Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Page 4
18 nlist FÖSTUDAGUR 27. JUNI1997 ísland — plötur og diskar- 1. ( - ) OK Computer Radiohead 2. (1 ) Pottþétt 8 Ymsir 3. ( 5 ) Forever Wu Tang Clan 4. ( 2 ) Spice Spice Girls 5. (19) Evita Ur söngieik 6. ( 3 ) Stoosh Skunk Anansie 7. ( 6 ) No Doubt Tragic Kingdom 8. (- ) Baduizm Erykah Badu 9. ( - ) Þrettán sígildar söngperlur Fóstbrœður 10. ( 8 ) The Saint Úr kvikmynd 11. (- ) Album of the Year Faith No More 12. (- ) R Raegge on lce 13. (-) Polydistortion Gus Gus 14. (16) Fields of Gold, Best of Sting 15. ( 4 ) Falling into You Celine Dion 16. (10) Very Bestof Cat Stevens 17. (12) RómeóogJúlía Úr kvikmynd 18. ( - ) Mercury Falling Sting 19. (- ) 5th Element Úr kvikmynd 20. ( - ) Greatest Hits Police London -lög- — f 1. (- ) ril Be Missing You Puff Daddy & Fait Evans t 2. (- ) Bitter Sweet Symphony The Verve | 3. (1 ) MmmBop Hanson t 4. ( - ) Hundred Mile High City Ocean Colour Scene 5. (- ) On Your Own Blur 6. ( 2 ) I Wanna Be the Only One Eternal Featuring BeBe Winans 7. ( 4 ) Free Ultra Nate t 8. ( - ) Nothing Lasts Forever Echo & The Bunnymen f 9. ( - ) Guiding Star Cast fc 10. ( 8 ) Coco Jamboo Mr. President New York —lög— I 1.(1) ril Be Missing You Puff Daddy & Faith Evans | 2. ( 2 ) MmmBop Hanson I 3. ( 3 ) Return of the Mack Mark Morrison t 4. ( 6 ) Bitch Meredith Brooks I 5. ( 4 ) Look into My Eyes Bone Thugs-N-Harmony | 6. ( 5 ) Say You'll Be there Spice Girls | 7. ( 7 ) I Belong to You Rome i 8. ( 8 ) It's Your Love Tim McGraw t 9. (10) G.H.E.T.T.O.U.T. Changing Faces I 10. ( 9 ) The Freshmen The Verve Pipe Bretland — —— plötur og diskar— t 1. ( - ) Ok Computer Radiohead | 2. ( -) Destination Anywhere Jon Bon Jovi I 3. ( 1 ) Middle of Nowhere Hanson t 4. ( -) Ladies & Gentlemen We Are F... Spiritualized Í 5. ( 5 ) Spice Spice Girls | 6. ( 4 ) Before the Rain | Eternal | 7. ( 3 ) Always on My Mind Elvis Presley t 8. ( 2 ) Timeless Sarah Brightman t 9. (-) EV3 En Vogue t 10. ( 6 ) The Best of Bob Dylan Bandaríkin -—=plötur ogdiskar- — I 1. ( 4 ) Butterfly Kisses Bob Carlisle t 2. (1 ) Wu-Tang Forever Wu-Tang Clan | 3. ( 2 ) Everywhere Tim McGraw t 4. ( 3 ) Spice Spice Girls I 5. ( 5 ) Middle of Nowhere Hanson t 6. ( 6 ) God’s Property Gods Property from Kirk Franklins I 7. ( 9 ) Bringing Down the Horse The Wallflowers t 8. (10) Carrying Your Love with Me George Strait | 9. (- ) Batman & Robin Soundtrack f10. (- ) Falling into You Celine Dion rioitii olr fir Nýtt hljómplötufyrirtæki, Sproti, er orðið að veruleika. Það er í eigu fyrirtækisins Spors en verður rekið sem sjálfstæð rekstrareining. Mark- mið hins nýja fyrirtækis verður að gefa út efni með nýjum, ungum is- lenskum flytjendum. Páll Arnar Steinarsson hefnr ver- ið ráðinn til að stýra Sprota. Fyrsta verkefni hans verður að standa að útgáfu geislaplötu sem hefur hlotið nafnið Spírur. Efnt verður til sam- keppni meðal ungra tónlistarmanna og velur sérstök dómnefnd sjö úr hópnum sem gefst kostur á að koma tónlist sinni á framfæri á Spírum, tveimur lögum hverjum. Samkeppn- in er reyndar þegar hafín og stend- ur til tíunda júlí. Nokkur skilyrði eru sett þeim sem hafa hug á að koma tónlist sinni í keppnina og það helsta er að hafa ekki áður gefið út geislaplötu í fullri