Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Page 26
26 ^mglingar
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 13 ..
Evrópsk frönskukeppni á vegum Alliance Francaise:
in hliðin
„Ég átti svo sannarlega ekki von
á því að sigra, fannst ritgerðin mín
satt best að segja léleg. Ég er ekki
mikill rithöfundur í mér,“ segir
Burkni Maack Helgason, 18 ára
nemi í eðlisfræðideild Menntaskól-
ans í Reykjavík. Síðastliðinn
fimmtudag var Burkni verðlaunað-
ur fyrir bestu ritgerðina í keppni á
vegum Alliance Francaise í París.
Alliance Francaise í Reykjavík stóð
fyrir keppninni' hér heima ásamt
Félagi frönskukennara.
Burkni segir keppnina vera
haldna fyrir framhaldsskólanema
sem ekki hafa dvalið lengur en þrjá
mánuði í Frakklandi. En hvað er
eðlisfræðinemi að gera í frönsku?
Franskan freistaði
„Við þurfum að velja þriðja
tungumálið og franskan freistaði
meira en þýskan. Ég hef komið til
Frakklands en aldrei talað
frönsku."
Burkni hefur nú lært frönsku í
þrjú ár og dómnefndin í ritgerða-
samkeppninni telur hann greinilega
hafa góð tök á málinu. Fimmtán
nemendur frá íslandi tóku þátt og
voru þrjár ritgerðir valdar úr og
sendar út, þeirra Burkna, Gunnhild-
ar Höllu Baldursdóttur frá Egils-
stöðum, og Maríu Mjallar Jónsdótt-
ur úr MR. Dómnefndin í Frakklandi
valdi síðan ritgerð Burkna og fær
hann tíu daga ferð til Parísar í júlí í
verðlaun.
Óspennandi efni
Burkni mátti velja um tvö efni til
þess að skrifa um; Hin evrópska
kona fyrr á öldum og nú á dögum og
Prjór ritgerðir voru sendar frá íslandi til Alliance Francais í París. María Mjöll Jónsdóttir fékk bókargjöf fyrir þátttöku
sína, Burkni Parísarferð og Gunnhildur Halia Baidursdóttir einnig bókargjöf. Sigurbjörg Gylfadóttir tók við verðlaun-
unum fyrir Gunnhildi. DV-myndir JAK
Burkni Maack Helgason varð hlutskarpastur í ritgerðarsamkeppni á vegum
Alliance Francaise í París. Hann fær að launum tíu daga dvöl í París í júlí.
Hvernig getur menning lítillar þjóð-
ar lifað af í skugga menningar stórr-
ar þjóðar?
„Mér fannst bæði efnin frekar
óspennandi en valdi það fyrra. Síð-
an skrifaði ég 4-5 blaðsíður og skil-
aði inn. Ég er ekki mikið í ritgeröa-
smíðum og í raun ekki mjög bók-
menntalega sinnaður. Samt tók ég í
vetur þátt í keppni þar sem læra
þurfti utanbókar tvö ljóð á frönsku
og flytja þau. Þar gekk mér ekki
eins vel og nú,“ segir Burkni og
bætir við að hann stefni ekkert sér-
staklega á meira nám í frönskunni.
Segir eðlisfræðina meira heillandi.
Auk námsins í MR stundar
Burkni frjálsar íþróttir af kappi og
syndir mikið. í sumar snyrtir hann
og klippir, rakar og mokar og allt
hvað þarf hjá Kirkjugörðum Reykja-
vikur. Hann stefnir að því að út-
skrifast frá MR næsta vor.
-sv
Guðný Eyþórsdóttir, hlaupadrottningin unga í IR:
Skemmtilegast að hlæja
Guðný Eyþórsdóttir, 15 ára
frjálsíþróttakona í ÍR, kom mörg-
um á óvart á Smáþjóðaleikunum
nýverið og sigraði í 100 metra
hlaupinu. Hún krækti sér í brons-
iö í 200 metrunum og var loks í
sigursveit íslands í 4x100 metra
boðhlaupi. Hún þykir eitt mesta
efni sem fram hefur komið á sviði
frjálsíþrótta hér á landi og býr yflr
miklum sprengikrafti. Hún sýnir
hina hliðina á sér að þessu sinni.
Fullt nafn; Guðný Eyþórsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 18. júlí
1981.
Maki: Enginn.
Böm: Engin.
Bifreið: Engin, ennþá.
Starf: Frjálsíþróttafræðsla hjá
Vinnuskólanum.
Laun: Vinnuskólalaun.
Hefur þú unnið f happdrætti eða
lottói? Nei - eða jú, 50 kall í
happaþrennu.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera? Hlæja!
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að hafa ekkert aö gera og að
mistakast.
Uppáhaldsmatur: Pizza.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn og app-
elsínusafi.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Guðrún Arnar-
dóttir stendur sig alltaf mjög vel.
Uppáhaldstímarit: íþróttablaðið.
Hver er fallegasti karl sem þú
hefur séð? Enginn einn, sem ég
vil nefna!
Ertu hlynnt eða andvíg ríkis-
stjórninni? Hlutlaus.
Hvaða persónu langar þig mest
til að hitta? Merlene Ottey eða
Donovan Bailey.
Uppáhaldsleikari: Jim Carrey er
frábær.
Uppáhaldsleikkona: Engin sér-
stök.
Uppáhaldssöngvari: Guðbjörg
Lilja í ÍR.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Á
mér engan uppáhaldsstjórnmála-
mann.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Grettir.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Bráða-
vaktin og Simpson-fjölskyldan.
Uppáhaldsmatsölustaður/veit-
ingahús: Salatbarinn hjá Eika.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Enga sérstaka.
Hver útvarpsrásanna fixmst þér
best? FM 95,7.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán
Guðmundsson.
Hverja sjónvarpsstöðina horfir
þú mest á? Stöð 2 meðan ég gat,
en núna Ríkissjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng-
inn.
Uppáhaldsskemmtistaður/krá:
Enginn sérstakur, er alltof ung til
aö stunda svoleiöis staði.
Uppáhaldsfélag í íþróttum?
íþróttafélag Reykjavikur, ÍR, að
sjálfsögðu.
Stefnir þú að einhverju sér-
stöku 1 framtíðinni? Já, bara að
halda áfram að mennta og bæta
mig og að geta lifað góðu og
áhyggjulausu lífi.
Hvað ætlar þú að gera í sumar-
frlinu? Leika mér, hafa gaman og
æfa!
Guðný Eyþórsdóttir kom skemmtiiega á óvart á Smáþjóðaleikunum og
sannaði að þar fer eitt okkar mesta efni í frjálsum íþróttum.
DV-mynd JAK