Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 17. MAI 1997 39 Kaupmannahöfn: Allt í einu korti i Fáar borgir njóta eins mikilla vin- sælda hjá íslenskum ferðalöngum og Kaupmannahöfn. Á þessu ári verð- ur mikið um að vera í borginni og þeir íslendingar sem ætla að leggja leið sína þangað í sumar eða aðra tíma ársins munu njóta góðs af því. Kaupmannahöfn er á austanverðu Sjálandi, við Eyrarsundið. Borgin er ævagömul. Hún var stofnuð árið 1167 þegar Absalon biskup byggði klaustur og virki um- hverfis það við höfnina. Það gerði hann til þess að vemda hagsmuni síldveiðanna við Eyrarsundið. Rúst- ir byggingar Absalons er enn hægt að sjá neðanjarðar, undir og við Kristjánsborgarhöll. Kaupmanna- höfn óx mjög að styrk og stærð á miðöldum en uppbygging hennar var að miklu leyti kostuð meö hagn- aði Dana af íslandsverslun og því þykjumst við Islendingar eiga heil- mikið í borginni. Verslun blómstraði og borgin naut góðs af því. Valdimar Dana- konungur gerði Kaupmannahöfn að höfuðstað Danaveldis árið 1343. Há- skóli var stofnaður þar árið 1479 og danska konungsfjölskyldan hefur haft aðsetur i Amalíuborgarhöll allt frá 1794, einu glæsilegasta mann- virki í rókókóstíl i allri Evrópu. Höllin hefur alla tíð dregið að sér ferðamenn, sérstaklega klukkan 12 á daginn þegar vaktaskipti eru hjá varðmönnum. 280 milljónir gesta Amalíuborgarhöll er hreint ekki það eina sem vekur áhuga ferða- manna. Allir íslendingar þekkja Tívolí sem nú er orðið 154 ára gam- alt (opnað 1843). Meira en 280 millj- ónir gesta hafa heimsótt Tívolí frá opnuninni. Einkennistákn borgar- innar er álíka vel þekkt, hafmeyjan, sem hefur setið á granítsteini frá ár- inu 1913. Hafmeyjan á sér fyrirmynd í einni þekktustu sögu H.C. Ander- sens. Stytta af skáldinu sjálfu, sem er við ráðhús borgarinnar, nálægt Tívoli, er ekki eins þekkt og Haf- meyjan. Öll þessi mannvirki gera Kaupmannahöfn vel þess virði að heimsækja. En fleira kemur til því þeir sem þangað hafa komið eða dvalið eru flestir sammála um hið einstaka andrúmsloft sem ríkir í borginni. Danir eru allra þjóða snjallastir í því að njóta þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Ferðamálayfirvöld eru farin að selja svokallað Kaupmannahafnar- kort (Copenhagen card) sem virkar ekki ósvipað og debetkort. Seld eru kort sem gefa ótakmarkaðan aðgang að lestum, strætisvögnum, söfnum, Tívolí, dýragarðinum og höllum borgarinnar. Aðeins er borgað eitt gjald á dag sem gildir i allt það sem hér hefur verið talið upp. Kaupandi kortsins fær einnig kort af Kaup- mannahöfn með leiðbeiningum um hvar helstu staði er að finna. Græn svæði eru fjölmörg í borg- inni og meðal þeirra helstu eru garðamir við Dyrehaven, Botanical, Frederiksberg, Kristjaníu og H.C. Örsted. Danir em víðfrægir fyrir matar- gerð og drykki og danska eldhúsið svíkur engan. Þá er ósvikið danska smurbrauðið sem getur verið rúg- brauð meö smjöri, síld, ferskum hrá- um lauk, niðursneiddri spægipylsu eða paté, sem skolað er niður með dönskum bjór og viðeigandi ísköld- um snafs. Þeir skipta hundmðum veitingastaðirnir sem bjóða upp á danska sérrétti eða aðrar erlendar hefðir í matargerð. Lífleg dagskrá Það er engin tilviljun að Kaup- mannahöfn skuli vera meðal 10 mest sóttu ráðstefnuborga heims. Fjölmargir merkir viðburðir em á dagskrá á árinu í Kaupmannahöfn og nágrenni. Meðal atburða má telja sýningu í Thorvaldsensafninu sem helguð er Rómaborg í tilefni þess að 200 ár eru síðan Thorvaldsen flutti þangað. Sú sýning stendur yfir 8. mars til 31. ágúst. Viðamikil sýning á mörgum af þekktustu ballettverkum heims veröur í Fredensborgarhöll í ágúst- mánuði og 8.