Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997
æ i&vikmyndir
irtrk
Bræðrabylta
Tim Roth er frábær leikari. Allt frá því
hann lék í Reservoir Dogs hefur hann átt
hvem stórleikinn á fætur öðrum og í
Lokauppgjörinu (No Way Home) bætir
hann enn einni rós í hnappagat sitt, skap-
ar eftirminnilega persónu, Joey Larabito,
sem í byrjun myndarinnar er nýsloppin
úr fangelsi eftir sex ára dvöl sem hefur
verið honum erfíð. Larahito kemur út úr
fangelsinu sem betri maður, spurningin
er aðeins: Var hann nokkurn tímann
slæmur? Roth nær einstaklega vel að lýsa
þessum manni sem örlögin hafa leikið
illa. Má með sanni segja að hann leiki
með öllum líkamanum, allt háttalag Joéys
ber það með sér að hann hefur orðið fyrir
áíollum í lífinu og trúir því í raun að hann sé treggáfaðri en aðrir. Þessari persónu og
fleiri eftirminnilegum fá áhorfendur að kynnast í sterkri kvikmynd þar sem lífið er ófag-
urt.
Leikstjóranum Buddy Giovinazzo tekst ákaflega vel að lýsa andrúmsloftinu í hverfi þar
sem vonleysi ríkir og glæpir eru aðalatvinnuvegurinn. Hann lætur myndavélina reika irni
göturnar þar sem rónarnir liggja brennivínsdauða, gleðikonur eru á hverju horni og
ruslið yfirgengilegt. í þessu andrúmslofti lætur hann söguna gerast um bræðuma tvo sem
eru eins og svart og hvítt og eiginkonu annars þeirra sem kemur með björg í búið þegar
hún fær starf sem nektarsdansmær.
Styrkur Lokauppgjörsins er fyrst og fremst í innsæi í tilfinningaheim aðalpersónanna
þriggja. Það er ekki aðeins Tim Roth sem er góður í sínu hlutverki, James Russo og
Deborah Unger (Crash), sem óðum er að vinna sig upp úr b-myndum, sýna sterkan leik og
hafa sama innsæi í persónumar og Tim Roth.
Það er helst í lokin að hnökrar koma, melódramatískur endir er nokkuð á skjön, sérstak-
lega hegðun eldri bróðurins í lokin, þá er varla hægt að afgreiða einstaklega gróf ofbeldis-
atriði sem nauðsyn fyrir söguna.
Leikstjóri og handritshöfundur Buddy Giovinazzo. Kvikmyndataka: Claudia Raschke. Tónlist:
Rick Giovinazzo.
Aðallleikarar: Tim Roth, James Russo og Deborah Unger. Hilmar Karlsson
Sam-bíóin - Donnie Brasco:
Tvöfaldanir og langlokur
Hægt og hægt eru kvikmyndir að lengjast. Það
heyrir orðið til undantekninga að bíógestir geti
stólað á sínar 90 mínútur af vel pakkaðari afþr-
eyingu, nei, núna reynir á úthaldið. Þetta virð-
ist sérstaklega eiga við um mafíumyndir þar
sem myndir eins og Casino og Heat taka á sig
epískt yfirbragð fjölskyldusagna og halda áfram
og áfram. Donnie Brascoe gengur inn í þessa
hefð og fellur á lengdinni. Breski leikstjórinn
Mike Newell sýnir ákveðinn vilja til að gefa
nýja sýn á mafiuheiminn og spilar glamorinn
áberandi niður en þegar upp er staðið var fátt
nýtt þama að finna. Johnny Depp leikur lög-
reglumann (Joe Pistone/Donnie Brascoe) sem
tekst að vinna traust mafíósans Leftys (A1 Pacino) en finnur sig æ flæktari í innstu mál
mafiunnar og karlsins sjálfs. Myndin fer vel af stað og á góða takta þegar Lefty er að
kenna Donnie hvemig á að haga sér í þessum heimi en dettur niður þegar kemur að
klisjukenndu fjölskyldudrama lögreglumannsins sem er orðinn æ tvískiptari gagnvart
hlutverki sínu. Depp kemst vel frá sínu en Pacino á þama sinn besta leik í langan tíma
og nær tragísku yfirbragði sem hinn veiki og þreytti mafíumaður sem aldrei komst neitt
og á enga peninga. Tvöfóldunartáknin em þægilega læsileg; lögreglumaðurinn lifir tvö-
földu lífi og Lefty vill lifa í gegnum Donnie, í von um að Donnie verði allt það sem Lefty
sjálfur varð aldrei. Ekki beint frumlegt en Pacino tekur málið föstum tökum og nær að
halda þessu gangandi. Með nokkrar magnaðar senur og góða leikara átti þessi mynd
ágæta möguleika á að lyfta sér yfir meðalmennskuna en í stað þess að halda fast um
taumana kýs leikstjórinn að hella sér út í klisjur og yfirþyrmandi lengd og situr því uppi
með mynd sem er bara ekki nógu skemmtileg. —
Leikstjóri: Mike Newell. Handrit: Paul Attanasio. Kvikmyndataka: Peter Sova.
