Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Side 6
LAUGARDAUR 14. JUNÍ 1997
6 ÍJ útlönd
stuttar fréttir
í gallanum á þing
Nýkjörinn þingmaður komm-
i únistaflokksins franska mætti í
bláum vinnugalla á fyrsta degi
í nýs þings í vikunni til að
minna á rætur sínar í verka-
mannastétt.
Kæti meö Robinson
Stjómarerindrekar í Genf
hafa lýst yfír
ánægju sinni
í með skipan
Mary Robin-
son írlands-
forseta í emb-
i ætti yfir-
manns mann-
réttindamála
hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir
segja að skipan hennar verði til
mikilla bóta fyrir málstað stofn-
í unarinnar.
Ópíummynd leiðinleg
| Fremsti kvikmyndagagnrýn-
jí andi Hong Kong segir að ný
kínversk kvikmynd um ópíum-
| stríð Englendinga og Kínverja
1 sé hundleiðinleg.
Auknar líkur á ET
Breska veðmangarafýrirtæk-
j ið William Hill telur likurnar á
því að samband náist við geim-
verur fyrir 1. janúar árið 2000
‘ vera 33 á móti einum.
Frádráttur fyrir hjól
Belgar sem fara hjólandi i
vinnuna fá sérstakan skattafrá-
drátt, svipaðan þeim sem bif-
reiðaeigendur fá.
Sprengjur á velli
Tíu jarðsprengjur sem nasist-
ar komu fyrir í heimsstyrjöld-
;! inni síðari hafa fúndist undir
j; knattspyrnuvelli í Úkraínu.
J Unglingalið Þýskalands og
Úkrainu léku þar um daginn.
Sakaðir um mengun
J Umhverflsverndarsamtökin
I Grænfriðungar sökuöu forráða-
menn fransks kjamorkuvers
f um að menga Ermarsundið
með geislavirkum úrgangi.
Friðaráætlun í Kongó
Sáttanefnd í Brazzaville, höf-
uðborg Kongós, kom sér saman
um friðaráætlun í gær.
Vilja takmarka áhrif
! Yflrvöld í Tíbet íhuga að gefa
út reglur um
hvernig stað-
ið skuli á vali
;; á endurholdg-
j uðum búdd-
J um. Tilgang-
; urinn er að
; draga úr
áhrifum Dala-
is Lamas, útlægs andlegs leið-
j toga Tíbetbúa.
Kvikmyndahús brann
Fimmtiu og átta manns
týndu lífi þegar eldur kom upp
í kvikmyndahúsi á Indlandi í
gær. Reuter
Svart-
sýni í
Hong Kong
Markaðurinn í New York hækk-
aði hressilega þegar þau tíðindi bár-
ust að góðar horfur væra í efna-
hagslífi landsins. Markaðirnir í
Evrópu fylgdu í kjölfarið en hækk-
un á öflum helstu vísitölum Evrópu
nam um og yfir 1%. í Frakklandi
bættist ofan á bjartsýnina vestan
hafs að allar líkur era á því að sam-
komulag náist um EMU og þar var
hækkunin heil 2,8%.
Svartsýni virðist ríkja á mark-
aðnum í Hong Kong rúmum tveim-
ur vikum áður en Kínverjar taka
við stjóm ríkisins. Hlutabréf féllu
þar um 3,45%. í Tokyo var nokkur
hækkun eftir að jenið snarféll á
móti dollarnum. -vix
Frökkum og Þjóðverjum tókst ekki að leysa ágreining sinn:
Myntbandalag ESB
stendur enn í þeim
Frökkum og Þjóðverjum tókst
ekki að jafna ágreining sinn um
myntbandalag Evrópusambandsins
á leiðtogafundi þjóðanna í frönsku
borginni Poitiers í gær. Óvíst er
þvi hvort tekst að ná samkomulagi
um stöðugleikasáttmála ESB fyrir
leiðtogafund þess í Amsterdam eft-
ir helgina.
Lionel Jospin, forsætisráðherra
Frakklands, sagði að sósíalista-
stjórn sín væri fylgjandi mynt-
bandalaginu en vildi að tekið væri
á því á annan hátt en áður. Frakk-
ar vilja að hagvexti og atvinnu-
skapandi aðgerðum verði gert jafn
hátt undir höfði og aðgerðum til að
halda fjárlagahallanum í skefjum.
„Þeir sem segja að við stöndum
frammi fyrir miklum vanda hafa
rangt fyrir sér. Þeir sem segja að
vandinn sé enginn hafa rangt fyrir
sér. Okkur er vandi á höndum og
við munum leysa hann,“ sagði
Dominique Strauss-Kahn, fjármála-
ráðherra Frakklands, við frétta-
menn. Hann sagði að það mundi
taka tíma að komast að samkomu-
lagi.
Theo Waigel, fjármálaráðherra
Þýskalands, sagði að tekin hefðu
verið skref í rétta átt á fundinum í
gær. Hann sagði að evrópskir emb-
ættismenn mundu funda stíft um
helgina til að reyna að ná sam-
komulagi fyrir fund fjármálaráð-
herra ESB á sunnudagskvöld. Hann
viðurkenndi þó að ekki væri nein
trygging fyrir því að það tækist.
„Við munum kannski fá svar við
því á sunnudag, kannski á mánu-
dag, kannski í næstu viku,“ sagði
Waigel.
