Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Síða 50
58 'ikmyndir > Háskólabíó - í blíðu og stríðu: ★★★ Fyrsta ást Hemingways Richard Atten- borough hefur gert það aö sinu sérsviði að fjalla um fræg- ar per- sónur í myndum sínum. Allar hans eftirminnilegusu myndir fylia þennan flokk, upp úr stendur Gandhi, en ekki langt fyrir neðan eru Cry Freedom (Steven Biko), Shadowlands (C.S. Lewis) og Young Winston (Winston Churchill). Ekki jafn vel heppnuð er Chaplin. Því miður verður að segjast að í hlíðu og stríðu (In Love and War) skipar sér á bás með Chaplin, vel meint og stundum áhrifamikil, en skortir neistann til að persónumar verði að þeim máttarstólp- um sem þarf til að þær nái að framkalla þá útgeislun sem til þarf. Sem fyrr er Attenborough góður sögumaður og nýtir myndmálið stundum vel til að koma ástarævintýri hins átján ára Emests Hemmingways og hinnar 26 ára Agnes von Kurowsky til skila. Sandra Bullock og Chris O’Donnell ná upp góðum samleik, það neistar á milli þeirra og innileiki er í samleik þeirra sem gerir það að verkum að góð hrynjandi er í myndinni. Aldrei nær þó Attenbomgh að gera úr ást þeirra neitt sem gefur til kynna að í kjölfarið skrifaði Hemmingway eitt mesta ritverk nútimabókmennta, Vopnin kvödd (Farwell to Arms), en eina aðalpersónu bókarinar byggir hann á Agnesi von Kurowsky. Kannski er ástæðuna að finna í að samvera Hemmingways og von Kurowsky stóð ekki lengi, Attenborough teygir á sambandinu eins og hann getur, eða kannski er það einfaldlega það að þegar litið er yfir lífsferil skáldsins, sem var ævintýramaður mikill og frægur fyrir óheflaða framkomu, er erfitt að sjá hann fyrir sér sem ungling, sem er að deyja úr ást, eins gjarnan er sagt. Leikstjóri: Richard Attenborough. Handrit: Allan Scott og Clancy Sigal. Kvikmyndataka: Roger Pratt. Tóniist: George Fenton. Aðalleikarar: Sandra Bullock, Chris O'Donnell og Mackenzie Astin. Hilmar Karlsson Bíóhöllin - Körfuboltadraugurinn: Draugar og körfuboltar Körfuboltadraugurinn fyflir flokk þeirra fjölmörgu mynda sem reyna að sameina tvær helstu dægrastytt- ingar hins vestræna þjóðfélags, kvikmyndir og íþróttir. Þegar fylla á upp í hyldýpi í handriti eða hæfileikum er gripið til tveggja ráða, tæknibrellna og íþrótta. Hér er hvort tveggja notað svo örvæntingin hlýtur að hafa ver- ið mikil. Enda átti hún við rök að styðjast. Þessi frá- bærlega fyrirsjáan- legi sögu- þráður segir frá tveim bræðrum sem þrá það heitast að verða körfubolta- hetjur. Annar deyr þó af hjartaslagi (hljómar kunnug- lega?) áður en markmiðinu er náð en hann lætur ekki deigan síga og gengur aftur til að hjálpa litla bróður að ná takmarkinu. Ekki einu sinni svipur af Carrie og The Frighteners geta bjargað þessari frá algerri eymd og Poltergeist-vís- unin hjálpaði heldur ekki. Leikurinn var ekki slæmur en hann var heldur ekkert sérstaklega góður og fíflalæt- in, þó fyndin á köflum, gengu algerlega fram af sjálfum sér. íþróttir hafa löngum eyðilagt ágætis myndir. Lang- dregnar íþróttasenur gerðu til dæmis The Fan með Snipes og De Niro nokkum veginn óþolandi á að horfa og fór þar góður biti í hundskjaft. Það sem gerir Körfu- boltadrauginn örlítið frábrugðinn slíkum íþróttahetju- vellum er að megnið af myndinni er svindlað á sportinu og körfuboltatitillinn unninn á hamslausum drauga- gangi með tilheyrandi óleyfilegum brögðum. Nokkuð hressandi, en því miður náði húmorinn ekki nógu langt og allt féll í ljúfa og löglega löð að lokum. En meðan körfuboltadraugurinn er ekki svipur hjá sjón getur íþróttaáhugafólk og annað fólk hlakkað til að fá sjálfan Dennis Rodman á skjáinn í spennuhasamum Double Team og ÞAÐ gæti orðið gaman. Leikstjórl: Randall Miller. Handrit: