Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Blaðsíða 26
26 ^mglingar LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 13 .. Evrópsk frönskukeppni á vegum Alliance Francaise: in hliðin „Ég átti svo sannarlega ekki von á því að sigra, fannst ritgerðin mín satt best að segja léleg. Ég er ekki mikill rithöfundur í mér,“ segir Burkni Maack Helgason, 18 ára nemi í eðlisfræðideild Menntaskól- ans í Reykjavík. Síðastliðinn fimmtudag var Burkni verðlaunað- ur fyrir bestu ritgerðina í keppni á vegum Alliance Francaise í París. Alliance Francaise í Reykjavík stóð fyrir keppninni' hér heima ásamt Félagi frönskukennara. Burkni segir keppnina vera haldna fyrir framhaldsskólanema sem ekki hafa dvalið lengur en þrjá mánuði í Frakklandi. En hvað er eðlisfræðinemi að gera í frönsku? Franskan freistaði „Við þurfum að velja þriðja tungumálið og franskan freistaði meira en þýskan. Ég hef komið til Frakklands en aldrei talað frönsku." Burkni hefur nú lært frönsku í þrjú ár og dómnefndin í ritgerða- samkeppninni telur hann greinilega hafa góð tök á málinu. Fimmtán nemendur frá íslandi tóku þátt og voru þrjár ritgerðir valdar úr og sendar út, þeirra Burkna, Gunnhild- ar Höllu Baldursdóttur frá Egils- stöðum, og Maríu Mjallar Jónsdótt- ur úr MR. Dómnefndin í Frakklandi valdi síðan ritgerð Burkna og fær hann tíu daga ferð til Parísar í júlí í verðlaun. Óspennandi efni Burkni mátti velja um tvö efni til þess að skrifa um; Hin evrópska kona fyrr á öldum og nú á dögum og Prjór ritgerðir voru sendar frá íslandi til Alliance Francais í París. María Mjöll Jónsdóttir fékk bókargjöf fyrir þátttöku sína, Burkni Parísarferð og Gunnhildur Halia Baidursdóttir einnig bókargjöf. Sigurbjörg Gylfadóttir tók við verðlaun- unum fyrir Gunnhildi. DV-myndir JAK Burkni Maack Helgason varð hlutskarpastur í ritgerðarsamkeppni á vegum Alliance Francaise í París. Hann fær að launum tíu daga dvöl í París í júlí. Hvernig getur menning lítillar þjóð- ar lifað af í skugga menningar stórr- ar þjóðar? „Mér fannst bæði efnin frekar óspennandi en valdi það fyrra. Síð- an skrifaði ég 4-5 blaðsíður og skil- aði inn. Ég er ekki mikið í ritgeröa- smíðum og í raun ekki mjög bók- menntalega sinnaður. Samt tók ég í vetur þátt í keppni þar sem læra þurfti utanbókar tvö ljóð á frönsku og flytja þau. Þar gekk mér ekki eins vel og nú,“ segir Burkni og bætir við að hann stefni ekkert sér- staklega á meira nám í frönskunni. Segir eðlisfræðina meira heillandi. Auk námsins í MR stundar Burkni frjálsar íþróttir af kappi og syndir mikið. í sumar snyrtir hann og klippir, rakar og mokar og allt hvað þarf hjá Kirkjugörðum Reykja- vikur. Hann stefnir að því að út- skrifast frá MR næsta vor. -sv Guðný Eyþórsdóttir, hlaupadrottningin unga í IR: Skemmtilegast að hlæja Guðný Eyþórsdóttir, 15 ára frjálsíþróttakona í ÍR, kom mörg- um á óvart á Smáþjóðaleikunum nýverið og sigraði í 100 metra hlaupinu. Hún krækti sér í brons- iö í 200 metrunum og var loks í sigursveit íslands í 4x100 metra boðhlaupi. Hún þykir eitt mesta efni sem fram hefur komið á sviði frjálsíþrótta hér á landi og býr yflr miklum sprengikrafti. Hún sýnir hina hliðina á sér að þessu sinni. Fullt nafn; Guðný Eyþórsdóttir. Fæðingardagur og ár: 18. júlí 1981. Maki: Enginn. Böm: Engin. Bifreið: Engin, ennþá. Starf: Frjálsíþróttafræðsla hjá Vinnuskólanum. Laun: Vinnuskólalaun. Hefur þú unnið f happdrætti eða lottói? Nei - eða jú, 50 kall í happaþrennu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hlæja! Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að hafa ekkert aö gera og að mistakast. Uppáhaldsmatur: Pizza. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og app- elsínusafi. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Guðrún Arnar- dóttir stendur sig alltaf mjög vel. Uppáhaldstímarit: íþróttablaðið. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Enginn einn, sem ég vil nefna! Ertu hlynnt eða andvíg ríkis- stjórninni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Merlene Ottey eða Donovan Bailey. Uppáhaldsleikari: Jim Carrey er frábær. Uppáhaldsleikkona: Engin sér- stök. Uppáhaldssöngvari: Guðbjörg Lilja í ÍR. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Á mér engan uppáhaldsstjórnmála- mann. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Bráða- vaktin og Simpson-fjölskyldan. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Salatbarinn hjá Eika. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Enga sérstaka. Hver útvarpsrásanna fixmst þér best? FM 95,7. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán Guðmundsson. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Stöð 2 meðan ég gat, en núna Ríkissjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng- inn. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Enginn sérstakur, er alltof ung til aö stunda svoleiöis staði. Uppáhaldsfélag í íþróttum? íþróttafélag Reykjavikur, ÍR, að sjálfsögðu. Stefnir þú að einhverju sér- stöku 1 framtíðinni? Já, bara að halda áfram að mennta og bæta mig og að geta lifað góðu og áhyggjulausu lífi. Hvað ætlar þú að gera í sumar- frlinu? Leika mér, hafa gaman og æfa! Guðný Eyþórsdóttir kom skemmtiiega á óvart á Smáþjóðaleikunum og sannaði að þar fer eitt okkar mesta efni í frjálsum íþróttum. DV-mynd JAK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.