Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 tónlist I9 *★ ★ J ohn Árið 1992 vaknaði John Fogerty upp við vondan draum. Hann hafði svikið loforðið sem hann hafði gefið sjálfum sér á unglingsárunum. Að verða reglulega góður hljóðfæra- leikari og gera almennilegar plötur eins og átrúnaðargoðin Chet Atk- ins, Duane Eddy, Elvis, Amos Burton og fleiri. „Mig dreymdi um það þegar ég var fjórtán ára að verða virkilega góður,“ segir John Fogerty. „Síðan sló maður í gegn með Creedence Clearwater Revival og þar með fór allt á versta veg. Ég varð latur og hætti að taka framforum og svo var árið 1992 allt í einu komið og þá mundi ég eftir loforðinu. Þama var ég og rembdist við að búa til tónlist á nýja plötu með fólki sem ég gerði þær kröfur til að það stæði sig óað- finnanlega. Sjálfur var ég of lélegur til að eiga heima í þessum hópi svo að ég ákvað að gera eitthvað í mál- inu.“ Þegar þama var komið sögu voru liðin sex ár frá því að John Fogerty sendi frá sér plötuna Eye of the Zombie og það áttu eftir að líða fimm ár til viðbótar þar til platan Blue Moon Swamp var gefin út. Listamaðurinn segist einfaldlega hafa verið að leita að hinum full- komna hljómi - og sjálfum sér. „Það eru reyndar liðin fjögur og háift ár síðan ég byrjaði á plöt- unni,“ segir hann. „Þeir sem ég vann með á þeim tíma náðu hins vegar ekki alveg þeim anda sem ég vildi hafa á lögunum. Útsetningam- ar gáfu mér ekki eins kröftugt spark í afturendann og ég vildi að þær gerðu. Ástæðan var hins vegar ekki bara samstarfsmennirnir. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á að ég átti sjálfur hlut að máli.“ Fjölhæfur Fogerty fékk að lokum þann mannskap sem hann var sáttur við. Sjáifur greip hann síðan í gítara, írskt bouzouki, farflsa orgel, tam- búrínu, fetilgítar, rafmagnaðan sít- ar, mandólín og síðast en ekki síst Dobro sem hann lærði sérstaklega á til að geta spilað sjálfur í einu lagi plötunnar, Á Hundred and Ten in the Shade. „Fyrst eftir að ég samdi lagið var ég sannfærður um að með því að spila á gítarinn með flöskustút næði ég rétta blænum. Ég æfði mig á að spila svoleiðis i ár en áttaði mig svo allt í einu á því að ég hafði alltaf haft Dobro í huga.“ Tveimur árum síðar var John Fogerty ekki einung- is orðinn sáttur við eigin Dobro-leik í laginu heldur hafði hann uppgötv- að að það var „farartækið mitt til að komast til annarra heima og vídda.“ Aldarfjórðungur er liðinn á þessu ári síðan hljómsveit Fogertys, Creedence Clearwater Revival, leið undir lok. Síðan hefur hann einung- is sent frá sér þrjár plötur. Ekki er hægt að kenna leti um að afköstin eru lítil. Ýmis málaferli í kjölfar þess að hljómsveitin hætti hafa gert það að verkum að mikill hluti starfsorkunnar fór í að leysa úr lagaflækjum með lögfræðingum. Og ekki spiúti það síður fyrir að John Fogerty var einfaldlega bannað að láta gefa út með sér neina tónlist í lengri tíma meðan verið var að út- kljá eitt og annað sem viðkom CCR. Erfitt fyrir andann „Öll þessi málaferli reyndu veru- lega á sköpunargleðina," segir Fogerty. „Það hljómar bamalega að segja það núna en ég var gjörsam- lega óviðbúinn öllu því neikvæða sem helltist yfir mig þegar málaferl- in út af CCR byrjuðu. Þau leiddu til þess að ég fór að fyrirlíta allt sem við kom hljómsveitinni, þar á með- al mín eigin lög.