Christopher Reed & Cynthia Carle. Tónlist: Marcus Miller. Aðalhlutverk: Marlon Wayans, Kadeem Hardispn, David Paymer, Michael Michele, Kevin Dunn. Ulfhildur Dagsdóttir LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 JCP"%T Háskólabíó: ain Delon-vika í Háskólabíói Alain Delon, einn fremsti leikari Frakka á þessari öld, leikur aðalhlutverkið í sex kvik- myndum sem verða sýndar í Háskólabíói næstu viku. Myndimar spanna ferO hans sem er fjörutíu ár. Opnunarmyndin er Plein SoleO. Aðrar myndir em Le Samourai, Mr. Klein, Pour la peau d’un flic, Mr. Klein og Le retour de Casanova. Sýndar verða tvær myndir á dag fram tO 20. júní. Plein Soleil 1959 Plein SoleO segir frá hinum auðuga Green- laf, sem sendir vin sinn, Tom Ripley, tíl Ital- íu tO að hafa uppi á syni sínum, PhOippe. Tom finnur soninn, sem stundar hið ljúfa líf og hefur hann ekki í hyggju að snúa heim tO Bandaríkjanna. PhOippe nýtur þess að niðurlægja Tom í viðurvist kærustu sinnar, Marge. Tom fær loks nóg og drepur PhO- ippe og gerist staðgengOl hans tO að geta nálgast bankainnistæður hans. Tom nær fljótt mfldlli hæfi í að blekkja fólk og virðist ætla að komast upp með það, þar tO forlögin taka í taumanna. Auk Delons leika í mynd- inni Maurice Ronet og Romy Schneider. Leikstjóri er Rene Clement. I Cahiers du Cinema sagði um Plein SoleO: „Plein SoleO er sakamálamynd í besta skOn- ingi þess orðs. Hún vekur hjá manni í senn unaðs- og vanlíðunarkennd, sem lokaupp- gjörið nær vart að raska.“ tuma siðvenjum. Samúræinn vekur enga andúð, heldur samúð og áhuga, svo átakan-X leg er lifsangist hans.“ Mr. Klein 1976 Mr. Klein gerist 1942. París er hersetin af Þjóðveijum. Robert Klein er maður á fimm- tugsaldri. Hann er einn af þeim sem grajða á gyðingaofsóknum. Dag einn er shmgið undir hurð hans blaði sem heitir Fréttir af gyðingum með nafrú hans og heimilisfangi. Klem verður órólegur og kemst að því hjá lögreglunni að hann á alnafna. Klein reynir nú aOt tO þess að hafa upp á þessum manni, en hefúr ekki erindi sem erfiði. Mótleikarar Delons eru Jeanne Moreau, Suzanne Flon, Michael Lonsdale og Juhet Berto. Leikstjóri er Joseph Losey. í Cahiers Du Cmema sagði um Mr. KLein: „Losey skrfraði hjá sér að mynd sín fjaflaði um tómlætið, sem á sér ólíkar hliðar hjá persónunum í myndinni. Hver þeirra er píslarvottur eigin n«| af- Le Samourai 1967 Jeff CosteOo er leigumorð- ingi. í byrjun myndarinnar er hann ráðinn tfl að myrða eiganda næturklúbbs. Þrátt fyrir fjarvistarsönnun, sem hann hefúr orðið sér úti um með hjálp vændiskonu, grunar lögreglan hann. Upphafsmaður- irm að morðinu vfll hann feigan þar sem hann veit of mikið og Jeff fer því í felur og lflir samkvæmt þeirri reglu að drepa tO þess að verða ekki drepinn og byijar á að drepa vinnuveitanda sinn. Mótleikarar Delons eru Nathalie Delon, Cathy Rosier og Michel Boisrond. Leikstjóri er Jean-Pierre MelvOle. í gagnrýni sagði í Combat: „Melville hlýtur að vera mikflfenglegur leik stjóri og Alain Delon mikOl leik- ari, þar sem þenn tekst svo meistaralega að um skiptaleysis, er á valdi þessa tómlætis, þjáist í aðgerðaleysi sínu, einkmn og sér í lagi Klein. Þessi kjami píslarinnar í myndinni um hr. Klein gerir hana að sterkum mál- svara gegn gyðingaofsóknum." Pour la peau d’un flic 1981 Coucas er fyrrum lögga sem nú vinnur sjáOstætt. Hann fær það verkefhi að hafa uppi á blindri stúlku sem hvarf að heiman. Málið virðist ósköp einfalt en samt sem áðm- dynja yfir hann óhöppin meðan á rannsókn málsins stendur og áður en hann veit af hefúr sú sem réði hann verið myrt af tveimur mönnum. Coucas nær að drepa annan en hinn sleppur og tO að auka á vandræði hans drepur hann einnig rann- sóknarlögreglumann. Coucas