Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIDJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarbiað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Franskir kjósendur reiðir Þar sem franskir stjómmálamenn hafa lögfest ritskoðun sem bannar birtingu skoðanakannana síðustu vikuna fyr- ir kjördag, komu úrslit fyrri umferðar frönsku þingkosn- inganna á sunnudaginn flestum á óvart. Stjómmála- skýrendum ber hins vegar ekki saman um hvort franskir kjósendur hafi fengið slíka útrás fyrir reiði sína að þeir snúi aftur til fylgis við stjómarflokkana í seinni umferð- inni um næstu helgi, eða hvort flokkar vinstri manna hafi raunhæfan möguleika á að fá þingmeirihluta. Jacques Chirac, forseti Frakklands, ákvað að efna til kosninga nú - tíu mánuðum áður en kjörtímabili þings- ins lauk - til að tryggja hægri mönnum völdin næstu fimm árin. Hann reiknaði með að eftir tæpt ár yrði enn meiri hætta á að stjórnarandstæðingar hefðu betur. En vopnin virðast hafa snúist illilega í höndum hans. Franskir kjósendur létu megna óánægju sína og reiði í ljós með þrennum hætti á sunnudaginn. í fyrsta lagi með því að stórauka kjörfylgi vinstriflokk- anna sem hafa verið fáliðaðir í stjórnarandstöðunni. Jafnaðarmenn fengu þannig um 24% atkvæða, kommún- istar um 10% og Græningjar tæp 7%. Stjórnarflokkarnir tveir fengu hins vegar saman um 30% greiddra atkvæða - en þeir höfðu fyrir kosningarnar 449 þingmenn af 577. í öðru lagi með því að gefa flokki Le Pens, Þjóðarfylk- ingunni, um 15% greiddra atkvæða - en það er mesta fylgi sem þessi öfgaflokkur til hægri hefur fengið í þing- kosningum. Meðal stefnumála Le Pens er brottrekstur þriggja milljóna innflytjenda úr landi og eins konar frönsk aðskilnaðarstefna þar sem húsnæði, heilsugæsla og félagsleg aðstoð standi einungis þeim til boða sem eru franskir ríkisborgarar frá fæðingu. í þriðja lagi mótmæltu fjölmargir franskir kjósendur með því að sitja heima. Á kjörskrá voru ríflega 39 miilj- ónir manna, en innan við 65% þeirra mættu á kjörstað. Öllum ber saman um hvað valdi mestri reiði franskra kjósenda. Það eru þær efnahagslegu þrengingar sem eiga rót sína að rekja beint til stjómarstefnunnar. Frönsk stjórnvöld leggja á það gífurlega áherslu að Frakkland uppfylli öU þau skilyrði sem sett eru fyrir þátttöku í bandalaginu um Evrópumyntina, en það á að taka gildi árið 1999. Til að ná því marki þarf að skera verulega nið- ur í ríkisgeiranum. Þegar hefur verið gripið til nokkurra aðgerða í því skyni, en það hefur m.a. leitt til vaxandi at- vinnuleysis og niðurskurðar í velferðarkerfinu. Á næstu misserum þarf að grípa til enn frekari ráðstafana af svip- uðu tagi ef Frakklandi á að takast að ná markmiðinu um aðild að Evrópumyntinni í tæka tíð. Lykilspumingin nú er hvort franskir kjósendur láta hér við sitja eða hvort vinstriflokkamir hafi raunvem- lega möguleika á að ná meirihluta í franska þinginu í seinni umferðinni, en þá verður kosið um langflest þing- sætin að nýju. Einungis 12 frambjóðendur náðu kjöri í fyrri umferðinni, en til þess þurfti helming atkvæða. Næstkomandi sunnudag stendur valið hins vegar á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem fengu flest atkvæði í hverju kjördæmi fyrir