Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997 Gagg og ga-ga-rýni Fá þjóðir þá gagnrýnendur sem þær eiga skilið? Við íslendingar virð- umst eiga allt vont skilið. Nú starfar hér nær enginn gagnrýnandi sem mark er á takandi, ' svo ekki sé minnst á virkilegt átórítet. Við ís- lenska fjölmiðla er aöeins að finna einn marktækan, metnaðarfullan og allt að því óumdeildan listrýni: Áma Matthíasson á Mogganum. Þar fer maður öðrum til fyrirmyndar; hann er betur að sér og fylgist betur með í sínu fagi en nokkur annar og er í senn mjög opinn fyrir nýjungum og vel krítiskur. Er það þá nokkur til- viijun að poppið skuli nú vera sú list- grein sem íslendingar standa sig hest í á alþjóðavísu? Fá listgreinar þá gagnrýnendur sem þær eiga skilið? Myndlistin má enn búa við sinn gamla góða Braga, sem nú á vorum cappucino-tímum er jafn ljúffengur og samnefhdur uppáhellingur. Hið sorglega er hinsvegar að sjá yngri manneskjur laga sama bragðlausa kaffið í nafni „umfjöllunar“ sem er einhverskonar afsökun fyrir gagn- rýni sem er laus við alla gagnrýni. Þegar við Húbert sýndum í Gerðar- safhi um árið fannst okkur að rann- sóknarlögreglan hefði betur verið fengin til að skila skýrslu um sýning- una. „Jákvæður" dómur um mynd- listarsýningu í Mogganum endar svona: „Eru sem flestir myndlista- runnendur hvattir til að berja sýninguna aug- um.“ „Neikvæður" hinsvegar svona: „Eru sem flestir myndlistarunnendur hvattir til að berja sýninguna augum og mynda sér um hana eigin skoðun.“ Bókmenntagagmýnendur blaðanna bjóða upp á ögn lærðari uppáhelling en það er allt soldið eins og Jón Ásgeirsson að skrifa um Björk. Hljómfræðin og tónfræðin er öll fyrir hendi og skortir ekkert nema skilninginn. Talandi um tónlist í síðustu viku birtist í Mogganum alveg hreint dásamlegur dómur eftir Ragnar Björnsson um Úr Tunglskinsóperu Atla Heimis Sveinssonar í Þjóðleikhúsinu. Fjölmiðlar Hallgrímur Helgason nýja óperu Atla Heimis. Þar var kominn út- kjálkakrítíker i andlegri klemmu: Að reyna að skrifa lofsamlega um verk lókal-meistarans sem hann var þó greinilega ekki hrifinn af. Hér er að fmna alveg hreint óborganlegar setningar: „En hvernig tókst nú til? Atli kom ekki á óvart sem fyrr segir. Æskilegt hefði þó verið að mega koma á síðustu æfingu fyrir frumsýningu, en æf- ingin var því miður lokuð...“ Og: „Atli leikur sér að því að tefla á tæp- asta vaðið og ekki fer hjá því að I lok- in er maður töfrum tekinn. í kvöld veltir maður þó því fyrir sér hvort sumt hafi verið undir algjörri smá- sjá.“ Alltaf góður! Tveimur dögum síðar fellur tón- skáldið svo í gömlu góðu aldrei-að- svara-gagnrýni-gryfjuna og ritar grein sem heitir bara hreinlega „Vit- lausir gagnrýnendur“. Okkar ffemsta tónskáld heftir samið óperu sem eng- inn fílar og skammar nú liðið fyrir það. Innihald greinarinnar má orða svo: Þið eruð öll fattlaus fífl. Verkið mitt er vist gott! Gagnrýnandi DV, segir hann, „þyrfti að skólast árum saman i bókmenntum“ til að skilja póesíuna í óperunni!! Hvað þá með okkur hina? Ætli sé nokkur hætta á aðsókn á Tunglskinseyjuna ef maður þarf að sitja fiögur ár í tímum hjá Nirði P. til að fatta fúttið? Þessi hroki Atla Heimis og undar- legi skortur á auðmýkt eru frábært dæmi um ffamúrstefnu í blindgötu, andlegt gjaldþrot kynslóðar sem