Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1997, Qupperneq 33
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 1997 37 Fi Signý Sæmundsdóttir syngur annaö burðarhlutverkiö. Tungl- skinseyjan Síðasta sýning á Tunglskins- eyjunni eftir Atla Heimi Sveins- son og Sigurð Pálsson verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Tungl- skinseyjan gerist í kringum 800, skömmu fyrir eiginlegt land- nám íslands. Kalman jarl á Suð- ureyjum og Auður dóttir íra- konungs eru heitbundin. Kalman verður undir í valda- tafli og flýr í norðurátt að eyj- unni miklu sem talað er um 1 sögum. Þar ku sólin setjast og þar munu engar sorgir vera til. Kalman sest að einsamall á eyju Leikhús í Breiðafirði. Auður heitkona hans fær þær fregnir að hann hafi fallið í orrustu og hún er gefin Orkneyjajarli. Líða svo árin. Þegar víkingar herja á Suðureyjar er Orkneyjajarl drepinn og Auður flýr með Unni þernu sinni í norður. Þær ná landi á eyju í Breiðafirði sem þær nefna Tunglskinseyju. Á stilltum vetrarmorgni heyrir hún óminn af söng berast til sín og þekkir þennan söng aftur ... Með sönghlutverk fara Loftur Erlingsson, Signý Sæmunds- dóttir og Ingveldur G. Ólafsdótt- ir. Sögumaður er Siguröur Páls- son. Leikstjóri er Kristín Jó- hannesdóttir og hljómsveitar- stjóri Guðmundur Emilsson. Þitt daglega líf Vilhelmína Magnúsdóttir heldur fyrirlestur í Listhúsinu í Laugardal um þitt daglega lif í kvöld kl. 20. Undanfama mán- uði hefur Vilhelmína haldið fyr- irlestra um meövirkni, það er talað um minnimáttarkennd, meirimáttarkennd, ósjálfstæði, ofúrsjálfstæði, fullkomnunar- áráttu o.fl. Fyrirlesturinn í kvöld er eins konar lokahnútur á þessa fyrirlestraröð. Félag kennara á eftirlaunum efnir til skemmtiferðar að Nesjavöllum á morgun. Farið verður frá BSÍ kl. 12.30. Samkomur Mígrensamtökin Aðalfundur Mígrensamtak- anna verður haldinn í kvöld kl. 20 í Gerðubergi, Breiðholti, i B- sal. Auk venjulegra aðalfundar- starfa mun Þorbjörg Ingvadótt- ir, formaöur Noröurlandsdeild- ar samtakanna, ijalla um reynslu sína af mígreni og opna fýrir umræður. Rannsóknarráðstefna læknanema Rannsóknarráðstefna lækna- nema verður haldin í Háskóla- bíói, sal 3, í dag. Þar munu 4. árs læknanemar kynna niðurstöður rannsóknarverkefna sinna. Andraé Crouch á Hótel íslandi: Stórstjarna í heimi gospel-tónlistar Andraé Croueh, sem oft er kallaður konungur gospel-tónlistarinnar, heldur tónleika á Hótel íslandi í kvöld. Tónleikamir er liöur í Evrópufor þar sem hann meðal annars kynnir hljómplötu sína, Pray. Undanfama tvo áratugi heftn Andraé Crouch ver- ið mjög áberandi I bandarísku tónlistarlífí og áhrif hans borist viða. Crouch hefur gefíð út flmmtán hljómplötur með eigin efni og margir söngvar hans hafa náð því að verða sígildir trúarsöngvar, fluttir af fjölda listamanna um allan heim og við ólík tæki- færi. Meðal flytjenda sem hafa sungið lög eftir Crouch inn á plötu má nefna Elvis Presley, Paul Simon og Barbara Mandell. Crouch er einnig eftirsóttur útsetjari og upptöku- stjóri og hefur unnið með stórstjömum á borð við Skemmtanir Michael Jackson, Quincy Jones, Madonnu, Diönu Ross og Elton John. Hann starffækir sönghópinn Andaé Crouch Singers, sem má heyra í lagi Madonnu, Like a Prayer, en Crouch raddsetti það lag. Andraé Crouch hefur komið fram á tónleikum í 58 löndum og tónleikar hans em fjölsóttir. Ferill hans er glæsilegur og hefur hann unnið fjölda viöurkenn- inga. Átta sinnum hefur hann fengið Grammy-verö- launin og meðal annars verið tilnefhdur til