Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Page 12
12
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 1 1
Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikur frillu Peróns í Evítu:
- segir þessi hæfileikaríka stúlka
„Það hefur einhvern veginn
alltaf legið fyrir að ég ætlaði í
leiklist. Ég var búin að ákveða að
fara til Frakklands í haust og
fara þar í frekara söngnám. Ég
vissi því að ég á eftir að fara í
prufusöng og ákvað eiginlega
þess vegna að fara í áheyrn-
arprufuna fyrir Evítu. Ég hef
gaman að söngleikjum, þekkti
tónlistina í Evítu og ákvað því
eiginlega fyrir hálfgerða tilviljun
að prófa,“ segir Vigdís Hrefna
Pálsdóttir, tvítug Reykjavíkur-
mær, um það hvernig stendur á
því að hún stígur sín fyrstu spor
á sviði nú þegar söngleikurinn
Evíta verður frumsýndur í ís-
lensku óperunni á mánudags-
kvöld.
Einhvern veginn öðru-
vísi
Vigdís leikur frillu Peróns sem
siðan verður að víkja fyrir Evítu.
Lagið sem Vigdís syngur hefur
ómað á öldum ljósvakans síðustu
dægrin og hefur stúlkan vakið
verðskuldaða athygli fyrir flutn-
inginn. Hún syngur eitt af aðal-
lögunum og er líklega óþekktust
þeirra sem fremst fara í söng-
leiknum.
„Ég á erfitt með að útskýra
hvernig en þetta er öðruvísi en
ég reiknaði með. Þetta er vissu-
lega mjög gaman en hefur jafn-
framt verið mikil vinna. Það er
góður skóli að fá að vinna með
því íslenska tónlistarfólki sem
stendur fremst hér á landi í
dag. Með því að taka þátt í þess-
ari vinnu hef ég styrkst enn
frekar I þeirri ákvörðun minni
um að leggja leiklistina fyrir
mig.“
Hlakkar til sýninganna
j
Það er óhætt að segja að stúlk-
an hafi haft í mörg horn að líta
undanfamar vikur. Hún lauk
stúdentsprófum frá MR fyrir
nokkmm dögum og tók þá á svip-
uðum tíma 5. stig í söng frá Söng-
skólanum í Reykjavík. Þar að
auki hefur hún tekið fimm stig á
píanó.
„Þetta var vissulega mikil
vinna um tíma og ég hlakka
mikið til þegar sýningar hefjast.
Við erum ánægð með sýninguna
og ég vona að fólk verði það
líka. Ég er svolítið hissa hversu
lítið stressuð ég er en það á ör-
ugglega eftir að koma,“ segir
Vigdís sem segist ætla að reyna
að finna sér vinnu hálfan dag-
inn þangað til hún fer út.
r
Aheyrnarprufur
Vigdís hefur undanfarin þrjú
sumur dvalið í Frakklandi og
ætlar nú til Strassborgar í
haust. Hún ætlar í háskólann, í
frönsku, stefnir á söngnám með
og hugsanlega píanónám. Síðar
ætlar hún svo að ferðast um
Frakkland og reyna fyrir sér í
leiklistinni.
„Söngurinn er mjög góður
með og vinnan í Evítu á án efa
eftir að nýtast mér vel þegar á
hólminn verður komið og ég
þarf að standa mig í áheym-
arprufum," segir Vigdís Hrefna
Pálsdóttir. -sv
Vigdís Hrefna ætlar tii Frakklands í haust og hyggur á frönskunám og nám í söng og
ef til vill í píanóleik. Síöan ætlar hún að reyna fyrir sér í leiklist. DV-mynd E.ÓI.
erlend bóksjá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Meave Blnchy:
Evenlng Class.
2. Terry Pratchett:
Feet of Clay.
3. Roddy Doyle:
The Woman Who Walked Into
Doors.
4. Danlelle Steel:
Mallce.
5. Ben Elton:
Popcorn.
6. Mlchael Ondaatje:
The Engllsh Patlent.
