Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Page 2
2 fréttir K LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 I Gaf upp rangt verð á innfluttum bílum: Átta mánaða fangelsi og 10 milljóna sekt Einar Ásgeirsson, einn af stjóm- endum og eigendum endurvinnslu- fyrirtækisins Hringrásar, var í gær dæmdur til 8 mánaða fangelsisvistar og 10 milljóna króna sektar fyrir toll- lagabrot i Héraðsdómi Reykjavíkur. Einari var geflð að sök að hafa út- búið og lagt inn til tollafgreiðslu hjá embætti tollstjórans í Reykjavík rang- ar aðflutningsskýrslur og ranga vöru- reikninga vegna fjögurra bifreiða sem seljandi bifreiðanna í Kanada útbjó á þann hátt að kaupverð var þar til- greint mun lægra en raunverulega var í þeim tilgangi að komast hjá greiðslu aðflutningsgjalda. Með þessu móti urðu aðflutnings- gjöldin samtals tæplega 3,7 milljón- um lægri en ella. Brot sín játaði Einar skýlaust. Hann var dæmdur í 8 mánaða fang- elsi, þar af 5 mánuði skilorðs- bundna, og sekt. Brotin þóttu hafa verið framin af ásetningi. Bar því samkvæmt 1. mgr. 126. gr. tollalaga að víkja til hliðar almennu sektarhámarki 50. gr. almennra hegningarlaga og sekta hann um að minnsta kosti helmingi hærri upphæð en hann reyndi að draga af aðflutningsgjöld- um. 10 milljónir króna þóttu hæfi- leg sekt og kemur 12 mánaða fang- elsi í hennar stað ef hún er ekki greidd innan 4. vikna frá dómsbirt- ingu. -sf Áburðardreifing: Ástand hálend- isgróðurs verra en í fyrra Ástand gróðurs á hálendinu er síst betra en í fyrravor og undanfar- in vor, heldur þvert á móti heldur verra, að sögn Stefáns Sigfússonar, fulltrúa hjá Landgræðslunni. Stefán hefur yfirumsjón með áburðardreif- ingu og áburöarflugi stofnunarinn- ar. Hann segir að kuldar og hvass- virði nú í vor hafi valdið sýnilegum skaða á gróðurþekju hálendisins. Um 400 tonnum verður dreift á Auðkúluheiði á næstunni með Dou- glas DC-3 flugvél Landgræðslunnar, en svæðið þar er nokkru minna en hefúr verið eftir að vatnsborð uppi- stöðulóns Blönduvirkjunar var hækk- að. Um eina viku tekur að dreifa þessu áburðarmagni en flugvélin tek- ur um 4 tonn í hverri ferð. -SÁ Tvö sjúkraflug Vélar Landhelgisgæslunnar fóru í tvö sjúkraflug í gær. Fyrst fór Fokkervél Gæslunnar til Akureyrar og sótti þar bam í hitakassa. Vélin fór í loftið kl. 11.11 og lenti um kl. 14. Þá fór þyrla Gæslunnar í loftið stuttu fyrir 19 i gærkvöld að sækja lítinn dreng sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Homaflrði. -sf Það voru ekki milliríkjadeilurnar viö Reynisvatn í gær. Þangaö komu sendiherrar margra ríkja og brugöu sér á hest- bak. Rússneski sendiherrann, Júrí Resitov, fór þar fyrir. Þaö koma Júrí þægilega á óvart þegar hann fékk tauminn á hryssunni Ösp meö þeim oröum aö hún væri honum heimil til notkunar hvenær sem hann langaöi aö bregöa sér á bak, svo lengi sem bæöi lifa. DV-mynd ÞÖK Karnivalhátíð varnarliðsins DV, Suðurnesjum: Vamarliösmenn á Keflavíkur- flugvelli halda árlega sumarhátíð sína meö kamivalsniði 14. júní og em allir velkomnir. Hátíðin fer fram í stóra flugskýl- inu, næst vatnstanki vallarins, og gefst gestum kostur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmtunar fýrir alla fjölskylduna frá kl. 11-17. Fjöldi íslendinga hefur sótt skemmtimina imdanfarin ár. Þátt- taka í þrautum og leikjum og hress- ing af ýmsu tagi verður á boðstól- um. Aðgangur er ókeypis. Umferð er um Grænáshlið ofan Njarðvíkur. Gestir em vinsamlega beðnir að hafa ekki með sér hunda. -ÆMK Biskupskosn- ingar í Á næstu dögum verður kjörskrá fyrir biskupskosningamar send út til skoðunar og kynningar og mun hún liggja frammi í fjórar vikur. Sr. Ólafur Skúlason biskup hefur beðist lausnar frá