“ Slik varð fyrirlitningin að John Fogerty neit- aði með öllu að spila gömlu Creedence- smellina á hljómleika- ferðum sín- um. Hann samdi þó frið við þá og sjálf- an sig og lék nokkra þeirra á hljómleik- um á þjóðhá- tíðardegi Bandaríkj- anna árið 1987 þegar efnt var til hátíðartón- leika til styrktar göml- um Víetnam- hermönnum. Síðar hefur hann nokkrum sinnum kom- ið fram og spilað blöndu af lögum frá CCR-tímanum í bland við tónlist sem hann samdi eftir að hljóm- sveitin var lögð niður. Nú er fyrsta hljómleikaferð hans um margra ára skeið í uppsigl- ingu og þar á að leika brot af því besta frá ferlinum öllum, frá því þegar Proud Mary og Bad Moon Ris- ing klifruðu upp vinsældalistana og tii þessa dags. John Fogerty með Dobroið í fanginu. Það tók hann tvö ár að ná almennilegum tökum á þvf. „Ég held að með Blue Moon Swamp sé ég loksins kominn á þá línu sem aðdáendurnir vilja hafa mig á,“ segir hann. „Ferillinn hefur svo sem ekki verið línulegur. Skrykkjóttur og hlykkjóttur væri nær sanni. En nú er ég farinn að vanda mig og er að gera það sem ég veit að ég geri best og vona að þeir sem hafa gaman af lögunum minum séu sáttir.“ Pog m m % m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m m % m m m m m m Þeir sem eru í djammstuði um helgina og langar að skreppa út á land þurfa al- deilis ekki að láta sér leið- ast. Föstudaginn 27. júní verð- ur hin þjóðkunna hljóm- sveit Reggae on Ice með brjálað ball í Víkurröst á Dalvík. Þar er aldurstak- mark 18 ára. Strákamir úr hljómsveit- inni Sóldögg spila um helg- ina í Vestmannaeyjum og ri§a upp gamla Eyjaslagara. Það verður líf og fjör í Stykkishólmi en þar troða Milljónamæringarnir upp með Bjarna Ara í farar- broddi. Laugardaginn 28. júní verður Reggae on Ice með sveitaball í Miðgarði, Skagafirði. Þar er 16 ára aldurstakmark. Á laugardaginn er það hljómsveitin Úttra, með Antoni Kröyer og Elínu Klemenzdóttur, sem heldur uppi fjörinu í Kántríbæ á Skagaströnd. Það verðmr grípandi stemn- ing í Eyjum um helgina en stuðhljómsveitin Greip leikur fyrir dansi á skemmtistaðn- um Lundanum. Þeir sem ætla að dvelja í bænum um helgina geta einnig tek- ið sér ýmislegt fyrir hendur. Bubbi Morthens, hinn eini og sanni, verður með tónleika á Café Royal á laugar- dagskvöldið og heíjast þeir stundvíslega klukkan 21. Stefán P. og Pétur leika tónlist fyrir gesti á Mímisbamum. Á Gauki á Stöng leikur hljómsveitin Kisuber fyrir dansi alla helgina og er tilvalið að mæta og fá sér snúning. Á laugardaginn spil- ar hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar í Danshúsinu í Glæsibæ. Og síðast en ekki síst. Gömlu brýnin Svenni og Halli leika fyrir dansi bæði á föstudags- og laugar- dagskvöldið á kaffi Gullöld í Grafarvogi. Góða skemmtun um helgina en munið að ganga hægt um gleð- innar dyr. Reggae on lce Piltamir geðþekku í Reggae on Ice hafa sent frá sér nýjan geisla- disk en hann ber einfaldlega nafnið R. Þeir félagar hafa spilað mikið saman í vetur og aflað sér mikilla vinsælda með grípandi og skemmti- legri tónlist. Síðasta sumar kom út diskurinn í berjamó sem hlaut afbragðsundir- tektir en að sögn hljómsveitar- manna er annar tónn á nýja gripn- um. Að þeirra sögn er að finna á plötunni skarpar, grípandi melódí- ur og fjölbreytta rytma eða blöndu af reggaepoppi eins og strákarnir vilja hafa það sjálfir. Algjör kúvending. Hljómsveitarmenn gefa plötuna út sjálfir, líkt og þeir gerðu í fyrra, en Skífan sér hins vegar um dreif- ingu. -------FFFFFFA Smáauglýsinga deilci DV er opin: • virka daga kl. 9-221 • laugardaga kl.9-14 • sunnudaga kl, 16-22 Skilafrestur smáauglýsinga erfyrir kl. 22 kvöldiö fyrir tök, Smáauglýsingí Helgarblað DVverðurþó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. o\\t mill/ hi^ Smáaudvámaf wn 'y ‘wfi isflwi EEÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.