7. laln M Banks:
Excesslon.
8. John Grlsham:
Runaway Jury.
9. Jeffrey Archer:
The Fourth Estate.
10. John le Carré:
The Talor of Panama.
Rit almenns eölls:
1. Frank McCourt:
Angela’s Ashes.
2. Paul Wllson:
A Little Book of Calm.
3. Blll Bryson:
Notes from a Small Island.
4. The Art Book.
5. Nick Hornby:
Fever Pltch.
6. John Gray:
Men are from Mars, Women are
from Venus.
7. Rlchard E. Grant.
Wlth Nalls.
8. The Splce Girls:
Glrl Power.
9. Mlchael Moore:
Downsize Thlsl
10. Wlll Hutton:
The State to Come.
Innbundnar skáldsögur:
1. John Grlsham:
The Partner.
2. Edward Rutherfurd:
London: The Novel.
3. Wllbur Smlth:
Blrds of Prey.
4. Danlelle Steel:
The Ranch.
5. Edmund Whlte:
The Farewell Symphony.
Innbundin rit almenns eðlls:
1. Jean-Domlnlque Bauby:
The Dlvlng-Bell and the Butterfly.
2. Slmon Singh:
Fermat's Last Theorem.
3. Dava Sobel:
Longltude.
4. Scott Adams:
The Dllbert Prlnclple.
5. Paul Brltton:
The Jlgsaw Man.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Bandarískir gagn-
rýnendur mega vart
vatni halda yfir nýj-
ustu skáldsögunni eft-
ir Thomas Pynchon,
sem hefur vakið at-
hygli með því að vera
í felum áratugum
saman að hætti J.D.
Salingers. Aðrir eru
ekki eins hrifnir og
telja nýju söguna, sem
heitir „Mason &
Dixon“, hið mesta torf
sem einungis félagar í
aðdáendaklúbbi höf-
undarins muni ná að
pæla í gegnum.
Pynchon, sem varð
sextugur um daginn,
sendi fyrstu skáldsög-
una frá sér árið 1963.
Hún nefndist „V“ og
vakti verulega athygli í bókmennta-
heiminum fyrir frumleika og óhefð-
bundnar uppákomur af ýmsu tagi,
svo sem krókódílaveiðar i sorpræs-
um New York borgar.
Þá var það helst vitað um
Pynchon að hann hafði stundað
nám við Cornell-háskólann með
góðum árangri, en neitaði hins veg-
ar algjörlega að koma fram opinber-
lega sem höfundur; hafnaði öllum
viðtölum, bannaði myndatökur og
neitaði að lesa upp úr verkum sín-
um. Þar fór hann í fórspor nokk-
urra sérvitringa meðal bandarískra
rithöfunda. Salinger er að sjálf-
sögðu þeirra kunnastur en fleiri
hafa gert hið sama, svo sem Harper
Lee, höfundur „To Kill a Mocking-
bird“. Hins vegar hefur Pynchon lif-
að eðlilegu fjölskyldulífi; hann hýr í
New York með eiginkonu sinni, sem
er um leið umboðsmaður hans, og
eiga þau einn son.
Pynchon fylgdi fyrstu skáldsög-
unni eftir með „The Crying of Lot
49“ árið 1966 og „Gravity’s Rain-
bow“ árið 1973. Þá tók hann sér svo
langt hlé að margir héldu að hann
væri hættur að skrifa. Fjórða skáld-
sagan kom ekki út fyrr en 17 árum
síðar, árið 1990. Sú heitir „Vin-
eland“ og olli sumum vonbrigðum.
Landmælingamenn
Nafn nýju skáldsögunnar vísar til
tveggja enskra landmælingarmanna
- Charles Mason og Jeremiah Dixon
- sem voru fengnir til þess skömmu
eftir að Bandaríkin urðu sjálfstætt
ríki á átjándu öld að mæla landa-
mærin á mifli Marylands og Penn-
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
sylvaníu. Þessi landamæri voru upp
frá því við þá kennd og urðu síðar
sú mikilvæga lína sem lá á milli
suður- og norðurríkjanna, milli
frelsis og þrælahalds.