allt- af hefur gengið út frá því að áhorf- endur séu bjánar og haldið að sú bjánalega trú gæfi þeim leyfi til að hella yfir okkur eldfostum leiðindum í formi skáldsagna, ljóða, leikrita, kvikmynda, tónverka og ekki síst sjónvarpsleikrita eins og þessi fimm- tuga frekju-kynslóð hefur svo glæsilega gert í gegnum árin, fjármögnuð áfram af milljónum úr hendi þessara sömu skattborgandi bjána og fékk reyndar á dögunum undir sig heilan sjónvarps- þátt til að líta yfir sjónvarps leikinn veg og veg- sama þar eigin andleysu sem fór langt með að eyðileggja barnæsku manns. En nú eru aðrir timar. Eftir 13 krossferðir í gegnum völundarhús tómleikans nennir fólk ekki lengur að borga fyrir það að láta sér leiðast, jafn- vel ekki í þágu listarinnar. En líklega eigum við bara skilið þessa „vit- lausu gagnrýnendur“ þegar okkar fremstu lista- menn rita svona gaggandi vitlausar greinar. Lilja í glitklæðum Það hlýtur að teljast til stórvið- burða þegar á fjörur okkar rekur listamenn á borð við franska org- anistann Jean Guillou. Á tónleikum á laugardag lék hann á Klais- orgelið í Hallgrímskirkju Konsert í C-dúr eftir Antonio Vivaldi, Recitativo eftir Jo- hann Sebastian Bach, Sónötu nr. 1 í f- moll eftir Felix Mendelssohn og sin- fóníska ljóðið Prómeþeus eftir Franz Liszt, auk þess sem auglýst var að hann myndi spinna á staðnum verk um gefin stef. Orgelið er magnað hljóðfæri og al- gerlega einstakt. Það býr yfir þeim hæfileika að geta brugðið sér i ann- arra hljóðfæra líki, með röddum sem líkja eftir öðrum hljóðfærum, en ver- ið samt svo sjálfu sér líkt að engan veginn er hægt að taka það fyrir ann- Tónlist Bergþóra Jónsdóttir að. Orgelið í Hallgrímskirkju er ein- stæð smíð; það er ekki bara óhemju- fallegt; heldur er raddfegurð þess líka óvenjmnikil. Hljómur orgelsins í kirkjunni er vel heppnaður, og um- deildur eftirhljómur hentar orgelinu ákaflega vel. Og þegar við hljómborð- ið sest snillingur eins og Jean Guill- ou þá hlýtur það að verða stór stund. Það var stór stund þegar Guillou settist á bekkinn og upphóf marg- slungnar raustir þessa mikla hljóð- færis. Vivaldi og Bach léku í höndum hans, þótt svolítillar spennu hafi gætt í upphafi fyrra verksins. Resitativ Bachs er faúeg tónsmíð og var vel leikin. Bach var hinn mikli meistari þessa hljóðfæris og samdi óta! verk sem enn eru undirstaða orgelbók- menntanna. Eftir dauða hans var eins og hljóm- samdar voru um 1845, er konsertverk sem krefst mikillar leiktækni af org- anistanum. Jean Guillou rammaði blíðari og stilltari innri þættina fal- lega inn í dramatíska og andstæða ytri þættina. Virtúósinn naut sin til fúllnustu í eigin umritun á sinfónísku ljóði Liszts, Prómeþeusi. Þar sýndi hann hugvit og frumleika í raddvali, og vel tókst að fanga hljóm heillar sinfóníu- hljómsveit- ar í þetta eina hljóð- færi. Mögn- uð og blæ- brigðarik spila- mennska fóta sem handa í þessu verki varð enn til þess að staðfesta snilli Guill- ous. íslensk þjóðlög eru mörg hver hrífandi í ein- faldleika sínum og sérkennilegu lag- ferli. Að spinna fantasíu út frá slík- um stefjum, áður óséðum, er varla áhlaupaverk nema þeim sem vel eru handgengnir þeirri miklu kúnst. Það var einstök upplifun að heyra Jean Guillou spinna mikinn vef úr lögun- um gömlu Gefðu að móðurmálið mitt, og