Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Page 16
16 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 JLj'V Ivjðtal Ellefu ár frá fyrstu hjartaaðgerðinni hér á landi: Þoldi ekki álagið í bríddsinu - segir Valgeir G.Vilhjálmsson um dvölina á Borgarspítalanum „Ég gerði mér í sjálfu sér engar sérstakar væntingar um hvað kæmi út úr þessu. Mér var gert ljóst að ég yrði að fara í aðgerð og féllst á að . verða sá fyrsti til að fara í þessa að- gerð hér heima þegar eftir því var leitað. Læknarnir sögðu mér að ég yrði farinn að hlaupa á fjöll mánuði síðar en ég tók það ekkert of bók- staflega. Taldi reyndar að það væri bara sagt til þess að róa mig,“ segir Valgeir G. Vilhjálmsson, fyrsti fs- lendingurinn tii þess að fara í hjartaaðgerð hér heima. í dag eru nákvæmlega 11 ár frá því að hún var gerð. Fákk verk við að reima Valgeir segist hafa fengið verk í handlegginn í febrúar, verk sem ekki vildi fara. Hann var sóttur og rannsakaður hátt og lágt og að því loknu átti að leyfa honum að fara heim. „Ég komst ekki lengra en fram í forstofu. Ég var að reima á mig skóna þegar ég fékk verk, hafði orð á því við hjúkrunarfræðing sem þarna var og hann kyrrsetti mig um leið.“ Valgeir segist hafa þurft að vera á spítalanum fram á vor. Hann var búinn að samþykkja að verða fyrst- ur til þess að gangast undir þessa aðgerð hér heima og nú tók við bið eftir tækjum sem nauðsynleg þóttu fyrir aðgerðina. Líðanin var ekki svo slæm á sjúkrahúsinu að sögn Valgeirs. Þeg- ar kom fram undir mánaðamótin apríl maí var hann hættur að þola mikið andlegt álag. Þurfti pillu og súrefni „Við vorum fjórir saman á stof- unni og tókum upp á því að spila bridds okkur til skemmtunar. Eitt sinn átti meðspilari minn sögnina. Ég var með ágæt spil og lagði niður. Þegar á leið var mér hætt að lítast á hvernig meðspilarinn ætlaði að spila úr, varð eitthvað æstur og það endaði þannig að ég þurfti að kalla á hjúkrunarfólkið og fá tungurótar- töflu.“ Læknarnir sáu enga ástæðu til þess að taka fyrir spilamennsku þessa mikla keppnismanns en ráð- lögðu honum þó að fara hægt í sak- irnar. í annað sinn segir Valgeir að legið hafi við að illa færi við spila- mennskuna. Þá hafi hann fengið rosalega góð spil, alla ásana, kóng- ana og eitthvað af öðrum mannspil- um, samtals 56 punkta. „Mér varð svo mikið um þetta að ég þurfti bæði að fá pillu og súr- efni,“ segir Valgeir og hlær við að rifja þetta upp. Aldrei smeykur Þegar stóri dagurinn rann upp var mikið tilstand. Valgeir segist lít- ið hafa viljað ræða við þá sem höfðu farið utan í sams konar aðgerðir, segir að stundum sé best að vita sem minnst. Á milli 20 og 30 manns tóku þátt í aðgerðinni, íslenskir læknar og hjúkrunarfólk og sænsk- ir sérfræðingar. Á þessum tíma var Valgeir 63 ára gamall. Hann segist hafa verið far- inn að finna til máttleysis, það hafi í raun komið nokkuð skyndilega. Eitt árið hafi hann getað elt uppi dýrbitið lamb og gengið með það langa vegu. Árið eftir segist hann varla hafa getað gengið stiga án þess að þreytast mikið. „Það var alveg morgunljóst að að- gerðin yrði ekki umflúin. Þeir tóku æð úr fætinum, frá ökkla og upp í læri, bútuðu hana niður og tengdu fram hjá fjórum kransæðum. Ég treysti læknunum fullkomlega og var aldrei smeykur við að verða sá fyrsti sem fara skyldi í þessa aðgerð hér á landi.“ Passa upp á hreyfing- una Valgeir segir aðgerðina hafa lukkast vel. Hann hafi að vlsu verið svolítið langt niðri strax á eftir. Við því hafi verið varað og það lagast allt um leið og hann hafi komist heim. Hann segist lítið mark hafa tekiö á loforðinu um að hann yrði farinn aö hlaupa á fjöfl eftir mánuð en reyndin varð nú samt sú. „Ég gekk upp á Trölladyngju og passa nú vel upp á hreyfmguna. Ég reyni að synda daglega og geng heiman að frá mér í sundlaugina, um 20 mínútna gang hvora leið. Hreyfingin er afskaplega mikilvæg og án efa það sem ræður því að ég held þetta góðri heilsu enn,“ segir hinn 74 ára Valgeir G. Vilhjálms- son. -sv 30% afsláttur Sérstakt sumartilboð! €€ Verð frá kr. 13.580,- •ir kr. 2- innifalinn i ver>i eftir 18 eða 21 gíra Grip Shift eða E-Z Fire Shimano Equipped AIluTec VERSLUN FYRIR ÞA SEM VIUA GERA HAGSTÆÐ KAUP ! - tryggiH. Vi& Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Vaigeir G. Vilhjálmsson segist reyna að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi. Hreyfingunni þakkar hann hversu góð heilsan er í dag. DV-mynd E.ÓI. 117 e^a 135 MHz PowerPC 603e • 11,3 tommu dual-scan S7SA- litaskjár sem styður púsundir lita • Upplausn 800x600 pát. 12 eða 16 - 64 Mb vixmsluminni • 750 Mb eða 1 Ob harðdiskur Möguleiki á sexhraða geisladrifi • Tvœr PC-kortarauiir Eai'hlaða 30 vattstunda, HiMH, meðal-ending: 2 til 4 klst. 16 bita víððma hljðð • localtalk Verð frá aðeins Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Heimasíða: http://www.appla.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.