Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 17. MAl 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVI'K, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Góður samningur gallaður
í nýja öryggissamningnum við Rússland fórnaði Atl-
antshafsbandalagið hinum fámennari og fjarlægari hags-
munum Eystrasaltsríkjanna fyrir hina fjölmennari og ná-
lægari hagsmuni Póllands, Tékklands og Ungverjalands.
Með þessu óhappaverki hafði verið reiknað.
Samningurinn var raunar svo óhagstæður Vesturlönd-
um, að beita varð gamalkunnri aðferð við að kynna hann.
Hún fólst í að fá ginnkeypta fjölmiðlunga til að hrósa hon-
um í hástert, áður en þeir höfðu fengið að sjá hann. Þetta
bragð hefur heppnazt eina ferðina enn.
Með því að fresta birtingu samningsins í nokkra daga
og nota tímann til að leka til íjölmiðlunga þægilegum og
leiðandi upplýsingum um innihald hans, reyndist vera
hægt að afla honum jákvæðari viðbragða en orðið hefðu,
ef samningurinn hefði strax fengið að tala sjálfur.
Ójöfn valdastaða Vesturlanda annars staðar og ríkja
rétttrúnaðarkirkjunnar hins vegar veldur því, að ástæðu-
laust er fyrir Atlantshafsbandalagið að gefa eftir þá meg-
instefnu, að öll vestræn lönd í Evrópu séu í Atlantshafs-
bandalaginu, þar á meðal Eistland, Lettland og Litháen.
Hins vegar var í lagi að heita Rússlandi því, að banda-
lagið hefði ekki í hyggju að seilast inn á yfirráðasvæði
rétttrúnaðarkirkjunnar í Hvíta-Rússlandi, Úkraínu, Rúm-
eníu, Búlgaríu, Makedóníu og Serbíu. Eðlilegt er að þau
ríki líti á Rússland sem sitt forusturíki.
Skilin í Evrópu eiga að vera hin sömu og þau hafa ver-
ið frá ómunatíð. Annars vegar eru lönd Rómarkristninn-
ar og hins vegar lönd kristninnar frá Miklagarði. Þessi
skil skerast eins og strik eftir endilangri álfunni, allt frá
Kólaskaga í norðri til Adríahafs í suðri.
Það eina, sem hefur breyzt í aldanna rás, er, að Vestur-
lönd eru ekki lengur skilgreind á grundvelli vestrænnar
kristni, heldur pólitískra trúarbragða, sem fela einkum í
sér félagslegan markaðsbúskap, dreifingu valds, fastbókað
réttlæti að lögum og traust mannréttindi.
Þetta er svipað og í kínverska menningarheiminum,
sem einnig skilgreinir sig á sviði þessa heims trúar-
bragða, sem fela í sér meiri áherzlu á hópinn og minni
áherzlu á einstaklinginn, meiri áherzlu á aga og undir-
gefni gagnvart yfirvöldum og þolir illa gagnrýni.
Heimurinn er smám saman að skiptast í nokkrar valda-
blokkir ríkja, sem standa á menningarsögulegum grunni
fremur en hagsmunapólitískum. Vesturlönd eru sterkasti
hópurinn um þessar mundir, með valdamiðstöðvum í
Bandaríkjunum og Evrópusambandinu.
Þrír kristnir valdahópar ríkja standa nálægt Vestur-
löndum og gefa vonir um gott samstarf í framtíðinni. Það
eru ríki austrænu rétttrúnaðarkirkjunnar með miðstöð í
Rússlandi, ríki hinnar kaþólsku Ameríku með miðstöð í
Brasilíu og ríki Afríku með miðstöð í Suður-Afríku.
Vesturlönd eru einnig í góðu sambandi við tvo menn-
ingarheima, sem ekki hafna beinlínis vestrænum gildum
á sviði þessa heims trúarbragða. Þetta eru Indland og Jap-
an, þar sem fólk hefur meira eða minna tileinkað sér svip-
aðar væntingar og gildismat og Vesturlandabúar.
Utan við standa tveir öflugir hópar, annars vegar kín-
verskur menningarheimur með Kína sem valdamiðju og
hins vegar íslamskur menningarheimur með óræðri
valdamiðju. Þessir heimar hneigjast í auknum mæli að
því að skilgreina sig í andstöðu við vestræn gildi.
Frá þessu heimspólitíska sjónarmiði er gott, að Atlants-
hafsbandalagið skuli semja frið við Rússland, þótt einstök
atriði samningsins séu lakari en vera þurfti.