Aðallleikarar: Al Pacino. Johnny Depp, Michael Madsen, James Russo, Bruno Kirby og
Anne Heche. Úlfhildur Dagsdóttir
Stjörnubíó - Amy og villigæsirnar:
Ljáðu mér vængi
Bömin i bíó kvökuðu nákvæmlega eins og gæsaungamir
og var það afskaplega viðeigandi. Gæsamóðirin er þekkt
ævintýraminni og vissulega hefur myndin Amy og villi-
gæsirnar á sér yfirbragð klassískra ævintýra, með stjúp-
móður og öllu saman. 13 ára Amy (Anna Paquin) missir
móður sína og flytur til föður síns (Jeff Daniels) sem er
listamaður og uppfinningamaður og (þar með) fremur lítið
ftinkur faðir. Amy er tortryggin út í föður sinn og kær-
ustu hans og vansæl en þegar hún finnur 16 gæsaegg tek-
ur hún gleði sína á ný ög helgar sig uppeldi 16 kvakandi
gæsaunga. En gæsir eru farfuglar og foreldrið (Amy)
ófleygt og því taka uppfinningamaðurinn og aðstoðarmenn
hans til sinna ráða, smíða flugvél og koma þannig ungun-
um úr hreiörinu. Þetta er afskaplega einföld lítil dæmisaga um stúlku sem er að breytast í
konu og læra að fóta sig í hálum heimi móðurhlutverka og undarlegra feðra. Það að kyn-
þroska kvenna fylgi sjálfkrafa og sjálfsögð uppgötvun móöurtilfinninga er kannski dálítið
þreytt hugmynd en það sem er skemmtilegt hér er að aðalmálið er að losna við ungana!
Kenna þeim að fljúga og koma þeim að heiman. Auk þess eru það þrir karlar sem taka virk-
an þátt í þessu uppeldi, faðir Amy og aðstoðarmennimir tveir (annar ungur og ljóshærður;
verðandi prins?) svo að klisjan um hina eilífu ungamóður er dálitið vængstýfð. Það sem
helst háir er að handritið er ekki burðugt og óþarflega teygt á hlutunum, sérstaklega fyrir
nútímabamið (og foreldrið) sem er orðið vant öUu meiri hraða og hamagangi. En myndin er
faUeg og þótt hún fljúgi hraðbyri inn í væmni á stundum em það ánægjulegu stundimar
sem sitja eftir.
Leikstjóri: Carroll Ballard. Handrit: Robert Rodat og Vince McKewin. Kvikmyndataka: Caleb
Deschanel. Tónlist: Mark Isham.
Aðalleikarar: Jeff Daniels, Anna Paquin, Dana Deiany og Terry Kinney.
Úlfhildur Dagsdóttir
★★★
IV
Aðalleikarar í Amy og villigæsirnar, Anna Paquin, Dana Delany ogJeff Daniels.
Gæsafíug
Amy og villi-
gæsirnar (Fly
Away Home)
er fiölskyldu-
mynd sem
býggð er á
sannsöguleg-
um atburðum,
reynslu
„kanadíska
uppfinninga-
mannsins BUl
Lishman sem
tók sig tU og
smíðaði flug-
vél og þjálfaði
gæsir tU að
fylgja henni
eftir. Upp úr
þessu er hand-
ritið að Amy og viUigæsunum unnið. Það má
segja að handritshöfundar hafi fengið mjög svo
gjöfulan söguþráð tU að vinna úr. Lishman, sem
er ekki aðeins þekktur uppfinningamaður held-
ur mikUl dýravemdunarsinni, vann lengi og af
mikUli þolinmæði með vini sínum við að þjálfa
gæsir tU aö fylgja flugvél sinni eftir en hún var
sérhúin svo gæsir héldu að hún væri risafugl.
Nokkuð er farið frjálslega með söguna. Meiri
ævintýrablær er í myndinni og skáldaleyfið
notað óspart enda er ekki notast við nafh Lis-
hman heldur er uppfinningamaðurinn látinn
heita Thomas Alden -og myndin hefst í Nýja-Sjá-
landi. Lishman var fenginn tU að vera ráðgjafi
og hann stjómaði einnig þjálfun gæsamnganna.
