Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Side 14
14
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 T*fr"\7’
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvntst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni biaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Sauðfé í Sahara íslands
Enn gerir landgræðslustjóri ekkert, þótt mývetnskir
bændur reki sauðfé á gróðurvana Austurafrétt í trássi
við umvandanir og siðaprédikanir. Hann tuðar og tuðar
og tuðar, en beitir ekki því valdi, sem hann hefur, til að
láta loka viðkvæmum svæðum fyrir ágangi búfjár.
Friða þarf þessi svæði af almennum vistfræðilegum
ástæðum og einnig vegna þess, að sandfokið af þeim ógn-
ar náttúruperlunni í Dimmuborgum. Þær munu smám
saman fyllast af sandi. Hann er raunar þegar er farinn
að berast niður í þær með vaxandi hraða.
Landgræðslustjóri hefur þó samvizkubit vegna þessa
aðgerðaleysis, því að nýlega sagði hann í blaðaviðtali:
„Þeir eru að skaða ímynd bænda og landbúnaðarins í
heild, og ég tel, að flestallir bændur eigi erfitt með að
sætta sig við þennan upprekstur á þessum tíma.“
Það sannast hins vegar á landgræðslustjóra, að fagurt
hugarfar og góð áminningarorð eru til lítils, ef menn
hafa ekki bein i nefinu til að framkvæma það, sem þeir
eru beinlínis ráðnir til að gera. Þannig skaðar hann mál-
efnið, sem honum hefur verið falið að varðveita.
Annar maður stendur einnig í vegi gróðurverndar á
afréttum Mývatnssveitar. Það er landbúnaðarráðherra,
sem líka gerir ekkert, en hefur hins vegar ekkert sam-
vizkubit, enda hefur hann alltaf staðið dyggan vörð um
ýtrustu sér- og stundarhagsmuni í landbúnaði.
Árum saman hafa verið miklar deilur um upprekstur
mývetnskra bænda. Landgræðslustjóri hefur verið að
reyna að hafa vit fyrir þeim og ná samkomulagi við þá,
fyrst um takmörkun og síðan stöðvun, en þeir hafa látið
allt slíkt hljóma sem mýflugusuð í eyrum sínum.
Mývetnskir bændur líta á tuðið í landgræðslustjóra
sem linkind eins og norsk stjórnvöld líta á tuðið í utan-
ríkisráðherra okkar. Ef brotaviljinn er eindreginn, þýð-
ir ekkert að nudda vandræðamönnum með góðu til að
haga sér eins og samfélagið ætlast til af þeim.
Svo var upprekstur þessi orðinn óvinsæll vorið 1992,
að þá var hluti fjárins fluttur á afrétt á bílum í skjóli
myrkurs. DV frétti af þessu og fór á staðinn, þar sem að-
gerðir bænda voru festar á filmu. Eftir þetta fóru nátt-
úruverndarmenn að kveða fastar að orði.
Áfram héldu mývetnskir bændur að nauðga landinu.
Vorið 1994 kom seint. Þá fluttu þeir sauféð á hvíta skafla
í svörtum sandi. Þá neyddist landgræðslustjóri til að
segja, að breytingar væru í nánd, en sú nánd er því mið-
ur ekki kominn enn, þremur árum síðar.
Landgræðslustjóri hefur sagt í viðtali við DV, að í
rauninni séu upprekstrarlönd Mývetninga í heild óbeit-
arhæf. Þetta er nákvæmlega sama skoðun og fræðimenn
hafa. En mývetnskir sérhagsmunaaðilar telja sig vita
betur og hafna skoðunum úr öðrum sveitum.
Vísindamenn ganga raunar lengra en embættismenn
og segja afréttir Mývetninga vera stærsta rofsvæði í Evr-
ópu og þótt víðar væri leitað. Verði ekkert aðhafzt, mun
nærri allt gróðurlandi frá Vatnajökli og norður í Öxar-
fjörð smám saman verða sandinum að bráð.
Þetta kom fram á ráðstefnu í Mývatnssveit í fyrra, er
lögð var fram áætlun um friðun 3000-4000 ferkílómetra
svæðis á þessum slóðum. Samkvæmt henni á að hafa
Mývetninga með í ráðum, ráða þá til landverndarstarfa
og borga þar á ofan fyrir túnrækt þeirra.
