Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAI 1997 Staðreyndir um dyslexíu Stafsetning og lestur Allir sem þjást af dyslexíu eiga erfitt með stafsetningu, margir eiga sömuleiðis í erfið- leikum með lestur. Minnisleysi Margir eiga í erfiöleikum með að skipuleggja sig og eru gleymnir. Skammtímaminni þeirra sem eiga við dyslexíu að stríða er verra en annarra. Samhæfðar hreyfing- Einstaklingar með dyslexíu eiga oftar en ekki í erfiðleikum með hreyflngar sem krefjast samhæflngar eins og að hoppa, hjóla eða grípa bolta. Enn meiri erflðleikum valda nákvæmari hreyflngar eins og að reima skóm, hneppa tölum eöa þræða nál. Hægri-vinstri Munur á hægri og vinstri, austri og vestri, réttsælis og rangsælis vefst mjög fyi ir þeim sem eru með dyslexíu. Tölur valda einnig oft erflðleikum og hlutir sem margir álíta sjálf- þ.e. einstaklingurinn með dys- lexíuna leggur annan skilning í likamstjáningu fólks en al- mennt er talið. Sömuleiðis eiga einstaklingar með dyslexíu stundum sjálflr erfltt með lík- amstjáningu. Af því getur leitt hegðun sem oft kann að þykja undarleg. ... iiirmi^imi'Mfwi Líkamstjáning Sjaldgæfur en þó ekki óþekkt- ur fylgiflskur dyslexíu er mis- skilningur á likamstjáningu, sagða eins og að lesa tímatöflu strætisvagna eða lesa á leik- húsmiða eru gríðarlega erflðir fyrir einstaklinga með dyslexíu. Allt sem er á tveimur ásmn er mjög erfitt aflestrar. Þaö er ekki ýkja langt síöan dyslexía var óþekkt hugtak, bœöi meðal almennings og frœöimanna. Oft var heimsku eöa leti kennt um námsöröugleika. Þjalfun og þolin- mæði nauðsynleg - segir Margrát Sigurðardóttir, formaður íslenska dyslexíufálagsins g veit ekki um neinn með dyslexíu sem ekki á náinn ættingja sem einnig er með dyslexíu enda er álitið að hún sé 95% erfð,“ segir Margrét Sigrún Sigurðardóttir, formaður islenska dyslexíufélagsins. „Einstaklingarn- ir geta verið gjörólíkir en allir þeir sem eiga við dyslexíu að stríða eiga erfitt með lestm- og skrift." Margrét segir margar aðrar ástæður geta verið fyrir lestrarerfiðleikum og dyslexía sé aðeins ein þeirra. „Ástæðan getur t.d. verið að það séu ekki til bækur á heimilunum og börnin sjái þær einfaldlega aldrei. Það sé engin hvatning fyrir þau að taka upp bók og lesa. En munurinn er sá að þeir krakkar sem þetta á við eru mun fljótari að læra að lesa þegar þau komast yfir vandann en þeir sem eru með dys- lexíu. Þeir sem eru með dyslexíu geta náð mikilli hæfni í lestri en það krefst stöðugr- ar æfingar, sé tek- ið frí frá lestri í tvo mánuði hryn- ur öll lestrar- kunnátta." Ekki er hægt að lækna dyslexíu en það má vinna á henni með mikilli þolinmæði og stöðugri þjálfun. Líffræðilegar ástæður Ástæða dyslexíu er að lestrar- stöðvar eru ekki staðsettar á einum stað öðrum megin í heilanum, eins og venjulega, heldur eru þær dreifð- ar út um allt. Því verður lestur mun flóknari. Breska dyslexíufélagið fullyrðir að dyslexía sé átta sinnum algengari hjá drengjum en stúlkum, er það rétt? „Ég þori ekki að fullyrða um það,“ segir Margrét, „en hins vegar er erfiðara að sjá hvort stelpur séu með dyslexíu þar sem þær láta oft lítiö á sér bera, draga sig i hlé og sigla rólega í gegnum skólakerfið. Ef strákamir finna aö þeir geta ekki eitthvað er líklegra að þeir leiti út- rásar, t.d. með að lemja strákinn á næsta borði. Þannig að það er miklu fyrr gripið í taumana hjá strákun- um þar sem þeir eru oft meira áber- andi.