Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1997, Side 9
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997
helgina
23
iEIKHÚS
Þjóðleikhúsið
Tunglskinseyjan
föstudag, kl. 20.00,
laugardag, kl. 20.00.
Smáborgarabrúðkaup
sunnudag, kl. 20.00.
Listaverkið
sunnudag, kl. 20.30.
Nemendasýning
Listdansskólans
laugardag, kl. 14.00.
Borgarleikhúsið
Bar Par
föstudag, kl. 20.30.
Konur skelfa
föstudag, kl. 20.00,
laugardag, kl. 20.00.
Dóminó
föstudag, kl. 20.00.
íslenski Dansflokkurinn
laugardag, kl. 20.00,
Loftkastalinn
Áfram Latibær
sunnudag, kl. 14.00.
Á sama tima að ári
laugardag, kl. 20.00.
Hugleikur,
Freyvangi
Vinnukonurnar
föstudag, kl. 21.00.
Leikfélag
Akureyrar
Vefarinn mikli frá Kasmír
laugardag, kl. 20.30,
sunnudag, kl. 20.30.
Hugleikur,
Freyvangi
Embættismannahvörfm
föstudag,
laugardag.
Hermóður
og Háðvör
Að eilífu
laugardag, kl. 20.00.
Tunglskinseyjan í Þjóðleikhúsinu
Ópera Atla Heimis Sveinssonar,
Tunglskinseyjan, var frumsýnd í
Þjóðleihúsinu í gær. Óperan er gerð
við óperutexta Sigurðar Pálssonar.
Óperan gerist um árið 800 og segir
frá keltneskum elskendum, Kalman
og Auði, sem grimm örlög skilja að
en eiga ljúfa endurfundi áratugum
síðar á Breiðafjarðareyju sem þau
kalla Tunglskinseyju.
Söngvarar í Tunglskinseyjunni
eru þau Loftur Erlingsson, Signý
Sæmundsdóttir og Ingveldur G.
Ólafsdóttir en hljómsveitina skipa
þau Guðný Guðmundsdóttir, Auður
Hafsteinsdóttir, Ragnhildur Péturs-
dóttir, Junah Chung, Gunnar Kvar-
an, Reynir Sigurðsson og Miklos
Dalmay. Hljómsveitarstjóri er Guð-
mundur Emilsson.
Stutt útgáfa af óperunni var flutt
í konsertformi árið 1995 á menning-
arhátíð i Bielefeld, Köln og Bonn og
var auk þess flutt í þýska útvarpið.
Verkið var í heild heimsfrumsýnt á
íslenskum menningardögum í Pek-
ing í mars á þessu ári og til tals hafa
komið sýningar á óperunni á afmæl-
ishátíð Stokkhólmsóperunnar á
Signý Sæmundsdóttir og Loftur Erlingsson í hlutverkum sínum í Tunglskinseyjunni.
næsta ári. sýningar. Önnur sýning er 1 kvöld, lokasýningin er á þriðjudag. Sýn-
Hér á landi verða einungis fjórar þriðja sýning verður á morgun og ingamar hefjast kl. 20.
Jorfæruhelgi" á Akureyri
llrslit í fata-
hönnunarkeppni
Nýlega valdi dómnefnd í Tatahönnunar-
keppni Smirnoff þá tiu sem komast í úr-
slitakeppnina sem haldin verður í Súlna-
sal Hótel Sögu í kvöld. Eftir keppnina
verður stórdansleikur með Agga Slæ,
Tamlabandinu og Sigrúnu Evu. Afls tóku
20 nemendur i fatahönnun þátt í undanúr-
slitum og voru þeir frá Iðnskólanum í
Reykjavík, Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti, Myndlista- og handíöaskóla íslands
og Danmarks Design Skole.
Þema keppninnar í ár er áratugurinn
fyrir aldamót og sá nemandi er vinnur úr-
slitakeppnina keppir fyrir íslands hönd í
London í nóvember næstkomandi. í loka-
keppninni er búist við fulltrúum frá
allt að 40 þjóðum er valdir hafa verið
úr hópi yfir 6000 þátttakenda.
Þess má geta að árið 1995 vann
Linda Björg Árnadóttir aðalúrslita-
keppnina sem haldin var í Suöur-
Afríku. Eru því miklar vonir bundn-
ar við framlag íslands sem áður enda
framúrskarandi og frjór hópur nem-
enda sem keppa að íslandsmeistarat-
itlinum í ár.
DV, Akureyri:_______________________
Helgin sem í hönd fer verður á
Akureyri tileinkuð bílaíþróttum og
efnt til svokallaðrar „torfæruhelg-
ar“ í bænum. Hápunktur helgarinn-
ar er „Greifatorfæran" sem fram fer
í malargryfjunum ofan bæjarins á
laugardag kl. 13 en þar keppa helstu
ökumenn landsins í fyrstu torfæru-
keppni sumarsins.
Fyrirtæki í bænum hafa tekið
höndum saman með Bílaklúbbi Ak-
ureyrar og bifreiðaþjónustutækjum
til að auka á úrval skemmtunar í
bænum um helgina, m.a. með bíla-
sýningum, grillveislum og vöru-
kynningum auk fjölbreyttrar dag-
skrár veitinga- og skemmtistaða
bæjarins.
í dag verður t.d. sýning á torfæru-
bílum á Ráðhústorgi. Á sunnudag
verður jeppasýning Eyjafjarðar-
deildar 4x4 klúbhsins á Ráðhústorgi
kl. 14. Þar verða til sýnis margir
öflugustu og
glæsileg-
ustu
fjalla-
jeppar
Eyfirð-
inga
ásamt til-
heyrandi
búnaði
fjallaferöa.
-gk
Fyrsta torfæru-
keppni ársins
verður haldin fyrir
noröan um helg-
ina.
Kór Stykkishólmskirkju heldur tónleika kl. 17 á morgun.
Tónleikar
í Stykkishólmi
í sumar verða tónleikar tíðir í
Stykkishólmskirkju og er þetta
annað sumarið í röð sem slíkt tón-
leikahald er í kirkjunni. Fyrstu tón-
leikamir eru á morgun, kl. 17, en
að þeim standa félagar í kór Stykk-
ishólmskirkju.
Efnisskrá tónleikanna verður
fjölbreytt. Auk þess sem kórinn
syngur allur saman verður honum
skipt upp í karla- og kvennakór. Þá
kemur einnig fram tríó, skipað fé-
lögum úr kómum, með gitarundir-
leik. Stjómandi kórsins er Sigrún
Jónsdóttir en undirleikari er Hólm-
geir Þorsteinsson.
Miðvikudaginn 4.
um hús og garða
Þeir sem hafa áhuga á aá auglýsa í þessu aukablaöi vinsamlega hafi
samband vi& Gu&na Geir Einarsson í síma 550-5722 hi& f/rsta.
Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 29. maí.
Meöal efnis:
• Hellulagnir.
• Utanhússklæðningar.
• Merkingar á húsum.
• Vatn í görðum.
• Lýsing í görðum.
• Girðingar