Brotamenn Mývatnssveitar hafa samt alls engan sam-
starfsvilja sýnt og því ber embættismönnum skylda til
að stöðva landeyðingu þeirra með lögregluvaldi
Jónas Kristjánsson
Skammstafanir og þróun öryggismála
Þegar menn lesa um alþjóðamál
eða alþjóðlegt samstarf, rekast
þeir fljótt á nauðsyn þess að leggja
skammstafanir á minnið. Þær
leiða menn oft í gegnum frumskóg
stofnana og samninga. Á þetta
ekki síst við, þegar rætt er um ör-
yggismál og það, sem lýtur bein-
línis að herfræðilegum þáttum.
Fyrir þá, sem skrifa um þessi
málefni á öðrum tungum en ensku
og frönsku, kann oft að vera erfitt
að þýða skammstafanir yfir á eig-
ið mál. Þannig tölum við íslend-
ingar um NATO, þegar vísað er til
Atlantshafsbandalagsins eða
Norður-Atlantshafbandalagsins,
eins og er orðrétt þýðing á hinu
enska heiti bandalagsins, North
Atlantic Treaty Association. Við
notum sem sé ensku skammstöf-
unina. Það gerum við hins vegar
ekki, þegar við ræðum um Vestur-
Evrópusambandið, VES, eða West-
em European Union, WEU.
VES varð til á undan NATO,
lagðist hins vegar í dvala í nokkra
áratugi, en gegnir nú nýju hlut-
verki í öryggismálum Evrópu og
þó sérstaklega innan Evrópusam-
bandsins (ESB), European Union
(EU). ísland er aukaaðili að VES
sem evrópskt aðildarríki NATO.
NACC, PfP, EAPC
Millifyrirsögnin vísar til stofn-
ana eöa samstarfs, sem hefur orð-
iö til um öryggismál síðan Sovét-
ríkin hurfu úr sögunni árið 1991.
Norður-Atlantshafssamstarfs-
ráðið, North Atlantic Cooperation
Council, NACC, varð til í desem-
ber 1991. Þar hefur verið stofnað
til samstarfs milli NATO-ríkjanna
og ríkja í Mið- og Austur-Evrópu.
Félagsskapur í þágu friðar
(FÞF), Partnership for Peace (PfP),
varð til á árinu 1994 fyrir frum-
kvæði NATO. Tilgangur félags-
skaparins er að þróa samstarf í ör-
yggismálum miili NATO og ríkja í
Mið- og Austur-Evrópu. í íslensk-
um fjölmiðlum og opinberum
gögnum er talað um samstarf
NATO um frið eða friðarsamsam-
starf NATO, þegar vísað er til Fé-
lagsskapar í þágu friðar. Má færa
fyrir því haldgóð rök, að með því
að ræða ekki beint um félagsskap
sé gefm röng mynd á íslensku af
eðli þessa samstarfs. Undir hatti
FÞF verður efnt til æfingar hér á
landi innan skamms með þátttöku
margra ríkja. Þar verða æfð við-
brögð við náttúruhamfórum.
Hinn 30. maí síðastliðinn stofn-
uðu utanríkisráðherrar NATO-
ríkjanna og fulltrúar aðildarríkja
NACC og þátttökuríki í FÞF á
fundi í Sintra i Portúgal nýjan
samstarfsvettvang Evró-Atlants-
hafssamstarfsráðiö, Euro-Atlantic
Partnership Council (EAPC).
Kemur þetta nýja ráð í stað
NACC. Á nýja ráðið að taka mið af
þvi, hve vel hefur tekist að efla
samstarf um stjórnmál og vamar-
mál innan NACC og Félagsskapar
f þágu friðar. Verður FÞF áfram
við lýði sem sérgreindur þáttur í
samstarfmu innan ramma EAPC.
í sjálfu sér er þessi nafnbreyt-
ing á NACC ekki einstæð. Ráð-
stefhan um öryggi og samvinnu í
Evrópu (RÖSE), Conference on
Security and Cooperation in
Erlend tíðindi
Björn Bjarnason
Europe (CSCE), varð til 1975. Nú
heitir þessi stofnun Öryggissam-
vinnustofnun Evrópu (ÖSE), Org-
anisation for Security and Cooper-
ation in Europe (OSCE).
