Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 56
Veðrið á morgun: Skýjað sunn- anlands Á morgun verður austangola eða kaldi. Sunnanlands verður skýjað og dálítil rigning við ströndina en víða léttskýjað á norðanverðu landinu, hiti 5-12 stig. Veðrið á mánudag: Bjart veður Á mánudag verður fremur hæg breytileg átt og víðast bjart veður, hiti 4-12 stig yfir daginn. Veðrið í dag er á bls. 57 LAUGARDAGUR 17. MAÍ1997 Ólafur G. Einarsson: Bjartsýnn á þinglok í dag „Það hefur orðið nokkur röskun ^ á þingfundi í dag. Menn þurftu að tala meira um álbræðslu en ég hafði reknað með,“ sagði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, við DV undir kvöld í gær Ólafur sagði 32 mál vera á dagskrá og þingheim aðeins vera á máli númer 2. Hins vegar væru flest málaxma sem eftir væru hreinar og klárar afgreiðslur sem lítið sem ekkert þyrfti að ræða. „Við verðum að eitthvaö fram á nótt og síðan er ég bjartsýnn á að við náum að klára á morgun,” sagði Ólafur í gær. Hlé verður gert á þingfúndum fram í október. -sv Hjónin úr Hafnarfirði: ' Útskrifuð í gær Gunnar Gunnarsson og Linda Bragadóttir, hjónin úr Hafnarfirði sem lentu i mjög alvarlegu umferð- arslysí á annan dag páska, voru út- skrifuð af Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gær. Að sögn læknis eru þau á hæg- um og góðum batavegi, batinn hef- ur í raun verið mun betri en menn þorðu að vona í upphafi. Hjónin fara nú í endurhæfingu á Grensási og má allt eins búast við að hún taki einhverjar vikur. -sv Cardaklija verður með Hajrudin Cardaklija verður í marki Leifturs á mánudag þegar lið- ið mætir Skallagrími í opnunarleik íslandsmótsins í knattspymu, þrátt fyrir að honum hafi verið neitað um ríkisborgararétt. Cardaklija fékk leikheimild með Leiftri í gær en Ólafsfirðingar afturköOuðu í stað- inn heimild fyrir Rastislav Lazorik frá Slóvakíu. Allt bendir því til þess að Lazorik yfirgefi Leiftur. Sam- kvæmt heimildum DV gæti hann verið á leið í Breiðablik á ný. -VS DV kemur næst út eldsnemma að morgni þriðjudagsins 20. maí. Smáauglýsingadeild DV er opin í dag, laugardag, frá kl. 9-14. Lokuð á morgun, hvítasunnudag. Opið verður á mánudag, annan í hvítasunnu, frá kl. 16-22. Síminn er 550 5000. Blaðaafgreiðslan er opin í dag, laugardag, frá kl. 6-14. Lokað á morgun, hvítasunnudag, og á mánudag, annan í hvítasunnu. Blaðaafgreiðslan verður opin á þriðjudag frá kl. 6-20. ÞETTA HEFUR VERIP LEIFTURSNÖGG REPDING! / Sunnudagur Þretaldur • » i. vimungur o í kv'ólú manna sem komu á vettvang voru blóðslettur á gólfi og veggjiun í and- dyri íbúðarinnar. „Ég var með hundinn í ól og var á leiðinni upp á 3. hæð þar sem ég bý. Maðurinn beið á ganginum fyrir utan íbúð sína. Hann var meö svarta hanska og réðst á mig. Hann sló mig í magann og hrinti mér utan i vegginn. Hann hrifsaði hundinn af mér og byrjaði að lemja hann í höf- uöiö. Ég öskraði á hann að hann gæti frekar meitt mig og drepið heldur en saklaust, ósjáifbjarga dýr- ið. Hann sparkaði þá í magann á mér og lokaði dyrunum á eftir sér. Ég heyrði hundinn krafsa í hurðina og veina. Ég reyndi að bijóta dymar upp en yar svo máttfarin að ég gat það ekki. Ég heyrði að hann var að lemja hundinn inni í íbúðinni og litla greyiö