Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Page 11
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997
%iyndbönd
Evita:
Maria Eva Ibarguren, sem síðar
varð þekkt sem Eva Peron, fæddist
árið 1919 í smábænum Los Toldos í
Argentínu. Fimmtán ára fylgdi hún
tangó-söngvara nokkrum til Buenos
Aires, hóf þar að klífa metorðastig-
ann og tókst að afla sér nokkurrar
frægðar sem leikkona. Á góðgerðar-
tónleikum árið 1944 hitti hún ofurst-
ann Juan Peron og hóf ástarsam-
band með honum. Ári síðar lét for-
seti landsins handtaka hann vegna
þess að hann hafði áhyggjur af
auknum vinsældum hans meðal
verkalýðsfélaganna. Þetta leiddi
hins vegar til uppreisnar í landinu,
Juan Peron var látinn laus og kos-
inn forseti landsins árið eftir. Eva
Peron varð mjög áberandi sem for-
setafrú, bæði fyrir lífstíl sinn, sem
þótti í léttlyndara lagi, og afskipti
sín af stjómmálum og ekki síst góð-
gerðarmálum. Henni tókst að koma
á kosningarétti fyrir konur og stofn-
aði kvennahreyfingu innan Peron-
istaflokksins. Hún lét m.a. byggja
sjúkrahús og heilsugæslustöðvar,
elliheimili, heimili fyrir einstæðar
stúlkur og heimilislausa og skóla.
Þar að auki stóð hún fyrir margvís-
legri góðgerðarstarfsemi, hún lét út-
býta gjöfum til fátækra og töldu
margir að hún væri að koma land-
inu í gjaldþrot. Hún var gagnrýnd
fyrir að halda ekki bókhald yfir góð-
gerðarstarfsemina og aflaði sér
margra óvina, sérstaklega innan
hersins. Hún var hins vegar geysi-
vinsæl meðal almúgans og var m.a.
hvött til að gefa kost á sér í embætti
varaforseta, sem hún gerði þó ekki,
enda lifði hún ekki langt fram yfir
kosningar. Krabbamein varð henni
að bana 26. júlí 1952 eftir margra
mánaða sjúkralegu.
Löng meðganga
Það var Tim Rice sem fyrst lét sér
detta í hug að gera nútímaóperu úr
sögu Evu Peron. Saman gerðu hann
og Andrew Lloyd Webber plötuna
Evitu sem kom út í nóvember 1976
og fór beint á toppinn á bresku vin-
sældalistunum. Alan Parker fékk
áhuga á að gera kvikmynd eftir
plötunni um leið og hann heyrði
hana en hætti við þegar ákveðið var
að setja söngleikinn upp á leiksviði
fyrst. Hann var fyrsti leikstjórinn
sem boðið var að leikstýra kvik-
mynd eftir söngleiknum en neitaði
þar sem hann var nýbúinn að leik-
stýra söngleiknum Fame og vildi
ekki endurtaka leikinn strax.
Fimmtán árum síðar var enn ekki
byrjað að framleiða myndina. Ýms-
ir höfðu verið orðaðir við leik í
myndinni, þ. á m. Elaine Page, Patti
LuPone, Charo, Raquel Welch, Ann-
Margret, Bette Midler, Meryl
Streep, Barbra Streisand, Liza
Minelli, Diane Keaton, Olivia
Newton-John, Elton John, John Tra-
volta, Pia Zadora, Meat Loaf, Elliot
Gould, Sylvester Stallone, Barry
Gibb, Cindy Lauper, Gloria Estefan,
Mariah Carey, Jeremy Irons, Raul
Julia og Michelle Pfeiffer. Meðal til-
vonandi leikstjóra höfðu verið Ken
Russel, Herb Ross, Alan Pakula,
Hector Babenco, Francis Ford
Coppola, Franco Zeffirelli, Michael
Cimino, Richard Attenborough,
Glenn Gordon Caron og Oliver Sto-
ne. En það var ekki fyrr en 1994,
þegar Alan Parker var boðinn leik-
stjórastóllinn aftur, að hlutirnir
byrjuðu að rúlla.