Aðalpersónan er Amy, þrettán ára gömul, sem
lendir ásamt móður sinni í hörðum árekstri.
Hún vaknar upp á sjúkrahúsi i Auckland, móð-
ir hennar er dáin og hjá henni er faðir hennar,
Thomas, sem fer með hana tU Kanada. Þar sem
störf hans sem uppfmningamaður tekur aUan
hans tíma er Amy mikið ein. Einn daginn geng-
ur hún fram á gæsaregg sem era yfirgefin. Hún
ákveður að hlúa að eggjunum og fer með þau
inn í hlöðu. Fyrr en varir kemur að útungun-
inni og það fyrsta
sem gæsarungam-
ir sjá er góðlegt
andlit Amy og þar
með er henni ljóst
að hún er orðin
gæsamamma. Fað-
ir hennar leyfir
henni að hafa ung-
ana og þeir dafna
vel í umsjá henn-
ar. Þurfa þeir þeg-
ar líða tekur á
sumarið að fara tU
réttra heimkynna
en þar sem enginn
er tU að fylgja
þeim þangað er
ekki um annað að
ræða en að smíða
flugvél og fylgja þeim þangað.
Með hlutverk Amy fer Anna Paquin sem hlaut
óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Piano, Paquin
er Qórtán ára gömul og fædd í Nýja-Sjálandi.
Eftir leiksigur sinn í Piano hefur hún ekki
þurft að kvarta yfir skorti á tUboðum en skól-
inn tekur sinn tíma og því er aðeins um að
ræða að leika í kvikmyndum í sumarfríinu.
Sá ágæti leikari Jeff Daniels leikur föður upp-
finningamanninn. Daniels hefur leikið í mörg-
um þekktum kvikmyndum, nú síðast í 101
Dalmatians. Margir muna eftir honum sem
mótleikara Jim Carrey i Dumb and Dumber þar
sem hann gaf ekkert eftir og stóð vel í Jim Car-
rey í fíflalátunum.
Eins fyrsta kvikmynd sem Jeff Daniels lék í var
Purple Rose of Cairo sem Woody AUen leik-
stýrði. Daniels var greinUega minnugur þessar-
ar myndar þegar hann stofnaði leikhús í heima-
borg sinni Chelsea í Michigan því hann nefhdi
leikflokkinn Purple Rose Theatre Company en
markmið leikhússins er að hjálpa leikhúsfólki
að koma sér á framfæri. Þegar Jeff Daniels er
ekki að leika í kvikmyndum má oft sjá hann á
sviði i heimaborg sinni. -HK
Amy (Anna Paquin) og gæsirnar hennar.
Beavis og Butt-head
Úr sjónvarpi
Það er margt sem MTV sjónvarpsstöðin hefur
á samviskunni. Meðal þess era tveir orðljótir
táningar; Beavis, Ijóshærður í MetaUica bol, og
Butt-Head, dökkhærður í AC/DC bol, sem í
viku hverri koma á skjáinn, segja klúra brand-
ara og frægðarsögur af sjálf-
um sér í kvennamálum sem
ekki eru sannar. Það er
nefnUega staðreynd að þeir
félagar eru með kvenfólk á
heilanum en hafa afrekað
lítið í þeim málum. Vin-
sældir þeirra félaga hafa
verið miklar hjá MTV-kyn-
slóðinni og því þótti sjálf-
sagt að búa tU eins og eina
kvikmynd utan mn þá.
Beavis og Butt-Head bomba
Bandaríkin (Beavis and
Butt-Head Do America)
gerði það sem ætlast var tU
í kvikmynd
af henni, MTV-kynslóðin fór í bíó og er ekki að
efa að sama kynslóð mun sjá hana í Sam-bíó-
unum þar sem hún var frumsýnd í gær. í
myndinni fara þeir félagar á stjá þegar sjón-
varpi þeirra er stolið. Þeir hitta fyrir mann
sem býður þeim tiu þúsund
doUara og flugfar tU Las Ve-
gas fyrir að koma eiginkonu
sinni fyrir kattarnef. Þeir fé-
lagar misskUja beiðnina og
halda að þeir hafi loks dott-
ið í lukkupottinn.
Eins og gefúr að skUja er
mikU tónlist í myndinni og
meðal þeirra sem eiga lög
eru The Red Hot ChUi Pep-
per, White Zombie, Ozzy Os-
bourne, LL Cool J., No Dou-
bt, AC/DC, Isaac Hayes og
Engelbert Humperdinck.
-HK
Þeir félagar Beavis og Butt- head
lenda í miklum ævintýrum í þeirra
fyrstu kvikmynd.