Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Side 17
Lærði að greina kjamann frá hisminu
Pátur Pátursson fréttamaður:
Margrét Guðmundsdáttir, sjálfstætt starfandi:
Harður heimur
Ég var aðeins þrettán ára göm-
ul þegar ég ákvað að fara í
sagnfræði. Fyrst ætlaði ég
mér að verða fomieifafræðingur þvi
mér þótti svo spennandi að fá að
grafa upp píramída og svoleiðis. Síð-
an uppgötvaði ég að ekkert slíkt
væri á íslandi og ákvað i staðinn að
verða sagnfræðingur," segir Mar-
grét Guðmundsdóttir, sjálfstætt
starfandi sagnfræðingur.
Margréti fannst saga óhemjuleið-
inleg í bamaskóla en þá var kennd
sögubók Jónasar frá Hriflu. „Sagan
höfðaði ekki til mín sem stelpu. Það
eina sem ég man eftir frá Jónasi var
Auður djúpúðga og hún var uppá-
haldið mitt. Ég gat ekki samsamað
mig hinu.“
Margrét segist leggja áherslu á að
skrifa fyrir alla en ekki bara fræði-
menn. „Það er nánast lífsnauðsyn-
legt fyrir sagnfræðinga sem vinna á
hinum frjálsa markaði því að þeir
hafa ekki stofnanir á bak við sig.
Þetta er harður heimur og það tek-
ur mann mjög langan tima að vinna
sig upp. Á köflum hef ég lifað undir
fátæktarmörkum meö mjög litlar
tekjur. Ég leyfi mér t.a.m. ekki mun-
að eins og bíl, sjónvarp og dagblöð."
Margrét flytur fyrirlestur á ís-
lenska söguþinginu um vinnu
kvenna að líknarmálum en hún hef-
ur á undanfomum árum sérhæft sig
í að skrifa um líknarfélög.
-VÁ
Ég byrjaði í fréttun-
um fyrir fimm
árum. Tveir félag-
ar mínir í sagnfræði voru
blaðamenn þá. Ég sendi
ansi sniðuga umsókn á
þrjá miðla: Ríkisútvarp-
ið, DV og Morgunblaöið.
Ellert B. Schram og Kári
Jónasson keyptu húmor-
inn minn og hringdu í
mig fjórum eða fimm
klukkustundum eftir að
ég sendi inn umsóknim-
ar. Þá vildi svo til að
stöður losnuðu á báðum
stöðum og ég tók þær
báðar. Ég vann sem næt-
urfréttamaður á Útvarp-
inu frá .12 til 7 á morgn-
ana og á DV frá 8 til 17 á
daginn," segir Pétur Pét-
ursson, fréttamaður á
Stöð 2.
Upphaflega ætlaði Pét-
ur sér aöeins að vera í
fréttamennskunni í þrjá
mánuði. „Ég sá fljótt að
þetta var bæði lýjandi
starf og stressandi en
einhvern veginn festist
maður í þessu. Ég er
alltaf á leiðinni að hætta
en líkar starfið samt
alltaf jafnágætlega. Eitt
er þó víst að ég ætla ekki
að verða ellidauður
fréttamaður."
Pétur segir að þótt ótrú-
legt megi virðast hafi
hann lært aö tileinka sér
hröð vinnubrögð í sagn-
fræðinni og betrumbætt
þau í fréttamennskunni.
Síðast en ekki síst hafi
sagnfræðin þó kennt
honum að greina kjam-
ann frá hisminu sem
hafi nýst honum einna
best í störfum hans.
-VÁ
Hannes H. Gissurarson prófessor:
Myndskreyttir
útvarpsþættir
Við eram komin inn í öld
margmiðlunar þar sem
lifandi myndir skipta
líka máli. Ef við lítum á sjón-
varpsþætti um söguna sjáum við
að þeir era eina tímavélin sem
til er. Sjónvarpsþættir gera okk-
ur kleift að stíga aftur til fortíð-
arinnar og sjá að einhverju leyti
hvemig hlutimir vom - hvemig
afi og amma lifðu og bjuggu,“
segir Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson, heimildarmyndagerðar-
maður og prófessor í stjómmála-
fræði.