er því hundelt- ur af lögreglunni og einnig af hópi laun- morðingja. Alain Delon leikstýrði þessari mynd sjálfúr og mótleikarar hans eru Anne Parillaud og Michel Auclair. Le Figaro birti gagnrýni um myndina: „Alain Delon er hér viðkunnanlegri en við eigum að venjast. Mitt í ævintýrum og sam- ræðum myndarinnar hæðist hann að sjáO- um sér og gerir það að verkum að óþarfa ruddaskapur eins og drukknar í hlátras- köflum á réttum augnablikum." Notre Historie 1984 Notre Historie er saga um mann sem er einn í lestarklefa og drekkur bjór út úr neyð. Þetta er einnig saga um konu sem eigrar um lestar- stöðvar, sér þennan mann á brautarstöð og eltir hann upp i lest, þar sem hún ávarpar hann. Mótleikarar Delons eru Nathalie Baye og Michel Galabru. Leik- stjóri er Bemtrand Blier. í gagnrýni í Chaiers du Cinema sagði: „Það skiptir máh að vita hvað það merkir að segja sögu, jafnvel þótt kvikmynd segi raunverulega aldrei sögu. Þetta er það sem kemur upp í hugann þegar horft er á fram- vindu frásagnar Bertrands Bhers og titOlinn er tvíræður, því sagan getur verið margþætt og „okkar“ (Notre) getur einnig haft ýmsar skirskotanir í þessu samhengi." Le retour de Casanova 1992 Casanova vih komast heim tO Feneyja eft- ir að hafa lifað í lystisemdum. Hann er orð- inn gamah og á ekki krónu. Hann lifir á orðstír sínum og leikni í spOamennsku. Eini félagi hans er þjónninn Camflle, sem hann skuldar laun tO langs tíma. Handhafar lýðveldisins í Feneyjum neita Casanova um áritun. Hann neyðist því tfl að þvælast um Suður- Frakkland og Norður-Ítalíu. Leik- stjóri er Edouard Niermans og eru meðleik- arar Delons Fabrice Luchini, Alain Cuny og Delia Boccardo. Gagnrýnandinn Laura Vogler segir um myndina: „Le retour de Casanova er verðugt innlegg í endurkomu sögulegra kvikmynda, sem ekki hafa verið metnar að verðleikum. Það liggur mikfl heim- Odavinna að baki þessari stórgóðu mynd og þeim gefið langt nef sem vflja gera lítið úr Alam Delon. Hann sann- ar að harrn hefúr engu tapað af þeirri ástríðu sem leiklistin er honum.“ Alain Delon er fæddur 8. nóvember 1935 í Sceaux í Frakklandi. Hánn fór ungur að heiman, flúði sundrað heimOi eftir stormasama skólagöngu, skráði sig í her- inn og þjónaði fóðurlandinu sem fahhlífarhermaður í Indókóna þegar Frakkar áttu i stríði þar. Að stríðinu loknu sinnti hann ýmsum íhlaupa- störfum. Hann getur þakkað það útlitinu að honum var boðið að leika í kvikmynd því enga leikmenntun hafði hann að baki þegar hann lék í fyrstu kvikmynd sinni. Alain Delon Fyrsta mynd Alains Delons hét Quand la femme en méle og var hún gerð árið 1957. Hann sló strax í gegn og var eins og franski kvikmynda- heimurinn hefði beðið eftir honum. Útlit hans og tví- ræðni vöktu áhuga og fremstu kvikmyndaleikstjór- um í Evrópu, mönnum á borð við Clément, Visconti og Ant- onioni, fannst eftirsóknarvert að fá að vinna með honum. Alain Delon hefur ahtaf ver- ið umvafinn dularljóma þess sem enginn fær að kynnast, hann er goðsögn í lifanda lífi. Tvíbentur persónuleiki hans kemur glöggt fram í þeim hlutverkum sem hann velur sér. Hann er góður og Olur í senn, lögbrjótur og laganna vörður í einni og sömu per- sónu. Þótt Alain Delon sé fyrst og fremst þekktur sem kvik- myndaleikari hefur hann lát- ið th sín taka á sviði og í sjónvarpi, auk þess sem hann hefur sungið inn á plötur. Það litla sem vitað er um áhuga- mál hans er að hann er mikfll aðdáandi keppnisíþrótta. Delon hefur hlotnast margvís- legur heiður. Meðal annars fékk hann Cesar-verðlaunin frönsku fyrir leik sinn í Notre historie, sem sýnd er í Há- skólabíói, og árið 1995 fékk hann guflbjöminn á kvik- myndahátíðinni í Berlín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.