“ Margrét segir að það hafi orðið gríðarlegar breytingar til batnaðar á skólakerfinu undanfarin ár hvað varðar málefni þeirra sem eru með dyslexíu. „Helst er það viðhorfs- breyting. Það er orðið miklu minna um að fólk horfi bara á okk- ur og hristi höfuðið. Fólk leitar miklu meira til okkar, kennarar eru t.d. farnir að leita til félagsins í auknum mæli. Kennarar eru hættir að útiloka nemendur og dæma þá fyrirfram. Áður fyrr var viðkvæðið „það er ekkert hægt að gera fyrir hann, pabbi hans var svona latur lika.“ Þetta var sér- staklega áberandi á landsbyggð- inni þar sem fólk þekkist vel og dyslexían er náttúrlega ættgeng. Margrét segir aö það sé ekki við því að búast að breytingarnar gangi yfir á einum degi en draumasýnin sé sú að öll böm verði greind strax í upphafi grunn- skóla. „Þá myndum við finna þessi 4-10% barna sem eiga við dyslexíu að stríða strax. Ef við finnum þau nógu snemma þá getum við hjálp- að þeim.“ Hæglæs en læs En hvemig er dyslexía greind? „Það era alla vega þrjár gerðir greininga í gangi á íslandi en eitt skýrasta einkennið er misræmi í greind. Ef bamið er vel gefið á mörgum sviðmn en á í miklum erf- iðleikum með lestur og skrift er það sterk vísbending um dyslexíu. Vel gefið bam sem fær góðan stuðning heima fyrir og í skóla nær því að læra að lesa enda emm við sem erum með dyslexíu flest læs. Við eram kannski ekkert ofsalega vel læs, við eram hæglæs en læs samt. En við náum aldrei að útiloka stafsetningarvillumar. “ En hvað eiga foreldrar, sem grun- ar að bam þeirra þjáist af dyslexíu, að gera? „Fyrst er að leita læknis til að útiloka að eitthvað sé að heyrn eða sjón. Ef barni gengur illa í skóla getur það verið að það sjái illa á töfl- una og þurfi einfaldlega gleraugu. Annars er að leita til sérfróðra og tala við okkur,“ sagði Margrét að lokum. Félagið var stofhað í ágúst 1994 og í dag era félagar um 300. Símatími þess er á mánudagskvöldum milli 20 og 22 og er númerið 552-6199. -ggá Guðrún Birna Jóhannsdóttir, nemi í MR: Skortur á skilningi uðrún Birna er 19 ára og var að ljúka fjórða bekk Menntaskólans í Reykja- vík. Hún er ári á eftir jafnöldrum sínum þar sem hún þurfti að endur- taka fyrsta bekkinn vegna dyslexíu. „Þegar ég byrjaði í MR höfðu dys- lexíunemar lítinn rétt þannig að ég náði ekki að klára helminginn af prófunum. Ég átti aldrei mögu- leika,“ segir Guðrún Bima. Dyslexian greindist ekki fyrr en Guðrún Birna var 17 ára. En hvern- ig gekk henni þá í grannskóla? „Ég átti í miklum erfiðleikum með stafsetningu og átti erfitt með að klára samræmdu prófin á tíma. Það varð síðan mjög erfitt í MR þar sem kröfumar voru mun meiri. Mér gekk ágætlega í grunnskóla en þeg- ar ég kom í MR fékk ég á tilfinning- una að ég væri ekki nógu gáfuð. Þess vegna fór ég að athuga málið betur. Hefði ég verið greind fyrr hefði ég getað látið vita um dyslexí- una þegar ég byrjaði í menntaskóla. Þá hefði ég strax farið fram á lengri próftíma en þess í stað þurfti ég að taka sama áriö tvisvar." Þurfum að vera vakandi Það var einmitt eftir