Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1997, Blaðsíða 56
> FRÉTTASKOTIÐ cc ( LLI ' SÍMINN SEM ALDREI SEFUR s: lxo «=t 1— LTO 1— Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 Verðþróun á tómötum og paprikum 700 kr. 0 23.maí 30.maí 6.júní ll.júní Græn paprika CSZ3 Tómatar ________________n^i Grafið sýnir verðþróun á grænni papriku og tómötum í Bónusi frá 23. maí. >Verðhrun á grænmeti Útsöluverð á tómötum og grænni papriku snarlækkaði í gærmorgun. Verslanir Bónus lækkuðu græna papriku úr 445 kr. í 279 kr. kílóverðið og tómatar lækkuðu í 159 kr. í versl- unum Hagkaups lækkaði kílóverð af tómötum úr 298 kr. í 198 kr. -ST Veörið um helgina: Svalt með skúrum Veður fer kólnandi um helgina og gengur á með skúrum, að sögn veðurfræðinga Veðurstofunnar. Á sunnudag verður hæg breytileg átt norðanlands en skúrir síðdegis sunnanlands. Hiti verður á bilinu 3-12 stig, hlýjast sunnan til. Á mánudag og á þjóðhátíðardaginn er spáð áfram hægri breytilegri eða norðlægri átt, skúraleiðingum um allt land og svölu veðri. Hiti verður 2-12 stig og hlýjast sunnanlands. Óku drukknir inn í Hvalfjarðar- göngin Tveir menn óku ölvaðir á jeppa- bifreiö inn í Hvalfjarðargöngin í gærmorgun. Bíllinn hafnaði að lok- um niðri í frárennslisskurði sem liggur með fram gangnaveggnum og festist þar. Stórhætta var á ferðum þar sem engin gæsla er á staðnum og verið var að sprengja innar i göngunum. Mennirnir komust þó aðeins 150 metra inn í göngin áður en ökuferðinni lauk. Mennimir eru úr sveitinni og sitja nú í gæslu lögreglunnar í Borg- arnesi. -sf m L O K I Gylfa Traustasyni, útgeröarmanni Sæljóns ÁR, hótaö veiðileyfissviptingu: Fór tvö kíló fram yfir karfakvóta skipsins - skiptir ekki máli hvort um eitt eða þúsund kíló er að ræða, segir Fiskistofa „Ég er hérna með bréf frá Fiski- stofu þar sem mér er hótað svipt- ingu veiðileyfis næstkomandi mið- vikudag 18. júní fyrir að fara 2 kíló fram yfir þann karfakvóta sem skipið hefur. Þetta er gert þótt við eigum inni um 30 tonn af ufsa- kvóta. Ég hefði haldið að hægt væri að millifæra þessi tvö kíló úr þeim kvóta. Nú verð ég að fara á stúfana og kaupa mér tveggja kilóa kvóta til þess að missa ekki veiði- leyfið. í fullri alvöru þá á svona vitleysa ekki að þekkjast. Að menn séu á fullum launum hjá Fiskistofu við að eltast við og skrifa mönnum bréf vegna þess að þeir hafi farið eitt eða tvö kíló fram yfir kvóta,“ sagði Gylfi Traustason, útgerðar- maður Sæljóns ÁR, í samtali við DV. Hann sagði að þegar hann hefði rætt við menn hjá Fiskistofu um þetta hefði honum verið sagt að þar væri tekið á svona málum allt niður í eitt kíló. „í lögunum segir að til þess að skipi sé heimilt að fara á sjó verði aflaheimildir að vera til fyrir þeim afla sem líklegt er að skipið fái. Ef menn eru komnir fram yfir þá eru þeir komnir fram yfir,“ sagði Ari Arason, starfsmaður Fiskistofu, í samtali við DV. Hann var spurður hvort það skipti engu máli hvort um eitt kíló eða eitt tonn væri að ræða? „Er einhver munur á því? Ann- aðhvort er skip komið fram yfir kvóta eða ekki. Hér halda menn sig við orðanna hljóðan í lögun- um,“ sagði Ari. „Þetta nemur einum karfa og við hefðum betur haft hann í kvöldmatinn á heimleiðinni. Ann- ars veit ég ekki hvers konar skrípaleikur þetta er. Við erum gerðir að brotamönnum, sem svipta á veiðileyfi, fyrir einn karfa, tvö kíló, á sama tíma og hvers kon- ar brotamenn ganga lausir í þjóð- félaginu," sagði Jón Arason, skip- sfjóri á Sæljósi ÁR, í samtali við DV. -S.dór Tvíburarnir Ebba (t.v.) og Edda fermast í dag og ætla að nota tækifærið og halda litlu tvíburunum, systkinum sínum, undir skírn. DV-mynd MB Tvennir tvíburar: Skírðir og fermdir saman Sá einstæði atburður gerist í dag í Skarðskirkju á Skarðsströnd að tvíburarnir Ebba og Edda Unn- steinsdætur fermast og systkini þeirra, sem eru einnig tvíburar, verða skírð um leið. „Ebba átti heiðurinn af hugmynd- inni um að ferma og skíra í einu. Hún var búin að bíða eftir því lengi að eignast lítil systkini og fékk þá hugmynd að þær systur gætu haldið á litlu tvíburunum undir skírn,“ segir Dagný Karlsdóttir, móðir tví- buranna, en hún og eiginmaður hennar, Unnsteinn Eggertsson, búa að Skarðsá á Skarðsströnd ásamt bömunum fjórum. „Það er mjög sérstakt að vera að ferma fyrri tvíbura og skíra seinni. Ætli það sé ekki einstakt að það hittist svona á innan sömu fjöl- skyldu? Mér brá svolítið þegar ég frétti að ég gengi aftur með tvíbura en þetta er mjög gaman. Það er alltaf gaman þegar bömin em fríð og heil- brigð.“ -sf Bjartviðri sunnanlands Á morgun verður fremur hæg norðlæg eða breytileg átt, súld eða rign- ing norðanlands en skúrir síðdegis sunnanlands. Hiti verður á bilinu 3 til 12 stig, hlýjast sunnanlands. Hæg breytileg átt Á mánudag er útlit fyrir hæga breytilega eða norðlæga átt og skúra- leiðingar um allt land. Hiti verður 2 til 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.