sig. Auk þess mega þeir sem fengu fylgi meira en 12.5% kjósenda á kjörskrá í sínu kjördæmi halda áfram. Sú verður víða raunin. Líklega hafa kjósendur Le Pens meirihluta núverandi stjómarflokka í hendi sér. Kjósi þeir frambjóðendur stjórnarliðsins í seinni umferðinni eiga hægrimenn góða möguleika á að halda naumum meirihluta. Annars blas- ir sigur vinstrimanna við. Það hefði þótt útrúleg staða í frönskum stjómmálum fyrir aðeins fáeinum vikum. ............. Elías Snæland Jónsson „Samanburöur feröadagpeninga bankastjóranna og dagpeninga sjúklings er skýrt dæmi um misskiptinguna í islensku þjóðfélagi," segir greinarhöfundur. Bankastjóri, sjúklingur, dag- peningar og dagpeningar Sívaxandi ójöfnuður í þjóðfélag- inu er orðinn hróplegur. Bilið milli ríkra og fátækra er stöðugt að aukast og lítill vilji virðist vera hjá ráðamönnum til þess að ráða bót á því. Atvinnuleysi er enn við- varandi, tæplega 7 þúsund íslend- ingar eru nú án atvinnu og lang- tímaatvinnuleysi hefur vaxið. Þrátt fyrir góðæri hinna betur settu, er misskiptingin meiri en nokkru sinni fyrr. Sjúklingur fær 582 krónur á dag Gott dæmi um það er hvemig velferðarsamfélag okkar býr að þeim sem þurfa að framfæra sig og sína á sjúkradagpeningum al- mannatrygginga. Þeir em nú 582 krónur á dag fyrir einstakling og 155 krónur á dag fyrir hvert bam sem hann er með á fram- færi sínu. Þeir sjúklingar sem þurfa að reiða sig á þessar greiðslur til framfærslu em t.d. þeir sem ekki eiga rétt hjá sjúkrasjóð- um verkalýðsfélaga eða eru í stéttarfélagi sem ekki er með sjúkrasjóði og eiga ekki veik- indarétt, eru t.d. á atvinnuleys- isbótum þegar þeir missa heils- una. Erfitt getur reynst að fram- færa sig og sína á atvinnuleysis- bótum, sem eru yfirleitt mun lægri en laun á almennum vinnu- markaði. En þá fyrst tekur stein- inn úr þegar heilsuleysið ber dyra hjá atvinnuleysingjanum og hann fær aðeins sjúkradagpeninga al- mannatrygginga. Ef hann er einn fær hann mest um 18 þúsund krónur á mánuði. Vegna hvers barns á framfæri sjúklingsins koma svo 155 krónur á dag. Reyndar skil ég ekki hvemig hægt er að framfæra barn á 155 krónum á dag, því síður þegar framfærandinn er sjúklingur með 18 þúsund til framfærslu og án efa einhvern kostn- að af heilsuleysi sínu. Þetta em því miður örlög allnokkurra sem eru nú á biðlistum eftir læknisaðgerð- um. Bankastjór- inn fær 25 þúsund krónur á dag og 12 þúsund vegna maka Þetta gerist á sama tima og ríkistjóminni Kjallarinn Asta R. Jóhannesdóttir alþingismaður „Sjúklingurínn fær náðarsamleg- ast 18 þúsund krónur á mánuði á meðan hálaunabankastjórínn bæt- ir við launin sín 25 þúsundum á dag við að skreppa til útlanda. “ finnst sjálfsagt að greiöa hálauna- gæðingum sínum í bankastjórnum 25 þúsund krónur aukalega á dag í útlöndum í dagpeninga, þó svo að allur kostnaður við ferð þeirra og uppihald sé greiddur af bönkunum okkar. Og viðbótar dagpeningar eru greiddir fyrir makann ef hann er með í för. Þetta er réttlæti rík- isstjórnarinnar. Sjúklingurinn fær náðarsamleg- ast 18 þúsund krónur á mánuði á meðan hálaunabankastjórinn bæt- ir við launin sín 25 þúsundum á dag við að skreppa til útlanda. Enginn vilji er til að breyta þessu eins og skýrt kom fram í atkvæða- greiðslu