Erfið fæðing
Alan Parker mætti miklu mótlæti
við gerð myndarinnar en tókst þó
að lokum að klára hana. Honum
tókst meðal annars að fá Andre Ll-
oyd Webber og Tim Rice til að
vinna saman á ný en þeir höfðu
ekki talast við um nokkurt skeið.
Mikið írafár varð í kringum leik-
aravalið og sérstaklega val hans á
Madonnu í aðalhlutverkið en hana
valdi hann eftir að hún skrifaði
honum fiögurra blaðsíðna langt
handskrifað bréf þar sem hún lýsti
yfir örvæntingarfullri löngun eftir
hlutverkinu og lýsti sig reiðubúna
til að gefa
alla sína
krafta og all-
an sinn tíma
í hlutverkið
eins lengi og
á þyrfti að
halda. Sér-
staklega
voru margir
Argentínu-
menn ósátt-
ir, enda Eva
Peron nán-
ast dýrling-
ur þar í
landi, og
tökuliðið
mætti mik-
illi andstöðu
meðal frétta-
manna og al-
mennings i
Argentínu.
Þeim tókst
þó að lokum
að fá forseta
landsins,
Peronistann
Carlos
Menem, til
að leyfa tök-
ur á svölun-
um frægu á
stjórnarbyggingunni Casa Rosada.
Eftir Argentínuævintýrið fóru tök-
ur fram í Ungverjalandi og
Englandi en þá kom enn eitt reið-
arslagið - Madonna tilkynnti að
hún væri orðin ólétt og leikstjórinn
þurfti að ljúka tökum í flýti til að
kúlan sæist ekki í myndinni. Það
tókst og tökum lauk í London eftir
84 daga í þremur löndum og meira
en hundrað kílómetra af filmu.
Tónlist hefur leikið stórt hlutverk
i mörgum mynda leikstjórans Alans
Parkers (Bugsy Malone, Fame, Pink
Floyd, The Wall og The Commit-
ments) en aðrar myndir hans eru
m.a. Midnight Express, Shoot the
Moon, Birdy, Angel Heart, Miss-
issippi Burning og The Road to
WeUville. Madonna, sem fer með
aðalhlutverið, hefur átt gífurlegri
velgengni að fagna sem söngkona.
Hún hefur átt 29 topp-tíu lög, þar af
11 sem komist hafa í efsta sætið og
af 11 plötum hennar hafa aUar nema
ein komist á topp-tíu listann. Upp á
síðkastið hefur hún látið að sér
kveða á leiklistarsviðinu í kvik-
myndum eins og Desperately Seek-
ing Susan, Dick Tracy, Shadows
and Fog og Dangerous Games. í ^
hlutverki sögumannsins er Antonio
Banderas (Women on the Verge of a
Nervous Breakdown, Mambo Kings,
Philadelphia, Interview with the
Vampire, Desperado) og Juan Peron
er leikinn af breska leikaranum
Jonathan Pryce (The Ploughman’s
Lunch, Brazil, Glengarry Glenn
Ross, The Age of Innocence, Carr-
ington). PJ
Antonio Banderas og Madonna í hlutverkum sínum í Evita.
UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT
Ragnar Kjartansson
„Uppáhaldsmyndbandið mitt, hennar þar. Stúlkuna
a.m.k. þessa dagana, er leikur ein skærasta
kvikmyndin Breakfast at stjarna þessa tíma-
Tiffany\s. Ég var nýlega JpBfe . bUs, Audrey Hep-
að horfa á hana í i, ’ burn, en af öðrum
annað sinn og varð if5Jy leikurum má nefna
ekki fyrir vonbrigðum. Æ George Peppard,
Myndin er dæmigerð É Patriciu Neal,
rómantísk gaman- m Buddy Ebsen og síöast
mynd HoUywood " en ekki síst Mickey
7.áratugarins og fiaUar um
unga sveitastúlku sem kem-
ur tU New York og ævintýri
Rooney sem er sér-
lega eftirminnUegur
í fordómafullri túlkun sinni á
japönskum
Ijósmyndara.