ósk- arsverðlauna. Allar helstu leiðir greiðfærar Allar helstu aðalleiðir á landinu eru greiðfærar en þar sem nokkur aurbleyta er á mörgum leiðum þá er takmarkaður ásþungi og er miðað við 5 eða 7 tonn. Á Lágheiði er að Færð á vegum vísu tveggja tonna ásþungatak- mörkun. Merkingar em á þeim leið- um sem ásþungatakmarkanir eru. Vegavinnuflokkar eru víða komnir til starfa og ófært er enn um Mjóa- fjarðarheiði og Öxarfjarðarheiði. Ástand vega o Hálka og snjór E Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir LokaörSt°ÖU ® Þungfært (g) Fært fjallabílum Ásgeir og Heimir eignast systur Myndarlega stúlkan á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 18. maí kl. 10.20. Hún var við fæðingu 3000 grömm Barn dagsins að þyngd og mældist 47 sentímetra löng. Foreldr- ar hennar eru Þórey Jónsdóttir og Ásgeir Ragnarsson sem búa í Grundarfirði. Hún á tvo bræður, Ásgeir Þór, sem er níu ára, og Heimir Þór, sjö ára. Jack Nicholson og Michael Caine leika tvo skúrka sem reyna aö bæta fjárhagsstööu sína. Blóð og vín Stjömubíó hóf sýningar um síðustu helgi á nýjust kvikmynd Jacks Nicholsons, Blóð og vín (Blood and Wine). í myndinni leikur Nicholson vínkaupmann- inn Alex Gates sem rekur vínfyr- irtæki. Hann á aðlaðandi eigin- konu, kynþokkafulla hjákonu og ekur um á rauðum BMW. En ekki er allt sem sýnist, hann hef- ur reist sér hurðarás um öxl, fyr- irtækið er illa statt fjárhagslega, hjónabandið er i rúst og sam- band hans við stjúpsoninn er afar stirt svo ekki sé meira sagt. Hann hefur í samstarfi við spila- Kvikmyndir félaga sinn ákveöið að stela milljón dollara hálsmeni. Á þessi þjófnaður að hjálpa honum til að halda áfram að lifa því lífi sem hann hefur lifað hingað til. í stað þess að svo verði er þjófnaður- inn upphafið að endalokunum fyrir Alex Gates. Nýjar myndir: Háskólabíó: Umsátriö Laugarásbíó: Lygari, lygari Kringlubíó: Howard Stern Saga-bíó: Tindur Dantes Bíóhöllin: Beavis og Butt-Head Bíóborgin: Donnie Brasco Regnboginn: Öskrið Stjörnubíó: Amy og villigæsirnar Stjörnubíó: Blóð og vín -C * Krossgátan r~ 2 T~ v-. T~ r ? 8 $ IO II !2 TT* 1511,11 ir J ÍF“ n MW 1 Z0 2/ , Lárétt: 1 skömm, 8 bræði, 9 umdæ- misstafír, 10 kynstur, 11 duga, 12 gormskrúfur, 14 bor, 16 utan, 18 lækkun, 19 gagnslaus, 21 óska, 22 æxlunarfruma. Lóðrétt: 1 hestur, 2 ráð, 3 ekki, 4 svelgur, 5 sjóferð, 6 korna, 7 saur, 13 vaxa, 15 hætta, 17 ferskur, 18 leit, 20 grastoppur. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skýring, 8 víra, 9 nóa, 10 öflugt, 12 grá, 14 naut, 15 sæ, 16 napra, 18 Æsir, 19 áls, 21 liðir, 22 át. y Lóðrétt: 1 svög, 2 kíf, 3 ýr, 4 raun- ar, 5 Inga, 6 nótur, 7 gantast, 11 lán- ið, 13 ræsi, 15 sæl, 17 pár, 20 lá. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 139 27.05.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollnenni Dollar 69,860 70,220 71,810 Pund 114,290 114,870 116,580 Kan. dollar 50,740 51,050 51,360 Dönsk kr. 10,8150 10,8730 10,8940 Norsk kr 9,8930 9,9470 10,1310 Sænsk kr. 9,1660 9,2170 9,2080 Fi. mark 13,6690 13,7500 13,8070 Fra. franki 12,1970 12,2670 12,3030 Belg. franki 1,9946 2,0066 2,0108 Sviss. franki 49,6100 49,8800 48,7600 Holl. gyllini 36,6300 36,8500 36,8800 Þýskt mark 41,1900 41,4000 41,4700 ít. líra 0,04173 0,04199 0,04181 Aust. sch. 5,8500 5,8860 5,8940 Port. escudo 0,4073 0,4099 0,4138 Spá. peseti 0,4872 0,4902 0,4921 Jap.yen 0,60130 0,60490 0,56680 írskt pund 105,820 106,480 110,700 SDR 96,75000 97,33000 97,97000 ECU 80,2500 80,7300 80,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.