Hannes teliu: of marga sjón-
varpsþætti vera myndskreytta
útvarpsþætti, þar sem textinn er
aðalatriðið en myndefnið auka-
atriði. „í sjónvarpi á myndin að
vera aðalatriðið. Textinn er aðal-
óvinur heimildarmyndarinnar,
eins og Leni Rifenstahl orðaði
það.“ Hann segir brýnt að efla
Kvikmyndasafn íslands og fllmu-
safh Sjónvarpsins og skrásetja
og fúllvinna efni sem þar er og
bjarga öðm efni frá glötun. „Að
mínum dómi er jafn mikilvægt
að gera þetta og var á fyrstu ára-
tugum aldarinnar að safna skjöl-
um úr erlendum sööium."
Hannes flytur fyrirlestm- um
heimildargildi lifandi mynda á
íslenska söguþinginu næstkom-
andi fimmtudag en hann hefur
verið að rannsaka það efni á
undanfomum misserum. -VÁ
Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður:
Sagnfræðimenntunin nýst vel
Erla Hulda Halldórsdóttir, Kvennasögusafni Islands:
Sagan er einn besti vettvang-
urinn til að kynnast mannlíf-
inu í fortíð og þar með skilja
nútímann. Sagnfræðimenntunin
hefur nýst mér mjög vel í störfúm
mínum við fjölmiðla og eins á þing-
inu. Það kemur sér afskaplega vel
að hafa þekkingu á sögu - þekkja
bakgrunn," segir Kristín Ástgeirs-
dóttir alþingismaður.
Kristín hefur frá bamæsku haft
mikinn áhuga á sögu. í menntaskóla
hafði hún hug á að læra jarðfræði
en sagan náði fljótt yfirhöndinni.
„Ég hef alltaf haft svo mikinn áhuga
á mannlífinu. Á sínum tíma lærði
ég nokkra hagsögu sem hefur komið
mér að miklum notum við að skilja
efnahagslífið og þróun samfélags-
Að mati Kristínar hef-
ur sagnfræðimenntunin
ýmsa kosti. „Hin sögu-
lega aðferð, að skoða
hlutina á sögulegan hátt,
hjálpar manni að átta sig
á þróun - orsökum og af-
leiöingum. Maður öðlast
yfirsýn yfir lengri tíma-
bil, sögu þjóðfélaga og
annað slíkt. Sú þjálfun
sem maöur fær við að
kanna heimildir hefur
nýst mér afskaplega vel
við að lesa frumvörp.
Sagan ræktar með manni
mjög gagnrýna hugsun
og það að skoða heimild-
ir á gagnrýnan hátt.“
Í_____________:...:VÁ.
Fjallað
Ahugi minn á sagnfræði
kviknaði á lokaári
mínu í menntaskóla
þegar loksins var kennd
skemmtileg bók í mannkyns-
sögu. Þetta var í fyrsta skipti
sem maður sá bæði forvitnileg-
ar og skemmtilegar myndir í
sögubókum. Þar var auk þess
fjallað sérstaklega um konur,“
segir Erla Hulda Halldórsdótt-
ir, forstöðumaður Kvennasögu-
safhs íslands.
Erla Hulda segir sagnfræði-
mennúmina nýtast gríðarlega
vel i starfi sínu og koma safn-
inu til góða.
Hún verður með fyrirlestur á
íslenska söguþinginu. Þar hyggst
hún draga sögu kvenna á 19. öld
fram í dagsljósið með hjálp heim-
ilda á borð við sendibréf og
æviminningar. „Líf þeirra sner-
ist nær eingöngu um það sem
gerðist inni á heimilunum og í
nánasta umhverfi þeirra. Því
hlýtur saga þeirra að verulegu
leyti að byggjast á vitnisburði
einstaklinga um heimilið og lífið
innan veggja þess.“ -VÁ
um konur
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997
Sagnffræði
- til margra hluta nytsamleg
Núfer í hönd íslenska söguþingið en
það er stærsta ráðstefna sagnfræðinga
sem skipulögð hefur verið hér á landi.
Pví er ekki úr vegi að huga að því
hvað fólk úr þessari stétt er að fást við.
Tilveran hitti að máli fimm sagnfræð-
inga sem starfa á ólíkum vettvangi.