Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Síða 15
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 15 Lituð stærðfrœði Af hyggjuviti minu hef ég reiknað út að það sé grínlaust að vera grunnskólanemi. Þeir kunna nefnilega ekki að reikna. Það þyk- ir vont. Þjóðin er i hálfgerðu sjokki vegna þessa, sérstaklega vegna þess að vankunnátta bam- anna okkar fréttist til útlanda. Þetta kom nefnilega í ljós í alþjóð- legri könnun. Miðað við heiminn allan erum við nánast á botninum og hreinlega á botninum í Evr- ópu. Þetta ástand særir okkur mjög vegna þess að við leggjum kapp á að tróna á toppi útlendra saman- burðarskýrslna. Við viljum vera ríkust, fallegust, lifa lengst, eiga flesta bíla, síma og tölvur og við- halda því að vera hamingju- samasta þjóð í heimi. Kannski fer það saman að vera hamingjusam- ur og kunna ekki að reikna. Þá fer það alveg fram hjá okkur að allt sé að fara til andskotans. Það er nefnilega hægt að reikna sig nið- ur í þunglyndi. Þeir sem ekki kunna að reikna göslast áfram, ánægðir með sig og sína. Hinir fyllast kvíða fyrir framtíðinni vegna þess að þeir hafa reiknað sig í gjaldþrot. Þótt grunnskólanemar eigi bágt hlýtiu' staðan þó að vera enn verri hjá stærðfræðikennurunum. Það kemur í ljós að þeir kunna ekki að kenna og það sem verra er, þeir kunna ekki að reikna fremur en bömin. Tíminn undanfarin ár hefur ailur farið meira og minna í kjaraþras og verkfóll. Það gefst því sáralítill tími til þess að kynna sér talnaþrautirnar svo koma megi þeim inn í kollinn á börnunum. Rætur vandans Menntamálaráðherra hefur fundið út að vandræði þessi megi rekja allt til áranna í kringum 1970. Þá tóku menn upp sérkenni- lega trú í skólakerfinu, fóm að lita í stærðfræðibækur i stað þess að leggja saman og draga frá. Sak- ir eru eflaust fyrndar í svo gömlu máli en á þessum tíma tók Magn- ús Torfi við af Gylfa Þ. sem menntamálaráðherra. Menn minnast Magnúsar helst fyrir þær sakir að hann hætti að kenna ung- dómnum að skrifa zetu. Það voru ekki allir kátir vegna þess. Stöku menn skrifa enn zetu en fækkar óðum. Vera kann að seta Magnús- ar Torfa í embætti forðum hafi einnig tengst vaxlitun i stærð- fræðibækur en ekkert skal þó um það fullyrt. Vafasamt er raunar að líta svo á að ráðherrar hafi mikið með kennslustefnu að gera. Þar koma eflaust frekar til sögunnar kerfiskarlar og -konur í lokuðum kimum ráðuneytis þeirra. Stærðfræðieiginleikar bókstafa Ég er einn þeirra lánsömu manna sem ná því að hafa verið í grunnskóla fyrir árið ógnvæn- lega, 1970. Ég var því aldrei látinn lita í reikningsbækurnar. Ég hefði þó vel getað hugsað mér það. Ég var ágætur i því að lita, hafði raunar næmt auga fyrir litasam- setningu að mati teiknikennar- ans. Mér þótti hins vegar aldrei gaman að reikna. Með tímanum lærði ég þó að leggja saman og draga frá, jafnvel að margfalda og deila. Ég þóttist sjá að sá fróðleik- ur gæti komið að gagni. Betri helmingur minn segir þó að ég eigi í sífelldum vandræðum með að draga rétt frá í heftinu. Það kámaði hins vegar gaman- ið þegar að algebrunni kom. Mér þótti út í hött að leggja saman og deila með bókstöfum. Ég gat ómögulega séð hvernig mætti leggja saman a og b og/eða jafnvel deila öðrum bókstafnum í hinn. Þrátt fyrir þetta skilningsleysi á stærðfræðieiginleikum bókstafa Laugardagspistill Jónas Haraldsson komst ég milli bekkja. Það voru sem betur fer engar alþjóðlegar kannanir á stærðfræðikunnátt- unni. Singapúr hélt ekki vöku fyr- ir okkur félögunum. í mennta- skóla lét ég mér nægja tvo vetur í stærðfræðinni, máladeildin varð ofan á. Ágætrn- stærðfræðikenn- ari