Jónas Kristjánsson
Evrópustjórnmálin taka á sig
w ■ ■
Stjórnmálaþróunin i Evrópu,
bæði að því er varðar samstarf
Evrópuríkjanna innbyrðis og sam-
vinnu þeirra við ríki utan álfunn-
ar, verður mjög á döfinni næstu
vikur. á döfinni eru leiðtogafund-
ir, sem efnt verður til, annars veg-
ar á vegum Evrópusambandsins
(ESB) í Amsterdam í júnl og hins
vegar Atlantshafsbandalagsins
(NATO) í Madrid í júlí.
Á leiðtogafundi ESB 16. og 17.
júní er ætlunin að taka ákvarðan-
ir, sem ættu með réttu að leiða
ríkjaráðstefnu ESB til lykta. Efnt
er til svonefndrar ríkjaráðstefnu
innan ESB, þegar unnið er að því
að endurskoða stjómarskrá Evr-
ópusambandsins, það er aö segja
sjálfan grundvöllinn undir sam-
starfi ríkjanna og hinar lögform-
legu reglur, sem gilda um sam-
skipti þeirra. Rómarsáttmálinn
frá 1957 er upphaflegi textinn, síð-
ast var honum breytt með
Maastricht- samkomulaginu frá
1991. Nú er spumingin, hvort enn
verður hrundið í framkvæmd
breytingum.
Á leiðtogafundi NATO-ríkjanna
í Madrid er ætlunin að taka
ákvörðun um að stækka bandalag-
ið í austur og einnig um það,
hvaða ríkjum verði fyrst boðið til
viðræðna um aðild. Ljóst er, að
samningaferlið um stækkun
NATO verður ekki síður flókið en
um stækkun ESB, en talið er, að
það verði ekki fyrr en um 2005,
sem fyrstu nýju aðilarnir að ESB
komi til sögunnar - vafalaust mun
stækkun NATO ganga hraðar fyr-
ir sig, en þó er aldrei að vita,
hvaða þættir það eru, sem kunna
að valda ágreiningi. Innan NATO
gildir sú regla, að einhugur verð-
ur að ríkja um allar ákvarðanir,
sérhvert ríki hefur meö öðrum
orðum neitunarvald.
Nýtt NATO
Þjóðríkin eru bakhjarl bæði
NATO og ESB. Hvað sem líður
umræðum um framtíð þeirra og
draumsýn margra um að vegur
þjóðríkjanna eigi eftir að minnka
en alþjóðasamtaka vaxa, er ljóst,
að þjóðríkin standa í raun miklu
fastari fótum en fjölþjóðlegu stofn-
anirnar.
NATO með 19 aðildarríkjum í
stað 16 núna og varnarkerfi, sem
teygir sig að landamærum Hvíta-
Rússlands og Úkraínu á eftir að
þróast með allt öðrum hætti en
óbreytt NATO mundi gera. Stækk-
unin leiðir þannig til þess, að
Þýskaland myndar ekki lengur
austurmörk bandalagsins.
Á tímabili virtist sem áhugi á
stækkun NATO ætti að nokkru
rætur i ótta bandalagsins við að
gufa upp, eftir að kalda stríðinu
lyktaði. Þessi ótti er nú úr sög-
unni, því að bandalagið hefur
sannað, að það er ómissandi sam-
nyjan svip
starfsvettvangur aðildarþjóðanna
og undir merkjum Norður-Atl-
antshafssamstarfsráðsins (NACC)
og Félagsskapar í þágu friðar
(FÞF) hefur það styrkt öryggi og
stöðugleika í Evrópu, svo að ekki
sé minnst á 60.000 manna liðsafl-
ann, sem bandalagið sendi til að
Erlend tíðindi
Björn Bjarnason
stilla til friðar í Bosníu og
Júgóslavíu fyrrverandi, en nú eru
þar um 30.000 hermenn á vegum
NATO við friðargæslu.
NýttESB
Sömu sögu er að segja um ESB.
Frá því að Sovétríkin liðuðust í
sundur hefur Evrópusambandið
tekið stakkaskiptum. Þar nægir til
dæmis að nefna, að hlutlaus ríki
eins og Austurríki, Finnland og
Svíþjóð hefðu aldrei farið í ESB, ef
hlutleysisstefna þeirra hefði ekki
orðiö marklaus við lyktir kalda
stríðsins.
Vandi Evrópusambandsins stafar
einkum af því um þessar mundir,
að stjórnmálamenn og embættis-
menn virðast vilja fara hraðar en
aðildarþjóðirnar í átt til frekari
Evrópusamruna. í nýju ESB-ríkjun-
um, eins og Austurríki og Svíþjóð,
er yfirgnæfandi fjöldi ibúanna nú á
móti aðild að ESB, ef marka má
kannanir. í gömlu ESB-ríkjunum er
tekist á um þátttöku í sambandinu
með allt öðrum hætti á pólitískum
vettvangi en áður, því að nú krefst
aðildin harðra efnahagsaðgerða,
sem ganga þvert á velferðarkerfm.