Lilju. Hann spann fyrst um hvort stef fyrir sig - fór varlega af stað en þétti síðan vefinn í ótrúlega litríkt tónaflóð, þar sem ýmist réð hrynj- andi stefjanna eða brot úr tónhend- ingum. í lokin fléttuðust stefin tvö saman í áhrifamikið niðurlag. Sá metnaður Kirkjulistahátíðar að fá hingað þennan mikla listamann er þakkar verður. Jean Guillou - mögnuð og blæbrigðarík spilamennska. ur orgelsins þagnaði og vaknaði ekki aftur fyrr en rómantíkerinn Felix Mendelssohn fór að semja fyrir það veraldleg sem andleg verk. Sónata Mendelssohns, ein af sex slíkum sem menning „ 'ár TÉr • • • Dansari verður kyntákn ; Minnugir kvikmyndaáhuga- í menn minnast eflaust sonar ráðs- : konunnar sem dansaði æðislegast við mömmu sína í Huldublóminu eftir Almodovar á kvikyndahátíð ÍHáskólabíós og DV í haust sem leið. Hann heitir Joaquín Cortés og er á fullri ferð að leggja undir sig heiminn um þessar mundir. í 1 Politiken 3. maí var dásamleg um- sögn um sýningu hans í Kaup- ; mannahöfii sem hófst á þesari lýs- I ingu: „Grönn Ivera, nakin að ofan í _ síðu svörtu pilsi, líður I* niöur gang- inn milli I þéttsetinna sætaraðanna og hnykkir mjöðmunum lokkandi. IMannveran glæsilega reigir höfúð- ið stolt og | axlarsítt ' svart hárið gneistar í flóðljósunum eins og í Isjampóauglýsingu. Veran stígur á svið með þokkafullum hreyfing- um og áhorfendaskarinn heldur ||| niðri í sér andanum - uns stjarna kvöldsins - Joaquín Cortés - snýr sér við og sýnir sitt fríða andlit." Ekki þarf að taka fram að höf- undur umsagnarinnar er kona, og þær voru í meirihluta meðal heiil- aðra áhorfenda ... Leyfið þúsund blóm- um að blómstra Það er vanþakklátt verk að vera gagnrýnandi á íslandi eins og dæmin sanna. Oft detftu- manni í hug að best væri að leggja hana niður með öllu - því auðvitað er óþolandi að fólk vogi sér að hafa aðrar skoðanir en maður sjálfur. En um hvað ættum við þá að tala? Eðli lýðræðissamfélaga þar sem ritfrelsi er lögfest er að leyfa fleiri en einni skoðun að koma fram. En benda má á að það er vel hægt að ; setja fram andstæða skoðun án I þess að stimpla handhafa annarra skoðana illa menntaða vitleysinga eða „bókmenntaeftirlitsmann" sem sér ekki til sólar. Fólk hefur meira að segja átt það til að vera ósammála um lista- verk sem hafa reynst ódauðleg. 1 ISkækjan slær í gegn Umsögn um Leitt hún skyldi vera skækja í DV 18. október í haust endaði á þeim orðum að | þetta væri „sýning sem lengi verð- ! ur vitnað tÓ“. Nú lítur út fyrir að til hennar verði líka vitnað í Sví- jþjóð, því gestir á leiklistarhátíð- inni í Hallanda stöppuðu, klöpp- uðu, æptu og veinuðu - sem ekki ‘ er Svía vandi - að sýningum lokn- um. Þær urðu þrjár og troðfullt á aliar. Alls er boðið upp á 30-40 sýningar á hátíðinni en ein þykir að jafnaði standa upp úr, og var þaö mál umsjónarmanna að í ár hefði það verið Skækjan. Alls urðu 52 sýningar á Skækj- ;unni fyrir fullu húsi hér heima sem var betri gangur á þessu aldagamla leikriti en nokkum j óraði fyrir. Þrjú verk áttu að deila Smíðaverkstæðinu með henni í vetur en komust ekki að: j Krabbasvalirnar eftir Marianne jGoldman sem María Kristjáns- dóttir setur upp, hrollvekja eftir I Hávar Sigurjónsson og leikrit um jæsku landsins eftir Haligrím H. Helgason. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.