fyrsta árið sem Guðrún Birna talaði við náms- ráðgjafann í MR og var í kjölfarið prófuð í Kennaraháskólanum. Guð- rún Birna segir það vera skrýtið að vera greind með dyslexíu 17 ára. „Ég vissi ekkert hvað þetta var og hafði aldrei heyrt minnst á þetta áð- ur. Ég hélt áður að þetta væri ein- hver fótlun, þetta gæti ekki verið að mér. En síðan kynnti ég mér þetta, lærði að dyslexía kemur greind ekk- ert við og að þeir sem era með dys- lexíu era oft mikið hæfileikafólk, t.d. á listasviðinu. Það era ekki allir steyptir í sama mót.“ Guðrún Bima er ekki sátt við hvernig menntakerfið tekur á dys- lexíu. „í jólaprófunum áttum við að fá lengri próftíma í aðeins fjórum fögum, alveg eins og maður geti val- ið hvenær maður ætli að vera með dislexíu og hvenær ekki. Það sýnir mikinn skort á skilningi. En því var síðan komið í gegn að við fengum lengri tíma í öðrum prófum líka. En við þurfum alltaf að vera vel vak- andi við að verja okkar rétt, það hugsar enginn um þetta fyrir okk- ur.“ Hvað vill Guðrún Birna að gert sé í málefnum dyslexíunema í fram- haldsskólum? „Það þarf samræmda reglugerð og fræðslu um þessi mál, yngri kennarar era t.d. tilbúnir að kynna sér hlutina en þeir eldri virð- ast stundum tortryggnir. En aðal- lega þurfum við lengri tíma, það er verið að prófa kunnáttu en ekki hvað maður er fljótur að koma henni frá sér. í stúdentsprófum er t.d. ekki gefinn lengri tími sem mér finnst mjög ranglátt. Þetta eru engin sérréttindi fyrir okkur heldur nauð- syn þar sem skrift tekur okkur mun lengri tíma. Af hverju á að stoppa okkur af þar?“ sagði Guðrún Bima að lokum en hennar takmark er að ljúka stúdentsprófi og fara síðan í Háskólann. -ggá Erum að vinna í þessu - segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra ilveran hafði samband við Björn Bjarnason mennta- málaráðherra og spurði hver stefna ráöuneytisins væri í málefn- um dyslexíunemenda. „Það var fyrst 1992 sem lesblinda var skil- greind sem vandamál í skólum og síðan hafa menn verið að þróa að- ferðir til að taka á þessu vandamáli, m.a. hefur verið veitt fé til Blindra- bókasafnsins til aö útbúa kennslu- áíXUiilíiLÍktól«feU U efni. Við höfum mælt fyrir um aö tekið sé tillit til lesblindra og hugað að þeirra vanda við fyrirlagningu samræmdra prófa. Ég hef sett sér- staka nefnd á laggirnar undir for- ystu Grétars Marinóssonar við Kennaraháskóla íslands til að finna leiðir til að greina lesblindu betur og átta okkur á þeirri hlið málsins þannig að ég held að á öllum stigum málsins séu menntamálayfirvöld tlilá ón n.i mí mjnój ísj ji meðvituð um vanda lesblindra. „Það hafa verið að koma til mín for- eldrar lesblindra bama sem telja að greiningaraðferðir séu miklu betri erlendis heldur en hér hjá okkur og það era alltaf að koma til sögunnar nýjar og nýjar aðferðir til þess að greina lesblindu, jafnvel með tölv- um á unga aldri og það er slík tækni sem við þurfum að tileinka okkur til þess að greina hæfileika bama og ungmenna sem fyrst því hingað til höfum við hneigst til að álíta að þetta snerti greind en ekki hæfi- leika þegar verið er að glíma við þessi vandamál,“ sagði Björn Bjamason menntamálaráðherra að lokum. -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.