Meira en nafnbreyting
Ákvörðunin um að breyta
NACC í EAPC hefur meira í för
með sér, því að greina má
áherslubreytingu í því að bæta
orðinu Evró inn í heiti þessa
samstarfsvettvangs. Þar er undir-
strikað, að um tveggja stoða sam-
starf sé að ræða, það er annars
vegar milli Evrópuríkja og hins
vegar Atlantshafsríkja, en með
því orði er einkum vísað til
Bandaríkjanna og Kanada í
Norður-Ameríku, þótt auðveldast
sé fyrir okkur íslendinga að falla
undir hugtakið.
Innan NATO hefur um nokk-
urt árabil verið unnið að því að
skilgreina sérstaka evrópska ör-
yggis- og varnarhagsmuni
(European Security and Defence
Identity, ESDI) og jafhframt leið-
ir til að gæta þeirra. Vilja ýmsir,
að Vestur-Evrópusambandið
gegni sérstöku hlutverki í þessu
tilliti. Innan NATO eru menn þó
ekki á einu máli um það eða að
VES renni beinlínis inn í Evr-
ópusambandið eins og reifað er í
Maastricht-samkomulaginu.
Frá sjónarhóli íslendinga yrði
óheppilegasta afleiðing þessarar
þróunar í öryggismálum Evró-Atl-
antshafssvæðisins sú, að klofning-
ur skapaðist milli Evrópu og
Norður- Ameríku. Þá kynnum við
að standa frammi erfiðu vali,
þrátt fyrir þá sérstöðu að hafa
ótímabundinn, tvíhliða varnar-
samning við Bandaríki Norður-
Ameríku.
„Þegar menn lesa um alþjóðamál eða alþjóðlegt samstarf, rekast þeir
fljótt á nauösyn þess aö leggja skammstafanir á minnið. Þær leiða menn
oft í gegnum frumskóg stofnana og samninga. Á þetta ekki síst við, þeg-
ar rætt er um öryggismál og þaö, sem lýtur beinlínis að herfræöilegum
þáttum,“ segir m.a. í grein Björns. Símamynd Reuter
skoðanir annarra
■ 'ér' v _______________________________
Bandaríkin taka séns
I „Þaö er skynsamlegt að aöstoða við að koma á lög-
: um og reglu í nýja Kongó (fyrrum Saír) sem er stórt
i land í hjarta Afríku og hefur alla burði til að vera
; ríkt. Því er hins vegar ekki að neita að yfirvöld i
; Washington taka talsverðan séns með því að vingast
svo skjótt við Laurent Kabila forseta. Hann á enn eft-
ir að sýna það sem er mikilvægast fyrir stríðsherra
sem sest á friðarstól, nefnilega vilja til að viður-
: kenna sem samborgara þá sem voru á öndverðum
; meiöi við hann í sjö mánaða borgarastríðinu í Saír.“
Úr forystugrein Washington Post 12. júní.
Valdbeiting ekki ráttlætanleg
„Enn hafa deilur risið milli Noregs og íslands um
fisk á norðlægum miðum. Allt bendir til að um sé að
kenna tilkynningu til fiskistofu sem komst ekki til
skila. íslenski skipstjórinn heldur fram að tilkynn-
í ingin hafi verið send og þá ætti allt að vera i stakasta
i lagi. Vegna slíkra smámuna var skipið stöðvað og
dregið til lands af norsku strandgæslunni og skip-
stjórinn fékk 30 þúsund (norskra) króna sekt og var
gert að greiða 375 þúsund (norskar) krónur vegna
fjárnáms. Forsætisráðherra íslands brást hart við að-
gerðum Norðmanna og sagði að svona kæmu vina-
þjóðir ekki fram hvor við aðra. Þar hefur hann á
réttu að standa. Við lítum svo á að nauðsynlegt sé
fyrir Norðmenn að sýna mátt sinn og megin á norð-
urslóðum. Það getur verið réttlætanlegt þegar mikil-
vægir hagsmunir eru í húfi en ekki þegar um er að
ræða misskilning í ómerkilegu máli.“
Úr forystugrein Dagbladet 11. júnl.
Hárrétt ákvörðun
„Ákvöröun Josephs Ralstons hershöfðingja um að
sækjast ekki lengur eftir embætti yfirmanns her-
ráðsins var sú eina rétta þegar litið er til hneykslun-
ar almennings á því hvemig tekið var á framhjá-
haldsmálum í hemum nýlega. Framboð hans var
dauðadæmt um leiö og það spurðist út að hann hefði
einnig haldið fram hjá konu sinni fyrr á ferli sín-
um.“ Úr forystugrein New Vork Times 12. júní.