skólans gerði ekki athuga- semd við það val. Samanburöarfræði Hvort er svo betri brúnn eða rauður? Gengur fólki betur eða verr sem velur máladeild fremur en stærðfræðideild í skóla? Hvor hópurinn er hamingjusamari? Hvor nær sér í hetra starf? Sitja kannski báðir aðilar eftir meðan þeir gera það best sem völdu sér annað nám og annan starfsvett- vang? Það ^iU 0¥0 vol til að óg got lagst í smálegan samanburð á skólafélögum mínum úr mennta- skóla, stúdentahópi frá þeim árum er Magnús Torfi felldi niður zetuna. Við héldum upp á útskrift- arafmæli á dögunum. Krafta- verkafólk í hópnum sá til þess að út kom bók um hagi skólafélag- anna, menntun, starf, fjölskyldu og áhugamál hvers og eins. Erfitt er að geta sér til um ham- ingju manna eftir deildum í menntaskóla. Á myndum í bók- inni eru allir fremur hýrlegir til augnanna og láta vel af sér í texta. Á útskriftarballinu voru allir glaðir og á fótamennt mátti engan greinarmun gera á stærðfræði-, náttúrufræði- og máladeildar- mönnum. Almennt talað voru máladeildarbekkirnir þó fallegri en af þeirri ástæðu einni að fleiri stelpur voru í þeim. Algebran lítt sexí A einu var þó sláandi munur. Þeir sem voru í máladeild á sín- um tíma eiga mun fleiri böm en hinir. Hvað sem líður stærðfræði- þrautum þá kunnu menn greini- lega til verka á því sviði. Víst má telja að hið frjósama ástalíf hafi verið kryddað frösum sem menn mundu úr kennslustundum, svo sem: „Island ist eine Insel in dem Nord-Atlantik“ og „Jeg hedder Knud, hvað hedder du?“ Fyrir þessu falla ólíklegustu menn og konur og gerast ástleitin. Reynsl- an sannar því að algebra, jöfnur og mengi era ekki eins sexí og tungumálin. Starfsval í starfsvali er talsverður mun- ur á hópunum. í máladeildar- hópnum eru fj ölmiðlamennirnir fjölmennastir, þá kennarar, sál- fræðingar, lögfræðingar og lækn- ar. í hópnum eru einnig, svo dæmi séu tekin, viðskiptafræðing- ur, kerfisfræðingur, bókasafns- fræðingur, mannfræðingiu:, iðju- þjálfar, hjúkranarfræðingur, tón- listarmenn, leikari, sveitarstjóri, markaðsstjóri, flugmaður og flug- freyja. I náttúrufræði- og stærð- fræðideildarhópnum eru lækn- arnir fjölmennastir, þá fram- kvæmdastjórar, kennarar, verk- fræðingar, meinatæknar, lyfja- fræðingar, arkitektar, efnafræð- ingar og prestar. Meðal annarra starfsgreina þessara skólafélaga má nefna hjúkranarfæðing, kaup- mann, bílstjóra, bókasafnsfræð- ing, fjölmiðlamann, leiklistarráð- gjafa, iðjuþjálfa, kerfisfræðing, fiskifræðing, endurskoðanda og sjúkraþjálfara. Valið í menntaskóla hefur því greinileg áhrif á starfsvcd, svo sem vænta mátti. Það riðlast þó að hluta þannig að sömu starfs- heitin sjást að nokkru meðal beggja hópanna. Það er þó athygl- isvert að kennarar era fjölmennir í báðum hópunum. Vilji menn gagnrýna kennara fyrir upp- fræðslima á blessuðu ungviðinu þá verður því fremur skellt á báða hópana en annan. Ekkert kom þó fram hvort þetta góða fólk hefur lagt fyrir sig kennslu í stærðfræði eða náttúrufræði. Geðhjálp Norðmanna Þjóðin þarf nú á áfallahjálp að halda. Skólabörn era úti á þekju stærðfræðinnar. Áfallið sem við fengum í vikunni snertir yngri börnin i grunnskólanum. í vetur gat að líta frammistöðu þeirra eldri. Þar var allt á sömu bókina lært. Það liggur því fyrir að það verður að hætta að lita í reikn- ingsbækurnar. Hið eina sem bjargar geði ey- þjóðarinnar í norðri á þessum erf- iðu tímum stærðfræðinnar er sameiginleg fæð sem lögð er á Norðmenn. Það er hins vegar óvíst hve lengi sú sæla endist. Það er ekki til setunnar boðið, eins og ráðherrann sagði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.