lengd. Þeir geta annað hvort sent upptökur með tónlist sinni til Sprota eða hóað í Pál Arnar í síma 899-2133 og óskað eftir því að dóm- nefndin komi á æfingu og hlýði á sig. Allar nánari upplýsingar um keppnina eru gefnar í sama síma. Myndbönd og sjón- varpsþáttur' Hljóðupptökur fara siðan fram í upptökuverinu Grjótnámunni í júli og ágúst. í ágúst og september verða síðan unnin myndbönd og sjón- varpsþáttur samhliða þeim hljóð- upptökum sem þá verða eftir. Ætl- unin er sem sagt að gera myndbönd við sjö laganna á Spírum, eitt með hverjum flytjanda. Fyrirtækið Plúton hefur tekið að sér að gera myndböndin. Platan á síðan að koma út í október og þá verður sjón- varpsþátturinn einnig tilbúinn. Sproti og Islenska útvarpsfélagið hafa gert með sér samstarfssamning um verkefnið. Þá verður haft náið samstarf við Hitt húsið um hönnun, kynningu og hljómleikahald i tengslum við útgáfu á Spírum. Þar verður jafnframt haldið sérstakt námskeið fyrir flytjenduma til kynningar á hugtökum og inntaki plötu- og höfundarréttarsamtaka. í frétt frá Sprota í tilefni þess að fyrirtækið er komið á laggirnar og að keppnin um flytjendur er hafin segir að ætlunin með verkefninu sé meðal annars sú að það skili af sér tónlistarfólki sem hefur áhuga á að byggja upp tónlistarferil sinn sem langtímamarkmið. Hugmyndin er sú að samkeppnin og afrakstur hennar, geislaplatan Spírur, verði árlegur viðburður í starfi hins nýja hljómplötufyrirtækis. -ÁT 14 fóstbræður 14 fóstbræður er örugglega einn vinsælasti og ástsælasti sönghópur sem starfað hefur á íslandi. Hópur- inn varð til er nokkrir félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum voru fengnir til að koma fram í skemmti- þáttum Svavars Gests í Ríkisútvarp- inu veturinn 1963-64. Vakti söngur þeirra hrifningu útvarpshlustenda og hefur ómað á öldum ljósvakans æ síðan. Skífan gefur nú út á geislaplötu úrval söngvasyrpna sem voru aðals- merki 14 fóstbræðra og upphaflega /-/ ffk/i O/. þreziár. 1%: ■ Yflj *'jj| j "! w r ls gefnar út á tveimur hljómplötum. Hljómplötumar hafa verið ófáanleg- ar í mörg ár. Upptökurnar hafa síð- an verið endurunnar með nýjustu tækni. Á plötuumslagi segir m.a.: „14 fóstbræður vænta þess að hljóm- plata þessi megi falla í geð þeim hlustendum sem gaman hafa af því að rifja upp vinsæl og létt lög, inn- lend sem erlend, gömul og ný - og umfram allt: Að taka sjálfir hressi- lega undir sönginn!" Hljóðblöndun OK Computer Radiohead og Massive Attack eiga þessa dagana í samningaviðræðum um samvinnu við endurhljóð- blöndun hinnar nýju plötu Radiohead, OK Computer. Hljómsveitirnar hittust af tilviljun á tónleika- ferðalagi í Bandaríkjun- um. Colin Greenwood, með- limur Radioheads, sagði að jafnvel þó Massive Attack hefði ekki tíma til að vinna með þeim alla plötuna myndu þeir að minnsta kosti endurhljóð- blanda nokkur lög saman. Ný smáskífa er einnig væntanleg með Massive Attack hinn 7. júlí. Á diskinum verða tvö ný lög, Risingson og Super Predators. Phoenix frestað Eins og áður hefur komið fram hafa yfirvöld í Stratford bannað Phoen- ix-hátíðina sem átti að vera 17.-20. júlí. Yfirvöld telja að heilsu- og öryggis- málum í sambandi við há- tíðina sé ábótavant og einnig er hugsanlegt að hávaðamengun myndi stafa frá tónleikunum. Mean Fiddler, umsjón- armaður hátíðarinnar, segir öruggt að hátíðin verði haldin en yfirvöld í Stratford bíða niðurstöðu afrýjunardómstóls sem á aö birtast 26.