„Mason & Dixon“ er afar löng
skáldsaga, eins og flest verk Pyn-
chons - nánar tiltekið 773 blaðsíður.
Þar segir frá fjölskyldu nokkurri í
borginni Philadelphia - en svarti
sauður ættarinnar
segir sögu þeirra fé-
laga Masons og
Dixons allt frá á
Englandi til Suður-
Afríku og loks nýja
heimsins. Að venju
koma hinar furðuleg-
ustu persónur við
sögu, svo sem há-
menntaður enskur
hundur, sem er gjarn
á að syngja, sjómað-
ur sem hefur slíkt
þefskyn að hann
finnur á lyktinni
hverra þjóðar þau
skip eru sem nálgast
og tvær klukkur sem
spjalla saman.
Til að gefa til kynna
andstöð viðhorf til
nýju skáldsögunnar
skal hér stuttlega vitnað til tveggja
gagnrýnenda.
í The New York Times Book Revi-
ew er aðdáunin í fyrirrúmi. Þeir
sem urðu hissa á „Vineland” geta
nú tekið gleði sína á ný því hér er
„gamli Pynchon" aftur kominn,
„hinn sanni Pynchon, sá allra besti“
segir þar. Það sé ekkert sambæri-
legt við „Mason & Dixon" í banda-
rískum bókmenntum - nema
kannski sumar fyrri sögur snillings-
ins.
I enska blaðinu The Sunday
Times segir að nýja sagan, sem sé í
stíl Tristam Shandys, sé uppfinn-
ingasöm á fyrstu 200 blaðsíðunum,
en sama verði ekki sagt um þær 500
blaðsíður sem fylgja í kjölfarið. Vís-
að er tfl þess að hámenntaði hund-
urinn snúi aftur undir lokin en hafi
þá lært að þegja, og bætt við: „Mað-
ur óskar þess að Pynchon hefði gert
hið sama nokkur hundruð blaðsíð-
um áður.“
Tveir enskir landmælingamenn
að störfum í Ameríku átjándu aldar-
innar eru sögupersónur Pynchons í
„Mason & Dixon“.
Metsölukiljur
• * » »
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Mary Higgins Clark:
Moonllght Becomes You.
2. Sherl Reynolds:
The Rapture of Canaan.
3. John Darnton:
Neanderthal
4. Nora Roberts:
Montana Sky.
5. John Grisham:
The Runaway Jury.
6. John Sandford:
Sudden Prey.
7. Belva Plaln:
Promlses.
8. Ursula Hegi:
Stones From the Rlver.
9. Wally Lamb:
She's Come Undone.
10. Elizabeth Lowell:
Where the Heart Is.
11. James Patterson:
See How They Run.
12. Mlchael Ondaatje:
The Engllsh Patlent.
13. Robln Cook:
Invaslon.
14. Daie Brown:
Shadows of Steel.
15. Dean Kootz:
Ticktock.
Rit almenns eðlis:
íi
1. Andrew Well:
Spontaneous Heallng.
2. James McBride:
The Color of Water.
3. Mary Pipher:
Revlving Ophella.
4. Jonathan Harr:
A Civil Actlon.
5. Laura Schlesslnger:
How Could You Do That?!
6. Carmen R. Berry & T. Traeder:
Glrlfrlends.
7. Jon Krakauer:
Into the Wlld.
8. Kathleen Norrls:
The Clolster Walk
9. Thomas Cahill:
How the Irlsh Saved Clvlllzatlon.
10. Jeff Foxworthy:
No Shlrt, No Shoes ... No Problem!
11. Carl Sagan:
The Demon-Haunted World.
12. Danalel Jonah Goldhagen:
Hitler's Willing Executloners.
13. Vlncent Bugllosl:
Outrage.
14. Mary Karr:
The Liar’s Club.
15. Mary Pipher:
The Shelter of Each Other
(Byggt é New York Times Book Review)