Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997 Spurningin Ert þú búin/n að fá þér sum- arfötin? Bjöm Hrafnkelsson nemi: Nei, ég á eftir að kíkja á þau. Margrét Þórðardóttir nemi: Já, alveg tilbúin í sumarið. Sandra Kjartansdóttir nemi: Já, ég var að kaupa þau. Bryndís ísfold Hlöðversdóttir nemi: Nei, ekki eins og er. Þóra Brie Pétursdóttir nemi: Nei, en fæ mér þau þegar ég fæ útborg- að. Valgerður Bergþórudóttir Egg- ertsdóttir nemi: Já, helminginn. Lesendur____________________ Vestfirðir í verk- fallsfjötrum - gætu senn ógnað öðrum landshlutum Hiti er kominn f málin. - Verkalýösfélögin kynnu að sjá framan í kröfu fólks um upptöku samninganna. Magnús Sigurðsson skrifar: Það hefur verið haft eftir fram- kvæmdastjóra VSÍ, að launasamn- ingar hafi verið undirritaðir og ekki verði aftur snúið í þeim mál- um að þessu sinni. Það er rétt hjá framkvæmdastjóra VSÍ. Hitt er líka jafn rétt sem forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða heldur fram, að síðustu kjarasamningar sem skrifað var undir af forsvarsmönnum verkalýðsfélaganna annars staðar en á Vestfjörðum, voru nánast eng- ir samningar. Launahækkunin var lítil sem engin og skattalækkanir óverulegar. Þessir samningar eru í ætt við fyrri samninga, löngum nefndir „þjóðarsáttarsamningar" og byggðust á fórnarkostnaði laun- þega. Launþegar bjuggust því við allt öðru nú. Þeir bjuggust við að nú yrði það launafólkiö sem nyti góð- ærisins sem sagt er að sé við bæjar- dyrnar. Ekki fyrirtækin eingöngu. Það var þeim a.m.k. sagt við gerð síðustu samninga, þjóðarsáttar- samninganna. Nú hefur það gerst að forystu- menn launþegahreyfinganna, all- flestir, hafa samþykkt nýja samn- inga sem eru alveg eins og fyrri samningamir, þeir sem eru kenndir við þjóðarsáttina. i þrígang hefur því náðst „þjóðarsátt" um litla launahækkun til almennings, en úr- bætur fyrir fyrirtækin, t.d. með af- námi aðstöðugjalds, skattalækkun- um og fleiru. Almenningur bjóst við öðru núna. Það urðu honum því von- brigði að ekki náðist samstaða um meiri kjarabætur. Undir niðri kraumar reiði. Það er þetta sem baráttan og þrá- teflið snýst um á Vestfjörðum. For- seti Alþýðusambands Vestfjarða sættir sig ekki við slík málalok. Margir í launþegastéttunum eru honum sammála en þora sig ekki að hræra. Foringjar verkalýðsfélag- anna hér fyrir sunnan eru sammála um að láta það ekki sjást að þeir hafi gert skyssu. Þeir eru því heit- vondir forseta ASV fyrir að hafa uppi aðra skoðun. Væntingar fólks voru þær sömu og Péturs, forseta ASV. Samþykkt kjarasamninga Verkamannasambandsins t.d. voru mistök. Nú er kominn verulegur hiti í málin. Vestfirðir eru að visu í verk- fallsfjötrum, en þeir fjötrar ógna nú öðrum landshlutum, þ.á.m. Reykja- vík og öllu atvinnusvæði sunnan- lands. Svo gæti farið á skömmum tíma, að fólk krefðist upptöku síð- ustu samninga og sæst yrði á nýja samningsgerð, á nótum fyrirtækja- samninga. Án tilstuðlan verkalýðs- félaganna. Of þrongt fyrir rafmagnsstólinn Jóhannes Ágúst Stefánsson, Há- túni 12, skrifar: Ágæti lesandi. Fyrir stuttu var ég gestur í þætti Eiríks Jónssonar á Stöð 2. Þar ræddum við það sem heitast brennur á vörum mínum þessa dagana: Húsnæðismál. - Þetta er vissulega ekkert nýtt af nálinni, en hvað mig og konu mína snertir er þetta orðið, vægast sagt, svo bráð- nauðsynlegt að líkja má við martröð. Við hjónakomin búum í húsi Sjálfsbjargar í Hátúni 2 hér í borg í einstaklingsíbúð sem ekki er teikn- uð meö það fyrir augum að tvær manneskjur geti með nokkru móti athafnað sig á heilbrigðan hátt. Þannig er að ég kynntist minni konu á síðasta ári, og var ég þá búinn að búa einn í þessari íbúð. Svo kemur hún inn í líf mitt og við forum aö búa saman eins og gengur í þessu lífi. Ég tek fram að íbúð þessi var löngu-löngu orðin alltof lítil fyrir mig einan. Ekki skánaði ástandið þegar konan flytur til mín. Sumir myndu eflaust segja sem svo: Af hverju eruð þið að standa í sambúð? Þetta er þó vissulega bamalegt og um leið heimskulegt, en því miður á þetta sér stað í þessu velferðarþjóðfé- lagi Ef velferð skyldi kalla. Nú er svo komið að ég sem er í rafmagnshjólastól get ekki meir, svo ég minnist ekki á konu mína, sem hefur ekkert pláss til þess að athafna sig við að hjálpa mér í einu og öllu. Þetta er farið að herja nokkuð á sál- artetrið, og það svo að hlátur