Blake Edwards
leikstýrir
myndinni og
eru efnistök
hans talsvert
frábrugðin því
sem síðar varð
í myndunum
um Bleika
pardusinn.
Rúsínan í
pylsuendanum
er síðan tónlist
Henrys
Mancinis sem
ég híusta mik-
ið á um þessar
mundir en þar
á meðal má
nefna hið góð-
kunna lag
„Moon River“.
The Glimmer Man Unhook the Stars A Modern Affair
Hér er á ferðinni nýjasta mynd
bardaga-
meistarans
og hasar-
leikarans
Stevens
Seagals.
Seagal leik-
ur lögreglu-
manninn
Jack Cole
sem er fyrr-
verandi
leyniþjón-
ustumaður.
í leyniþjón-
ustunni var hann fremstur í flokki
leyniþjónustumanna og gekk þá
undir dulnefninu Glimmermaður-
inn. Cole reynir nú að upplýsa dul-
arfull og sérstaklega hrottafengin
morð í Los Angeles. Honum reynist
erfitt að hafa hendur í hári morð-
ingjans og neyðist því til að hefia
samstarf við lögreglumanninn Jim
Campell, sem leikinn er af Keenan
Ivory Wayans, en það er honum
mjög á móti skapi.
Þeir Cole og Campell komast að
þvi að málið er enn flóknara en þeir
bjuggust við. Svo virðist sem morð-
inginn tengist einhverjum valdam-
iklum aðilum sem vilja ekki að mál-
ið verði upplýst. Ekki líður á löngu
þar til Cole áttar sig á þvl að málið
teygir anga sína inn í fortíð hans
hjá leyniþjónustunni.
Leikstjóri er John Gray.
Mynd þessi fiallar um ekkjuna
Mildred
sem stend-
ur á tíma-
mótum í
lifi sínu.
Bömin eru
flogin úr
hreiðrinu
og fátt ann-
að virðist
liggja fyrir
henni en að
setjast í
helgan
stein. Það
er Mildred hins vegar ekki að skapi
því hún vill öðlast lífsfyllingu. Dag
einn bankar ung nágrannakona
hennar upp á og biður hana að líta
eftir syni sínum. Á milli drengsins
og Mildredar myndast síðan ein-
stakt samband og samverustundir
þeirra verða fleiri en upphaflega
var gert ráð fyrir. Inn í málin flétt-
ast síðan líf og örlög fiölmarga ann-
arra persóna og líf Mildredar tekur
heldur betur óvænta stefnu. Með að-
alhlutverk fara Gene Rowlands,
Gerard Depardieu og Marisa Tomei.
Leikstjóri er Nick Cassavetes.
Grace Roberts (Lisa Eichhorn) er
nútíma-
kona sem
hefur
ákveðið að
láta karl-
menn ekki
koma of
nærri sér -
ekki einu
sinni þegar
hún vill
verða
ófrísk. Hún .
runis r
sæðisbanka og eftir að hafa skoðað
framboðið gaumgæfilega velur hún
herra 247 til að verða foðurinn því
hann uppfyllir allar hennar kröfur
og rúmlega það. Reyndar fær Grace
ekki annað séð en herra 247 hljóti
að vera alger draumaprins. Sú upp-
götvun hennar leiðir til þess að eft-
ir að hún er orðin ófrísk ákveður
hún að komast að því hver herra
247 raunverulega er. Auðvitað grun-
ar hinn myndarlega Peter Kessler
(Stanley Tucci) ekki að konan sem *
hann hittir einn góðan veðurdag og
verður ástfangin af beri bam hans
undir belti.
Hér er á ferðinni rómantísk gam-
anmynd sem sannar aö hlutirnir
þurfa ekki að gerast í réttri röð til
að allt gangi upp.
Leikstjóri er Vern Oakley.