-27. júní. Meðal þeirra sem eiga að koma fram á hátíðinni eru The Charlatans, Dav- id Bowie, Skunk Anansie og Spiritualized. Slys Jeff Buckley var hvorki drukkinn né undir áhrif- um eiturlyfja þegar hann drukknaði í ánni Miss- issippi 29. maí síðast liðn- um. 0,04 mg alkahólmagn fannst í blóði Buckleys og engin merki um eitur- lyfianotkun. Fjölskyldan undirbýr nú jarðarför í Memphis. Nýr framleiðandi Michael Beinhom verður framleiðandi nýrrar plötu hljómsveitarinnar Hole. Beinhom hefur áður unn- ið fyrir hljómsveitimar Soundgarden (Sup- erknown), Soul Asylum (Grave Dancer’s Union) og Red Hot Chili Peppers (Uplift Mofo Party Plan). Fyrrum framleiðandi hljómsveitarinnar, Billy Corgan, hafði ráðgert að fá ýmsa góða tónlistar- menn til að vinna með hljómsveitinni að gerð nýju plötunnar. Bræðum- ir Jimmy og Dennis Flem- ion úr hljómsveitinni The Frogs og trommuleikar- ann Chris Vrenna úr Nine Inch Nails em með- al þeirra sem höfðu borið á góma. Að sögn talsmanns Hole hefur hljómsveitin hætt við öll slik áform og ætlar að vinna ein að gerð plöt- unnar. Hjálp Hljómsveitin The Car- digans hefur sent út neyð- aróp til allra Intemet-not- enda í Norður-Evrópu. 16. júní síðastliðinn lenti hljómsveitin í þeirri mið- ur skemmtilegu reynslu að farangri og hljóðfærum hljómsveitarinnar var rænt. Mörg hljóðfæranna eru einstök í sinni röð og láta The Cardigans boð ganga til allra tónlistarbúða að fylgjast með hvort óprúttnir náungar reyni að selja búðunum hljóð- færi hljómsveitarinnar. Meðal þeirra hluta sem hljómsveitin varð að sjá eftir er Gibson-bassi úr gulli með Les Paul áletr- un frá 1974, hátalarar, Ludwig-trommusett og hátalarabox. The Cardigans lofar veglegum fundarlaunum. Pat hættir ekki Foo Fighters hafa neit- að orðrómnum um að Pat Smear gítarleikari ætli að yfirgefa hljómsveitina að afloknum tónleikaferðum sumarsins. Sögusagnir fóru á kreik eftir að Smear og Dave Grohl, annar meðlimur hljómsveitarinnar, lentu í miklum deilum. Hvað sem því líður ætl- ar hljómsveitin að gefa út smáskífu 7. júlí næstkom- andi og 16.-17. ágúst mun hún troða upp á hátíð í Leeds og Chelmsford. Evíta Söngleikurinn Evíta, sem Pé-leik- hópurinn setur upp um þessar mundir í íslensku óperunni, er einn vinsælasti söngleikur sögunnar. Skífan gefur nú út á geislaplötu hina stórfenglegu tónlist söngleiks- ins eftir Andrew Lloyd Webber við texta Tim Rice, í íslenskri þýðingu Jónasar Friðriks Guðnasonar. Upp- tökustjóm annaðist Þorvaldur Bjami Þorvaldsson sem einnig er tónlistarstjóri söngleiksins í ís- lensku óperunni. Á plötunni syngja sömu lista- menn og standa á sviðinu í íslensku óperunni. Andrea Gylfadóttir túlkar Evitu, Egill Ólafsson mann hennar, Juan Perón, Baldur Trausti Hreins- son er í hlutverki byltingarforingj- ans Che, Björgvin Halldórsson syng- ur rödd Megaldi og Vigdís Hrefna Pálsdóttir er í hlutverki hjákonunn- ar. Á plötunni kemur einnig fram fiölmennur kór sem m.a. er settur saman úr félögum i Kammerkór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju. Fjöldi hljóðfæra- leikara annast undirleik á plötunni. Smáauglýsingar rm 5505000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.