og gleði heyrir sögunni til. Aðeins grát- ur og gnístran tanna þess í stað. Raf- magnsstóllinn minn er plássfrekur svo ekki sé minnst á innbú okkar og er í geymslu hér og þar. - Lesandi góður; þetta er mikið vandamál og okkur líður mjög illa. Ef einhver sem þetta les veit um gott húsnæði sem myndi henta okkur er það vel þegið. Myndi sá hinn sami þá hringja í sima 561-6456. Eru farsímar hættulausir? Margir taka miklu ástfóstri viö tæki eins og farsímann. Þórarinn skrifar: Ég er einn þeirra sem lengi hef óttast áhrif farsímanna vegna mik- illar geislunar sem hefðu skaðleg áhrif á skynfærin í höfðinu. Nú er smám saman að koma í ljós, að þetta er meira en bara orðspor og ímyndun. Vísindamenn víða um heim hafa verið að rannsaka áhrif farsímanna. Allt ber að sama brunni, rafsegulbylgjur símanna hitna og ná inn til heilans. Þótt ekki sé enn vísindalega stað- fest að þessar bylgjur séu hættuleg- ar heilsu fólks, segja vísindamenn að menn skyldu fara hægt í sakim- ar við notkun farsímans. Það er með ólíkindum hvað menn taka miklu ástfóstri við tæki eins og far- símann. Að hafa hann við eyrað t.d. á löngum bílferðum og tala og tala er ekki bara afkáralegt heldur stór- hættulegt í umferðinni. - Ég skora á fólk að gjalda varhug við þessum nýju fjarskiptatækjum á meðan óvíst er hvort tækin eru fullkom- Geirfinnsmál með geisla- baug? K.S. skrifar: Ætla mætti að sumir sakborn- ingar í svokölluðu Geirfinnsmáli séu komnir með ímyndaðan geislabaug og ætli að ná sér niðri á öllum þeim sem ofsóttu þá á sín- um tíma og fá bætur fyrir. Furðu- legt er að þekktur lögmaður skuli taka að sér að reyna að sakfella menn sem þá stjómuðu málum. Sá ágæti lögmaður ætti að vita að þetta vesalings fólk, aðalpersónur í Geirfinnsmálinu, höfðu langan og ljótan afbrotaferil að baki. Að ekki sé talað um að ljúga upp á saklausa menn sem vora í gæslu- varðhaldi langtímum saman. Eng- inn veit hvort þeir geta gleymt því eða fyrirgefið. Þeir sem tengd- ust Geirfinnsmálinu eru ekki fómarlömb en það eru þeir sem saklausir sátu í gæsluvarðhaldi. Hver spáir í sængur? Guðrún K. skrifar: Ég var að heyra um konu sem „spáir" í sængur fólks og segir því hvaða eiginleika það hefur og helstu vankanta sem það þarf að losa sig við. Þetta er sagt fara þannig fram að konan kemur í heimsókn að morgni dags eða síð- ar áður en búið er um rúmið og „les“ í hvemig sængin eða sæng- urnar hafa verið bældar eftir svefiiinn. Sængumar má ekki hreyfa eftir að viðkomandi hefur yfirgefið rúmið til þess að vel sjá- ist ummerki þau sem viðkomandi skilur eftir i sænginni. Geti ein- hver upplýst hvemig megi nálg- ast þessa konu þá er hann vin- samlega beðinn aö senda upplýs- ingar til lesendadálks DV sem lof- að hefúr að birta upplýsingamar. Milljónafélagið í Viðey Sigurbergur hringdi: Ég las fróðlega grein eftir Sig- rúnu Magnúsdóttur i DV um „Milljónafélagið“ í Viðey. Það er einkeimandi fyrir ýmsa þekkta athafhamenn á þessum tima, upp úr 1900 og eitthvað síðar, að þeir fóm flestir á hausinn eða misstu ítök sín. Og það sem meira er, fáir afkomendur þeirra höfðu bein í nefinu til að taka upp þráðinn. En svona er þetta enn í dag hér á landi. Það er eins og afkomendur margra ágætra íslenskra frum- kvöðla í atvinnulífi hafi koðnaö niður, jafiivel eytt því sem þeir fengu þó upp í hendurnar fýrir- hafiiarhtið. Ofbeldisþjóð- félagið Halldór skrifar: Hér er ríkjandi ofbeldi langt umfram það sem gerist annars staðar. Það virðist líka sem of- beldi ríki í uppeldi bama og ung- linga. Þetta kemur fram í hegðun þeirra í skólum og á almannafæri. Hið opinbera hefur ekki enn hert viðurlög gegn ofbeldi að neinu marki. Ekki hefur t.d. verið fjölg- að í löggæslu að næturlagi eða stutt við bakið á þeim sem vilja láta hreinsa götiumar af ribböld- um og koma þeim sem gerast brot- legir strax undir lás og slá. Það eina sem dugir í þessu efhi er að sýna ofbeldinu hörku en ekki lin- kind. Svo einfalt er það. Skjálfti fyrir Norðlendinga Sverrir hringdi: Það var svo sem auðvitað að Norðlendingar vildu ekki vera minni en Sunnlendingar. Það á við í öllum greinum. Nú er búið að finna út að Norðlendingar geta alveg eins átt von á stórum jarð- skjálfta og við hér sunnanlands. Til „hamingju", Norðlendingar! Þið emð komnir á skjálftablaðið með okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.