Hagfræðingar segja útlitið ekki
bjart-. Reuter
Passaðu þig bara góðurinn, gæti só litli verið að segja við þann stóra. Eða öfugt. Þessir skemmtilegu fýrar tóku þátt
í sýningu á súmóglímu við upphaf ástralska súmómótsins í Sydney í gær. Símamynd Reuter
NATO reynir að hughreysta
þá sem fá ekki inngöngu
Forustumenn Atl-
antshafsbandalagsins
reyndu í gær að hug-
hreysta vonsvikin ríki
Austur-Evrópu, sem
ekki verður boðið í
NATO í fyrstu umferð
stækkunar, að þau
væra engu að síður
hluti nýs öryggiskerfis
í Evrópu.
Ríkjunum var þó
ekki geflnn neinn
ádráttur um að leið-
togar NATO mundu Javier Solana, fram-
ákveða á fundi sínum í kvæmdastjóri NATO.
Madríd í næsta mán-
uði hvenær þeim yrði
boðin innganga.
„Það sem ráðherrar
NATO lögðu áherslu á
í dag var að dyr
bandalagsins yrðu
áfram opnar,“ sagði
Javier Solana, fram-
kvæmdastjóri NATO,
á fundi með frétta-
mönnum að afloknum
tveggja daga fundi
vamarmálaráðherra
bandalagsins.
„Ég hef það á til-
finningunni að í lokayfirlýsingu
Madrídfundarins verði ekki að
finna ákveðna dagsetningu og
ákveðin lönd sem verður boðið inn
í annarri umferð," sagði Solana
ennfremur.
William Cohen, landvarnaráð-
herra Bandaríkjanna, kom félögum
sínum í opna skjöldu þegar hann til-
kynnti að stjómvöld i Washington
vildu að aðeins þrjú lönd fengju inn-
göngu í NATO í fyrstu umferð
stækkunar, Pólland, Tékkland og
Ungverjaland. Inngönguboðið verð-
ur formlega borið fram á fundinum
í Madríd í júlí. Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis
New York
7500 Dow Jonoo
7000
6500
6000 7333,33
F M A M
2100
Nlkkel
Hong Kong
i
1450 1400 1350 1300 1250 1200 1150 Hang Seng^
/
14793,32 r M A M
1 i Bensín 98 o M 1 1
Hráolía
tunnaf-
18,30
A M
r~i
Vélhjól Arabíu-
Lawrence boð-
ið til sölu
Vélhjólið sem Arabíu-
Lawrence þeysti á þegar hann
J lenti í slysi og
særðist til ólíf-
is árið 1935
hefur verið
boðið til sölu.
Hjólið er af
gerðinni
Brough Super-
| ior og verðið
er 200 milljónir
Lawrence, sem var mikill
. áhugamaður um vélhjól, var á
heimleið þegar tveir drengir á
J reiðhjólum fóru í veg fyrir hann.
Lawrence gat afstýrt árekstri en
| við það skaust hann fram af hjóli
sínu. Hann lést á sjúkrahúsi sex
dögrnn síðar.
| Eigandi hjólsins, sem vill ekki
láta nafns síns getið, hafnaði ný-
lega tilboði sem hljóðaði upp á
J 150 milljónir króna.
J Sérfræðingar segja að sams
konar hjól og I sama ástandi, en
J sem á ekki þessa merkilegu sögu
J að baki, mundi fara á fimm
J milljónir króna.
Rússneskir
glæpaflokkar
herða tökin
Skipulagðir glæpaflokkar í
; anda mafíunnar hafa hert svo
tökin á efnahagslífi Rússlands,
stjórnmálum og dómskerfi að ör-
yggi landsins og umbótastefnu
stjórnvalda stafar stórhætta af.
Anatólí Kúlikov innanríkis-
ráðherra sagði á fundi með sam-
ráðherrum sínum að brýn þörf
væri á stefnu til að berjast gegn
glæpaflokkunum.
J í yfirlýsingu sem innanrikis-
ij ráðuneytið sendi frá sér kemur
fram að skráðum glæpum skipu-
lagði-a glæpasamtaka hefði fjölg-
að um 94 prósent á undanfóm-
i um fimm árum. Rúmlega níu
j þúsund slíkir hópar era starf-
andi í Rússlandi og hafa þeir um
eitt hundrað þúsund manns í
: þjónustu sinni.
Ekkert fé í upp-
byggingu við
Stonehenge
j Ekkert verður úr áformum
um að bæta aðstöðu ferðamanna
við forsögulegu steinaþyrping-
1 una Stonehenge þar sem ekki
i fékkst fé til þess úr sjóðum ríkis-
happdrættisins. Stonehenge er
vinsælasti ferðamannastaður
Englands.
Umsjónarmenn Stonehenge
höfðu gert sér vonir um að fá 43
| milljónir punda úr happdrætt-
inu til að byggja fullkomna þjón-
j ustumiðstöð viö þetta 5000 ára
| gamla furðuverk.
J Ekki er ljóst hvers vegna verk-
| inu var neitað um fé.
Hussein Jórdan-
íukóngur gagn-
^ rýnir þingmenn
Hussein Jórdaníukonungur
Ígagnrýndi í gær ályktun sem
fram er komin
í fulltrúadeild
Bandaríkja-
; þings þar sem
;j þess er f'arið á
leit að Clinton
j forseti ítreki
j að Jerúsalem
sé óskipt höf-
j uðborg ísra-
Iels. Konungur sagði aö slík
ályktun gæti grafið undan sátta-
hlutverki bandariskra stjórn-
valda í Mið-Austurlöndum.
í ræðu á fundi alþjóðasamtaka
verkalýðsfélaga í Genf hvatti
hann ísraelsmenn einnig til að
j stöðva frekara landnám á landi
j araba þar sem það stefndi friðar-
ferlinu í voða. Reuter