á Alþingi í umræðu um laun bankastjóra þegar tillaga um breytingu á kjörum banka- stjóranna var felld. Sjúkradagpeningar veröi hærri en ör- orkugreiöslur Þetta er ekki boðleg staða fyrir þau okkar sem svo illa eru sett að geta ekki séð sér farborða vegna tímabundins heilsuleysis. Okkur ber að sjá til þess að samhjálpin tryggi þeim lágmarksframfærslu þar til starfsþreki er náð að nýju. Á Norðurlöndum era sjúkradagpeningar hærri en mánaðarlegar örorku- greiðslur. Það er hag- kvæmara bæði fyrir hinn n sjúka sem þarf að treysta á þessar greiðsl- ur til framfærslu og fyr- ir samfélagið. Reynslan þar hefur sýnt að fólk fer frekar út á vinnu- markað aftur eftir að hafa verið á sjúkradag- peningagreiðslum en eftir að hafa verið met- ið til örorku. Hjá okkrn- hefur tilhneigingin verið sú, að þeir sem hafa verið á smánargreiðslum sjúkradagpen- inga með þeim fjárhagsáhyggjum sem þeim fylgja ofan á heilsuleys- ið, enda á því að missa heilsuna varanlega. Þeir em metnir á ör- orkulífeyri, orðnir öryrkjar og verða það oft áfram, enda fjölgar öryrkjum óeðlilega mikið hér á landi. Samanburður ferðadagpeninga bankastjórans og dagpeninga sjúklings er skýrt dæmi um mis- skiptinguna í íslensku þjóðfélagi. Þetta þarf að leiðrétta strax, ann- að væri stjómvöldum til ævar- andi skammar. Ásta R. Jóhannesdóttir. Skoðanir annarra Jarðgöng á Austfjörðum „Það virðist vera stefna stjórnvalda að klifa á því að Austfirðingar geti aldrei komið sér saman um það hvar eigi að bora, þess vegna verði þeir ekkert næstir í röðinni. Það er sjálfsagt rétt að það er ekki einhugur í mönnum á Austurlandi um hvar þörfln er brýnust fyrir jarögöng i dag, en flestir geta þó ver- ið sammála um að brýnast er að leysa vetrareinangr- un þeirra þriggja staða (Neskaupstaðar, Seyðisfjarð- ar og Vopnaíjarðar)." Steinun Lilja Aðalsteinsdóttir i Mbl. 24. maí. Hlutabréfakaup - áhættufjárfesting „Enda þótt margir hafí á undanförnum misserum fjárfest i hlutabréfum og hagnast verulega á skömm- um tíma er augljóst að hækkun hlutabréfaverðs verður ekki áfram á bilinu 20-60% á ári.... Hluta- bréfamarkaðurinn mun því tæplega halda áfram að skila jafn skjótfengnum hagnaði og fengist hefur að undanfornu.... Fyrirsjáanlegur hagvöxtur og vænt- anlegur hagnaður ýmissa félaga á innlendum mark- aði virðast nú þegar endurspeglast í verði hluta- bréfa.... Hafa verður hugfast að hlutabréfakaup eru áhættufjárfesting og eiga að öllu jöfnu að miðast við langtímamarkmið fremur en skammtímasjónarmið og von um skyndigróða.“ Bjarni Ármannsson í Fréttabréfi Kaupþings. Ræktum tengslin „Það væri sárt til þess að hugsa ef íslenskir þegn- ar næðu með dómgreindarleysi sínu að bita af sér og hafna öllum sínum bestu sonum og eftir sætu við stjómvölinn meðalmennirnir einir.... Við megmn heldur ekki gleyma því að leiðin inn á hina stóm markaði liggur í gegnum erlend stórfyrirtæki, þar sem við komum aldrei til með að ráða við markaðs- þátt menningarinnar ein og sér. Þess vegna verðum við jafnframt að rækta tengsl okkar við önnur ríki og leita eftfr samstarfi við þau á jafhréttisgrundvelli á öllum sviðum vitundariönaðar." Jakob Frímann Magnússon í Lesbók Mbl. 24. mai.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.