næstu áramótum. Kosningar verða í lok júlí eða í ágúst og önnur umferð nokkmm vikum seinna ef þess gerist þörf. Fyrst verður kosið milli allra sem sumar era í framboði. Það em Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Sigurður Sigurðar- son, Karl Sigurbjömsson og Gunnar Kristjánsson. Ef enginn fær hreinan meirihluta, þ.e. yfir 50%, er kosið milli tveggja efstu manna. Fjórir hafa tilkynnt framboð en enginn tímafresfru gildir þannig að fleiri gætu enn boðið sig fram. -sf íslenska útvarpsfélaglö opnaöi nýja útvarpsrás á FM 102,2 og á 104 á Akur- eyri og heitir hún Stjarnan. Stjarnan er til húsa aö Lynghálsi 5 og er tónlist- arstöö sem leggur aöaláherslu á sígilda rokkmúsík. Á myndinni er Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri fslenska útvarpsfélagsins, viö hljóönemann, en fyrir aftan hann stendur Albert Guömundur Agústsson, starfsmaöur Stjörnunnar. DV-mynd ÞÖK Stuttar fréttir Nýr minningarsjóöur Vinir og velunnarar Her- manns heitins Ragnars dans- kennara, sem er nýlátinn, hafa stofnað minningarsjóð um hann og er sjóðurinn í vörslu Búnaðarbanka íslands. Klípan ekki fituminnst Samkeppnisráð hefur bannað Osta- og smjörsölunni að aug- lýsa Klípu sem fituminnsta viðbitið ofan á brauð. Heild- verslun Karls K. Karlssonar kærði auglýsingamar en versl- unin selur majónes með 5,9 g fítuinnihaldi í hverjum 100 g og engri mettaðri fitu. Klípan er með 27 g fitu í hverjum 100 g og 16 g af mettaöri fitu að auki. 10 ára upplýsingamiö- stöð Upplýsingamiðstöð ferða- mála í Reykjavík er 10 ára göm- ul og opnar 1 samvinnu við Kynnisferðir handverksbúð á Bakaraloftinu að Bankastræti 2 í tilefni afmælisins. 5,5 milljaröa samningar Undirritaðir hafa verið 5,5 mifljarða verksamningar Lands- virkjunar við verktaka vegna virkjanaframkvæmda við Sultar- tanga. Virkjunin verður tilbúin haustið 1999. Verksamningamir em um 40% af stofnkostnaði virkjunarinnar. Bylgjan sagði frá. Bíómenn reiðir Samtök kvikmyndagerðar- manna hafa ritaö menntamála- ráðherra bréf og gera í því at- hugasemdir við að enginn kvik- myndagerðarmaður er meðal þeirra sem hlutu listamanna- laun í ár. Aldrei fyrr hafi þeir verið hundsaðir jafn rækilega og nú. Bylgjan sagöi frá. Samstarfs leitaö Alþýöuflokkur, Alþýðu- bandalag og Kvennalisti í Kópa- vogi leita samstarfs um sameig- inlegt framboð til bæjarstjóm- arkosninga að ári. Fulltrúar flokkanna hafa hist en ekki er farið að ræða uppstillingu enn þá. RÚV sagði frá. Deila Halims Als og Sophiu Dómstóll í Istanbul frestaði fram í næsta mánuð að íjalla um brot Halims Als gegn um- gengnisrétti Sophiu Hansen við dætur þeirra. Samtökin Bömin heim krefjast meiri afskipta ut- anríkisráðuneytisins af mál- inu. Sjónvarpið sagði frá. Stjórnsýsiukæra Guðfræðingur sem var eini umsækjandi um Seyðisfjarðar- prestakall hefur lagt fram stjómsýslukæm á hendur sóknamefiidinni fyrir aö gefa ekki upplýsingar um ástæður þess að honum var hafriað. RÚV sagði frá. Brutu boðorö Biskup Islands, Ólafur Skúla- son, segir í bréfi til ríkissak- sóknara að Spaugstofumenn hafi brotið eitt af boðorðunum tíu í sjónvarpsþætti sem sendur var út fyrir páska. Stórsparnaöur Sjúkrahús landsins geta sparað helming kostnaðar við lyfiainnkaup með því að flytja sjálf inn þau lyf sem þau þurfa, miöað við að kaupa þau af inn- lendum lyfjaheildverslunum. RÚV segir frá þessu. Járnblendifélagiö graaftir íslenska jámblendifélagið hagnaðist um 612 milljónir eftir skatta í fyrra. Áriö 1996 er fjórða árið með síbatnandi hag félagsins. Rekstur reykhreinsi- búnaðar verksmiðjunnar á Grundartanga gekk hins vegar ekki jafh vel, aö því er segir í frétt frá félaginu. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.