veinaði. Síðan varð allt hljótt og þá vissi ég að hann var búinn að drepa dýrið. Ég skreið niður stigann og náði í hjálp. Lögreglan kom skömmu síðar,“ segir Dagbjört Inga. Hún var í miklu losti eftir þennan atburð og segist hrædd um að mað- urinn muni reyna að ráðast á sig aftur. Dagbjört Inga var með áverka eftir árásina. Hún segir að maður- inn hafi oft hótað sér vegna hunds- ins. Hún segir að fyrir hálfúm mán- uði hafi hann hótað að koma í íbúð- ina hennar og drepa dýrið. Þá hafi hann hótað að reka hana og móður hennar burt úr húsinu. Dagbjört Inga segist hafa kært manninn fyrir hálfum mánuði fyrir andlegt ofbeldi en ekkert hafi verið gert. Hundurinn var 6 ára gömul tík af terrier-kyni og hét Lady Queen. Nokkrir íbúar í húsinu, þ. á m. mað- urinn sem er grunaður um verknað- inn, mótmæltu veru hundsins í hús- inu fyrir rúmu ári. Yfirvöld úr- skurðuðu að hundurinn yrði að fara. Mæðgumar létu hundinn þá í hendur vinkonu þeirra sem hefúr verið skráður eigandi hans. Dag- björt Inga var með hundinn í heim- sókn þegar atburðurinn gerðist í gær. „Þetta er hræðilegur og sorglegur atburður. Ég skil ekki hvað býr að baki svona illsku. Ég var aldrei and- vígur þessum hundi enda gerði hann engum mein hér í húsinu,“ segir Jakob Tryggvason, íbúi í Neðstaleiti 1, sem kom að Dagbjörtu Ingu liggjandi á ganginum eftir árásina. -RR Mæðgurnar Dagbjört Inga Olsen og Kristín Olsen á heimili sínu í gær. Þær voru báðar í miklu losti eftir atburðinn. Dagbjört Inga var nýkomin af spítala þar sem áverkar á líkama hennar voru rannsakaðir. Á innfelldu myndinni sést tíkin Lady Queen sem var drepin á hrottalegan hátt. DV-myndir S Þetta er svo hræöilegt. Hvemig getur nokkur lifandi manneskja gert svona lagað? Hann misþyrmdi mér og drap síðan htla hundinn minn. Ég verð ekki í rónni fyrr en búið er að loka þennan mann inni,“ segir Dagbjört Inga Olsen sem varð fóm- arlamb árásar i stigaganginum í Efstaleiti 1 i gærmorgun. Karlmaður um sjötugt, sem býr á 2. hæð hússins, er gnmaður um lík- amsárásina og að hafa drepið hund sem Dagbjört Inga átti. Lögreglan handtók manninn skömmu síðar i ibúð hans. Hundurinn hékk þá i ól sinni á hurðarhúni í íbúö mannsins og var dauður. Að sögn lögreglu- FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Karlmaður um sjötugt handtekinn: Misþyrmdi mér og drap síðan hundinn segir Dagbjört Inga Olsen sem varð fyrir líkamsárásinni Björk á Bond-plötu m-. DV, Akranesi: Björk Guðmundsdóttir, Pulp, Iggy Pop og David MacAlmot eru meðal tónlistarmanna sem eiga út- setningar og lög á nýrri plötu sem verður sérstaklega gerð til heiðurs leiknjósnaranum James Bond. Þetta eru útsetningar af lögum sem hafa verið leikin í Bond- myndunum í gegnum tíðina. MacAlmont hefur þegar hljóðritað sína útsendingu á lagi úr kvik- myndinni Diamonds Are Forever. Pulp mun bráðlega byija á upptök- um á laginu All Time High sem var titillag einnar James Bond myndcirinnar. Það er mikill heiður fyrir Björk að vinna að plötunni því valdir voru aðeins bestu lista- menn til að útsetja lög Bond-mynd- anna. -DVÓ Opel Astra 5 dyra kr. 1.259.000.- Bílheimar ehf. ■©■ iTJ R opb. ETifFJ] ■■■ xy Sœvarhöfba 2a Sími:S2S 9000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.