Um það er til dæmis harkalega
barist í frönsku þingkosningunum,
sem gengið er til eftir viku.
Hið nýja ESB, sem átti að fæð-
ast á ríkjaráðstefnunni, verður
líklega ekki mjög ósvipað hinu
gamla. Næstu daga og vikur verð-
ur reynt til þrautar að komast að
samkomulagi um eitthvað, sem
sýnir, að ríkjaráðstefnan hafi ekki
verið haldin til einskis. Meðal
þeirra tiilagna, sem liggja fyrir í
því skyni frá Hollendingum, sem
nú eru í pólitísku forsæti innan
ESB, er, að Schengen-samstarfið
um landamærafrelsi í Evrópu fær-
ist inn í sjálfan kjarna ESB en sé
ekki áfram í jaðrinum. Má líta
þannig á, að ákvörðunin um að
draga Schengen-samstarfið nokk-
uð óvænt inn í þetta ferli, sé til-
raun til að láta eitthvað handfast
liggja eftir ríkjaráðstefnuna.
Með því að taka Schengen-sam-
komulagið þessum tökum verður
staða þeirra ríkja, sem standa
utan ESB, en vilja samt eiga aðild
að Schengen, flóknari en ella. Hér
er aðeins um tvö ríki að ræða, ís-
land og Noreg.
Dæmið um Schengen-samkomu-
lagið sýnir, að breytingarnar
snerta ríki með ólíkum hætti og
heima fyrir verða stjórnmála-
menn að bregðast við þróuninni
hver með sínum hætti. Þótt þjóð-
ríkin standi fastari fótum en al-
þjóðastofnanirnar, setja hinir
nýju alþjóðasamningar stjómvöld-
um þeirra skorður.
Ráðamenn í Moskvu hafa verið hræddari við stækkun NATO en Evrópu-
sambandsins. Á miðvikudaginn tókst hins vegar samkomulag milli utan-
ríkisráðherra Rússlands og framkvæmdastjóra NATO, sem á að draga úr
þessari hræðslu. Símamynd Reuter
skoðanir annarra r> v
Betri horfur á Norður-íriandi
„Kosningamar í Bretlandi hafa aukið vonir
manna um að friður komist á á Norður-írlandi. Fyr-
ir sex mánuðum virtist þráteflið í samskiptum
írska lýöveldishersins, bresku ríkisstjórnarinnar
og norður-írskra sambandssinna vera óleysanlegt.
Nú kann IRA að vera hlynntara því að lýsa yfir
öðm vopnahléi. Tony Blair, nýr forsætisráðherra
Bretlands, ætti að verðlauna slíkt loforð með því að
tilkynna að ef vopnahléið haldi fái Sinn Fein, póli-
tískur armur IRA, að taka þátt í friðarviðræðunum,
á tilteknum degi, hugsanlega síðar í sumar. Það
yrði í fyrsta sinn sem flokkurinn tæki þátt í viðræð-
unum.“ Úr forystugrein New York Times 13. maí.
Sigur mannsandans
„Að halda því fram að hin fagra nýja veröld hafl
færst skreflnu nær á föstudag (í síöustu viku þegar
Kasparov, heimsmeistari í skák, tapaöi einvígi sínu
við skáktölvuna Dimmblá) er tóm vitleysa. Skákein-
vigið milli manns og tölvu var í grundvallaratrið-
um sigur fyrir getu mannsins. Annars vegar vits-
munalegur sigur fyrir duglega forritara IBM og
hins vegar birtingarmynd þess sem gerir manneskj-
una einstaka: meðaumkun, samvisku. Jafnvel þótt
Kasparov kenndi aðeins í brjósti um sjálfan sig fyr-
ir að hafa tapað skákeinvíginu."
Úr forystugrein Politlken 14. maí.
Gagnrýni dýru verði keypt
„Það ætti ekki að koma neinum á óvart að gagn-
rýni Danmerkur á afstöðu Kína til mannréttinda-
mála fær nú áþreifanlegar afleiðingar. Það hefur
komið í ljós að kínversk yfirvöld hafa frestað við-
skiptum upp á 5 milljarða islenskra króna við
dönsk fyrirtæki. Þetta getur, þegar til langtíma er
litið, reynst viðkomandi fyrirtækjum dýrt. Það
breytir því þó ekki að danska stjórnin breytti rétt í
apríl. Kina er kommúnískt einræðisríki, sem sam-
kvæmt Amnesty Intemational tók í fyrra 3.500
manns af lífi og heldur í fangelsi að minnsta kosti
2.000 pólitískum fóngum.“
Úr forystugrein Jyllands-Posten 12. mal