestri sem lesa megi í símskeyti nefndarinnar frá 7. maí og yfirlýs- ingum framkvæmdastjóra heil- brigðiseftirlitsins í fjölmiðlum sama dag. „Forráðamönnum Bláa lónsins hf. er að fullu ljós sú ábyrgð sem á þeim hvílir að vel takist til um rekstur baðstaðarins við þær bráða- birgðaaðstæður sem nú ríkja og ekki síst hvað varðar öryggi bað- gesta. Félagið er og hefur ávallt ver- ið reiðubúið til samstarfs við alla sem orðið geta að liði í því efni. -sv ■ M ---------------- Heilbrigðisnefnd Suðurnesja efast ekki um lögsögu sína í málefnum Bláa lónsins. Fiskiðjusamlag Húsavikur: Reksturinn batnaði um 182 milljónir DV, Akureyri: Verulegur viðsnúningur hefur orðið í rekstri Fiskiðjusamlags Húsavíkur á fyrstu 6 mánuðum rekstrarársins en reikningsár fyrirtækisins fylgir kvóta- árinu sem miðast við 1. september ár hvert. Fyrstu 6 mánuði rekstrarársins varð hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað 138 milljónir. Afskriftir námu tæpum 80 milljónum króna og fjármagnskostnaður 95 milljónum þar sem 34 milijóna króna gengishækkun vegur þyngst. Tap félagsins nemur því 36 milljónum króna þegar tekið hefur verið tillit tii 8 miiljóna króna taps dótturfélags. Afkoma félagsins er í samræmi við áætlanir fyrir tímabilið. „Fjármagnskostnaður er hár en hækkun pundsins kemur félaginu til góða þegar til lengri tima er litið þar sem 65% af tekjum félagsins eru í sterl- ingspundum. Við gerum ráð fyrir áframhaldandi bata á rekstrinum á þessu ári og að við verðum réttum megin við strikið í lok rekstrarársins. Bestu mánuðimir í rekstrinum eru yf- irleitt mars, april og maí og útlitið er gott. Staða félagsins er sterk á erlend- um mörkuðum og vaxandi eftirspum eftir framleiðsluvörum okkar. Samein- ingin sl. haust hefúr lagt grunninn að bættum rekstri og okkur hefur tekist að nýta kvótann betur en áður,“ segir Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlagsins. Ný vinnslulína í bolflskdeild fyrir- tækisins verður tekin í notkun í byrj- un næsta árs sem mun auka nýtingu og hagnað og lækka kostnað verulega en störfúm mun fækka. Þá hefur verið ákveðið að fyrirtækið sæki um skrán- ingu á Verðbréfaþingi íslands á næstu vikum en félagið hefur verið skráð á opna tilboðsmarkaðnum. Hlutafé Fiskiðjusamlagsins er rúm- ar 519 milljónir króna og stærstu hlut- hafar era Húsavíkurbær með 42,6% og Kaupfélag Þingeyinga með 15,5%. -gk Ólafsfjörður: Verkfall boöaö a DVj Akureyri: Nær allir þeir sjómenn sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um verkfails- boðun á togaranum Hvannabergi frá Ólafsfirði greiddu verkfallsboðun at- kvæði, 40 sögðu já, en aðeins 3 nei. Eins og DV hefur skýrt frá snýst deilan um að útgerðarfyrirtækið Sæ- berg, sem gerði Hvannabergið út áður en fyrirtækið sameinaðist Þor- móði ramma á Siglufirði, hefúr ekki farið að dómi Félagsdóms frá í mars og greitt sjómönnum á skipinu um 6 miiljónir króna sem dómurinn telur að þeir eigi inni hjá útgerðinni vegna þess að þeir hafi verið látnir taka þátt í kvótakaupum útgerðarinnar. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambandsins, segir að útgerðin hafi algjörlega hunsað úrskurð dómsins og því hafi ekki verið um aðra leið að ræða til að fullnusta dóminn en boða verkfall á skipinu. Hvannaberg er nú að veiðum á Flæmska hattinum. Atkvæðagreiðsl- an um verkfallsboðunina fór því fram að áhöfn Hvannabergs fjarstaddri en þrír skipverja, sem era í fríi, greiddu atkvæði ásamt öðrum félagsmönnum í Sjómannafélagi Ólafsfjarðar. Verk- fallið mun koma til framkvæmda um miðjan júní hafi útgerðin ekki gert upp við skipverja. -gk GRURDIG Sönn mynd- ng hljámgæði •28" BLRCK MRTRIX mqndlampi • CTI lifflkerfi • 30W Nicflm Sfereo mqndlampi • Texfavarp meðTslenshum sföfum • Vðlmqndaherfi meö öllum aögerdum á shjá • Tvö Scarf-fengi oo 8V innganur framan á fæHinu • Fjölherfa móffalrfl • FullHomin fjarsfíjring GRUnDIG ST70800 Hr. 89.900 sfgr. • 29"MEGflTR0H SUPEfl BLflCH LINE mgndlðmpi [svarfur og flafurj • Ösfafíshur mgndlampi sem sogarehhl fil sín rgh • CTI liTaherfi • 40W Nicam Sfereo mgndlampi • Texfavarp meðTslenshum sföfum • Valmgndflherfi með öllum ðdgerdum á shjá • Scarf-fengi og flV inngangur framan a fæhinu • Fullhomin fjarsfpring GRUIIDIG ST727G0 Hr. 109.900 sfgr. •29" Megafron Super BlacH Line mgndlampi [svarfur og pafur] • Ósfafíshur mgndlampi. sogar ehhi fil sín rgh • Perfecf Clear og CTI lifaherfi • 100Hz mgndfæhni með Pöhfalausri mgnd • 40W Nicam Sfereo magnari • Bassaháfalari bahafilTfæhinu • Texfavarp meðTslenshum sföfum • Valmgndaherfi með öllum aðgerðum ó shjá • Tvö Scarf-fengi og RV inngangu framan a fæhinu • Fjölherfa móffaha • Fullhomin fjarsfgring GRURDIG ST722G1 Hr. 139.900 sfgr. Sjónvarpsmiðstöðin Umtioðsmenn u land allt.VESIURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Kaupfélag Borgliröinga. Borgarnesi. Blómsturvellir. Hellissandi. Guðni Hallgrímsson. Grundaríirði. VESIFIROIR: Rafbiið Jónasar Þcrs. Paireksfirði. Póllinn. fsalirði. NOROURLAND: tf Steingrimsljarðar. Hólmavik. KfV-Húmretninga, Hvammslanga. tf Húnvetninga. Blðnduósí. Skagfirðingabúð. Sauðárkrúki. KEA, Dalvík. Iðlvutæki/Bðkval. Akureyri. ðryggi. Húsavik. Drð, Raufarhöfn.AUSIURLAND: Kf Héraðsbúa. Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupsstað. tauptún. Vopnafirði. tf Vopnfírðinga. Vopnalirði. Kf Héraðsbúa, Sevöisfirði. Turnbræður. SeyðisfirðLKf fáskrúðsfjarðar. fáskrúðsfirði. KASt, Ojúpavogi. KASK. Höln Homafirði. SUÐUREANO: Ratmagnsverkslæði KH. Hvolsvelli. Gilsá, Hellu. Moslell, Hellu. Heimstækni. Selfossi. KF Árnesinga, Selfossi. flás. Þorlákshöfn. Brimnes. Vestmannaeyjum. REYKJANES: Ralborg, Grindavík. Rallagnavinnust. Sig. Ingvarssonar, Garði. Rafmætti. Hafnarfirði. Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýiingar £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.