-14. september munu margir frægir erlendir ballettflokk- ar sýna í Tívolí. í Bella Center verð- ur alþjóðleg tískusýning 16.-19. ágúst. Tónlistin verður í hávegum höfð. í maí og júní koma fjölmargir erlendir og innlendir djassleikarar fram víða í Kaupmannahöfn og 4.-7. júlí verður haldin djasshátíð Kaup- mannahafnar. íslendingar þekkja vel til rokkhá- tíðarinnar í Hróarskeldu sem er um- fangsmesta rokkhátíð Evrópu. Bær- inn Hróarskelda er skammt vestan Kaupmannahafnar á Sjálandi. Hró- arskelduhátiðin verður haldin 26.-29. júní. Nýlokið er flutningi á söngleiknum Saigon í Kaupmanna- höfn en við tekur annar söngleikur, Atlantis (31. júlí-2. október), sem sýndur verður í Falkoner-leikhús- inu. Nú um helgina er haldin karni- valhátíð í Kaupmannahöfn og í sept- ember verður kvikmyndahátíð borg- arinnar. Það er því augljóst að líf og fjör verður i Kaupmannahöfn í sum- ar og eftir mörgu að slægjast. -ÍS Luxor opnað Egyptar hafa loks opnað að- gang fyrir almenning aftur að hofinu við Luxor, eftir gagnger- ar viðgerðir og endurbætur. Amenhotep III. konungur, sem ríkti á árunum 1417-1379 fyrir Krist, lét reisa þessi stórfeng- legu mannvirki til dýrðar sólguðnum Amon Ra á bökkum Nílar. Mannvirkin þörfnuðust viðgerðar vegna þess að áin hafði grafið undan undirstöðum þeirra. I ' 1 I r P Hert löggæsla Búist er við miklum aðgerð- um og verulegri hertri löggæslu á flestum hraðbrautum og stærri vegum í Grikklandi og jafnvel gert ráð fyrir að umferð vöruflutningabifreiða í landinu verði bönnuð um helgar. Ástæðuna má rekja til þess að yfir páskana reið yfir mikil alda umferðarslysa í Grikk- landi sem kostaði 67 manns líf- ið og 749 manns slösuðust alvar- lega. Minnka koltvísýring Flugfélögum í Bandaríkj- unum hefur verið gert að tryggja að magn koltvisýrings í andrúmslofti inni í flugvélum verði aldrei meira en sem nem- ur 0,5%. Þær reglur sem áður voru í gildi leyfðu allt að 3% koltvísýring. Nýlegar rann- sóknir hins opinbera leiða í ljós að ef koltvísýringur er allt að þremur prósentum getur þaö valdið höfuðverk og þreytutil- finningu hjá farþegum. Fjöl- mörg Vesturlandanna hafa eng- ar reglur um leyfilegan koltví- sýring í flugvélum. Skoða frá sjó Fjölmargir þeirra sem komið hafa til New York hafa skoðað borgina frá mörgum sjónar- hornum, neðan frá götunum, ofan úr skýjakljúfum eða jafn- vel farið i þyrluferðir yfir borg- ina. Nú bætist enn einn skoðun- armöguleikinn við því farið er að starfrækja vatnaleigubíla á Austurá og Hudsoná. Þeir munu verða í gangi fram í októ- ber og eru ekkert sérlega dýrir. Dæmigerð ferð, báðar leiðir, er á rúmar 1000 krónur. NÚ ER KOMIN TÍÐIN TIL AT HEIMSÖKJA FÖROYAR ! Færeyjaferbir d frdbæru verbi 11,700,« VERÐ frá kr. mann* *Verb mibast vib 4. manna fjölskyldu á eigin bíl í svefnpokaplássi. Tveir fullorbnir og tvö börn yngri en 15 ára. Vikuferbir 5. og 12. júní. Sigling - Hótel - Bíll rj r; o s; r \ VERÐ ffá kr. '»o,z>zjyrá mann *Verb mibast vib vikuferb fyrir 4. manna fjölskyldu á éigin bíl. Tveir fullorbnir og tvö böm yngri en 15 ára. Gisting á Hótel Foroyar í 5 daga at. Hf 2 í bíl þá er verbib 3" " meb morgunmat. Ef 2 i bíl þá er verbib 38.550 kr á mann. jökli unnara feroamögulöika NDRRÆNA FE RÐAS KRIFSTD FAN LAU GAVEGUR 3 • SÍMI: 5S2 6362 AUSTFAR ehf. og umboðsmenn 472 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.